Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1997 Q i i EPj , pl e V 1 r —J i Hjalað eins við ung- börnin um allan heim Fulloröna fólkið er alls staðar eins. Þegar það talar við lítil börn sín, jafnvel hvítvoðunga, grípur það til sömu aðferðanna, hjalar og tístir. Og þessi talsmáti foreldranna kem- ur bömunum að góðu gagni í mál- þroska þeirra, aö sögn vísinda- manna. í nýlegu tölublaði tímaritsins Sci- ence er sagt frá samanburðarrann- sókn á „foreldramálinu" eins og hægt er að kalla mál þetta þar sem kveðið er skýrt að hverju orði og öll sérhljóð eru teygð og toguð. Niður- stöðurnar benda til þess að þetta hjálpi bömunum við fyrstu grein- ingu þeirra á orðum tungumálsins og við framburð þeirra í framtíð- inni. Vísindamenn fylgdust með bandarískum, sænskum og rúss- neskum mæðrum þegar þær töluðu við bæði ungböm og fullorðið fólk. Mæður frá öllum löndunum þremur gripu ósjálfrátt til þessa for- eldramáls þegar þær töluðu við börn sín. Vísindamennimir komust að því með athugunum sínum að böm allt niður í tuttugu mánaða gömul sundurliðuðu mál foreldra sinna. „Fullorðið fólk talar yfirleitt mjög hratt undir venjulegum kringum- stæðum," segir Patricia Kuhl frá Washington-háskóla í Seattle, einn höfunda greinarinnar í Science. „En við vitum að það er auðveld- ara að skilja þann sem teygir á hljóðunum. Við gerum þetta einnig ósjálfrátt þegar við tölum við smá- Fullorðiö fólk eins og John Major grípur til sérstaks málfars þegar þaö talar viö litlu börnin. börn,“ segir Kuhl ennfremur. Hún bætir því svo við að við gerum bömunum auðveldara fyrir með því að tala hægar en ella og kveða skýr- ar að. í rannsókninni voru mæðumar frá Bandaríkjunum, Svíþjóð og Rússlandi beðnar að tala við börn sín, sem vora á aldrinum tveggja til fimm mánaða, í tuttugu mínútur. Vísindamennirnir sögðu konunum að nota þrjú sérhljóð sem tungumál- in þrjú eiga sameiginleg. Annars voru þessi þrjú tungumál valin vegna þess hve sérhljóðakerfi þeirra era frábrugðin hvert öðra. Foreldramálið, eins og það er tal- að um allan heim, hjálpar bömun- um að læra móðurmál sitt, jafnvel þótt þau geti í fyrstu ekki endurtek- ið hljóðin sem mæður þeirra gefa frá sér. Bermúd Miðjarðarhafið á hugsanlega sinn eigin Bermúdaþríhyming, dular- fullt hafsvæði þar sem skip hverfa sporlaust. Sú er að minnsta kosti skoðun fornleifafræðinga eftir að þeir fundu nýlega átta skipsflök á botni Miðjarðarhafsins, á litlu svæði á miklu dýpi þar sem nokkurn veginn jafnlangt er til Túnis, Sikileyjar og Sardiníu. Fimm skipanna eru frá því um árið 100 fyrir Krist og þar til um 400 eftir Krist. Hin þrjú skipin eru 100 ára til rúmlega 200 ára gömul. Þau fundust öll við gamla siglingaleið kaupskipa á Miðjarðarhafi, á um 760 metra dýpi. Fornleifafræðingurinn Robert Ballard og aðrir í rannsóknarhópi hans leiða að því getum að á þessu svæði kunni ofsaveður að skella á fyrirvaralaust meö þeim afleiðing- um að skip sökkvi sporlaust, rétt eins og gerist í Bermúdaþríhyrn- ingnum í Atlantshafi. Flest skips- flök sem hafa fundist til þessa hafa legið á um sextíu metra dýpi. Skipin fundust með aðstoð lítils rannsóknarkafbáts í eigu banda- ríska sjóhersins. Tekist hefur að ná 115 munum upp úr flökunum, þar á meðal eldhúsáhöldum, vínkrukk- um, ólífuolíu og niðursoðnum ávöxtum. |14 1 i\lé d «1 l iTál 11'Jm m 11 í Í7|| bi J i PTi 11111 kTl 11111M líiBlnlLiJ |811 tfiii s fi n 111 s 1 Fornar leirkrukkur, sem einu sinni höföu aö geyma vín, olíu eða fiskisósu, liggja í haug á botni Miöjaröarhafsins. Krukkurnar voru um borö í kaupskipi sem fórst fyrir um tvö þúsund árum. Á innfelldu myndinni má sjá litla krukku sem notuö var viö boröhald. Símamynd Reuter Ástralskir vísindamenn ætla sár að græða á mjólkinni: Mysa gerir kraftaverk á sárum „Mjólk er góð,“ syngur Dropi litli fyrir börnin. Alveg laukrétt. Og ekki bara fyrir beinin og tennurnar heldur græðir hún líka sár og eyðir hrakkum. Ekki kannski mjólkin sjálf, eins og hún kemur úr spenanum á kúnni eða femunni frá mjólkursam- laginu, heldur er hér verið að tala um sérstakt duft sem unnið er úr mysu sem verður til við skyrgerð. Það voru ástralskir vísindamenn sem bjuggu til þetta töfraduft úr mysunni. Tilraunir þeirra leiddu i ljós að væri það borið á sár á rott- um grera þau hin sömu sár næstum tvisvar sinnum hraðar en venju- lega. „Ef okkur tækist að ná fram þótt ekki væri nema broti af þessu hjá mannfólkinu yrðum við mjög kát- ir,“ segir David Belford, verkefnis- stjóri við áströlsku rannsóknar- stofnunina CSIRO. Hann segir aö ef niðurstöður til- rauna með mysuduftið á mönnum reynist jákvæðar verði hægt að nota efnið til að hraða lækningu lít- illa sára. Þá kæmi efnið hugsanlega að góðum notum í hrukkueyðingar- kremum. Ekki má svo gleyma því að dýralæknar gætu notað duftið við að græða sár á t.d. veðhlaupa- hestum og gæludýrum. Að sögn Belfords er ólíklegt að þessi nýja mysuafurð komi á mark- aðinn fyrir aldamót. „Allar sáraumbúðir nú skapa bara rétt umhverfi fyrir sár til að gróa sem best. Ef hins vegar reynist unnt að framleiða vöru sem örvar lækningu sársins mundi hún fá um- talsverða markaðshlutdeild," segir Belford. Hann segir að duftið sé blanda mismunandi „vaxtarþátta", prótína sem örva frumuvöxt og skiptingu, svo og framleiðslu stoðefnis eins og kollagens. Áströlsku vísindamennirnir hafa fengið einkaleyfi á vinnsluaðferð- inni og framleiðslurétturinn er einnig fyrir hendi. Verið er að semja um markaðssetningu við ýmis fjölþjóöafyrirtæki sem fram- leiða snyrtivörar eða sáraumbúðir. Belford segir að fyrstu tilraunir á mönnum verði sennilega gerðar á næsta ári. Gluggaþvottarmenn kætast varla við nýjustu fréttir austan frá Japan. Þar í landi hafa verkfræðingar nefnilega fundið upp aðferð sem gerir það að verkum að rúður verða nánast sjálfhreinsandi. Verkfræð- ingamir, sem starfa við háskól- ann í Tókýó, duttu niður á aðferð til að smyrja þunnu lagi af títanoxíði á gler. Efni þetta er mikið notað við framleiðslu plasts, málningar og snyrti- vara. „Árangurinn varð títanoxíð- húðað gler sem hreinsar sig sjálft og móða sest ekki á það,“ segja japönsku verkfræðingarnir í grein í vísindaritinu Nature. Það eru útfjólubláir geislar, eins og frá sólarljósinu, sem hafa þau áhrif á húðun glersins að móða sest ekki á það og rigningin nær að skola burtu öllum óhreinindum. Um samband þungunar og brjóstakrabba Danskir vísindamenn skýrðu nýlega frá því að þeir hefðu ekki fundið neinar vis- bendingar um að barneignir valdi því að brjóstakrabbi taki sig upp að nýju. Danimir rannsökuðu 173 kon- ur sem höfðu fengið brjóstakrabba og eignast síðan barn. Sú rannsókn leiddi í ljós að konur þessar voru ekki í mefri hættu en aðrar konur á að krabbamænið tæki sig aftur upp. Mads Melbye og samverka- menn hans við dönsku farald- ursfræðistofnunina í Kaup- mannahöfn skoðuðu sjúkra- skýrslur 5.700 kvenna með brjóstakrabba. Af þeim urðu 173 vanfærar eftir að þær höfðu gengist undir meðferð við brjóstakrabbameininu. Melbye og félagar vora að fylgja eftir rannsóknum sem hafa sýnt fram á að hormóna- starfsemin hefur mikil áhrif á brjóstakrabba. ís þykknar af völdum gróður- húsaáhrifa Gróðurhúsaáhrifin svoköll- uðu vadda því ekki aðeins að ís- hellur á Suðurskautslandinu bráðna hægt og bítandi. Áhrif- in geta verið þveröfug, nefni- lega þau að íshellan þykkni, sums staðar að minnsta kosti. Breski haffræðingurinn Keith Nicholls sagði frá þessu í bréfi til tímaritsins Nature ný- lega. Nicholls starfar við rann- sóknir á Suðurskautslandinu. í bréfinu sagði hann frá því að smærri ís- hellur á Suð- urskautsland- inu norðan- verðu væru að bráðna í hitanum. Öðru máli gegndi um íshelluna sunnar, t.d. í Weddell- hafi. Þar þykknaði hún vegna aukins streymis kalds sjávar undir hana. Uppgötvun þessi kom vísindamönnum á óvart. Nicholl sagði að niðurstöður rannsóknanna væru ekki bara fræðilega áhugaverðar þar sem lítill vafi léki á að ísbreiðan á Suðurskautslandinu hefði áhrif á veðurfar í heiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.