Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1997 31 Fréttir Skemmtiferðaskipið Evrópa á Seyðisfirði: Komst ekki að bryggju DV, Seyðisfirði Hið glæsilega stórskip Evrópa frá Bremen kom til Seyðisfjarðar kl. 7 árdegis sl. fostudag 1. ágúst. Þetta er stærsta skip sem þangað hefur komið en það er 37 þúsund brúttó- tonn. Lengd þess er 200 m, breidd 29 m og djúprista 8.5 m. Skipið flytur 800 farþega. í áhöfn eru 300 manns, sem einhverjum finnst væntanlega há tala, en þjón- ustuliðið er fjölmennt því far- þegarnir eiga að fá úrvalsþjónustu. Áður hafði skipið komið við í Reykjavík og Vestmannaeyjum og var Seyðisfjörður síðasti viðkomu- staður hérlendis að þessu sinni. Vegna stærðar og djúpristu komst skipið ekki að bryggju en far- þegar voru fluttir á milli í stórum og þægilegum björgunarbátum. Margir farþeganna fóru í skoðunar- og útsýnisferðir til nágranna- byggða, bæði Borgarfjarðar og Hér- aðs. Veðrið hafði veriö frekar drungalegt um morguninn en um hádegið glaðnaði til og ferðafólkið Hjónin Else og Hans Reinheimer frá Mainz voru meðal farþega á Evrópu. Skemmtiferðaskipiö Evrópa er engin smásmíði, enda komst það ekki að bryggju á Seyöisfirði. DV-myndir J.J. naut austfirskrar hásumarblíðu seinni hluta dagsins. Fréttaritari fór um borö og ræddi við nokkra farþega. Þeir létu mjög vel af ferðinni og sögðu að aðbúnað- ur og þjónusta á skipinu væri með miklum ágætum. Þeir voru á einu máli um að margt fagurt og forvitni- legt hefði verið skoðað. Frá Seyðisfirði sigldi skipið í kvöldblíðunni og skyldi næsti við- komustaður vera Longyear-byen á Svalbarða. Á heimsiglingunni átti að koma við í tveimur eöa þremur fegurstu fjörðunum í Noregi og finnst þá gestgjöfunum að norður- slóðir hafi verið vel kynntar. -JJ. Sumarhátíð krabbameinssjúkra barna Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna vinnur markvisst aö því að reyna að bæta kjör þeirra fjöl- skyldna sem lenda i því að böm þeirra veikist af þessum skæða sjúkdómi. Árlega greinast nokkur ný tilfelli krabbameins meðal bama og ungmenna hér á landi og er mik- il þörf á að auka félagslegan stuðn- ing við þær fjölskyldur sem verða þessum vágesti að bráð. -MÓ DV, Húnaþingi: Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna gekkst á dögunum fyrir sum- arhátíð á bökkum Vatnsdalsár við bæinn Hvamm. Á hátíðina mætti hátt á annað hundrað manns en þetta er í fjórða sinn sem slík hátíð er haldin. Farið var í ýmsa leiki, útreiðar- túr og rútuferð til merkra staða í Húnaþingi. Þá mættu einkaflug- menn á fimm flugvélum og buðu upp á útsýnisflug og sú nýbreytni var að þessu sinni að leigutakar Vatnsdalsár buðu krökkunum að veiða í Vatnsdalsá. Voru leiðsögumenn einstakir að mati barnanna en í þeim hópi mátti m.a. sjá Spaugstofumenn, Pálma Gunnarsson söngvara og leigutaka árinnar, Pétur Pétursson. Grillað fyrir börnin. DV-myndir Magnús Loftmynd af svæöinu við Vatnsdalsá. Ágúst - tilboð Mitre takkaskór Dæmi: Dynamo Áður 5.900, Nú 3.900,- KUI Mitre barnaskór Dæmi: Papou Áður 3.500, _ <| ggQ _ ■m Kelme körfuboltaskór Komdu og kfktu inn Aður 7.900, _NÚ4g00j. Berri töskur Áður 2 39° - Nú 1.490,- Hoffell Ármúla 36, 2 hæd (Selmúlamegin) Sími 581 2166 Hoffell @ vortex. ís Kastalakeppni a Rauðasandi DV, Tálknafirði: Sandkastalakeppni var haldin um helgina við bæinn Melanes á Rauða- sandi. Veðrið lék við fólk, sól og blíða og yfir 20 stiga hiti. Fjölmennt var og byggðir 20 kastalar hver öðr- um fallegri og frumlegri. Vart mátti á milli sjá hvort börn eða fuilorðnir hefðu meira gaman af að moka í sandinn. Hlaða upp kastala. Upphafið að þessari kastala- keppni eiga leiðsögumennimir Lilja Magnúsdóttir og Þröstur Reynisson. Fyrsta keppnin var í fyrra og gekk svo vel að ákveðið var að halda áfram. Tvö mót voru þetta sumarið. Hið fyrra í Breiðavík og svo þessi á Rauðasandi. Dómnefndin átti erfitt verk að velja fallegustu og best gerðu kastalana. Fyrstu verðlaun hlutu Heiðar Jóhannsson og Hjalti Þór Heiðarsson. Önnur verðlaun Haraldur Ólafsson og Hrefna Har- aldsdóttir og 3ju verðlaun Ragnar, Kristrún, Kristinn, Freymar og Sig- ríður Marinósböm og Sólrún Guð- jónsdóttir. Veðrið hafði sitt að segja um hvað vel til tókst enda var Rauðisandur í veðurblíðunni sannkölluð sólarpara- dís. Allir fóru heim sælir og ánægð- ir og sumir svolítið sólbrunnir. -KA Það fór vel um börnin í hitanum. DV-myndir Kristjana Sigurvegararnir, Heiðar og Hjalti Þór. HUSGOGN INNRETTINGAR SiJumúla 13 • 108 Rsykjavfk • Sfani 588 5108 • OSM 897 3608 • Fox 588 5109 Kynning á spænskum eldhúsinnréttingum veröur dagana 12., 13., og 14. ágúst kl. 13.30-16. Fulltrúar verksmiöjunnar PLASTMASA á Spáni svara fyrirspurnum væntanlegra viö- skiptavina okkar. Veriö velkomin. MICASA, Síóumúla 13, sími 588 5108

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.