Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 17 íþróttir t » 3. DEILD KARLA A-riöill: Léttir-Hamar ...............7-0 Haukar-Framherjar.......... 7-1 Haukar 13 n 2 0 49-14 35 Léttir 13 7 2 4 34-20 23 Ármann 12 7 1 4 33-25 22 Framherjar 13 6 2 5 37-42 20 Smástund 13 5 1 7 26-34 16 ÍH 13 4 3 6 27-32 15 KFR 12 2 3 7 24-33 9 Hamar 13 2 o : L1 20-50 6 B-riöill: Bruni-Vikingur 0. 1-5 Njarðvík-Grótta . . 5-0 Snæfell-Afturelding 0-4 VíkingurÓ. 13 10 2 1 44-16 32 Aftureld. 13 10 1 2 39-10 31 Njarðvik 13 9 3 1 47-17 30 Bruni 13 5 0 8 19-33 15 GG 12 4 2 6 20-28 14 KSÁÁ 12 4 2 6 26-35 14 Grótta 13 3 1 9 17-35 10 Snæfell 13 0 1 12 12-51 1 C-riöill: Bolungarvík-Ernir ís. 1-3 Ernir Is. n 10 0 1 85-12 30 Bolungarvík 11 8 0 3 71-18 24 Reynir Hn. 10 3 0 7 29-34 9 HVÍ 10 0 0 10 4-125 0 D-riöill: Hvöt-Magni.....................5-0 Neisti H.-KS ..................2-4 Tindastóll-Nökkvi..............5-1 KS Hvöt Neisti H. Nökkvi Magni Neisti D.-Leiknir F.............0-1 Leiknir F.-Höttur.............. 1-0 14 12 2 0 48-12 38 14 11 1 2 42-15 34 14 8 0 6 42-26 24 14 3 2 9 15-29 11 14 3 0 11 18-55 9 14 1 3 10 1442 6 E-riðill: Höttur 7 3 2 2 15-11 11 Leiknir F. 8 2 4 2 13-16 10 NeístiD. 7 2 2 3 20-21 8 Feitletruðu liðin eru örugg meö sæti í átta liða úrslitunum. Úrvalsdeild kvenna: Skagasigur Skagastúlkur sigruðu ÍBV, 2-1, á íslandsmótinu í gærkvöldi. Eyjastúlkur náðu forystunni strax á 4. minútu og var íris Sæ- mundsdóttir þar að verki úr vítaspymu. Helga Björgvinsdótt- ir jafnaði fyrir ÍA og það var síð- an Jónína Víglundsdóttir sem skoraði sigurmark ÍA í leiknum. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Haukar unnu óvæntan sigur á Stjörnunni í Garðabæ í fyrra- kvöld, 0-1. Jóhanna B. Magnús- dóttir skoraði sigurmarkið. -JKS f£Íj ÚRVAISP. KV. KR 9 9 0 0 38-4 27 Breiðablik 9 8 0 1 41-11 24 Valur 9 5 0 4 24-21 15 ÍA 9 3 2 4 7-11 11 Stjaman 9 3 0 6 14-22 9 ÍBV 9 2 1 6 13-20 7 ÍBA 9 2 1 6 11-39 7 Haukar 9 2 0 7 8-28 6 1 f kvöld i Úrvalsdeildin i knattspymu: Keflavík-Leiftur ...........19.00 3. deild karla: KSÁÁ-GG.....................19.00 Reynir Hn.-HVÍ..............19.00 1. deild kvenna: KS-Leiftur..................19.00 Hvöt-Tindastóli.............19.00 Leiknir F.-KVA..............19.00 Manch. Utd vill skoða Þórarin - fer til Malmö eftir tímabiliö Keflvíkingurinn Þórarinn Krist- jánsson, sem tryggði liði sínu sigur- inn gegn Leiftri í bikarnum á dög- unum, mun eftir þetta timabil fara til sænska liðsins Malmö sem boðið hefur honum út til æfinga. Þórarinn dvaldi hjá Malmö fyrr í sumar og lék þá mjög vel í tveimur leikjum sem hann tók þátt í með unglinga- liðinu. Eftir þá leiki vildu forráða- menn Malmö ólmir fá hann út til sín en beðið var með það eftir tíma- bilið hér heima. Samkvæmt heimildum DV eru fleiri lið á meginlandini sem sýna KA og Afturelding voru í hattin- um þegar dregið var í Evrópumót- unum í handknattleik í gær. KA, sem leikur í meistarakeppninni, dróst á móti Kaunas frá Litháen og verður fyrri leikurinn í Vilníus. Aft- urelding dróst á móti austurríska liðinu Stockerau í borgakeppni Evr- ópu og eiga Mosfellingar fyrri leik- inn á heimavelli. Telja verður möguleika íslensku þessum 16 ára pilti áhuga. Enska stórliðið Manchester United er þar í hópi en það hefur aflar sér upplýs- inga um piltinn sem verður 17 ára 31. desember. Þýsk félög hafa einnig verið með spurnir. Þórarinn vakti fyrst verulega at- hygli þegar hann bjargaði Keflvík- ingum frá falli í síðustu umferð í fyrra, þá nýkominn inn á sem vara- maður. Sama var uppi á teningnum gegn Leiftri um síðustu helgi en þá tryggði hann Keflvíkingum sigur í framlengingu með sinni fyrstu snertingu. -ÆMK liðanna nokkuð góða. Kaunas þykir erfitt heim að sækja en sterkur heimavöllur KA-manna ætti að koma Litháum í opna skjöldu. Það er eins með austurríska liðið að það þykir sterkt á heimavelli og hefur átt það til að tapa stórt á útivöllum í Evrópukeppni. Haukar og ÍBV ákváðu að taka ekki þátt á mótunum í ár. -JKS KR O OFIKreta 0 Lið KR: Kristján Finnbogason - Sigurður Öm Jónsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Bjarni Þorsteinsson, Ólafur H. Kristjánsson - Hilmar Björnsson, Brynjar Gunnarsson, Sig- þór Júlíusson, Þorsteinn Jónsson - Andri Sigþórsson, Einar Þór Daníels- son. Lið OFI: Chaniotakis - Skentzos, Papadopoulos, Koutsoupias - Kiassos, Marinakis, Riznic (Mitic 65.), Niopli- as, Dermitzakis (Kounenakis 39.) - Anastasio, Tsiantakis (Diarra 78.). Markskot: KR 11, OFI 8. Horn: KR 6, OFI1. Gul spjöld: Riznic, Anastasio, Ko- unenakis. Dómari: Kurt Zuppinger frá Sviss. Hreint frábær, einn sá albesti sem hingað hefur komiö. Áhorfendur: Um 1.500. Skilyrði: Gerast ekki betri, sól og blíöa og Laugardalsvöllurinn í sinu besta standi. Maður leiksins: Hilmar Björns- son. Lék af gífurlegum krafti á hægri vængnum allan timann og fór hvað eftir annað illa með grísku varnarmennina. Rikhardur Daðason og Þormóóur Egilsson voru ekki með KR vegna meiðsla. Báðir vom reyndar á leik- skýrslu en ekki í búningi. Grisku fréttamennirnir sem vom á leiknum furðuðu sig mjög á því að Ríkharöur væri aðeins varamaöur. Hann spilaði með Kalamata í Grikk- landi síðasta vetur. KR-ingar hafa aðeins fengiö á sig eitt mark í síðustu fjórum heimaleikj- um sínum í Evrópukeppni. Harduna Diarra, 18 ára strákur frá Afríkuríkinu Malí, kom inn á þegar 12 mínútrn- vom eftir og átti tvö af þremur markskotum OFI í síðari hálfleiknum. Evrópumótin í handknattleik: Ágætur möguleiki íslensku liðanna Fanney til Noregs? íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta, Fanney Rúnarsdóttir hjá Stjömunni, er á leiðinni til Tertnes í Noregi. Á mánudaginn kemur hún til Bergen til reynslu hjá Tertnes og ef allt gengur að ósk- um mun hún að öllum líkindum fara til liðsins. . „Fanney hefur lýst yfir áhuga að leika með okkur,“ segir Christian Jager, forseti Tertnes. -JKS/DVÓ Norðurlandamót meistaraliða kvenna: Heimsmeistarar meðal þátttakenda Golf: Afmælismót Ein- herjaklúbbsins á Nesyellinum í ár eru þrjátíu ár síðan Ein- herjaklúbburinn var stofnaður en meðlimir í honum verða allir þeir sem farið hafa holu í höggi. Árlega heldur Einherjaklúbb- urinn mót fyrir félaga sína og á sunnudaginn 17. ágúst verður mótið haldið í 30. sinn. Jafnoft hefur verið keppt um glæsilega silfufarandbikar sem veitinga- húsið Röðull gaf við stofnun klúbbsins. Þessi bikar er einn sá veglegasti sem keppt er um í golfi hér á landi. Fjórir golfarar hafa unnið bik- arinn oftar en einu sinni, Kjart- an L. Pálsson og Hannes Ey- vindsson hafa báöir unnið mótiö þrisvar sinnum og Magnús Hall- dórsson og Þorbjörn Kjærbo tvisvar sinnum. Skráning til 16. ágúst Mótið í ár verður haldið á Nesvellinum, þar sem mótið fór fyrst fram fyrir 30 árum, og hefst það kl. 9.00. Skráning fer fram í Nesklúbbnum til hádegis 16. ágúst, í síma 561 1930. Norðurlandamót meistaraliða kvenna i knattspymu hefst í Kópa- vogi í dag. Meistarar frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi taka þátt, auk íslandsmeistara Breiðabliks og úrvalsliðs KSÍ sem tekur þátt í mótinu sem gestaliö. „Undirbúningur hefur gengið mjög vel og við höfum lagt metnað okkar í að mótið takist vel í alla staði. Við lentum reyndar í nokkrum hrakn- ingum með auglýsingaplaggat vegna keppninnar en því var kippt í liðinn mjög farsællega," sagði Ingi- björg Hinriksdóttir, framkvæmda- stjóri mótsins, í viðtali við DV. „Ég tel að mótið sé mikill fengur fyrir íslenska kvennaknattspyrnu því þarna eru saman komnar marg- ar af sterkustu knattspyrnukonum heims. M.a. voru fjórir leikmenn norska liðsins Trondheims Örn í norska landsliðinu sem varð heims- meistari 1995. Það er því full ástæða til að hveta alla knatt- spymuáhugamenn, jafnt konur sem karla, til að fjölmenna á mótið en aðgangur er ókeypis.“ í dag leika sænska liðið Alvsjö AIK og úrvalslið KSÍ kl. 16.00 og norsku meistararnir SK Trond- heims Örn mæta Breiðabliki kl. 18.30. -JKS Tröllaskagatvíþrautin: Rögnvaldur sigraði örugglega DV, Sauðárkróki og Ólafsfirði: Tröllaskagatvíþraut skíðadeildar Leifturs og björgunarsveitarinnar í Ólafsfirði var haldinn í fjórða sinn sl. laugardag. Þátttaka var ágæt, 16 reyndu með sér í keppni og álíka stór hópur gekk leiðina. Mesta at- hygli vakti keppni þeirra Rögn- valds Ingþórssonar, Fljótum, og Daníels Jakobssonar sem reynst hefur sigursæll í keppninni til þessa. Rögnvaldur vann hins vegar öruggan sigur og virðist vera í feiknaformi um þessar mundir. Hann bætti eldra met Daníels í þessari keppni um heilar 2 mínút- ur. Þrautin byggist á því að hlaupið er upp frá Dalvík inn eftir öllum dal og síðan yfir Reykjaheiði til Ólafsfjarðar, komið niður á Reykj- um og hjólað þaðan í bæinn. Hlaupaleiðin, sem reyndar er blanda af hlaupi og íjallgöngu þar sem fariö er upp i 800 m hæð yfir sjó, er um 13 km löng. Hlaupið er í mjög fjölbreytilegu gróðurlendi, yfir tvær ársprænur og í snjó efst á heiöinni, sem reyndar var nú með minnsta móti. Úrslit í mótinu urðu þessi: Keppnisflokkur karla: 1. Rögnvaldur Ingþórss., Fljótum 1.43,47 2. Daníel Jakobsson, Ólafsfiröi ... 1.45,46 3. Ámi G. Gunnarss., Ólafsflröi .. 1.59,47 4. Þóroddur Ingvarss., Akureyri.. 2.00,21 5. Ólafúr Bjömsson, Ólafsfirði ... 2.01,10 Opinn flokkur: Hólmfríður V. Svavarsd., Ólafsfirði 2.27,07 Steinþór Þorsteinss., Ólafsfiröi ... 2.42,09 Bjöm Rögnvaldsson, Ólafsfirði .. . 3.07,21 -ÞÁ/HJ Einar Þór Daníelsson og Hilmar Björnsson ógnuðu grísku vörninni hvaö eftir annaö í gærkvöld með hraða sínum og krafti. Til vinstri er Einar Þór ágengur viö griskan varnarmann og að ofan sameinast tveir Grikkir um að reyna að halda aftur af Hilmari. DV-myndir Hilmar Þór/BG KR-ingar óheppnir að sigra ekki OFI Kreta í UEFA-bikarnum: „Mjög ósáttur ef viö förum ekki áfram" - KR hefur aðeins tapað einu sinni í síðustu sjö Evrópuleikjum sínum (ffi) UEFA-BIKARINN Forkeppni - 2. umferð: KR - OFI Kreta (Grikklandi) .....................0-0 Jablonec (Tékk.) - Örebro (Svíþjóö)..............1-1 Dinamo Minsk (Hv.-Rúss.) - Lilleström (Noregi) ... 0-2 Hajduk Split (Kró.) - Malmö FF (Svíþjóð) ........3-2 Neuchatel Xamax (Sviss) - Viking (Noregi)........3-0 Rapid Wien (Austurr.) - Boby Brno (Tékk.)........6-1 Trabzonspor (Tyrkl.) - Dundee Utd (Skotl.) ......1-0 Anderlecht (Belgíu) - Vorskla (Úkraínu) .........2-0 Volgograd (Rússlandi) - Odra (Póllandi) .........2-0 Vejle (Danmörku) - Petah-Tikva (ísrael) .........0-0 Grasshoppers (Sviss) - Brann (Noregi)............3-0 Tirol (Austurríki) - Celtic (Skotlandi)..........2-1 Helsingborg (Svíþjóð) - Ferencvaros (Ungv.) .....0-1 PAOK Saloniki (Grikk.) - Sp. Trnava (Slóvakíu) ... 5-3 Gorica (Slóveniu) - Club Brugge (Belgíu).........3-5 Alania Vladikavkaz (Rússlandi) - Dnipro (Úkraínu) 2-1 Apollon (Kýpur) - Mouscron (Belgíu)..............0-0 Ujpest (Ungverjalandi) - AGF (Danmörku)..........0-0 Halmstad (Svíþjóð) - Bastia (Frakklandi).........0-1 Duisburg (Þýskalandi) - Auxerre (Frakklandi).....0-0 Montpellier (Frakklandi) - Lyon (Frakklandi).....0-1 Rúnar Kristinsson var sterkur í síðari hálfleiknum þeg- ar Lilleström vann góðan útisigur i Minsk. Úrslitin vom þó gegn gangi leiksins því Lilleström átti í vök að verjast mestallan timann. Mamadou Diallo frá Senegal skoraði bæöi mörk Lilleström. Brann ú litla möguleika eftir 3-0 skell gegn Grasshopp- ers i Sviss. Ágúst Gylfason lék á miðjunni hjá Brann og var tekinn út af á 72. mínútu. Birkir Kristinsson kom ekki við sögu. íslendingaliðið Örebro náði góðum úrslitum í Tékkó- slóvakíu, 1-1, gegn Jablonec. „Þetta em frábær úrslit, jafhtefli og mark á útivelli, því Jablonec hefur ekki tapað heimaleik í tvö ár,“ sagði Sven Dahlqvist, þjálfari Örebro, við Aftonbladet. Dan Sahlin skoraði jöfnunarmark öre- bro. Vejle, lið Þórhalls Dan Jóhannssonar, var heppið aö ná 0-0 jafntefli á heimavelli gegn Petah-Tikva fiá ísrael. Fyrir fram voru Danimir afar bjartsýnir og töldu sig mjög heppna með mótheija. Þrátt fyrir markalaust jafntefli við OFI í fyrri leik liðanna í UEFA-bikamum í gærkvöld geta KR-ingar borið höfuðið hátt. Þeir höfðu undirtökin nær allan tim- ann og voru afar óheppnir að sigra ekki með einu til tveimur mörkum. KR-ingar léku af geysilegum krafti allan tímann og komu Grikkjunum greinilega í opna skjöldu strax í byrjun. Leikmenn OFI komust ekki yfir miðju lang- tímum saman og fyrsti hálftíminn var nánast einstefna á mark þeirra. KR fékk þrjú dauðafæri í fyrri hálfleiknum, Chaniotakis markvörður varði glæsilega frá Andra Sigþórssyni, Þorsteinn Jónsson átti skalla í þverslá og Einar Þór Daníelsson hitti ekki markið einn á móti markverði. Á meðan þurfti Kristján Finnboga- son aðeins tvisvcir að verja skot. KR-ingum gekk verr að skapa sér færi framan af síðari hálfleik. Grikkjunum gekk það þó enn síð- ur því þeir áttu ekki eitt einasta markskot í hálfleiknum fyrr en 8 mínútur voru eftir af honum. KR- ingar færðust aftur í aukana og Einar Þór fékk bestu færi þeirra, skaut fram hjá og átti síðan í lok- in hörkuskalla sem Chaniotakis varði glæsilega. Rétt áður fékk Nioplias eina opna færi OFI en Kristján varði vel með fótunum. „Við erum einfaldlega með betra lið“ „Við fengum færin til þess að sigra og ég er vissulega mjög svekktur með úrslitin. Ég bjóst við þeim sterkari þar sem þeir voru í þriðja sæti í grísku deild- inni. En það var þó okkur í hag að við erum á miðju tímabili en þeir ekki byrjaðir á sínu,“ sagði Hilm- ar Bjömsson við DV eftir leikinn. „Ég held að við séum einfald- lega með betra lið en OFI, betri menn í öllum stöðum, og með svipuðum leik á Krít munum við komast áfram. Þeir eru víst dýr- vitlausir á heimavelli, en ég get bara ekki séð þá skora hjá okkur. Þeir fengu eitt umtalsvert færi all- an leikinn. Ég verð mjög ósáttur ef við förum ekki áfram í keppn- inni,“ sagði Hilmar. Djarfleg ummæli, en kannski lýsandi fyrir það sjálfstraust sem KR-ingar eru komnir með í Evr- ópukeppninni. Það er ekki að ástæðulausu, í síðustu sjö Evrópu- leikjum sínum, gegn liðum frá Hvita-Rússlandi, Svíþjóð, Rúmen- íu og Grikklandi, hafa þeir aðeins einu sinni beðið lægri hlut. Og KR-ingar sýndu með leik sinum í gærkvöld að þessi útkoma er eng- in tilviljun. KR-ingar breyttu leikaðferð sinni frá leikjunum við Dinamo. Þeir spiluðu 4-4-2, Óskar Hrafn var kominn af miðjunni í vörnina á ný í stað Þormóðs Egilssonar, sem gat ekki leikið vegna meiðsla, Sigþór Júliusson kom á miðjuna og Einar Þór var frammi með Andra. Þeir voru sókndjarfari en gegn Dinamo og gátu vel leyft sér það. Flestir KR-inga léku vel, Brynjar Gunnarsson var sá eini sem ekki náði sér á strik. Einar Þór og Hilmar voru bestu menn liðsins að öðrum ólöstuðum. Þeir gerðu hvað eftir annað usla í vörn OFI með hraða sinum og krafti og Hilmar lék Dermitzakis t.d. svo grátt að honum var skipt út af strax í fyrri hálfleik. KR-ingum tókst hið ómögulega í Búkarest. Þeir fara með minni forgjöf til Grikklands en spurning- in er hvort þeir koma enn og aft- ur á óvart í suðupottinum á Krít eftir hálfan mánuð. -VS Eugeniusz Gerard, þjálfari OFI Kreta: Ekki í formi „Ég er nokkuð ánægður með þessi úrslit en við lékum ekki vel í kvöld. Gríska deildakeppnin er ekki byrjuð og leikur okkar bar þess merki. Við höfúm spilað eintóma æfmgaleiki til þessa og það er ekki nógu góður und- irbúningur fyrir Evrópuleiki. Leik- urinn bar þess merki, sérstaklega fyrsta hálftímann. KR-liðið er í góðu formi, á miðju tímabili, en við ekki,“ sagði Eugeniusz Gerard, hinn hol- lenski þjálfari OFI, við DV eftir leik- inn. „Lið KR kom mér alls ekki á óvart. Ég vissi hvemig knattspymu það leikur, leikmenn KR eru mjög kraft- miklir og leggja sig alla fram, og spila knattspyrnu sem viö eigum ekki að venjast að heiman. Við þurfum að vera mjög varkárir í heimaleiknum, því þó 0-0 séu ekki slæm úrslit á útivelli, eru þau heldur ekki alltof góð. KR þarf aðeins að skora eitt mark á Krít til að koma okkur 'í vandræði. Það er langt í frá að við séum komnir áfram þó heima- völlur okkar sé sterkur. Það var at- hyglisvert að KR-ingurinn sem spil- aði með Kalamata í vetur (Ríkharður Daðason) skyldi ekki vera með og við þurfum að gæta okkur á honum í seinni leiknum," sagði Gerard. -VS Bibercic hitti gamlan félaga Mihajlo Bibercic, miðherji Stjörnunnar, hitti gamlan félaga í gærkvöld. Zoran Riznic, miðjumaður OFI (númer 14), lék með honum í Júgóslavíu á sínum tíma. „Við spiluðum saman í íjög- ur ár og hann er mjög góður leikmaður," sagði Bibercic við DV og bætti því við að KR hefði átt að vinna leikinn með tveimur til þremur mörkum. -VS Fjórir úr Leiftri í bann Fjórir Leiftursmenn voru i gær úrskurðaðir í eins leiks bann af aganefnd KSÍ. Júlíus Tryggvason fyrir rautt spjald og tekur það út gegn Keflavík í kvöld, og þeir Baldur Bragason, Davíð Garðarsson og Daði Dervic verða allir í banni gegn Fram á sunnudaginn vegna fjögurra gulra spjalda. Sigurvin Ólafsson úr ÍBV og Stefán M. Ómarsson úr Val fengu eins leiks bann vegna fjögurra og sex gulra spjalda. Úr 1. deildinni fengu eins leiks bann KA-mennimir Höskuldur Þórhallsson og Slobodan Stefanovic, ásamt Sigurði Lámssyni þjálfara, Ólafur Már Sævarsson úr Reyni, Ejub Purisevic úr Fylki, Eiður Pálmason úr Þór og Þróttaramir Ingvar Ólason og Vignir Sverrisson. -VS íþróttir 11 iZÍ ENOIAND Newcastle íhugar nú hvort liðið eigi að kaupa John Barnes frá Liverpool eftir að hann fékk vilyrði fyrir frjálsri sölu frá félaginu. Kenny Dalglish, framkvæmda- 1.:: stjóri Newcastle, er sagður mjög hrifinn af þeirri hugmynd enda þekkir hann fyrrum samherja sinn hjá Liverpool mjög vel og veit if hvers hann er megnugur. w Af þeim sex lióum frá London sem Éi nú eru i úrvalsdeildinni telja ; i breskir fjölmiðlar að aðeins jji Arsenal eigi möguleika á að vinna I enska meistaratitilinn til höfuð- borgarinnar. Hins vegar á útlend- ingablandan á Highbury eftir að sanna sig betur. ; Arsene Wenger, framkvæmda- I stjóri Arsenal, segir að Ian Wright ; - ; sé besti markaskorari sem hann hafi nokkurn tíma haft í liði sínu. Wright hefur heldur betur byrjað vel á keppnistímabilinu því hann er búinn að skora þrjú mörk í tveimur fyrstu leikjum liðsins og tryggja þar með liði sinu fjögur stig. „Ég dtti ekki von á því þegar ég kom til Arsenal frá Crystal Palace árið 1991 að ég ætti ef til vill eftir að verða markahæsti maður liðsins frá upphafi. Það var nú nóg að vinna sér þá fast sæti í liðinu. En úr því sem komið er vonast ég til : þess að fá að ijúka ferlinum með Arsenal,“ sagði hinn ótrúlega markheppni framherji sem orðinn er 33 ára gamall. David Platt hafnaði í gær tilboði frá Middlesboro en gaf jafhframt til kynna að það kæmi vel til greina ; að yfirgefa Arsenal. Bolton er jafnvel að fá til sín varn- armanninn og unglingalandsliðs- manninn enska, Julian Joachim, frá Aston Villa. Villa-liðið skuldar ; Bolton enn 2 milljónir punda fyrir j Sasa Curcic en Bolton hefur boðið 1,3 milljónir í Joachim. David Pleat, framkvæmdastjóri Sheff. Wednesday, er reiðubúinn tii j að greiða 4,5 milljónir punda fyrir ; ítalann Paolo Di Canio og vonast til aö hann verði með liðinu í fyrsta j sinn 1 kvöld. Ronny Rosenthal, ísraelski fram- herjinn sem leikið hefur með j Liverpooi og Tottenham, er nú j genginn f raðir Watford eftir að ; hafa fengið frjálsa sölu frá Totten- ham. Jason Dozzell, leikmaður Totten- ham, er nú á óskalistanum hjá Standard Liege í Belgíu og er taliö lfklegt aö hann fari þangað. Neil Ruddock, varnarmaðurinn sterki hjá Liverpool, er úr leik næstu mánuðina þar sem hann þarf að fara í aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann hlaut í ieiknum á móti Wimbledon. David Unsworth er á leiðinni frá Everton til West Ham fyrir rúmar 300 milljónir króna. Unsworth, sem á einn A-landsleik að baki, lék lítið með Everton í fyrra en Harry Redknapp telur hann koma til með að styrkja vörn Hammers. Úrvalsdeild í gærkvöld: Cr. Palace-Barnsley.......O-l Redfearn (56.) Hermann Hreióarsson var á vara- mannabekknum hjá Palace en kom ekki inn á. Deildabikarinn, helstu úrslit: Blackpool-Manch. City....1-0 Cambridge-WBA............1-1 , Crewe-Bury...............2-3 Gillingham-Birmingham.... 0-1 Huddersfield-Bradford....2-1 ’ Mansfield-Stockport......4-2 Oldham-Grimsby...........1-0 (Þorvaldur Örlygsson lék allan I; leikinn með Oldham.) | Oxford-Plymouth..........2-0 Peterborough-Portsmouth... 2-2 Port Vale-York.............1-2 QPR-Wolves................0-2 I Reading-Swansea..........2-0 ; Rochdale-Stoke........... 1-3 (Lárus Orri Sigurðsson lék allan leikinn með Stoke.) Tranmere-Hartlepool.......3-1 j Wrexham-Sheffield Utd......1-1 j -ÖB /JKS/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.