Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1997 Fréttir Ollufélögin: Samkeppnisstofnun hefur ekkert aðhafst Neytendasamtökin hafa kært verðlagningu olíufélaganna til Sam- keppnisstofnunar og vilja rannsókn á því hvort um samráð sé að ræða. Ekkert hefur enn verið gert í því máli hjá Samkeppnisstofnun, að sögn Steingerðar Steinarsdóttur, starfsmanns Samkeppnisstofnunar. Yflrmenn stofnunarinnar, Georg Ólafsson og Guðmundur Sigurðs- son, voru báðir í fríi sem og sá starfsmaður sem fer með kæru Neytendasamtakanna. Steingerður Steinarsdóttir upp- lýsti að Samkeppnisstofnun hefði ekkert skoðað markaðsskiptingu ol- íufélaganna hvað bensínsölu í land- inu varðar. Hún gat heldur ekkert sagt um hvort það yrði gert. -S.dór Fyrrverandi við- skiptaráðherra: Geta ekki verið til- viljanir „í minni tíð sem viðskipta- ráðherra var þessi skipting ekki hafln nema hvað að á stöku stað voru olíufélögin öll þrjú með eina stöð. Nú virðist þetta breytt og aðeins eitt félag annast bensínsöl- una á hverjum stað. Og ekki bara það heldur eru allar verðbreytingar hjá olíufélög- unum ávallt upp á krónu þær sömu og líka tímasetn- ing þeirra," sagði Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður og fyrrverandi viðskiptaráð- herra, um þá markaðsskipt- ingu olíufélaganna sem DV hefur verið að fjalla um að undanfómu. Hann segir það sitt álit að Samkeppnisstofnun eigi að skoða þetta. Hér sé um þannig vaxið mál að ræða að ekki verði hjá því komist að skoða það vel. „Þetta geta ekki verið til- viljanir með verðlagninguna. Likumar fyrir því að um til- viljanir sé að ræða eru stjarnfræðilegar,“ sagði Sig- hvatur Björgvinsson. -S.dór Fækkun bensínstöðva olíufélaganna: Læt Samkeppnis- stofnun meta þetta - segir Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra Eins og DV hefur nýlega skýrt frá hafa olíufélögin lokið við að skipta svæðinu frá Mývatni aö Fá- skrúðsfirði á miili sín þannig að tvö veikari víkja fyrir þvi sem sterkast er á hverjum stað. Þetta hefur ver- ið gagnrýnt og ýmsir fuUyrða að i hér sé um hreina markaösskipt- I ingu að ræða. Sömuleiðis er því ' haldið fram að olíufélögin séu með samráð sin í milli I bens- ínverði. Það er upp á krónu hið sama hjá öllum olíu- félögunum á þjónustustöðv- Finnur Ingolfsson viöskiptaráðherra. unum og að aUar verðbreytingar eiga sér stað á sama tíma hjá öllum. „Ég ætla ekki að feUa neina dóma hér um en ætla að láta Samkeppnis- stofnun meta hvort þarna sé um óeðlUega tsso hvort olíufélögin voru að skipta með sér markaðnum eða ekki. Þau segjast gera þetta í hag- ræðingar- viðskiptahætti að ræða. Eftir því sem ég hef kynnt mér var tUgangurinn með því að einn eða tveir aðUar drógu sig út í kauptúnum landsins og eftir létu einu olíufélagi að sjá um bensínsöl- una, eingöngu hagræðing. Það átti að gefa þeim sem eftir varð mögu- leika á að byggja sig upp. Vegna þessa vU ég ekki leggja mat á það sagði Finnur Ingólfs- son, við- skipta- ráðherra. Varðandi Bvussjr þá stað- reynd að bensínverðið er hið sama hjá öUum olíufélögunum á þjónustustöðvum þeirra sagði viðskiptaráðherra. „Mér fmnst eðlUegt að Samkeppn- isstofnun athugi það. Það er hennar hlutverk að fylgjast með slíkum mál- um. Og hún á að sjá um aö um sam- ráð í verðmyndum sé ekki að ræða,“ sagði Finnur Ingólfsson. -S.dór Markaðsskipting olíufélaganna: Samkeppnin hefur verið að harðna - segir formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis Olíufélögin þrjú hafa lokið við að skipta landinu á mUli sín hvað varðar bensínsölu. Það er aðeins í stærstu bæjum landsins, eða þeim sem standa við þjóðveg númer eitt, sem þau eru öU með bensínsölu. í minni kauptúnum og í þorpum landsins utan hringvegarins er nú bara eitt félaganna með bensínsölu. Hin hafa hætt starfsemi og selt því félagi sem eftir verður eigur sínar á staðnum. „Ég hef auðvitað vitað af því sem olíufélögin hafa verið að gera í þess- um efnum. Eftir að olíuverö var gef- ið frjálst hefur samkeppni þeirra verið að harðna. Útgerðarfyrirtæk- in um landiö hafa verið meö útboð á olíuviðskiptum og við önnur hafa félögin orðið að semja um lækkun og betri kjör. Þetta hefur leitt tU þess að þau hafa ekki getaö, með sama hætti og áður var, haldið úti óhagkvæmum bensínstöðvum,“ sagði VUhjálmur EgUsson, formað- ur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og framkvæmdastjóri Verslunarráðs, í samtali við DV. Hann segist ekki telja að um sam- ráð eða skipulega markaðsskiptingu sé að ræða hjá olíufélögunum. „Þegar olíufélag sér að það getur ekki rekið viðkomandi bensínsölu með hagnaði hnippir það ef til viU í annað olíufélag á staðnum og býður því að kaupa eigu sínar. Ég tel ekki að um samráð að öðru leyti sé að ræða og hafna alfarið þeirri kenn- ingu,“ segir Vilhjálmur. Hann var spurður um bensín- verðið sem er upp á eyri það sama hjá öUum olíufélögunum á þjónustu- stöðvunum? „Það er að vísu rétt að skráð verð er hið sama. Síðan eru félögin með hvers konar tUboð eins og þjónustu- kort, safnkort, fripunkta og síðan lækkar verðið ef viðskiptavinurinn dælir sjálfur á bUinn og fleira mætti nefna. Síðan er orðin mikil sam- keppni í þjónustunni, þannig að ég tel að hörð samkeppni sé tU staðar,“ sasgði Vilhjálmur Egilsson. -S.dór Sandkorn x>v Össur og eyrað Séra Hjálmar Jonsson alþingis- maður segist munu sakna Alþýðu- blaðsins og Össurar Skarphéðins- sonar sem ritstjóra þess. Og þótt þetta sýni að lánið er valt skiptast þó á skin og skúrir. í ljósi þess að hnefaleika- kappinn Mike Tyson beit stykki úr eyra andskota síns, Evanders Holyfields, sagöist séra Hjálmar hafa hugsað með hryllingi tU þess sem hefði getað gerst þegar Árni Johnsen reiddist Össuri og kleip hann. Össur hefur hugsun skakka um heppni sína veit ekki. AUa daga ætti að þakka að Ámi kleip en beit ekki Heimsfræg Bessí Vinkona sandkornsritara brá sér út fyrir landsteinana um dag- inn og gisti á SAS Royal hótelinu gegnt Tívolí í Kaupmannahöfn. í anddyrinu eru silfri slegnir skild- ir með nöfnum frægustu gesta hótelsins. Þar má sjá nöfn eins og The Beatles, RoU- ing Stones, Walter Mondale, Lyndon B. Johnson, Bing Crosby, Julio Iglesias, Mich- ael Jackson, Andrei Gromyko, Tryggve Bratteli, auk ýmissa prinsa og prinsessa. Það gladdi mjög hjarta íslenska gestsins að sjá íslenskt nafn á einum skUdinum. Það er nafn Bessíar Jóhannsdóttur. Sandkomsritari vissi ekki fyrr að Bessí Jóhannsdóttir, sagnfræðing- ur og sjálfstæðiskona og eigin- kona Gísla Guðmundssonar í B&L, væri svona heimsfræg, a.m.k. sam- kvæmt prótókoUi SAS. Það skyldi þó aldrei vera aö Bessí væri bæði heims- fræg ogafkon- _____ ungakyni, eins og þau frændsystkin, Erlendur, fyrrverandi SÍS-forstjóri, og Elísa- bet Englandsdrottning, sem rekja ættir sínar tU Auðunar skökuls. Auður og ör- birgð Það er nokkuð misskipt pen- ingaláni fólks, eins og sést hefur af álagningartölunum sem DV og fleiri fjölmiðlar era að birta þessa dagana. Peningaláninu er þannig mjög misskipt mUli systkinanna Sigríðar Ingvarsdóttur og Jóns Ingvarssonar, bama Ingvars heit- ins VUhjálms- sonar útgerð- armanns sem kenndur var við ísbjöminn og skUdi eftir sig rikulegan arf þegarhann lést. Jón Ingv- arsson er m.a. stjórnarfor- maður Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og af útsvari hans má ráða að mán- aðarlegar tekjur hans séu vel yfir ein miUjón á mánuði. Heldur er harðara á dalnum hjá systur hans því að mánaðartekjur hennar era aðeins 25.285. Henni viröist þó verða mikið úr litlu því að i hlaði heima hjá henni stendur nýlegur Mercedes Benz bUl sem skráður er á hennar nafn. Umsjón Sigurdór Slgurdórsson og Stefán Ásgrfmsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.