Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 36
44 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1997 Lendingar- leyfi geimfara „íslensk yfirvöld eru algerlega sofandi með hugsanlega lendingu geimvera á Snæfellsjökli. Mega utanaðkomandi flugför lenda þar? Yrði flugfarið löglegt?" Bjarni Valdimarsson í DV. Barngóður maður „Ég veit að sambýlismaður minn hlaut dóm á sínum tíma fyrir glæp. Það eru mörg ár síð- an og ég trúi á sakleysi hans. Sambýlismaður minn er barn- góður og börnunum þykir vænt um hann. Þau kalla hann pabba.“ Helga Guðmundsdóttir, sem á í forsjárdeilu við fyrrum eigin- mann sinn vegna sambúðar sinnar við dæmdan kynferðis- afbrotamann, í DV. Ummæli Rán aldar- innar „Þegar íslenska krónan var hundraðfölduð um 1980 var sennilega framið mesta rán sög- unnar.“ Karl Ormsson í DV. Kastali í fjöru. Sjávar- föll Að jafnaði líða 12 klukku- stundir og 25 mínútur á milli sjávarfalla. Mont-Saint-Michel úti fyrir strönd Normandí í Frakklandi er frægt dæmi þess hve sjávarfoll geta sett mikinn svip á umhverfið. Um fjöru teng- ir 914 metra langur upphækkað- ur vegur staðinn við meginland- ið en um háflóð breytist hann í eyju. Risaaugu Risasmokkfiskurinn i Atlans- hafi hefur stærst augu allra dýra. Talið er að smokkfiskurinn geti haft augu sem séu allt að fjörutíu sentímetrar á breidd. Blessuð veröldin Af kind í klæði Hröðustu handtökin við að breyta ull i fatnað hafði átta manna flokkur í Alþjóðlegu ull- arþróunarmiðstöðinni í West Yorkshire á Englandi. Það liðu tvær klukkustundir og þrjátíu og tvær sekúndur frá því að sauð- kind var rúin og þangað til frá- gengin peysa hafði verið unnin úr reyfinu; þetta gerðist þann þriðja september árið 1986. 6ES30M TVÆf?T 5Tjd)RIMN Í3HRNPI HJf? EIM8KIB HHNN E(?MEÐ 1800 K>90NI5 KRLL Fj MrtNlK»/"n7KK HLWWÍ =-ÉÚ HEFPl' EKKrtÆMR HELMING- I INN 1 drL—n ,,y- \íf /t 'Wi1' n i4ri hð ■m 'i/i.- SJRLraöGea KR og Valur leika í kvöld í Stofn- deildinni Halldór Runólfsson, nýr yfirdýralæknir: „Starf yfirdýralæknis er fyrst og fremst stjórnunarstarf. Það eru mörg lög og reglugerðir sem falla undir þetta embætti. Það snýst fyrst og fremst um það hvemig á að halda dýrasjúk- dómum í skefjum og hvernig á að koma í veg fyrir að dýrasjúk- dómar berist til landsins með innfluttum dýrum eða innflutt- um matvælum,“ segir Halldór Runólfsson sem landbúnaðar- ráðherra skipaði nýverið yfir- dýralækni. Maður dagsins Halldór segist alltaf hafa haft áhuga á dýrum. Hann er fædd- ur í sveit og starfaði við sveita- störf á sumrin sem bam og ung- lingur. Það má segja að þar hafi áhugi hans á dýrum kviknað. „Ég á ættir að rekja í sveitirn- ar. Þar kynntist ég dýrunum og Halldór Runólfsson. fékk áhuga á þeim. Það er kannski upphafið að því að ég fór í dýralæknisfræði.“ Eins og við var að búast af manni sem gerir dýralækningar að ævistarfi sínu segist Halldór vera mikill dýravinur. Hann vill þó ekki gera upp á milli dýra og segist ekki eiga sér neitt uppá- haldsdýr. Hann nefnir þó að hann hafi bæði átt ketti og hunda sem gæludýr. Um frítíma sinn og áhugamál segir Halldór: „Mest af mínum tíma hefur farið í vinnuna og fjölskylduna og dýrin. Það hef- ur því ekki verið mikill tími fyrir áhugamálin. Ég hef þó gaman af sjóbirtingsveiði. Ég hef líka áhuga á golfi og er að hyrja að stunda það.“ Halldór er kvæntur Steinunni Einarsdóttur meinatækni. Þau eiga fjögur uppkomin börn og fimm barnabörn. glm Myndgátan Árar fylgja með báti Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. I kvöld eru tveir leikir í Stofn- deildinni, efstu deild kvenna í knattspyrnu. Þar eigast við KR og Valur á KR-velli kl. 19 og Stjarnan og Haukar á Stjörnu- velli kl. 19. Iþróttir í fyrstu deild karla eru fjórir leikir í kvöld. Þar leika Þór og Breiðablik á Akureyrarvelli kl. 19, Fylkir og KA á Fylkisvelli kl. 19, FH og Dalvík á Kaplakrika- veOi kl. 19 og Reynir Sandgerði og Þróttur Reykjavík á Sandgerð- isveUi kl. 19. í annarri deild karla eru tveir leikir. Þróttur Neskaupstað og Selfoss leika á Neskaupstaðar- velli kl. 19 og Ægir og Víðir leika á Þorlákshöfn kl. 19. Bridge Það er ekki alltaf nægilegt að vera spilari á heimsmælikvarða til að ná góðum samningum. Jafnvel þeir stóru gera mistök af og til eins og spU dagsins sannar. Það kom fyr- ir í úrslitaleiknum um VanderbUt- bikarinn í sveitakeppni í Bandaríkj- unum. Eins og glögglega sést stend- ur alslemma í laufi á hendur AV (jafnvel 7 hjörtu eins og spilin liggja). Sagnir gengu þannig á öðru horðanna, norður gjafari og AV á hættu: 4 D1074 «84 4 9754 4 763 N * - v . « 1097532 A 4 G10 s * ÁD1084 * ÁG32 « G6 4 ÁKD8632 * - 4 K9865 « ÁKD ♦ - 4 KG952 Norður Austur Suður Vestur Passell Robins Seamon Boyd pass pass 1 + 14 pass 2« 2 4 4« 5 4 dobl p/h AUir spilararnir við þetta borð eru meðal þekktari spilara Banda- ríkjanna. Seamon og Boyd hljóta að hafa verið ánægðir með sig, að vera doblaðir (500 niður) í 5 tíglum þegar andstæðingarnir áttu alslemmu. En það kom þeim heldur á óvart að þeir skyldu tapa 8 impum á spilinu því sagnir gengu þannig á hinu borðinu: Norður Austur Suður Vestur Goldm. Burger Soloway Cayne pass pass 2 4 pass 2 « pass 2 4 pass 3 4 54 dobl p/h 3 4 5 * Þama enduðu sagnir í 5 tíglum ódobluðum sem fóru 3 niður (150)! ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.