Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1997 15 Auglýst eftir góðærinu Höfundur auglýsir eftir góöærinu sem honum finnst ekki hafa skilaö sér í vasa launafólks. Það er góðæri á Is- landi. Að sögn. Og vist er það, að stórfyrirtækin mörg hver era að skila góðri afkomu. Einkum og sér í lagi era þau fyr- irtæki sem sýsla með peninga og peningaí- gildi, verðbréf og papp- íra, í góðu gengi. Og allt er gott um þetta að segja. Vissulega er nauð- synlegt að atvinnulífið gangi vel og snurðulaust fyrir sig. Það gefur svig- rúm til raunverulegra kjarabóta og leiðir til nýrra starfa á vinnu- markaði. Og við þessar aðstæð- ur hafa langflest samtök launafólks gengið frá kjarasamningum til næstu ára. Þar er að fmna hóflegar launabæt- ur sem samkvæmt skilgreiningu stjómarherranna eiga að tryggja hinn fræga stöðugleika og betri af- komu í þjóðarbúinu til skemmri og lengri tíma. Þannig að allt lítur þetta býsna vel út á yfirborðinu. Er ekki hamingjan einfaldlega allsráðandi í samfélaginu þegar öll ytri merki era jafnjákvæð og menn vilja vera láta? Er ekki al- veg kristaltært að allur þorri launafólks fmnur það á launa- umslögunum um hver mánaða- mót að góðæri ríkir í landinu? Er það ekki alveg öruggt að núna er svigrúmið fyrir skuldugu fjöl- skyldurnar i landinu til að greiða hratt og öragglega niður skuldim- ar sem hafa hlaðist upp? Og er það ekki líka alveg borðliggjandi að við útsendingu álagningarseðl- anna um síðustu mánaðamót hafi fólk tugþúsundum saman dansað af gleði yfir öllum skattalækkun- unum og um leið hækkuðum vaxtabótum og þá einnig stórhækk- uðum barnabót- mn? Það er vísast einnig á hreinu að vextimir hafa lækkað verulega til hagsbóta fyrir skuldara, núna þegar fjármagnið flæðir yfir og lána- stofnanir eru í mestu erfíðleikum með að koma því út. Ekki er allt sem sýnist Eða er þetta allt ef til vill ekki eins tryggt og ætla mætti í öllu þessu góðæri í landinu? Getur það hugs- anlega verið að öll þessi efnislega hamingja sigli fram hjá stórum hluta íslenskra launamanna, lág- og meðaltekjufólki, fólki með bammörg heimili, fólki með þung- ar skuldabyrðar vegna öflunar húsnæðis? Það er að minnsta kosti stað- reynd að bamabætur og barna- bótaaukinn standa í stað - hafa ekkert hækkað síðustu árin. Og einhverra hluta vegna eru út- gjöld ríkissjóðs vegna vaxtabóta ennþá á svipuðu róli, enda þótt skuldir heimil- anna í landinu hafi rokið upp hin síðustu ár. Skuldirnar vora 343 milljarðar króna sem hvíldu á heimilunum hérlendis um síðustu áramót. Höfðu þá hækkað um 25 milljarða króna á einu ári - árinu 1996 - fyrsta heila ári núverandi rikis- stjómar. Og ekki verður fólk vart við tilraunir rikisstjómarinnar til að lækka skatta á almennum launatekjum. Skattleysismörkin þvert á móti hækka jafnt og þétt að raunvirði enda þótt ríkiskass- inn bólgni út af peningum og fjár- málaráðherra og ríkisstjórnin þurfi lítt eða ekki að hreyfa sig til að ná niðurstöðutölum fjárlaga - eingöngu vegna þess að tekjur vora vantaldar við fjárlagagerð- ina og verða svo miklu, miklu meiri en ráð var fyrir gert. Svig- rúmið í góðærinu er með öðram orðum ekki notað til að lækka álögur á fólk. Nei, þvert á móti fannst fjármálaráðherra vel við- eigandi að hækka bensínskatta um síðustu mánaðamót - rétt fyr- ir mestu ferðahelgi ársins. Umtalsverðar vaxtalækkanir láta einnig standa á sér þótt bankamálaráðherrann hafi ítrek- að boðað að þær væra að bresta á. Enginn verður heldur sérstak- lega var við það að þjónustu við þá sem höllum fæti standa í þjóð- félaginu hafi tekið stökkbreyting- um til hins betra í þjóðfélaginu - í öllu þessu góðæri. Það hefur ein- hverra hluta vegna staðið á fagn- aðarhrópum frá öldraðum og ör- yrkjum vegna þeirrar gósentíðar sem samkvæmt öllu ætti að hafa runnið upp hjá þeim. Eitthvaö aö Nei, er ekki eitthvað í ólagi? Það er eins og þessir betri tímar með blóm í haga séu aðeins hjá sumum en öðrum ekki. Það er eins og góð- ærið megni ekki að finna sér leið inn á öll íslensku heimilin. Staðreyndin er einfaldlega sú að það vantar hinn pólitíska vilja til að nota hagstæð ytri skilyrði í þjóðfélaginu til að bæta kjör og stöðu þess fólks sem býr við kröpp kjör. Það er ekki vilji hjá núver- andi ráðamönnum til að jafna kjörin - nýta góðærið í þágu alls almennings. Almennt launafólk tók á sig verulegar byrðar þegar erfiðleikar steðjuðu að þjóðarbú- inu og það harðnaði á dalnum. Það á því rétt á því að njóta upp- skerunnar þegar úr hefur ræst. Það hefur verið, er og verður hlut- verk jafnaðarmanna, nú um stundir í stjórnarandstöðu, að fara fram með þá pólitisku kröfu að al- mennt launafólk fái sinn réttláta skerf í stórbættri stöðu þjóðarbús- ins. í þeirri pólitísku baráttu verð- ur launafólk að standa saman og einnig taka höndum saman við verkalýðshreyfinguna og jafnaðar- menn um að ná fram eðlilegri hlutdeild í góðærinu. Þar duga engin vettlingatök. Guðmundm- Árni Stefánsson Kjallarinn Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaöur „Almennt launafólk tók á sig verulegar byrðar þegar erfiðleikar steðjuðu að þjóðarbúinu og það harðnaði á dalnum. Það á því rétt á því að njóta uppskerunnar þeg- ar úr hefur ræst.“ Natóandi Ég man ekki lengur hvað mörg ár era liðin síðan Þjóðvaki og Al- þýðuflokkurinn sameinuðust á ný ásamt pólitískum skyndibitum og nokkrum þróttmiklum samlokum úr Alþýðubandalaginu. Fyrir þeirri sameiningu stóð konan sem hafði klofið sig úr Alþýðuflokkn- um og stofnað Þjóðvaka, friðlaus af pólitískum njálg en mælti nú fyrir því sem hún kallaði nálgun. Þessi víxlverkun, njálgun og nálg- un, af stærðargráðunni 7-5% í kosningum til Alþingis, er viss passi á vinstrivængnum. En eftir njálgun að aftan kemur nálgun að framan í nokkur ár. Væri ekki tilvaliö, fyrst aðildar- lönd Natós era á sameiginlegum heræfingum yfir landinu, að Ein- ar Karl kæmi nú úr Heimi Guð- ríðar, sem kom úr barbaríinu, með nýtt átak í samlyndi og sam- einaði ekki bara A-flokkana held- ur alla stjórnmálaflokka í Einn flokk i einu landi? Ég held að þá væri engin spuming að andi Guðríðar og séra Hallgríms Pét- urssonar og passíusálmar ís- lenskra stjórn- mála væra ortir í botn en nýtt viðhorf komið í vinnslu með svipuðum hætti og verið er að stofna einn her á heimsvísu og Sovétríkin skil- greindu sig sem sósíalisma í einu landi. Á þessu verða samt að vera margir fletir, en einn bestur. Hann er eins konar spennusaga eða eld- húsreyfari meó Ingibjörgu Sól- „Það er orðið allt annar handlegg- ur að sjá manneskjuna, sagði við mig mikil íhaldskona sem gat orð- ið hugsað sér að kjósa hana í for- ystusveit sameinaðra krafta landsmanna.u til vinstri rúnu sem samein- ingartákn, enda hef- ur sú kona ekki ver- ið með áberandi mikinn pólitískan njálg og allir hafa tekið eftir að hún er laus við gamma- ganginn. Útlitið hef- ur breyst. Meira að segja það sem var kallað „hair dúið“ er í finu lagi hjá henni. Svo notað sé orðalag frá 1949, þegar við vildum vera Kefla- víkurflugvallar- og kanavæn þjóð. Það sést á öllu að Ingi- björg er komin til að vera og takast á við vandann. Ég er sameiningartákn, segir útlit hennar, mjög svo smínkað. Það er orðið allt annar handlegg- ur að sjá manneskjuna, sagði við mig mikil íhaldskona sem gat orð- ið hugsað sér að kjósa hana í for- ystusveit sameinaðra krafta landsmanna. Mér finnst hún gæti meira að segja með þennan svip farið vel á veggspjaldi, sagði nú ekki lengur ungur maður frá plakataár- unum. Auðvitað er hún kom- in með maska, en maski er mikils viti, sagði snyrtisérfræð- ingurinn. Þó held ég að Ingi- björg sé ekki að fela uppruna sinn, á sama hátt og bóndadóttirin sem sagði á úti- skemmtun á Minni- Borg í Grímsnesi í ausandi rigningu árið 1945, eftir að hafa dvalið í Reykjavík einn vetur og lært orðalag vegna áhrifa frá Hollywood og Sápuhúsinu: Ég get ekki hugsað mér að láta sjá mig á sveitaballi nema með makeup eða pancake. Guðbergur Bergsson Kjallarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur Með og á móti Er langur afgreiðslutími versl- ana of kostnaðarsamur? Fer í vöruverðið Afgreiðslutími verslana hefur verið að breytast á síðustu árum. Verslanir eru opnar 12-14 tíma á dag og má fullyrða að það sé neyt- endum til góða hvað þægindi varðar. En það kostar sitt. Það er ljóst að ein aðaluppistaðan í því að halda niðri vöruverði í Bónusi er skammur af- greiðslutími. Neysla fólks er ekki meiri þó að verslanir hafi opið leng- ur, verslunin jafnast út og dreifist á lengri tíma. Launagreiðslur á kvöldin eru vissulega hærri og þar sem launakostnaður í verslun er stærsti einstaki kostnaðarþátt- urinn hlýtur hann að lenda inni í vöruverði. En neytendur eiga völ- ina og geta valið milli þess að versla í verslunum eins og Bón- usi, þar sem afgreiðslutimi er skammur og vöraverð lágt, eða í verslunum sem eru opnar lengur og greiða um leið hætTa vöruverð. Ekki ætla ég að gerast talsmaður þeirra sem vilja ekki lengri af- greiðslutíma heldur aðeins vekja á því athygli að í því felst aúkinn kostnaður sem hækkar vöraverð. Það hður örugglega ekki á löngu þangað til verslanir fara að hafa opið 24 tíma á sólarhring og er það af hinu góða ef menn fá við- skipti til að geta staðið undir því. Veitir þjónustu Þetta er spurning um viðhorf. Auðvitað má segja að um sé að ræða hærri tölur í launakostnaði en líka verður að taka með i reikninginn hvað liggur að baki og hvað lengri afgreiðslutími gefur á móti. Langur versl- unartími er einn af fjórum meginþáttum hugmynda- fræðinnar að baki 10-11. Til- gangurinn með því að hafa lengur opið er einfaldur: að veita þjónustu, væntanlega með því fororði að markaður sé fyrir slíka þjónustu. Sama mætti segja um aðra áhersluþætti í rekstri verslana okkar: lágt vöruverö, ferskar dag- vörur og hreint umhverfi. Við viljum nálgast viðskiptavin okkar á þann hátt sem honum sjálfum hentar fremur en okkur: fólkið sem gerir heimilisinnkaup sín þegar því hentar, fólkið sem vill geta treyst því að vöruverð sé með því lægsta sem þekkist og vörurnar séu ætíð ferskar. Fólkið sem gerir kröfur til hreinlætis og snyrtilégs umhverfis verslar ein- faldlega þar sem þessir þjónustu- þættir eru í lagi. Öllum þessum þáttum er ætlað að laða að fleiri viðskiptavini. Fleiri viðskiptavin- ir og meiri viðskipti gefa, ásamt hugkvæmni og aga i rekstri, færi á lægri rekstrarkostnaði og lægra vöruverði. Þannig mætti segja að lengri afgreiðslutími stuðli bein- línis að lægra vöraverði. í því sambandi bendi ég á verðkönnun DV frá sl. föstudegi en þar kemur í ljós að 10-11 er þriðji ódýrasti kosturinn á matvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu og mun ódýrari en margir helstu sam- keppnisaðilarnir sem hafa skem- ur opið. Ég er því hiklaust þeirr- ar skoöunar að langur cifgreiðslu- tími 10-11 sé viðskiptavinum okk- ar beinlínis hagkvæmur. Að skerða hann væri skref aftur á bak. Frekar mætti lengja hann enn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.