Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1997, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1997 29 dv Hestar Hvert stefnir með kynbótasýning- ar á heimsleikum? Ekki vel ef marka má útkomuna á síðustu heimsleikum. Islensk hross stóðu sig vel, stóðu efst í fimm flokkum af sex og sjötta hrossið fékk silfurverðlaun. En lágar einkunnir hrossanna, sérstaklega hryssnanna, ollu veru- legri úlfúð og meiri ríg milli þjóða en talið er æskilegt á heimsleikum. Dómararnir voru þrír: Kristinn Hugason frá íslandi, Johannes Hoyos frá Austurríki og John Siiger Hansen frá Danmörku. Hver dómari gaf sína einkunn og svo ræddu þeir saman um útkomuna. Johannes Hoyos sagði mun á ein- kunnum ekki mikinn þeirra í milli. Hann taldi tölt hrossanna ekki hafa verið nógu hreint og ekki sýnt nógu hratt. Johannes taldi knapana ekki nægilega vel undirbúna fyrir sýn- ingar á heimsleikum og hið sama sagði John Siiger Hansen. Knapar voru margir óánægðir með einkunnimar en margir áhorf- endur og dómararnir sögðu að hrossin hefðu ekki átt meira skilið. Þýskir aðstandendur hrossa voru ómyrkir í máli og töldu að íslensk- um hrossum hefði verið hyglað og það hefði verið nóg fyrir hrossin að koma frá íslandi til að fá háar ein- kunnir. Þó sagði Thomas Haag að það væri í lagi að hross fengju lágar ein- kunnir ef Hið sama gilti um öll hrossin. Hrossin lækkuðu mörg mjög mik- ið frá sýningum í heimalandi sínu. Viðja frá Síðu fékk 7,98 á heims- leikunum (HM) en 8,21 á íslandi og Kolfinna frá Egilsstöðum lækkaði einnig frá því að hún var sýnd í Þó að ekki þurfi yfirleitt að brýna knapana til góðra verka vildi Ragri- ar Tómasson hafa það alveg á hreinu til hvers þeir væru komnir á heimsleikana. „Þið fáið einungis eitt tækifæri í liflnu," sagði Ragnar og þetta er spurning um gull eða ódýrari málma. Ófeigur haltur Ófeigur, heimsmeistari í tölti og fjórgangi í Hollandi 1993 og Sviss 1995, átti að keppa í Noregi en hann heltist og gat ekki verið með. Það var mjög leiðinlegt því Jolly Schrenk var komin með hann á staðinn og var að vona að Ófeigur myndi ná sér á síðustu stundu. Sá hann ekki Logi Laxdal var að keppa í fyrsta skipti á heimsleikum en hann hefur verið að sanna sig sem einn besti skeiðknapi á íslandi í sumar. Logi er töluvert hjátrúarfullur og margt nýtt og óvænt bar fyrir sjón- ir hans. Þá var gott að hafa reynda kalla eins og Sigurbjöm Bárðarson við höndina. Þeir vom að aka í bíl og skyndi- lega segir Logi: „Ég sá svartan kött hlaupa fyrir bílinn.“ Sigurbjörn skynjaði hættuna og sneri sér í hina áttina og sagði að bragði: „Sá hann ekki, sá hann ekki.“ í föðurlandi fyrir föðurlandið Logi vildi keppa í grænum bux- um sem hann fékk í Danmörku fyr- ir tveimur árum og hefur notað með góðum árangri. Sigurður Sæmundsson vildi að Logi væri í hvítum buxum í stíl við aðra landsliðsmenn. Samningalotan stóð yflr í klukku- tíma og þegar yfir lauk var Logi í hvítum buxum en Sigurður varð í staðinn að klæðast foðurlandi í öll- Þýskalandi en Þota frá Akurgerði hækkaði. Þýsku hrossin lækkuðu töluvert. Rimma von Schloss Neubronn fékk 8,07 á HM en 8,35 í Þýskalandi og 8,37 í Sviss. Þýski stóðhesturinn Blivar von Birkenlund fékk 7,94 á HM en 8,58 í um hitanum. Með aukinni sigurgöngu óx trú Sigurðar á föðurlandinu og hann þorði ekki að fara úr því. Þýskalandi og Óðinn von Barghof fékk 7,86 á HM en 8,48 í Þýskalandi. Sama gilti um hross frá öðrum löndum sem lækkuðu töluvert. John Siiger Hansen sagði að dæmt hefði verið eftir íslenska ein- kunnaskalanum og knaparnir þyrftu að kynna sér betur skalana Þess má geta að þegar þurfti að þýða nafn Sprengju-Hvells á ensku var gripið til þess ráðs að kalla hann Bomb Boom. til að eiga meiri möguleika á að fá háar einkunnir. Ljóst er að miklar umræður eiga eftir að fara fram fyrir næstu heimsleika í Þýskalandi 1999 því eigendur hrossa hafa ekki áhuga á þvi að koma með hross í dóm þar sem hætta er mikil á slæmri útreið. Reynum til þrautar Þrátt fyrir að kynbótakeppnin hafi valdið ýmsum vonbrigðum tel- ur Johannes Hoyos að reyna verði til þrautar að halda úti kynbótasýn- ingum á heimsleikum. Það verður að láta sömu dómar- ana dæma hrossin í forkeppni í sínu landi og á heimsleikunum og búa til reglur sem gilda fyrir alla og allir þekkja. 25 daga á leiöinni. Fimm manns í Noregi riðu 750 kílómetra á heimsleikana yfir fjöll og fimindi, gegnum skóga og yfir ár og dali frá bæ nálægt Þrándheimi til Seljord. Þau voru með 9 hesta og voru 25 daga á leiðinni. Aasmund Leet var yngstur, 14 ára, en Arnold Weiss elstur, 61 árs, en auk þeirra voru Aud- Karen og Trond Leet og Yrm- gard Weiss. Erfiðasti hlutinn var yfir á sem er ekki nema um hálfur metri á dýpt en svo mikið klungur að þau urðu að ríða í sveig sem tók um einn og hálfan dag. Þau fara meö bíl til baka Tveir góðir skeiðhestar hafa kom- ið fram í Svíþjóð í sumar: Þór frá Kalfsvik, sem Magnus Lindquist keppir á, og Örvar frá Stykkishólmi sem Magnús Skúlason situr. Magnús Skúlason náði 2. sæti á heimsleikunum en þeir Örvar eiga sænska skeiðmetið, sett í vor, 21,83 sek. Fyrr höfðu Magnus Lindquist og Þór farið sprett á 21,74 sek. en þegar völlurinn var mældur kom í ljós að hann var ekki nema 249 metrar að lengd og metið ekki gilt. Svo sérstaklega vildi til að faðir Magnusar Rolfs Lindquists hafði mælt völlinn. Kóki keppir fyrir Pólland Herbert Ólason (Kóki) selur reiðtygi á heimsleikunum í Seljord. Hann hefur stofnað fyrir- tæki um hestabúgarð i Pól- landi, skammt frá Kraká, og er stjórnarformaður fyrirtækis- ins. Þar er ákaflega flott hesthús sem er 30x100 metrar að stærð og verður notað fyrir íslenska hesta. Markaðurinn er að hrynja í Þýskalandi en í Póllandi búa 40 milljónir manna, segir Her- bert. Markaðurinn þar er stór og við stefnum þangað meö viðskipti. Við ætlum að ganga í FEIF (Félag eigenda og vina ís- lenska hestsins) og keppa fyrir þá á næstu heimsleikum. Sýna 60% Islenskir knapar sýndu meiri hluta allra kynbóta- hrossa á heimsleikunum í Seljord fyrir fólk af ýmsu þjóð- erni. Af tuttugu og fimm sýndum kynbótagripum voru íslenskir knapar með fimmtán hross eða um 60% sem sýnir hve hátt þeir eru skrifaðir á því sviði. íslenskir knapar kepptu ekki einungis fyrir ísland heldur og margar aðrar þjóðir. Einnig komu íslendingar að landslið- um annarra þjóða með öðrum hætti; sem þjálfarar, liðsstjórar og einn var dómari. íslendingum var treyst betur en öðrum fyrir kynbótahross- unum og sýndu 15 kynbóta- hross af 25 eða 60% hrossanna. Dómarar Þorgeir Guðlaugsson Hofland Liðsstjór- ar/þjálfarar Pétur J. Hákonarson ítalia Guðmar Þ. Pétursson Ítalía Davíð Ingason Svíþjóð Hreggviður Eyvindsson Svíþjóð Birgir Gunnarsson Sviss Knapar Höskuldur Aðalsteinsson Austurríki Jóhann R. Skúlason Danmörk Þórður Jónsson Danmörk Jón Steinbjörnsson Þýskaland Birgir Gunnarsson Þýskaland Smári Steingrímsson Bretland Hákon Pétursson Italía Heiðar H. Gimnarsson HoUand Jóhann G. Jóhannesson HoUand Magnús Skúlason Svíþjóð Sveinn Hauksson Svíþjóð Einar Ö. Magnússon Svíþjóö Hreggviður Eyvindsson Svíþjóð Aðalsteinn Aðalsteinsson Noregur Gylfi Garðarsson Noregur Guðfinnur Einarsson Noregur Umsjón Eiríkur Jónsson Logi Laxdal, heimsmeistari í 250 m skeiöi, fékk flugferö frá félögum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.