Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 11
MANUDAGUR 11. AGUST 1997 11 Fréttir íslenski dansflokkurinn: Fluttur í Borgarleikhúsið - gleöiefni, segir Samningar hafa tekist á milli Borgarleikhússins og íslenska dans- flokksins um að hann fái æfinga- og sýningaaðstöðu í Borgarleikhúsinu í framtíðinni. Samningaviðræður hafa staðið yfir alveg síðan í fyrra- vor. Dansflokkurinn hefúr frá því hann missti aöstöðu sína í Þjóðleik- húsinu ekki haft viðunandi starfs- aðstöðu. „Ég er mjög ánægð með að fá ís- lenska dansflokkinn hingað inn. Mér finnst hann gera okkar prófíl betri og ég er viss um að við getum styrkt hann listrænt séð og án vafa getinn við stofnað til einhverra merkishluta saman,“ sagði Þórhild- ur Þorleifsdóttir, leikhússtjóri Borg- arleikhússins, í samtali við DV. Hún sagðist alveg frá því hún byijaði sem leikhússtjóri hafa verið fylgjandi því og unnið að því að ís- lenski dansflokkurinn fengi aðstöðu í Borgarleikhúsinu. Þórhildur Þorleifsdóttir leikhússtjóri Guömundur Valgeir Jóhannesson á göngu á Flateyri þar sem hann hef- ur alið allan sinn aldur. DV-mynd R.T.ó ( 92 ára öldungur: Bíð eftir álitlegri ráðskonu DV, Flateyri: „Ég labba meðan lappimar hanga undir mér. Ég verð þó að fara mjög varlega," segir Guðmimdur Valgeir Jóhannesson, 92 ára öldungur, sem gengur daglega kílómetra á Flateyri þar sem hann hefúr alið allan sinn aldur. Hann segist fara reglulega tvisvar á dag í gönguferðir auk þess að fara í heita pottinn. „Það þýðir ekkert að gefast upp og ég geri það ekki meðan ég er ekki orðinn hundrað ára. Ég fæ mikið út úr hreyfingunni og svo fer ég tvisvar til þrisvar í viku i heita pott- inn,“ segir hann. Guðmundur er vistmaður á Elii- heimilinu Sólborg á Flateyri. Hann á þó sitt eigið hús þar sem hann er enn til heimilis. Hann segist vera imdir nokkrum þrýstingi að færa heimilisfang sitt á elliheimilið. „Þeir hafa verið að rifast i mér að flytja mig. Ég hef gefið þeim þá skýringu að ég sé að bíða eftir álit- legri ráðskonu. Maður missir aldrei áhugann á kvenfólkinu,“ segir Guð- mundur Valgeir og glottir. -rt Renía Tent -Tjíldaleigan Skemmtilegt hf. Krókháls 3, 112 Reykjavik Sími 587-6777 Þórhildur segir að það hafi aðeins orðið að breyta húsaskipan í leik- húsinu vegna þessa. „Dcmsflokkurinn fær sýningaað- stöðu, eina kortasýningu á ári og eina sýningu á stóra sviðinu og aðra á minna sviði. Einnig fær flokkur- inn stórt stúdíó til umráða auk álmu fyrir búninga- og skrifstofuaðstöðu. Hann mun að sjálfsögðu greiða leigu fyrir þá aðstöðu sem hann fær hér í húsinu. Og það er rétt, okkur munar um hvern eyri sem kemur í kass- ann,“ sagði Þórhildur. Hún segir að í Evrópu sé mjög vaxandi áhugi fyrir nútímadansi. Hann virðist höfða til ungs fólks ekki síst vegna hins mikla áhuga sem er fyrir líkamsrækt og líkams- styrk hjá ungu fólki nú til dags. „Þess vegna er farið að nota þetta form mjög dramatískt og mér sýnist ég sjá teikn á lofti um að ís- lenski dansflokkurinn sé að færast í þessa átt og þess vegna tel ég list- rænan ávinning að þvl að fá hann í húsið," sagði Þórhildur Þorleifs- dóttir. S.dór Utsa la Sumarúlpur - heilsársúlpur Stuttar kápur áðurkr. 16.900 núkr. Síðar kápur 10 '6 HU5ID Mörkinni 6 sími 588 5518 FAÐU ÞER PIZZU FYRIR ÞÚSUNDKALL í tilefni af fjögurra ára afmæli Domino’s Pizza á (slandi þann 16. ágúst býöst öllum pizzuunnendum einstakt afmælistilboð þessa viku. Þú hringir eöa kemur, parrtar draumapizzuna þína meö allt að fjórum áleggstegundum og borgar aöeins þúsund krónur fyrir. Njóttu afmælisveislunnar meö Domino’s og fáðu þér pizzu fyrir þúsundkall. Afmælisveislan hefst í dag og lýkur að kvöldi afmælisdagsins þann 16. ágúst. Tilboðið gildir ekki í Kringlunni. GRENSÁSVEGI 11 • HÖFÐABAKKA 1 • GARÐATORGI 7 • KRINGLUNNI • SÍMI 58-12345

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.