Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 7 DV Sandkorn Slæm aðstaða Einu sinni á ári eða svo koma hermenn frá Bandarikjunum til ís- lands og halda hér heræfingu sem heitir Norðurvíkingur. Þá þeysa menn um mela og móa og æfa það hvemig þeir ætla að verja ís- land ef óvinurinn ræðst á landiö. Á dögunum var ein svona æfing i gangi en þá gerð- ist það sem við íslendingar áttum ekki von á. Það komu yfirlýsing- ar frá hernum um að eiginlega væri ísland ómögulegt til stríða. Þannig misfórst flugæfmg vegna þess að veður var ekki nógu gott. Einnig sneru hermenn og bmtu á sér ökkla vegna þess hve landið okkar er erfitt yfirferðar. „Við emm ekki vanir þessu hrauni, þúfum og mosa,“ sagði bandarískur offlséri í samtali við sjónvarpið. Samkvæmt þessu þarf að vera logn og sólskin til aö hægt sé að heyja stríð á ís- landi og það þarf auk þess að fara fram á sléttlendi. Beðið eftir frúnni Til era margar góðar sögur af pirraðum eiginmönnum að bíða fyr- ir utan búðir eftir eiginkonunni. I nýjasta hefti Úrvals er ein slík saga: „Við hjónin fór- um inn í verslun- arkringlu og keyptum okkur svefnpoka og kælibox til að ferðast með. Ég fékk siðan það hlutverk að passa þetta dót meðan konanfórog keypti i matinn. Til að drepa tim- ann fór ég inn í skóbúð að skoða það sem þar var að sjá. Fyrr en varði kom búðarmaðurinn og spurði hvort hann gæti hjálpað mér. „Nei takk,“ svaraði ég. „Ég er bara að bíöa eftir konunni rninni." „Ég er líka að bíða eftir konunni minni," sagði maður sem stóð við hliðina á mér. „En ég hef aldrei haft sinnu á að taka með mér svefh- poka og nesti." Ekið á svínið Austri segir eina af þeim sögum sem Jón Baldvin Hannibalsson sagði á sagnakvöldi á Vopnafirði á dögunum. Sagan er ftá þeim tíma þegar Kiddi rót var ráðherrabíl- stjóri hans. Þeir vora á leið til borgarinnar og lá mikið á, Jón var að verða of seinn á rikis- stjómarfund. Kiddi ók á mikl- um hraða og varð fyrir því að aka á svín og drepa það. Jón Baldvin vissi sem var að hann var ekki sá vinsælasti meðal bænda. Hann sagði þvi Kidda að fara heim aö bænum og segja: „Ég heiti Kiddi rót, ég er bílstjóri Jóns Baldvins og ég keyrði á svín.“ Kiddi fór heim á bæinn. Siðan leiö og beið og ekkert bólaði á Kidda. Jón Baldvin var orðinn mjög óþreyjufullur en þá loks birtist Kiddi, vel fullur og hlaðmn hvers konar góðgæti. Hann gat stamað því upp að hann hefði gert eins og Jón bauð og sagt heima á bænum: Ég er Kiddi rót, Eg er einkabílstjóri Jóns Baldvins og ég keyrði á svínið." Hann sagði mikil fagnaðarlæti hafa brotist út á bænum og þegar í stað verið slegið upp veislu, þvi menn hefðu misskilið á hvað var keyrt. Sultur og seyra Hákon Aðalsteinsson, skáld og skógarbóndi að Húsum i Fljótsdal, er kominn í bændagistinguna með tvær ibúðir sem hann innréttaði á gömlu hlöðulofti. Hann fékk ein- hvern styrk úr framleiðnisjóði til verksins. Stjóm sjóðsins kom í heimsókn- um að Húsum að líta á íbúðirnar. Sfjómarmenn kröfðu Hákon um vísu þegar þeir fóru og fengu þessa limra: Oft fylgir sultur og seyra sjálfsþurftarbúskapargeira, en ftamleiönisjóður er fólkinu góður þó mætti hann úthluta meira. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Fréttir VSÍ og Verslunarráð um heilbrigðiseftirlitsgjaldið: Ætla í mál við borgina - ef hún endurgreiðir ekki „oftekin“ gjöld BOMRG BW 62 H 2ja kefla valtarar 600 kg Ný gerð • Vökvadrifinn Frábært verð Skútuvogi 12A, s. 581 2530 „Við kjósum að leysa þetta mál í sátt við borgina en ef það tekst ekki eru málaferli næsta skref,“ sagði Jónas Fr. Jónsson, lögfræðingur Verslunarráðs íslands, við DV, vegna yfirstandandi deilu vegna innheimtu Reykjavíkurborgar á sér- stöku mengunar- og heilbrigðiseftir- litsgjaldi. Forsaga þessa máls er að 1995 hóf borgin innheimtu ofangreinds gjalds af atvinnufyrirtækjum. Ár- lega er gjaldið samtals um 30 millj- ónir króna. Verslunarráð og Vinnu- veitendasamband íslands mótmæltu þessari gjaldtöku á þeirri forsendu að þama væri um að ræða skatt en ekki þjónustugjald þar sem það væri lagt á án tillits til kostnaðar við raunverulega veitta þjónustu. Skutu samtökin málinu til umboðs- manns Alþingis sem hefur nú skilað áliti. „Hans álit er í stuttu máli að framkvæmdin á heilbrigðiseftirlits- gjöldunum sé ekki lögum sam- kvæmt. Menn hafi farið ofiari og nýtt gjöldin sem skattstofn. Það hef- ur aldrei verið ágreiningur um laga- heimild til gjaldtöku en í staö þess að taka gjald fyrir veitta þjónustu hefur borgin i ákveðnum tilvikum tekið gjald fyrir enga þjónustu. Við höfum óskað skriflega eftir því við borgarráð að borgin endur- greiði það til fyrirtækja sem oftekið hefur verið. Við vitum ekki hversu háar upphæðir þetta eru, en ef kem- ur til málaferla þá krejjumst við allra gagna frá borginni. Við endur- greiðsluna myndu svo bætast van- skilavextir og málskostnaður. Við höfum engin viðbrögð fengið en bíðum átekta.“ „Ég vil ekki gefa mér að þessi gjöld séu oftekin,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. „Ég vil fyrst fá lögfræðilegt álit héðan. Þess bíðum við áður en lengra verð- ur haldið. Það er heimilt að leggja á heil- brigðiseftirlitsgjald samkvæmt lög- mn, en það er spumingin hvernig innheimtan fer fram og þar geta komið upp álitamál. Reykjavík var eitt síðasta sveitarfélagið á landinu til að taka upp þetta gjald. Þegar við sömdum gjaldskrá okkar þá studd- umst við m.a. við gjaldskrár í öðr- um sveitarfélögum, sem höfðu inn- heimt gjaldið í allnokkum tíma, án þess að athugasemdir væra gerðar, mér vitanlega. Ef niðurstaða manna yrði sú að ekki væri rétt að standa að innheimtunni eins og gert hefur verið, þá er þetta mál sem öll sveit- arfélögin í landinu verða að skoða. -JSS IrM, Gardveisla! Hvernig væri að breyta til og flytja veisluna út í garð! Við leigjum falleg, sterk tjöld, 10-200 manna. Við aðstoðum við upp- setningu á tjaldinu ef þú óskar. Leigjum einnig borð og stóla/bekki,hita og Ijós. Nú skiptir veðrið ekki máli - andrúmsloftið verður afslappað og skemmtilegt. Tjaldaleigan Skemmtil&gf hf. Krókhálsi 3 - sími 587 67 77 Leikfélag íslands: Þór- hildur sagði ósatt - segir Magnús Geir Við sóttum um að fá aðstöðu til sýninga á Veðmálinu í Borgarleik- húsinu í sumar en var hafnað. Það er því ósatt sem Þórhildur Þorleifs- dóttir leikhússfjóri sagði í viðtali við DV að Leikfélag íslands hafi ekki sótt um aðstöðu í sumar. Okk- ur er ekki alveg ljóst hvað Þórhildi gengur til að segja ósatt um þetta mál. Ekki nema að það sé til að af- saka hvers vegna aðkomuleikhóp- ur, undir hennar stjóm, fékk inni í leikhúsinu í sumar. Þetta er þeim mun undarlegra þar sem samstarf- ið í fyrra, þegar við sýndum Stone Free í Borgarleikhúsinu, gekk snurðulaust," sagði Magnús Geir Þórðarson, leikstjóri hjá Leikfélagi íslands, í samtali við DV. Hann segir að þegar Leikfélag ís- lands sótti um að fá sýningarað- stöðu i Borgarleikhúsinu hafi þeim verið kunnugt um þá stefnu Þór- hildar Þorleifsdóttur að utanað- komandi leikhópar ættu ekki að vera í leikhúsinu. „Við sættum okkur því við það að okkur var hafnað og tókum upp ánægjulegt samstarf við Loftkastal- ann í staðinn. En það verður aftur á móti undarlegt þegar hópi er hleypt inn og Þórhildur tekur að sér að leikstýra fyrir hann og upp- hefur rangfærslur um okkur,“ sagði Magnús Geir. -S.dór Mikið úrval - frábært verð Chooper leð urhjálmar, 3 gerðir. Verð kr. 12.900 Heilsteyptir lokaðir hjálmar. Verð frá kr. 17.900 Cross hjálmar. Verð frá kr. 7.821 Lokaðir hjálmar á frábæru verði Verð frá kr. 7.990 t Suðurlandsbraut 16 • sími 588 9747

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.