Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1997 13 Fréttir Ævintýraleg veiði smábáta i sumar: Veiðin nem- ur andvirði bátsins DV, Flateyri: Ævintýraleg veiði hefur verið hjá smábátum á Vestfjörðum í sumar. Mikil þorskgengd og góðar gæftir hafa tryggt góða afkomu sjómann- anna. Pétur Þór Hafþórsson á krókabátnum Fífu ÍS segist mjög sáttur við afkomuna en hann hefur veitt sem nemur 40 tonnum það sem af er sumri. „Það hefur verið mok af þorski í allt’ sumar, sama hvar rennt er færi,“ segir Pétur. Nærri lætur að andvirði aflans i sumar samsvari andvirði bátsins. Pétur vill þó sem minnst gera úr þénustunni og segist raunar ekki hafa hugmynd um það hvað hann hafi borið úr býtum. „Konan passar upp á þénustuna og ég skipti mér ekkert af þeim mál- Guðjón Guömundsson fyrir utan nýbyggingu sína með teikningar af húsinu sem er fyrsta nýja einbýlis- húsið á staðnum í hátt í 15 ár. DV-mynd R.T .) Fyrsta einbýlishúsið rís: Forréttindi að búa hér - segir Guðjón á Flateyri DV, Flateyri: „Það eru forréttindi að búa hér og það er ástæða þess að við hjónin ákváðum að byggja á ný. Það er hvergi betra að ala upp börn,“ segir Guðjón Guðmundsson, trésmiður á Flateyri, sem er að reisa fyrsta ein- býlishúsið á staðnum eftir að snjó- flóð rústaði stóran hluta byggðar- innar fyrir tæpum tveimur árum. Reyndar er þarna um að ræða fyrstu nýbygginguna á Flateyri í hartnær 15 ár. Guðjón og eiginkona hans, Bjamheiður Ivarsdóttir, era búin að reisa neðri hæð hússins og reikna með að gera það fokhelt fyr- ir veturinn. Þau misstu hús sitt í snjóflóðinu en björguðust naumlega ásamt þremur dætrum sínum eftir að hafa farið nokkra metra með efri hæð hússins sem rifnaði af þegar snjóflóðið féll. Þau segja nokkrar tafir hafa orðið á byggingunni vegna þess að skipulag lá ekki fyrir þegar þau vildu hefjast handa. Guðjón segir íbúafjölda á staðn- um vera í jafnvægi nú sem stendur. „Það eru allavega engar stökk- breytingar hvað varðar búsetu fólks. Það er harður kjami ákveð- inn í að halda staðnum í byggð og það bendir ekkert til annars en það takist. Annars fer slíkt mikið eftir fiskveiðistjómuninni en hér byggist allt mikið á smábátaútgerð," segir Guðjón. -rt um. Eg hugsa bara um að veiða þorsk,“ segir Pétur. -rt I/VIAGE HÁRSNYRTI- VÖRURNAR 551 3010 RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG Pétur um borð í báti sínum, Fífu ÍS. DV-mynd Róbert Shell markaðurinn er ný verslun að Suðurlandsbraut 4 sem selur rekstrarvörur, verkfæri, vinnufatnað og fleira í miklu magni á ótrúlegu verði. gólfbón Herðatré 10 í pakka 198 kr. Moppusett 1498 kr eldhúsrúllur WC bursti 97 kr. Maraþon extra 10 kg 2595 kr gasvorur Ijósaperur Vinnuvettlingar leður með laska 12 í búnti plastpokar Regnsett Orange 1299 kr. olíur hreinsiefni rafhlöður sapur verkfæri hreinlætisvörur og fleira Vandaðar vinnuskyrtur 2 stk. 1525 kr. Vinnusamfestingur .r-a. I ^^^Eldhúsrúllur 1800 kr.r^L Opið frá 12-18 alla virka daga Sími 560-3920 Munið Fríkortið! 5 punktar fyrir hverjar 1000 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.