Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Blaðsíða 28
32
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1997
Sviðsljós
Vinningshafar í
Völundarhúsi
lakkrísfrostpinnans
'ítalska fyrirsætan Carla Bruni sýnir hér sköpunarverk hönnuöarins Gais Mattiolos á tískusýningu f Róm um helg-
ina þar sem haust- og vetrartfskan var kynnt. Sfmamynd Reuter
Julio Iglesias á von á barni
Söngvarinn Julio Iglesias virðist
vera búinn að festa ráð sitt því
hann og hollenska stúlkan Miranda
Rynsburger, sem verið hefur vin-
kona hans í sex ár, bíða nú spennt
eftir fæðingu fyrsta bams síns sem
von er á í ágúst.
Sjálfur á Julio, sem er 53 ára, þrjú
uppkomin böm frá fyrsta hjóna-
bandi sínu sem lauk árið 1979.
Um Miröndu segir Julio að hún
sé besti félagi sinn og að hann vilji
vera með henni það sem eftir er æv-
innar. Hann kveðst miklu næmari
fyrir því sem gerist hið innra með
konunni þegar hún á von á bami.
En söngvarinn hefur samt ekki lát-
ið af frægum tilburðum sínum til að
vera rómantískur. Miranda, sem er
meir en 20 árum yngri en Julio, seg-
ir hann gæta hennar og ausa yfir
hana hvítum rósum af minnsta
tilefni.
Brad Pitt
leitar ráða hjá
Hopkins
Eftir skilnaðixm við Gwyneth
Paltrow er Brad Pitt sagður hafa
leitaö ráða hjá Anthony Hopkins
sem hann leikur nú meö í kvik-
mynd. Hopkins mun nefnilega
hafa reynslu í því að velja á milli
fasts sambands og nýrra freist-
andi kvenna, aö því er fullyrt er.
Lisa Minelli
hætt við dyra-
vörðinn
Söngkonan Liza Minnelli, sem er
51 árs, er hætt við dyravörðinn í
fjölbýlishúsinu þar sem hún býr. Sá
heitir King Lewis og er ekki nema
24 ára. Hann stjanaði svo mikið í
kringum söngkonuna að áður en
varði vom þau orðnir elskendur.
Hún var samt ekki ánægð með
hvemig hann hreiöraði um sig.
Nýjasti elskhugi Lizu er einnig
yngri en hún en ekki nema 6 árum.
Hann heitir Michael Nouri og er
bæði söngvari og dansari.
Theodóra Agústsdóttir nr. 6202
Kolbrún Eva nr. 5179
Birgir Arngrímsson nr. 5164
Heiða Ingvadóttir nr. 1460
Birgir Þór Þorbjörnsson nr. 8940
Eva Rakel nr. 4308
Davíð Örn Ólafsson nr. 2233
Atli Már Sigmarsson nr. 5852
Krakkaklúbbur DV, Kjöris
og B.T. tölvur þakka öllum
kœrlega jyrir þátttökuna.
Vinningarnir verða sendir vinningshöfum í pósti næstu daga.
Noah Wyle
hamingjusamur
með Tracy
Noah Wyle, sem leikur unga
skurðlækninn í sjónvarpsmynda-
flokknum Bráðavaktinni, er
hæstánægöur með kærustuna
sína, Tracy, eins og sjá má á
meðfylgjandi mynd. Noah var
eitt sinn í sambandi með Jenni-
fer Aniston sem lék í sjónvarps-
myndaflokknum Friends.
Demi Moore berst
Kvikmyndaleikkonan Demi
Moore berst nú á tveimur vígstöðv-
um. Hún reynir að bjarga hjóna-
bandi sínu og Bruce Willis og jafti-
framt að slá aftur í gegn í kvik-
myndabransanum. Það má alveg
eins gera ráð fyrir að Demi takist
vel upp í báðum tilfellum.
Nýjasta mynd hennar, G.I. Jane,
hefur fengið hrós hjá þeim sem þeg-
ar hafa séð hana. Og Bruce Willis
hefur keypt demantsskartgripi
handa eiginkonu sinni fyrir um 25
milljónir íslenskra króna. Slík gjöf
verður varla túlkuð sem kveðjugjöf.
Demi og Bruce hafa verið gift í
níu ár og eiga þrjú böm. Oft hefur
hrikt i stoðum hjónabandsins en
einkum þegar Bruce frétti að
hjartaknúsarinn Leonardo
DiCaprio, sem er þrítugur og 12 ár-
um yngri en hann sjálfúr, hefði
dvalið næturlangt hjá Demi.
Bmce varð svo reiður að hann
krafðist þess að húsið, sem er í
Malibu, yrði selt þó svo að Demi
fullvissaði hann um að hún og Le-
onardo hefðu aðeins setið og spjall-
að saman. Bæði neituðu þau hjón
frásögnum slúðurblaða af reiði
Bruce Willis og Demi Moore vlröast hafa sæst eftir deiluna vegna
næturheimsóknar DiCaprios.
Bruce. Það vakti því athygli ljós-
myndara þegar flutningabílar
birtust allt í einu við hið hina frægu
villu. Nokkrum vikum seinna birt-
ust svo flutningamennimir aftur.
Þetta ýtti undir vangavelftu- um að
Bruce hefði staðið við orð sín um að
dvelja ekki í húsinu eftir heimsókn
DiCaprios. Demi á hins vegar að
hafa bent á að samband Bmce og
leikkonunnar Millu Jovovich, sem
leikur á móti honum í myndinni
Fifth Element, sé alls ekki svo sak-
laust.
Hvað sem því líður gaf Brace
Demi demantana þegar þau vora
nýlega í fríi á Maui á Hawaii. Og sú
gjöf þykir ekki benda til þess að þau
séu alvarlega að hugsa um skilnað.
Ekki alls fyrir löngu komu þau
svo saman á frumsýningu í New
York á stuttumynd söngvarans Jons
Bons Jovis sem Demi leikur í.
í hvert sinn sem brosið hvarf af
andlitum hjónanna fóra menn að
giska á að enn væri nú líklega eitt-
hvað að í hjónabandinu. Það er sem
sé ekki tekið út með sældinni að
vera frægur og undir smásjá ljós-
myndara og slúðurdálkahöfunda.
S----------------I--|---------------\.
Endurskinsmerki, litabók, límmiöa,
^ og Hlunkaávísun.__________________
Ævintýra-teiknimyndaleikir
^ fyrir PC-tölvur frá Struck.
Kristján Ari Sigurðsson nr. 7004
Óli Tómas Freysson nr. 10669
fyrir hjónabandinu