Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1997, Qupperneq 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1997 Prjónandi fatafellur? „Viö bjóðum upp á þetta nám- skeið til þess að losa um ákveðna fordóma gagnvart þessari at- vinnugrein. Þetta er eins og hvert annað hannyrðanám- skeið.“ Stjórnandi nektardansstaðarins Vegas um fyrirhugað fatafellu- námskeið, í Morgunblaðinu. Dana- vinurinn Clinton „Við vitum að við erum rétt- um megin þegar Danir standa með okkur.“ Bill Clinton um sameiginlega afstöðu Danmerkur og Banda- ríkjanna gagnvart Kína. Ummæli Ódýr sannleikur „Ég er nú enginn efnamaður en það kostar mig 140 þúsund að segja íslensku þjóðinni sannleik- ann. Þá þykir mér það bara bil- legt.“ Sverrir Olafsson um sekt sína fyrir meiðyrði gagnvart Jó- hanni G. Bergþórssyni. Hanskinn er mikiö þarfaþing fyrir daufdumba. Talandi hanski Bandaríkjamaðurinn James Kramer hefur hannað hanska sem talar. Hanskinn er ætlaður þeim sem eru daufdumbir eða blindir. Hann er þakinn nemum og les það tákn sem fingur not- andans mynda tákn fyrir. Gervi- rödd túlkar síðan táknið upphátt. Blessuð veröldin Hrað- mæltur Fáir geta talað mjög hratt án þess að mismæla sig. Kanadíski útvarpsmaðurinn Gerry Wilmot er talinn vera hraðmæltasti mað- ur í heimi . Hann getur sagt um þrjú hundruð orð á mínútu án þess að mismæla sig. Lang- lífustu frumurnar Heilafrumurnar eru langlíf- ustu frumur líkamans. Þær verða nefnilega að endast okkur alla ævi. Þær verða t.d. þrisvar sinnum eldri en beinfrumur sem lifa í mesta lagi í um 25 til 30 ár. Gönguferðir um Langanes Ef ætlunin er að ganga um Langa- nes þarf að aka með Amarfirði um Mosdal í Hokinsdal. Fyrst er gengið út á Langanes að vitanum þar og í leiðinni er hægt að skoða skemmti- lega klettamyndanir, dranga og sker. Frá Langanesi má ganga til suðausturs að eyðibýlinu Steinanesi þar sem Margrét Sigurðardóttir, systir Jóns Sigurðssonar forseta, bjó. Þegar þangað er komið er hægt að ganga til baka gömlu leiðina að Umhverfi Steinaneshálsi og síðan út eftir öllu fjallinu þaðan sem útsýnið er mjög fallegt. Þaðan sést vel um allan Arn- arfjörð sem er þó líkari flóa en firði. Þaðan ætti síðan að vera stutt aftur að bílnum. Þá er öll ganga orðin um 11 til 12 km. Þeir sem ekki vilja leggja í svona langa göngu geta lát- ið sér nægja að ganga út að vitanum og sömu leið til baka. Sú ganga er um 3 km. Tölvur aðal- áhugamálið „Dagleg störf mín felast í að halda utan um rekstur fyrirtækisins, þjónustu, markaðsmál, stefnumótun og vinna að uppbyggingu þjónust- unnar,“ segir Dagný Halldórsdóttir, nýráðinn forstjóri tölvufyrirtækis- ins Skímu hf. Dagný er þó ekki ókunn tölvuheiminum því hún var fyrir sameiningu fyrirtækjanna tveggja, þ.e. Miöheima ehf. og Skímu ehf., forstjóri Skímu ehf. Dagný er rafmagnsverkfræðingur að mennt og þvi má segja að hún sé vön því að vinna í umhverfí þar sem karlar eru í meirihluta. Hún segir þó að talsverður munur sé á milli verkfræðináms hér á landi og erlendis með tilliti til kynjaskipting- ar því hlutfallslega færri konur stundi verkfræðinám hér en í Bandaríkjunum þar sem hún stimd- aði líka nám. Þegar Dagný er innt eftir því af hverju hún hafi farið út í verkfræði- nám er svarið mjög einfalt. Hún seg- ir einfaldlega að verkfræðin sé spennandi fag og viðfangsefnin skemmtileg. Dagný segist ekki vera neitt sér- staklega meðvituð um það að hún sé kona í stjómunarstaríí og segist ekki hafa rekist á það enn þá að hún beiti öðram stjómunaraðferðum en karlkyns starfsfé- lagar hennar. Dagný segist sjálf hafa mikinn áhuga á tölvum því þær skipi stóran þátt í menntun hennar og starfi. Skíma hf. er leiðandi fyrir- tæki á sviði intemetþjónustu og því liggur beinast við að spyrja Dagnýju hvort hún sé mikill netfikill. „Ég nota Netið Dagný Halldórsdóttir. mikið í starfinu til þess að afla mér upplýsinga um ýmis mál. En ég nota það ekki í frístundum. Þá fer tíminn í annað.“ Frístundir Dagnýjar hafa verið fáar undanfama mánuði þvi mikið hefur mætt á henni við sameiningu Miðheima og Skímu. „Frítíminn hefur verið lítill undanfarið. í frí- stundum vil ég helst stunda íþróttir og útivist með fjölskyldunni. Núorð- iö stunda ég skokk, hjólreiðar og skíði en áður keppti ég í fót- bolta og hand- bolta með Breiða- bliki,“ segir Dag- ný. Dagný er gift Finni Svein- bjömssyni, fram- kvæmdasfjóra Sambands ís- lenskra við- skiptabanka. Þau eiga þrettán ára dóttur og átta ára son. Aðspurð um það hvort ekki sé lítill timi aflögu fyrir fjölskyld- una þar sem bæði hún og maður hennar gegni erilsömum sfjómunarstörf- um segir Dagný: „Nei, nei, alls ekki. En í uppbyggingu undanfama mán- uði hefur tíminn hjá mér verið lítill. Almennt séð höfum við tima fyrir fjölskylduna eins og aðrir. Við þurf- um bara að skipuleggja tímann vel, bæði hjá okkur sjálfum og bömun- um.“ Maður dagsins Aðkallandi mál Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Konurnar halda uppi merki knatt- spyrnuíólks í kvöld. Stofn- deildin í kvöld em þrír leikir í Stofn- deildinni sem er efsta deildin í knattspymu kvenna. Þar eigast við lið Hauka og ÍA á Ásvelli kl. 20. Á Stjömuvelli keppa lið Stjömunnar og Breiðabliks kl. 20 og á Valsvelli leika lið Vals og ÍBV kl. 20. í fyrstu deild kvenna eru tveir leikir. Tindastóll og Hvöt leika á Sauðárkróksvelli kl. 20 og Aftur- elding og FH á Varmárvelli kl. 20. íþróttir í annarri deild karla eru fimm leikir. Fjölnir og KVA keppa á Fjölni- svelli kl. 20, Völsungur og Sindri á Húsavíkurvelli kl. 20, HK og Ægir á Kópavogsvelli kl. 20, Þróttur Neskaupstað og Leiknir á Neskaupstaðarvelli kl. 20 og Selfoss og Víðir á Selfossvelli kl. 20. Bridge Það getur verið heilmikill galdur að reikna út vinningslíkur í flókn- um samningum og það er ekki mörgum gefið að hafa þær á hreinu. í ljórðu umferð Evrópumótsins í sveitakeppni kom þetta spil fyrir. Sömu spil voru spiluð í öllum leikj- um og niu pörum í AV tókst að komast alla leið í 6 tígla. Þegar blindur kom á borðið voru flestir sagnhafanna ánægðir með sig þar til hin slæma tromplega kom í ljós. Á flestum borðum var útspil norð- urs spaðadrottningin: 4 DG1062 » KG962 ♦ 10 * 108 * Á7 * 85 * ÁKD8742 * K6 * K43 * 107 * G963 * D953 Sagnhafar drápu undantekning- arlaust útspilið á ásinn og lögðu nður ÁK í tígli. Hvernig er besta spilaleiðin eftir ótíðindin í tromplitnum? Átta sagnhafanna lögðu næst niður laufkóng, svínuðu laufgosa og fóm þannig 2 niður. Hins vegar er það ekki besta spila- leiðin. Hún felst í því aö leggja nið- ur tíguldrottningu, spila laufkóng, laufi á ás, trompa lauf, svína hjarta og trompa enn lauf. Hjartaásinn er síðan innkoma á fmunta frOaufið og sagnhafi nær að losa sig við tapslag- inn í spaða. Með því að hafna laufsvíningunni gefur sagnhafi frá sér möguleikann á Dxx réttri í lauf- inu með hjartakóngnum hjá suðri. í staðinn vinnst spilið ekki bara með því að hjartakóngur er hjá norðri og Dxx þriðja í laufi hjá suðri, heldur einnig ef hjartakóngur er hjá norðri og Dx eða Dxxx hjá suðri í laufinu. Sú leið gefur því augljóslega betri vinningsmöguleika. Aðeins einn spilari valdi þá spilaleið, Hvít-Rúss- inn Sotniku. Að vísu fann annar spilari þessa sömu spilaleið, Daninn Jens Auken. Hins vegar verður að taka það fram að samningurinn hjá honum var 3 tíglar. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.