Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Qupperneq 19
18
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1997
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLl 1997
23
j) ENOLANlT
Celio Silva, brasilíski vamar-
maðurinn, mun nú skrifa undir
samning við Manchester United
um leið og hann fær atvinnuleyfi
í Englandi en hann hefur gengið
frá öllum sínum málum við lið-
ið.
Everton hefur unnið kapp-
hlaupið við Man. Utd. og
Newcastle um að ná hinum 18
ára gamla John Oster frá Grims-
by en hann þykir mikið efni.
Oster var mættur til læknisskoð-
unar í gær á Goodison Park.
David Ginola er mættur til
leiks á White Hart Lane en
Tottenham og Newcastle eru nú
að ganga frá sínum málum.
Birmingham hefur ákveðið
að taka áhættuna og kaupa Peter
Ndlovu frá Coventry þrátt fyrir
að hann hafi ekki staðist læknis-
skoðun vegna hnjámeiðsla sem
hafa verið að hrjá hann í
nokkurn tíma.
Auðunn frá
í hálfan mánuð
DV, Ólafsfirði:
Auðunn Helgason, einn besti
varnarmaður Leifturs í knatt-
spymu, verður frá keppni í hálf-
an mánuö í það minnsta vegna
meiösla.
Auðunn meiddist á æfingu og
hefur ekki leikið með Leiftri
síðan í Evrópuleiknum á dögun-
um gegn danska liðinu Odense.
Síðan hefur Auðunn verið
meira og minna hjá læknum.
Hann gekkst undir aðgerð í síð-
ustu viku vegna slitins liðþófa í
hné. Þetta er enn eitt áfalliö sem
Leiftur verður fyrir í sumar því
leikmenn liðsins hafa átt í tölu-
veröum meiðslum en fyrirliði
liðsins, Gunnar Már Másson,
sem ekki hefur verið meö í síð-
ustu leikjum vegna meiðsla er
nú á batavegi en verður þó að
öllum líkindum ekki tilbúinn í
næsta leik þegar Ólafsfirðingar
fá Skagamenn i heimsókn.
-HJ/-ÖB
Vináttu
hvað?
ISLAND - NOREGUR
20. júlí kl. 20:00
iHEYKmuslúiiiújrilTitsmuBsl
KSI
FIMMTÍU ÁRA
Iþróttir
Ovæntur gestur birtist á leikvellinum í Graz í Austurríki á
dögunum er ieikið var þar um meistaratitilinn í ruöningi. Kona ein fá-
klædd hljóp inn á völlinn en röskur öryggisvöröur náöi aö handsama
hana fljótlega og leiddist þaö greinilega ekki. Símamynd Reuter
DiegO /W!ar9CfO/7aerkominnáfullaferöíknattspyrnunni á ný
og leikur nú meö Boca Juniors. Hér sést Maradona fagna marki í leik
gegn Racing Club á dögunum. Maradona hefur litlu gleymt og hefur ver-
iö oröaður viö landsliö Argentínu. Símamynd Reuter
Alison Nicholas frá Englandi fagnaöi sigri á opna
bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk um síöustu helgi. Nicholas
vann mjög nauman sigur en í ööru sæti varö hin fræga Nancy Lopez,
aöeins einu höggi á eftir Nicholas. Símamynd Reuter
Cedríc Vasseur frá Frakklandi svalar hér þorstanum í hinni
erfiöu hjólreiöakeppni Tour de France i gær. Frakkinn hafði forystu í
keppninni og var því í gulu skyrtunni. Símamynd Reuter
Hæg heimkoma hjá Leiftursmönnum eftir leikinn gegn Samsunspor:
Cardaklija og Milisic
kyrrsettir í Frankurt
.
arlákur Arnason, hinnwnýjl þjálfari
Vals, sést héiJUM viö lærisveina sína i
2. fiokki á æfingu í gær en á innfelldu
myndinni er Sigurður Grétarsson, nú
andi þjálfar Vals, íbyggin á svip.
DV-myndfr Pjetur *
7070-
keppnin
1. riðill:
Álaborg-Dinamo 93 . . 2-1
Duisburg-Heerenveen . . . . . 2-0
Duisburg 3 3 0 0 5-0 9
Álaborg 320 1 4-3 6
Dinamo 93 4 2 0 2 6-4 6
Heerenveen 3 0 1 2 0-3 1
Polina 3 0 1 2 1-6 1
2. riðill:
Casino Graz-Hrvatski .. . . . 1-3
Ebbw Vale-Bastia . , . . 1-2
Bastia 3 3 0 0 4-1 9
Hrvatski 4 2 0 2 7-7 6
Casino 3 11 1 3-3 4
Silkeborg 3 1 0 2 5-3 3
Ebbw Vale 3 0 1 2 6-1 1
3. riöill:
Lausanne-Ards . .. 6-0
Auxerre-Antverpen 5-0
Lausanne 3 2 1 0 11-2 7
Auxerre 3 2 1 0 9-1 7
Antverpen 3 2 0 1 5-5 6
Salamina 3 10 2 5-9 3
Ards 400 4 1-14 0
4. riöill:
Cork City-FC Köln . 0-2
Standard-Maccabi Petah 0-0
FC Köln 3 3 0 0 8-1 9
Maccabi 4 12 1 2-3 5
Standard 303 0 0-0 3
Cork City 3 0 2 1 0-2 2
Aarau 3 0 1 2 0-4 1
5. riðill:
Dinamo Moskva-Genk . 3-2
Panahaiki-HB Þórshöfn 4-2
Dinamo 3 3 0 0 6-3 9
Genk 3 2 0 1 11-6 6
Stabæk 3 11 1 9-5 4
Panahaiki 3 11 1 6-5 4
HB Þórshöfn 3 0 0 4 2-15 0
6. riðill:
Samsunspor-Lciftur . . . 3-0
Kaunas-SV Hamburg 1-2
Samsunspor 3 3 0 0 6-0 9
Hamburg 3 3 0 0 6-3 9
Kaunas 3 10 2 4-5 3
Leiftur 4* 1 0 3 7-11 3
Odense 3 0 0 3 4-8 0
7. riðill:
öster- Universitate 2-1
Werder Bremen-Istanbulspor 0-0
Istanbulspor 4 2 1 0 7-1 7
Bremen 3 2 1 0 5-1 7
Vasas 3 2 0 1 7-3 6
öster 3 1 0 2 4-7 3
Iniversitate 4 0 0 4 2-13 0
8. riðill:
Hadjuk Rodic-Kongsvinger . 2-0
Turun Palloseura-Lommel . . 1-1
Halmstad 3 2 1 0 4-2 7
Hadjuk 3 2 0 1 4-2 6
Palloseura 3 11 1 4-3 4
Lommel 3 0 3 0 3-3 3
Kongsvinger 4 0 1 3 2-7 1
9. riöill:
Lyon-Austria Vín . . 2-0
Odra Wodzislav-MSK Zilina 0-0
Lyon 330 0 7-1 9
R. Búkarest 3 2 1 0 7-3 7
MSKZilina 4 1 1 2 3-8 4
Austria 3 0 1 2 2-6 1
Wodzislav 3 0 1 2 4-9 1
10. riöill:
Spartak Vma-Montpellier . . 1-1
Groningen-Gloria Bistrita . . 4-1
Groningen 3 3 0 0 7-1 9
Montpellier 3 2 1 0 6-3 7
Cukaricki 3 10 2 4-6 3
Bistrita 4 10 3 6-10 3
11. riöill:
Novgorod-Antalyaspor . . . 1-0
Proleter-Publikum Celje 0-0
Novgorod 330 0 4-1 9
Ceije 4 1 2 1 3-3 5
Proleter 3 11 1 4-1 4
Maccabi 3 10 2 2-5 3
Antalyaspor 3 0 1 2 1-4 1
12. riöill:
Floriana-Torpedo Moskva . . 0-1
SV Ried-Merani 91 . 1-3
Torpedo 330 0 7-1 9
Merani 91 4 2 0 2 8-5 6
SV Ried 3 2 0 1 6-5 6
Heraklis 3 10 2 4-7 3
Floriana 3 0 0 3 1-8 0
DV, Olafsfirði:
Ferð Leifturs til Tyrk-
lands, þar sem liðið lék gegn
Samsunspor í Toto-keppn-
inni, varð heldur lengri en
gert var ráð fyrir og enn eru
tveir leikmenn liðsins vega-
bréfalausir í Þýskalandi.
Vegna verkfalls British
Airways var ekki flogið frá
Istanbul til London, heldur
var farið til Frankfurt í
Þýskalandi. Þar gistu leik-
menn Leifturs aðfaranótt
mánudagsins. Hins vegar
fengu tveir leikmenn liðs-
ins, þeir Cardaklija mark-
vörður og varnarjaxlinn
Milisic ekki að yfirgefa flug-
völlinn. Þeir eru ekki með
vegabréfsáritun til Þýska-
lands enda ekki gert ráð fyr-
ir ferðalagi þangað.
Þeim Cardaklija og Milis-
ic var haldið á flugvellinum
á meðan aðrir leikmenn
komu sér fyrir á nálægu
hóteli. Tíu þeirra flugu heim
til Islands í gærmorgun en
nokkrir héldu kyrru fyrir í
Frankfurt.
Unnið var af krafti við að
leysa málið í gær og búist
var við þeim félögum til
Keflavíkur um ellefuleytið í
gærkvöldi.
Vegna þessa óvænta máls
fóru forráðamenn Leifturs
fram á seinkun á leik liðsins
gegn Islandsmeisturum ÍA,
en liðin áttu að leika á
Ólafsfirði á morgun, og hef-
ur leikurinn verið færður á
fimmtudag. -HJ/-ÖB
Johnson veröur með í Aþenu
Michael Johnson, tvöfaldur Ólympíumeistari frá því í Atlanta, fær að vera
með á HM í frjálsum, sem hefst i byrjun ágúst í Aþenu í Grikklandi, þrátt
fyrir að hafa ekki verið valinn í bandaríska liðið. Alþjóða áhugamannasam-
tökin í frjálsum, IAAF, hafa gefið honum grænt ljós á að mæta til leiks. -ÖB
Rie Kikuoka Roizard, frá Japan, var heilluö
Vestmannaeyjum líkt og aörir erlendir keppendur.
af
golfvellinum f
DV-mynd ÞoGu
Volcano Open golfmótið í Vestmannaeyjum:
„Umhverfið og nátt
íslenska úran stórkostleg“
Evrópumót unglingalandsliða:
landsliðið
I gærkvöld var valið íslenska
landsliðið sem tekur þátt í
Evrópukeppni unglingalandsliða hér
á landi dagana 24.-31. júlí og er liðið
þannig skipað:
Markverðir:
Guðjón Skúli Jónsson (‘78)........ÍA
Stefán Logi Magnússon (‘80) ...Fram
Vamarmenn:
Bjöm Jakobsson ('78).............tBV
Egill Skúli Þórólfsson (‘78) .....KR
Freyr Karlsson (‘79)............Fram
Kristján Helgi Jóhannsson (‘79) . Reyni S.
Reynir Leósson (‘79)................ÍA
Miðjumenn:
Amar Jón Sigurgeirsson (‘78)........KR
Ámi Ingi Pjetursson (‘79) ........Fram
Edilon Hreinsson (‘78)..............KR
Gylfi Einarsson (‘78) ...........Fylki
Stefán Gíslason (‘80)..............KVA
Sóknarmenn:
Amar Hrafn Jóhannsson (‘79) Val
Bjami Guðjónsson (‘79) .....Newcastle
Guðmundur Steinarsson (‘79) . . . Keflavík
Haukur Ingi Guðnason (‘78) .... Keflavík
Þjálfari liðsins er Guðni Kjartansson.
DV, Vestmaimaeyjum:
Um 40 erlendir kylfingar tóku þátt í
Opna Volcano golfmótinu sem fram
fór í Vestmannaeyjum um siðustu
helgi. AIIs mættu 100 kylfingar til
leiks í blíðskaparveðri og tókst mótið
með aíbrigðum vel.
Ýmislegt var gert til að auka
ánægju keppenda. Verðlaunagripir
voru óvenjulegir eða uppstoppaðir
lundar. Slíkir verðlaunagripir voru
veittir á Landsmótinu í fyrra og vöktu
mikla lukku.
Á meðal þátttakenda á mótinu að
þessu sinni var japanska stúlkan Rie
Kikuoka Roizard en hún býr í Lúx-
emborg ásamt frönskum eiginmanni
sínum. Þau hjón eiga nokkra golfvelli
í Lúxemborg og voru heilluð af golf-
vellinum í Eyjum. Fannst hann næst-
um jafngóður og besti völlurinn í Lúx-
emborg.
Dr. Fritz Schneide, forstjóri Tumer
ferðaskrifstofunnar sem sérhæfir sig í
golfferðum víða inn heim, sagðist
hafa heyrt margt fallegt um ísland en
hafði ekki hugmynd um að hér væru
golfvellir.
„Þótt tlatimar mættu vera betri er
völlurinn sem slíkur, umhverfið og
náttúran alveg stórkostlegt. Völlurinn
hér í Eyjum er náttúruperla. Svona
mót eins og nú er haldið hér á mikla
framtíð fyrir sér. Þið þurfið bara að
auglýsa þetta betur,“ sagði Fritz.
Júlíus Hallgrímsson, GV, varð sig-
urvbegari í flokki 0-12 i forgjöf., lék á
145 höggum. Guðjón Grétarsson, GV,
vann með forgjöf á l35 höggum.
I forgjafarflokki 13-24 sigraði Hjör-
leifur Þórðarson, GV, á 165 höggum.
Þorsteinn Sverrisson, GV, sigraði með
forgjöf á 129 höggum.
Þórður Sigurjónsson, LÚX, lék best
allra í forgjafarflokki 25-36 og kom
inn á 179 höggum. I keppni með for-
gjöf var Atli Elíasson, GV, hlutskarp-
astur og lék á 131 höggi. Júlíus Hall-
grímsson, Sigurjón Adolfsson, og Þor-
steinn Sigurðsson unnu nándarverð-
laun.
-SK/-ÞoGu
íþróttir
Enn einn þjálfarinn rekinn:
Valsmenn létu Sigurö
taka poka sinn í gær
- Þorlákur Árnason tekinn við liðinu
I gær var enn einum þjálfaranum
í úrvalsdeild karla sagt upp störfum
þegar Valsmenn ákváðu að skipta
um mann í brúnni þar sem Sigurð-
ur Grétarsson hefur veriö við
stjómvölinn frá því í fyrra. Sigurð-
ur er því kominn í hóp þeirra þjálf-
ara sem gerðir hafa verið útlægir,
a.m.k. í bili, en fyrir eru ferskastir í
þeim hópi eins og menn muna þeir
Lúkas Kostic (KR), Þórður G. Lárus-
son (Stjömunni) og Logi Ólafsson
fyrrverandi landsliðsþjálfari.
„Snögg ákvöröun"
„Það er rétt, við erum búnir að
skipta um þjálfara og við liðinu tek-
ur Þorlákur Árnason.
Það má kannski segja það að tap-
ið í Grindavík hafi verið komið sem
fyllti mælinn. Þetta er ákvörðun
sem var tekin snögglega í dag (í
gær) en því er ekki að leyna að við
höfum ekkert verið ánægðir með
gengi liðsins i undanfömum leikj-
um og teljum að það sé hægt að ná
meira út úr þessum mannskap. Sig-
urður er búinn að vinna ágætt starf
með liðið og náði þokkalegum ár-
angri með það í fyrra. Hann heldur
sínum samningi út þetta tímabil en
þessi ákvörðun er algerlega tekin að
hálfu stjómarinnar. Fyrirliða og
leikmönnum var kynnt þessi
ákvörðun strax og nýi þjálfarinn er
þegar búinn að funda með þeim og
stjóma sinni fyrstu æfingu. Það er
mikill hugur í strákunum um að
fara að rífa sig upp en staðan hjá
okkur í dag er því þessi og eiginlega
ekkert mikið meira um það að
segja,“ sagði Þorleifur Kr. Valdi-
marsson, formaður knattspymu-
deildar Vals, eftir viðburðaríkan
dag á Hlíðarenda.
„Höfum mikla trú á Þorláki"
„Þorlákur Árnason, sem tekur
við liðinu, er búinn að vera hjá Val
í rúmlega eitt ár og þjálfað 2. tlokk
karla. Hann er 27 ára gamall og við
höfum feikilega mikla trú á strákn-
um og bindum miklar vonir við
hann,“ bætti Þorleifur við.
„Átti ekki von á þessu“
„Þetta er greinilega hlutur sem
getur komið fyrir en ef ég á að segja
alveg eins og er þá átti ég nú ekki
von á þessu og er auðvitað ekki sátt-
ur,“ sagði Siguröur Grétarsson, í
samtali við blaðamann DV, eftir að
hafa fengið reisupassann á Hlíðar-
enda.
„Ég var bara kallaður á fund
núna áðan (í gær) og tilkynnt þessi
ákvörðun og því kemur þetta óvart
en það er auðvitað alltaf leiðinlegt
fyrir báða aðila þegar svona gerist
en svo sem ekkert út á það að setja
hvernig að þessu er staðið og ef þeir
em ósáttir við mína vinnu þá er al-
veg eins gott að hætta þessu. Mér
gafst kostur á því að segja upp en sá
bara enga ástæðu til þess. Samning-
ur minn var út næsta sumar en upp-
segjanlegur eftir hver tímabil.
„Gætum lent í vandræöum“
Ég sagði það strax í vor að við
gætum lent í vandræðum með þenn-
an mannskap. Það er ekki hægt að
missa mannskap úr byrjunarliðinu
á hverju ári án þess að lenda í
strögli og bæta ekkert við að ráði en
liðið hefur náttúrlega veikst tölu-
vert frá því í fyrra. Hins vegar er
engin launung á því að liðið hefur
verið að spila undir getu og til þess
að við náum árangri þurfa menn að
vera að spila af fullri getu. Það verð-
ur svo bara að koma í ljós hvort ein-
hver annar nær meira út úr liðinu.
Ég er ekkert farinn að hugsa um
hvað tekur við hjá mér, þetta kom
svo óvænt upp á, en ætli ég byrji
bara ekki á því að fara með fjöl-
skylduna í sumarfrí eitthvað út á
land og slappa af,“ sagði Sigurður.
-ÖB