Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1997, Blaðsíða 32
•*V % * P V H ml ■ kapsMK IVa| M^B&a uinrfoi [ Ö í iiil!j FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 13. AGUST 1997 Millifærslumálið: Ekkjunni dæmdur fjár- haldsmaður Héraðsdómur fól í gær Helga V. Jónssyni, lögmanni og endurskoð- anda, með dómi að gerast fjár- haldsmaður Ásrúnar Einarsdótt- ur, ekkju Arons Guðbrandssonar. Ásrún hafði sjálf óskað eftir því að fjárræði hennar yrði falið lög- manninum. Ásrún tók þá ákvörðun að fela lögmanni sínum allt sitt ijárræði og féllst héraðsdómur á það og felldi dóm sinn i samræmi við vilja hennar. Rannsókn milli- færslumálsins er í fullum gangi og af hálfu ríkislögreglunnar eru eng- ar upplýsingar gefnar um gang hennar. Samkvæmt heimildum DV í morgun er meðal annars ver- ið að athuga hvort fleiri en Sigurð- ur Kárason, eigandi reikninganna sem fært var inn á af reikningum Ásrúnar, tengist málinu. -SÁ Haldið sofandi í öndunarvél Okumaður bils slasaðist alvar- lega eftir árekstur við hross á Laugarvatnsvegi milli bæjanna Neðra-Apavatns og Þórustaða um klukkan hálfeitt í nótt. Fimm menn voru á ferð með 36 hross í myrkri þegar eitt hrossið stökk út úr hópnum og upp á veginn. Það drapst við áreksturinn og bíllinn skemmdist mikið. Ökumaðurinn var fluttur umsvifalaust með sjúkrabíl á Sjúkrahús Reykjavík- ur. Þar fengust þær upplýsingar í morgun að hann hefði komið inn með alvarlega höfuðáverka og að honum væri haldið sofandi í önd- unarvél á gjörgæsludeild. -sv A135Í göngunum Lögreglan á Isafirði hirti skír- teinið af ökumanni sem ók 75 km yfir leyfilegum hámarkshraða í Vestfjarðagöngum í gær. Maður- inn mældist á 135 km hraða en að hámarki má aka á 60 km hraða í göngunum. Mikið er um hraðakstur í göngunum, að sögn lögreglu vestra, en þó ekki eins og þetta. -sv NAMMI NAMM! V-Landeyj ahreppur: Sturlungaold i Landeyjum „Ég á nú ekkert von á því að menn fari að sækja að mér með eldi og vopnurn," sagði Eggert Haukdal, oddviti V- Landeyjahrepps og bóndi á Bergþórshvoli, bænum þar sem Njáll bóndi, Bergþóra kona hans og synir þeirra voru brennd inni forðum. Egg- ert var spurður um hinar lang- vinnu deilur um stjórn sveitar- félagsins sem staðið hafa um tæpa tvo áratugi og sett sterkt mark á daglegt líf hreppsbúa. Deilurnar kristallast einkum í oddvita sveitarinnar, Eggerti Haukdal á Bergþórshvoli, hreppstjóranum, Haraldi Júlí- ussyni í Akurey, og nú síðast Hirti Hjartarsyni, hrepps- nefndarmanni í Stíflu. Deil- urnar eru upphaflega flokka- drættir milli sjálfstæðismanna og framsóknarmanna og hafa á stundum tekið á sig nokkuð broslega mynd. Þannig hafa fjöldamörg kærumál gengið á víxl, m.a. vegna kjörklefa sem hreppstjórinn hafði sett upp í félagsheimilinu Njálsbúð en oddviti flutti í geymsluher- bergi inn af eldhúsi félags- heimilisins. í því deilumáli þurfti sýslumaður að úr- skurða. Fyrr í sumar sendi Hjörtur Hjartarson, hreppsnefndar- maður í V-Landeyjum, frá sér langt bréf inn á hvert heimili í hreppnum. í því lýsir hann viðskiptum sinum við Eggert Haukdal oddvita. Hjörtur seg- ist í samtali við DV vera að- fluttur og ekki fæddur inn í þessa áralöngu flokkadrætti. Sitt markmið sé einungis það að í sveitarstjórnarstarfinu sé farið að lögum og reglum og að lýðræðislegur samstarfsandi sé hafður í fyrirrúmi. -SÁ Nánar er fjallað um þetta á bls. 2 Utvarps- kona í æðiskasti Þau létu fara vel um sig í hitanum á Austurvelli í gær. Það er ekki amalegt að fá mjólkina sína í blíðviðri sem þessu. Heitasti dagur ársins var í höfuðborginni en þá náði hitinn 18,3 gráðum. Borgarbúar nýttu tækifærið vel og spókuðu sig i sólskininu. Hitabylgjan gekk yfir landið og náði hitinn 25 stigum á nokkrum stöðum. DV-mynd JAK Þegar austurrísk farþegaþota var á leið frá Vínarborg til Miami á Flórída í gær rann slíkt æðiskast á franska konu að flug- stjórinn ákvað að lenda sérstak- lega með hana á Keflavíkurflug- velli. Konan var vistuð hjá lög- reglu í nótt en flugvélin hélt sína leið. Þegar konan vaknaði í morgun kom í ljós að hún er frönsk út- varpskona um þrítugt. Hún hafði talsvert af lyfjum meðferðis og hafði drukkið áfengi ofan í allt saman í flugvélinni í gær. Konan varð fijáls ferða sinna á níunda tímanum í morgun. Henni var þá sagt að hún yrði á eigin vegum. Konan kvaðst ætla að halda áætlun sinni og vildi frekar halda för sinni áfram til Banda- rikjanna í stað þess að fara heim. Þegar DV fór í prentun var verið að reyna að fá far fyrir hana með Flugleiðavél vestur um haf. Kon- an ber allan kostnað af þeirri röskun sem varð á hinni sögulegu ferð hennar. -Ótt Veðrið á morgun: Hlýjast norðaust- an til Á morgun verður suðaustan- gola og smáskúrir sunnan og vestan til en léttskýjað á Norður- landi og hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustan til. Veörið í dag er á bls. 29 á Á lí r' Ijr I 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.