Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 34
MA^CMTA 42 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1997 Afmæli Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir, hús- móðir og verslunarmaður, Kópa- vogsbraut 1 A, Kópavogi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Guðrún fæddist að Ytri-Veðrará í Önundarfirði og ólst upp í Önundar- firði. Hún stundaði nám við Núps- skóla 1937-39. Guðrún var verslunarmaður í Reykjavík 1939-42 og helgaði sig síð- an heimilsstörfum og barnauppeldi. Hún var sölumaður hjá Almenna bókafélaginu, stundaði verslunar- störf í húsgagnadeild JL-hússins 1973-77 og var starfsmaður Alþingis 1978-91. Fjölskylda Fyrri maður Guðrúnar var Sigur- 3 jón H. Sigurjónsson, f. 21.4. 1922, » pípulagningarmeistari. Hann er J sonur Sigurjón Ámasonar og Guð- bjargar Sigurðardóttur, bænda á Hörgshóli í Húnavatnssýslu. Guð- rún og Sigurjón skildu. Börn Guðrúnar og Sigurjóns em : Hanna Jóna, f. 13.2. 1942, skrifstofu- maður og húsmóðir, gift Þórði Ad- olfssyni; Sigurjón Guð- björn, f. 12.9. 1943, fram- kvæmdastjóri, kvæntur Önnu Ásgeirsdóttur; Guð- jón Svanar, f. 20.11. 1944, d. 3.6. 1990, kaupsýslu- maður, var kvæntur Karen Mc.Carthy; Viðar, f. 5.11.1951, framkvæmda- stjóri, kvæntur Ólöfu Jónsdóttur; Gunnhildur, f. 29.7. 1955, gift Ólafi Mogesen. Hálfbróðir Guðrúnar, sammæðra, var Jón Franklín Franklínsson, nú látinn, útgerðarmaður í Reykjavík. Alsystkini Guðrúnar: Franklín, nú látinn, verkstjóri í Reykjavík; Gróa Margrét, hárgreiðslukona í Reykjavík; Haraldur, nú látinn, út- gerðarmaður á Flateyri; Oddur, raf- virkjameistari í Reykjavík; Stefán, nú látinn, bifvélavirki í Hafnarfirði; Ólafur, nú látinn, trésmiður í Kópa- vogi. Foreldrar Guðrúnar vom Jón Guðmundsson, f. 29.9. 1992, d. 4.10. 1971, bóndi að Ytri-Veðrará, síðan bókari og oddviti á Flateyri, og Jóna Guðrún Jónsdóttir, f. 7.8. 1892, d. 24.10. 1930, ljós- móðir og húsmóðir. Ætt Tvíburabróðir Jóns var Finnur Torfi, skipstjóri, afi Finns Torfa, lög- manns og tónskálds, og Ingveldar Ólafsdóttur söngkonu. Annar bróðir Jóns var Hjörleifur, faðir Finns Torfa héraðsdóm- ara. Þriðji bróðirinn var Georg, faðir Guðmundar, læknis og prófessors á Keldum, fóð- ur Halldórs, útgáfustjóra Máls og menningar. Þá var Georg afi Ge- orgs, sýslumanns í Vestmannaeyj- um. Systir Jóns var Guðrún, amma Stefáns Finnssonar læknis. Jón var sonur Guðmundar, út- vegsb. á Görðum, Jónssonar, b. í Breiðdal, Andréssonar, af Vigurætt. Móðir Jóns var Gróa, systir Finns, b. á Hvilft, fóður Gunnlaugs, b. og kirkjuþingmanns. Gróa var dóttir Finns, b. á Hvilft, Magnússon- ar, b. þar, tvíburabróður Ásgeirs, alþm. á Þingeyrum, bróður Torfa, alþm. á Kleifum, og bróður Ragn- heiðar, langömmu Snorra skálds og Torfa sáttasemjara, föður Hjartar hæstaréttardómara og Ragnheiðar rektors. Jóna Guðrún var dóttir Jóns, bú- fræðings og b. á Ytri-Veðrará, Guð- mundssonar, b. á Ketilsstöðum í Hvammi, Pantalonssonar. Móðir Jóns var Guðrún, systir Jóns á Breiðabólstað, langafa Friðjóns Þórðarsonar, fyrrv. ráðherra, fóður Þórðar, forstjóra Þjóðhagsstofnun- ar. Jón veu" einnig langafi Gests, föð- ur Svavars, fyrrv. ráðherra. Guðrún var dóttir Jóns, b. á Hallsstöðum á Fellsströnd, Jónssonar, og Ingveldar Þorkelsdóttur. Móðir Jónu Guðrúnar var Guð- rún Ingibjörg Jónsdóttir, b. á Veðr- ará, bróður Torfa á Flateyri, langafa Einars Odds Kristjánssonar alþm., Jón var sonur Halldórs, b. á Amar- nesi í Dýrafirði, Torfasonar, bróður Magnúsar, prófasts á Söndum, Snæ- bjömssonar, foður Þórkötlu, ömmu Jóns Sigurðssonar á Rafnseyri. Guðrún I. Jónsdóttir. Matti Matti Ósvald Ásbjömsson, fyrrv. lagermaður hjá íslenskum aðalverk- tökum, Hlévangi, Faxabraut 13, Keflavík, er áttatíu og fimm ára í dag. - Starfsferill Matti fæddist í Ólafsvík og ólst þar upp. Hann stundaði sjómennsku á sínum yngri árum frá fermingar- aldri, vann í fimmtán ár við skóvið- gerðir hjá Sigurbergi, bróður sín- um, hóf síðan störf hjá íslenskum aðalverktökum og var þar lag- ermaður í þrjátíu ár. Matti flutti til Keflavíkur 1936 þar sem hann hefur átt heima síðan. Hann dvelur nú á Hlévangi, dvalar- heimli aldraðra í Keflavík. Matti er stofnfélagi Styrktarfélags aldraðra á Suðurnesjum og var for- maður félagsins í tíu ár. Þá er hann Ósvald styrktarfélagi ÍBK í körfubolta en þrátt fyrir háan aldur sótti hann alla leiki liðsins á síðasta vetri. Auk þess fylgist hann grannt með ís- lensku knattspyrnunni. Matti er mikill áhugamaður um föndur og ýmiss konar handavinnu eins og sjá má á hinum ýmsu mun- um sem hann hefur gert, m.a. fyrir langafabörn sín. Þá hefur hann stungið út fjölda ÍBK merkja fyrir flesta leikmenn meistaraflokks karla og kvenna. Fjölskylda Matti kvæntist 1936 Torfhildi S. Guðbrandsdóttur, f. 28.12. 1907, d. 16.3. 1995, húsmóður. Hún var dóttir Guðbrands Sigurðssonar hrepp- stjóra og Jóhönnu Valentínusdóttur húsmóður. Börn Matta og Torfhildar eru Ásbjörnsson Gunnar B. Mattason, f. 16.9.1938, sem starfar við snjóruðningsdeildina á Keflavíkurflugvelli, er búsettur í Keflavík, kvæntur Indíönu Jóns- dóttur, starfsmanni við Holtaskóla, og eru börn þeirra Matthildur yoga- kennari, Auður húsmóð- ir, Hörður tækjastjóri, Ragnheiður Ásbirna skrifstofumaður og Gunnar tækjastjóri en Gunnar og Indíana eiga tólf barnabörn; Oddný J.B. Matta- dóttir, f. 10.1. 1945, afgreiðslumaður hjá Flugleiðum, gift Stefáni Öndólfi Kristjánssyni, starfsmanni hjá Olíu- félaginu í Knútsstöð, og eru börn þeirra Guðbrandur Jóhann íþrótta- kennari, Matti Ósvald nuddari, Friðrika Kristin, starfs- maður við Hótel Sögu, en Oddný og Stefán eiga fjög- ur bamabörn. Systkini Matta: Guðjón, f. 6.10. 1898, d. 9.11. 1942; Sigurberg, f. 10.10.1900, d. 17.7. 1973; Pétur, f. 19.5. 1904, d. 1.12. 1930; Matt- hildur Björg, f. 11.4. 1907, d. 16.5. 1907; Steinn, f.12.7. 1908, d. 9.8. 1936; Adolf, f. 26.10. 1910, d. 13.2. 1942. Foreldrar Matta voru Ás- björn Eggertsson, f. 8.10. 1874, d. 2.4. 1957, formaður og fisk- matsmaður í Lómakoti í Fróðár- hreppi, og Ragnheiður Eyjólfsdóttir, f. 15.7. 1877, d. 2.7. 1959, húsmóðir. Matti er að heiman. Matti Ósvald Ásbjörnsson. Jónas Eysteinsson Jónas Eysteinsson kennari, Álfheimum 72, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Jónas fæddist að hrís- um í Víðidal og ólst þar upp til fimmtán ára ald- urs við öll almenn sveita- störf. Hann flutti þá með föður sínum og systkin- um að Stórhóli í sömu sveit. Þar átti hann heima til 1940 er hann flutti alfarinn til Reykjavíkur. Jónas stundaði nám við Héraðs- skólann að Reykjum 1936-37, lauk kennaraprófi frá KÍ 1941 og stund- aði framhaldsnám í Kaupmanna- höfn 1955-56. Auk þess sótti hann fjölda námskeiða, hérlendis og er- lendis. Jónas var verslunarmaður í Bíla- verslunar Kristins Guðnasonar frá 1941, hóf kennslu við Miðbæjarskól- ann í Reykjavík 1944 og kenndi þar, fyrst við barnaskólann en síðan við gagnfræðadeildina frá stofnun 1947, hóf síð- an kennslu við VÍ 1963 og kenndi þar dönsku til starfsloka 1987. Þá hafði hann á höndum auka- kennslu við ýmsa skóla, m.a. Námsflokka Reykja- víkur, og var forstöðu- maður þeirra í tvö ár. Hann var jafnframt kennslunni framkvæmdastjóri Nor- ræna félagsins á íslandi 1969-80. Jónas sat í stjórn Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík 1948-52 og var formaður þar 1949-52, sat í stjórn Landssambands framhalds- skólakennara í nokkur ár og var tvö ár starfsmaður þess í hlutastarfi, sat mörg þing BSRB fyrir LÍB, LSFK og loks fyrir Félag menntaskólakenn- ara. Hann hefur setið í stjórn Reykjavíkurdeildar Norræna félags- ins og setið fimm landsfundi þess eftir að hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri, var í stjórn Húnvetningafélagsins í Reykjavík í mörg ár og formaður þess 1951-52, hefur setið lengi í stjóm sjálfstæðis- félags Langholts, verið fulltrúi þess í stjórn Varðar og setið marga landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hann er heiðursfélagi Húnvetninga- félagsins, Félags dönskukennara og hefur verið sæmdur gullmerki Nor- ræna félagsins. Fjölskylda Jónas kvæntist 1942 Guðrúnu Vil- borgu Guðmundsdóttur, f. 23.8.1921, húsmóður og saumakonu. Hún er dóttir Guðmundar Jónssonar, bíla- smiðs frá Hlemmiskeiði, og Rósu Bachmann Jónsdóttur, húsmóður og saumakonu. Böm Jónasar og Guðrúnar Vil- borgar eru Rósa, f. 11.10.1942, verk- efnastjóri í Karlstad í Svíþjóð, gift Bimi Ingólfssyni og eiga þau tvö börn; Aðalheiður, f. 6.2. 1945, kenn- ari á Selfossi, var gift Benedikt R. Jóhannssyni og eiga þau þrjár dæt- ur;Eysteinn Óskar, f. 10.6. 1947, kennari á Selfossi, kvæntur Jódísi Arnrúnu Sigurðardóttur og eiga þau fjögur böm; Erla Björk, f. 27.6. 1957, fiðlusmiður í Frakklandi, gift Adrian John Brown og eiga þau tvö böm; Sigrún Huld, f. 28.3. 1959, haf- fræðingur. Systkini Jónasar: Jóhannes, f. 8.12.1911, d. 22.3.1915; Jóhanna Ingi- björg, f. 1.5.1915, húsmóðir í Noregi; Guðmundur, f. 7.6.1920, d. 24.4.1985, lengst af bilstjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar; Jón Sölvi, f. 4.6. 1925, framhaldsskólakennari í Reykjavík. Foreldrar Jónasar voru Eysteinn Jóhannesson, f. 31.7. 1883, d. 17.10. 1969, bóndi að Hrísum, og k.h., Aðal- heiður Rósa Jónsdóttir, f. 15.3. 1884, d. 1.4. 1931, húsfreyja og kennari. Jónas Eysteinsson. Örn Johansen Öm Johansen bílstjóri, Orrahól- um 7, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Örn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var til sjós á vertíð- arbátum frá Akranesi og Vest- mannaeyjum 1974-79, starfaði hjá BM Vallá með hléum í áratug, vann við gámaflutninga hjá Samskipum á 1986-89, rak sendibíl á Nýju sendi- bílastöðinni 1990-91, rak póstflutn- ingana milli Reykjavíkur og Akur- eyrar frá 1992 og hefur ekið á vöru- bílastöðinni Þrótti frá 1994. Fjölskylda Börn Amar eru Elsa Lára Arnardóttir, f. 30.12.1975, nemi; Ingi Hrafn Amarson, f. 4.7. 1990. Systir Amar er Guðrún Johan- sen, f. 29.1. 1955, húsmóöir, búsett í Þorlákshöfn, en eiginmaður hennar er Ingi Þór Þórarinsson. Foreldrar Amar: Hans Johansen, f. 7.3. 1933, d. 24.6. 1982, og Hrafn- hildur Tómasdóttir, f. 27.6. 1930, starfskona í Reykjavík. Örn Johansen. Til hamingju með afmælið 11. ágúst 90 ára Rósamunda Eiríksdóttir, Mýrargötu 18 A, Neskaupstað. Jóhanna Einarsdóttir, Óðinsvöllum 19, Keflavík. 80 ára Sigrún Stefánsdóttir, Garðabraut 8, Akranesi. Ágúst Guðlaugsson, Hafnarstræti 33, Akureyri. Kristín Sigurbjörnsdóttir, Ásgarðsvegi 47, Húsavik. Sigurður Ólafsson, Suðurvör 6, Grindavík. 75 ára Reynir Ármannsson, Furugerði 19, Reykjavík. Jóhanna Gunnarsdóttir, Vogatungu 63, Kópavogi. Þórey Jóhannsdóttir, Hlíð, Svarfaðardalshreppi. Georg Ormsson, Hringbraut 71, Keflavík. 70 ára Ásdis Valdimarsdóttir, Stifluseli 1, Reykjavík. Sumarliði Gunnarsson, Vallargötu 20, Keflavík. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Hraunbæ 48, Reykjavík. Ingunn Sveinsdóttir, Bólstaðarhlíð 26, Reykjavík. 60 ára Þyri Huld Sigurðardóttir, Lágholti 5, Mosfellsbæ. Gilbert Sigurðsson, Rauðalæk 2, Reykjavík. Elsa Jóhannesdóttir, Rauðagerði 70, Reykjavik. Eggert O. Levy, Garðavegi 12, Hvammstanga. 50 ára Brynja Bergsveinsdóttir, Litlagerði 9, Hvolsvelli. Geirlaug Helga Hansen, Skógargerði 6, Reykjavík. Ásta Bjamadóttir, Krókamýri 22, Garðabæ. Gróa Reykdal Bjamadóttir, Goðalandi 7, Reykjavík. Hjalti Sæmundsson, Klausturhvammi 7, Hafnarfirði. Stefán Björnsson, Heiðarhomi 5, Keflavík. 40 ára Haukur Franz Jónsson, Stangarholti 9, Reykjavík. Vilhelmina Ingimundardóttir, Bergi, Aðaldælahreppi. Áslaug Sveinsdóttir, Sunnubraut 5, Akranesi. Guðrún Björk Reykdal, Árbraut 33, Blönduósi. Sigríður Bjarney Jónsdóttir, Suðurhólum 4, Reykjavik. Jónína Björg Grétarsdóttir, Möðruvöllum IV, Amarneshreppi. aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsíngar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.