Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1997 Frönsk yfirvöld vilja eðli- lega haida svæðinu aðgengi- legu fyrir ferðamenn en þurfa að gera upp á milli þess að nota eitur til að vinna á viltum gróðri eða láta búpening um verkið. Nú stendur yfir tilraun sem á að gera út um málið. Tæplega fjörtíu kýr og tólf hestar hafa verið búnar gervi- hnattasendum sem gera vís- indamönnum kleift að fylgjast með því hvort það sé hag- kvæm aðferð að láta búpening um að halda fjallshlíðum i Suður-Frakklandi aðgengileg- um fyrir ferðamenn. Sendarn- ir segja til um það hversu langt dýrin fara og hversu mikið af plöntum þau éta. Öflugir sólstormar trufla fjarskipti Á næstu árum er liklegt að erfiðara verði að halda uppi viðkvæmum gervihnattafjar- skiptum. Vísindamenn banda- rísku geimferðastofnunarinn- ar, NASA, sem fylgjast náið með gangi mála á sðlinni, segja að nú sé 11 ára tímabili rósemdar á yfirborði sólarinn- ar að ljúka og á næstunni muni fleiri og öflgugri sólgos ríða yfir. Þeim fylgja öflugar rafsegulbylgjur sem dynja á plánetunum sem um sólina snúast. Þær valda truflunum á sumum fjarskiptum en knýja jafnframt norður- og suðurljós- in. Hátindi sólgosanna verður sennilega náð árið 2001. Vísindamennimir hafa notið þess að hafa sérstakan sólarkíki út í geimnum sem er rúmlega einum og hálfum kdómetra nær sólinni en jörðin og kallast sá SOHO. Ennfremur þvælist tunglið aldrei fyrir sjónaukan- um né heldur jörðin sjálf. Ummerki um lífverur á loftsteini Bandaríski eðlisfræðingurinn Richard Hoover greindi nýlega frá því að hann hefði fundið um- merki um lífverur á loftsteini sem féll til jarðar í Ástralíu fyr- ir þremur áratugum. Hoover, sem starfar fyrir NASA, segir þó að það þurfi að rannsaka nánar hvort það sem hann hafi séð á steininum eigi uppruna sinn að rekja úti í geimnum eða hvort lífverurnar, sem hugsanlega hafi einhvem tíma lifað á stein- inum, séú frá jörðu komnar. Sjálfur telur hann líklegast að steinninn eigi uppruna sinn að rekja utan sólkerfis okkar. í hinu fallega Auvergne hér- aði i Frakklandi er búið að há- tæknivæða kýr og hesta í þágu ferðamannaiðnar. Undanfarna áratugi hefur landbúnaður dregist mjög saman þannig að hlíðar hinna fjölda óvirku eld- fialla sem setja mjög svip sinn á landslagiö eru ekki lengur notaðar sem beitiland. Þetta þýðir að margar þeirra eru nú þaktar þykkum gróðri sem veldur svo því að ferðamenn eiga orðið erfitt með að fara i heilsubótargöngur um þær. 19 Oheföbundnar jarðskjálftaspár valda deilum Atferli máva, katta og annarra dýra ásamt flóði og fiöru. Þetta er það sem Bandaríkjamaðurinn Jim Berkland notar til þess að spá fyrir um jarðskjálfta. Hann er jarðfræð- ingur á eftirlaunum, búsettur í Kali- forníu, sem heldur því fram að hann geti spáð fyrir um jarðskjálfta með 75 prósent nákvæmni. Spár hans hafa vakið mikla athygli en eins og við er að búast er hann afar umdeild- ur meðal annarra vísindamanna. Tengsl við flóð og fjöru Berkland heldur því fram að hægt sé að spá fyrir um jarðskjálfta með töluverðri nákvæmni með því einfaldlega að fylgjast með gangi tunglsins umhverfis jörðina. Hann segir að þegar tunglið sé fullt eða það sé vaxandi séu mestar líkur á jarðskjálftum. „það er eiginlega nóg að skoða flóðatöflur vilji menn vita hvenær líklegast sé að jarðskjálftar dynji yfir,“ segir Berkland. Þetta út- skýrir hann með því að þyngdarafl tunglsins hafi mikil áhrif á hegðun jarðskorpunnar. Berkland á sér marga skoðunarbræður. Til dæmis má nefna að í að minnsta kosti einni flóöatöflu sem gefin er í út í Kaliforníu hafa ritstjórar hennar tekiö inn jarðskjálftaspádóma hans. Hann er því á öndverðum meiði við flesta jarðvísindamenn sem halda því fram að það sé afskaplega erfitt að segja fyrir um jarðskjálfta. Fylgist með dýrum Berkland lætur sér ekki duga að Jarðskjálftar geta haft skelfilegar afleiöingar. Hér æfa björgunarmenn rústabjörgun á aimannavarnaæfingunni Sam- verði ’97 sem fór fram hér á landi nýlega. horfa á flóð og fiöru. Hann tekur nú inn í reikninginn gögn um hegðun dýra. Hann fylgist til dæmis með hegðun sjávarfugla og maura og með tölum um strokuketti og strokuhunda. Enn fremur rekur Berkland eigin vefsíðu þar sem hægt er að tilkynna um undarlega hegðun dýra. Slóðin er http://www.syzygyjob.com Eins og við er að búast er Berkland afar umdeildur. Margir vísindamenn segja hann vera fúskara sem spái fyr- ir svo stórt landsvæði að hann hljóti eiginlega að hafa rétt fyrir sér. Þeir segja líka að fátt styðji kenningu hans um aö aðdráttarafl tunglsins hafi nokkur áhrif á tíðni jarðskjálfta. „Gallinn við þetta allt saman er líka sá að við heyrum aldrei um það þeg- ar hann hefur rangt fyrir sér,“ segir Bill Steele sem er talsmaður jarð- fræðideildar University of Washing- ton. Sjálfur hefur spámaðurinn litlar áhyggjur af öllum deilunum. Eftir að spá hans um skjálfta í grennd við Seattle í Norð-vesturhluta Bandaríkj- anna í lok júlí sl. gekk ekki eftir var haft eftir honum: „Ef hlutirnir virka er um að gera að nota þá. Maður þarf ekkert að vita hvemig það gerist eða af hveiju.“ -JHÞ/Byggt á ABCnews Vonir bundnar við nýja eyðnilækningu BIFREIÐASTILLINGAR NICOLAI í Ástralíu eru nú hafin próf á nýrri lækningu við eyðni og öðrum hættulegum veirusjúkdómum. Prófa á hvort hægt sé að nota sér- staka tegund af ensímum til þess að hindra eyðniveruna í að fiölga sér í mönnum. Vísindamálaráðherra Ástralíu, Peter McGauran, segir að líklega verði þessum rannsóknum líkt við það þegar pensilínið var fundið upp á sínum tíma. Eineggja tvíburar notaðir Þegar hefur tekist að nota ensim- in við að stöðva fiölgun eyðniver- unnar á rannsóknarstofu. í erlendri umfiöllun um ensímin eru þau köll- uð „gena-klippur“ enda stöðvar ens- ímið virkni ákveðinna erfðaefna, það klippir á þau. Veirur fiölga sér í mannslíkamanum þannig að þær taka yfir fmmur mannslíkamans og breyta erfðaefninu sem ræður starf- semi þeirra. Þannig breyta þær fru- munum i afkastamiklar veiruverk- smiðjur. Ef tilraunirnar ganga vel verður hægt að láta ensímin stöðva virkni erfðaefnisins sem segir frum- um að framleiða eyðnifrumur. Notaðar í matvælafram- leiðslu Tilraunirnar munu fara fram bæði í Bandaríkjunum og Ástralíu enda eru þær gerðar í samvinnu við bandaríska lyfiafyrirtækið Johnson & Johnson. Sex eineggja tvíburar verða „tilraunadýrin". Einn af hverju tvíburaparinu er HIV- já- kvæður. Fyrst mun hann eða hún fá hvít blóðkom frá heilbrigða tví- buranum sem búin eru ensíminu góða. í seinni hluta tilraunanna mun viðkomandi fá beinmerg með sömu eiginleikum frá tvíburanum. Á næstu þremur árum verður reynt að nota þessa aöferð við að berjast við aðra veirusjúkdóma sem herja á mannkynið. Enn fremur er ætlunin að láta hana gagnast í mat- vælaframleiðslu og era tilraunir með matjurtir sem eru sérstaklega vímsaþolnar langt á veg komnar. -JHÞ/Byggt á ABCnews Stjórnandi áströlsku eyðnilækningatilraunarinnar, Dr Leigh Farrell, sýnir að- feröir sem þar á að prófa. Sólar- 8 öryggjsfilma. glær og lituð, storminnkar sólarhitann. ver nær alla upplitun. Gerír gleríð 300% sterkara. brunavamarstuðull. Setjum á bæði hús og bíla. Skemmtilegt hf. Sími 567 4727 J Safnkort ESSO - Njóttu ávinningsinst ^SD)' Olíufélaglthf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.