Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1997, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 24 ikyikmyndir > Lost Highway Tvífarar og umskiptingar +**+ Nýjustu mynd Dav- id Lynch er ekki beint auðvelt að end- ursegja. Fred (Bill Pullman) og Renée (Patricia Arquette) eiga sér, að því er virðist, nokkuð eðli- lega borgaralega til- veru sem sundrast þegar Fred er dæmd- ur fyrir morðið á Renée. Fred er ekki sáttur við dóminn og í fangelsinu fara fram óskiljanleg umskipti þar sem Fred hverfur en Peter (Balthazar Getty) kemur í stað- inn. Honum er að sjálfsögðu strax hleypt út, enda mál- inu óviðkomandi. Nema náttúrlega að hann er það ekki, því hann er ekki bara umskiptingur heldur tvífari Freds, eins konar annað sjálf og hittir fljótlega tvífara hinnar dökkhærðu Renée, blondínuna Alice (Patricia Arquette), sem snýr lífi hans á hvolf. Fyrri hluti myndarinnar, með Fred og Renée, er dásamlega sterkur og þéttur noir- legur þriller, en seinni hlutinn, með Pete og Alice, er meira í stíl bófa/hasarmynda að hætti Wild at Heart, með tarantínskri dúsu. Sá hluti var ekki eins ag- aður og sá fyrri og kom ekki eins vel út. Músíkin er síðan eins konar þriðji hluti og gerir myndina meira hrollvekjandi og draugalega en nokkra hrollvekju. Eins og vanalega hjá Lynch gengur ekkert upp í sjálfu sér, hið óröklega er hið venjulega og hið venjulega verður súrr- ealískt í kyrrlátum senum sem eru ævinlega að mestu í skugga. Hlut- arnir tveir snerta hvor annan með fingurgómunum, en ná aldrei að skýra hvor annan eða finna lausn á þeirri gátu sem Lost Highway virðist alltaf vera að varpa fram. Það er hvort eð er aldrei gefið upp hver gátan er, það er helst að verið sé að yfirheyra miðilinn sjálfan, en Lynch vísar stöðugt í sjálfa kvikmyndina með notkun videoupp- tökuvéla og umræðu um klámmyndir, auk ýmissa sena sem undir- strika meðvitund leikstjórans um það að þetta er „bara mynd“. Þrátt fyrir einhverja galla er Lost Highway meiri háttar upplifun og ger- samlega ómissandi fyrir alla Lynch-ara, og alla hina líka. Fyrri hluti myndarinnar er dásamlega sterkur og þéttur noir-legur þriller, en seinni hlutinn er meira í stíl hófa/hasarmynda að hætti Wild at Heart, með tarantínskri dúsu. Músíkin er síðan eins konar þriðji hluti, og gerir myndina meira hrollvekjandi og draugalega en nokkra hrollvekju. Þrátt fyrir einhverja galla er Lost Highway meiri háttar upplifun og gersamlega ómissandi fyrir alla Lynch-ara, og alla hina líka. Leikstjóri: David Lynch. Handrit: David Lynch og Barry Gifford. Aðal- hlutverk: Patricia Arquette, Bill Pullman, Balthazar Getty, Robert Blake, Robert Loggia. Hetja um hetju frá hetju til hetju Það er Sandra Bullock en ekki Keanu Reeves sem heldur áfram í Speed 2, og bætist þar með í hóp harðjaxlaðra kvenhetja í hasar og spennumyndum. Enda var það bein- línis Sandra sem keyrði Speed áfram, þar sem hún sat undir stýri í strætónum hraðfara. Hasar og stór- slysamyndir hafa orðið griðarlega vinsælar á undanfömum árum og meðan þessi kvikmyndategund er að miklum hluta bundin formúlu- kenndri hugsun er það greinilegt að kvikmyndagerðarmenn og handrits- höfundar hafa leitað leiða til þess að víkka út formúluna og gera hana sveigjanlegri fyrir breytingum. Ein leiðin til að brjóta formið upp er sú að tefla fram kvenhetjum og er það kærkomin tilbreyting. Þetta eru dömur sem em orðnar dauðleiðar á að bíða eftir riddaranum á hvíta sportbílnum og drífa bara í málun- um sjálfar, skella sér í ræktina og mæta svo flott vöðvaðar og skornar á svæðið, sjá og sigra. Frægustu kvenhetjumyndirnar eru án efs Alien trílógían (1979, 1986, 1992) þar sem stórkonan Sigourney Weaver hefur ráðið ríkjum, og það á fleiri en einum vettvangi, því hún fram- leiddi einnig þriðju myndina. Fjórða Alien myndin er nú rétt ófrá- gengin, þar sem Sigourney heldur enn um framleiðslustjórn, auk þess að leika aðalhlutverkið; sjálfa sig klónaða (dáldið symbólskt þegar um framhald er að ræða?). Fyrir utan allar sætu geimverumar hefur hún fengið til liðs við sig aðra konu, sem hingað til hefur ekki þótt líkleg til harðra átaka, en það er hin pena Winona Ryder. Það virðist sem framtíðar- og vísindamyndir lagi sig sérlega vel að kvenhetjum, Term- inator myndirnar tvær (1984, 1991) em líka frægar fyrir kvenleg hörku- tól, sérstaklega sú seinni þar sem Linda Hamilton breytist úr sí- hræddri gengilbeinu í vöðvastælta herkonu. Og ekki má gleyma uppá- halds sílíkonunni Pamelu Anderson sem stjórnar heilli borg að hætti Bogarts í Barb Wire (1996) og berst við vonda menn eins auðveldlega og að fara í hárlagningu. Það mætti segja að Grace Jones hefði mtt brautina gljáandi svört í Conan the Destroyer (1984) og að auki má nefna Whoopy Goldberg, Jamie Lee Curtis og Jodie Foster sem hafa all- ar spreytt sig á hetjuhlutverkum og sýnt góða takta. Núna síðast birtist Geena Davis á hvíta tjaldinu í hlut- verki minnislauss launmorðingja í The Long Kiss Goodnight (1997). Áður hafði hún veifað byssu í hinni óvæntu og bráðskemmtilegu Thelmu og Louise (1991), sem einnig hefur verið sett í samband við has- armyndir. Af öðram nýlegum dæm- um má nefna hina ansi lipru Millu Jovovich í The Fifth Element (1997), sem lærir allt um bardagalistir af CD Rom-mi, meðan hún borðar kjúklinga, og hörkuskvísuna Jenni- fer Lopez úr Anacondu (1997), svo ekki sé minnst á Lindu Fiorentino, sem bjargaði deginum í Men in Black (1997) og skaut pödduna í tætlur, enn í stuði eftir að hafa los- að sig svo snyrtilega við allt karl- kyns í The Last Seduction (1995). -úd Þessar konur hafa allar brugöið sér í hetjuhlutverkið á hvíta tjaldinu. t e p p io - aðsókn dagana 8. til 10. ágúst 1997. Allar tölur eru í milljónum dollara Gibson á toppinn Það kemur ekki á óvart aö nýjasta mynd Mel Gib- sons og Júlíu Roberts, Conspiracy Theory, fer beint í tyreta sætiö vestanhafs á sinni (yrstu viku. Aðsókn er reyndar ekki mikii í kvikmyndahúsin á þessum tlma árs og þaö þykir ekki vera nein sér- stök aðsókn fyrir stórmynd aö fá rúmar 19 millj- ónir dollara á fyrstu sýningarhelginni. Toppmynd síöustu viku, Air Force One, dettur niöurí annaö saetið, en Spawn, sem byggö er á vinsælli teikni- myndaseríu eftir Todd McFarlane, heldur enn ágætu þriöja sæti. Disney-myndin George of the Jungle heldur áfram aö koma á óvart meö ágæt- is aðsókn. Aösókn helgarinnar 8.-10. ágúst er töluvert minni en helgina á undan (1.-3. ágúst). 1. (-) Consplracy Theory 2. (1) Alr Force One 3. (2) Spawn 4. (3) George of the Jungle 5. (4) Men in Black 6. (5) Plcture Perfect 7. (6) Contact 8. (-) How to Be a Player 9. (7) Air Bud 10. (8) Nothlng to Loose

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.