Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1997, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 Lofthræddur geimfari? „Til dæmis gæti ég aldrei orð- ið geimfari. Ég er bæði loft- hræddur og svo lélegur í reikn- ingi að ef ég væri spurður hvað átta sinnum sjö væri myndi ég hugsa mig vel um og svara i ein- lægni: getur verið að það sé átján?“ Guðmundur Andri Thorsson í Degi-Tímanum. Amerískir betri en ítalskir „Þá næst Rás 2 ekki á Raufar- höfn nema útvarpið sé látið standa oná sirka hökuháum ís- skáp (amerískir betri en ítalskir) og snúi þannig að það flútti sem næst við línu sem dregin væri milli vitans og reykháfsins í loðnubræðslunni...“ Hallgrímur Helgason í DV um móttökuskilyrði Rásar 2. Ummæli Kjánalegur fögnuður „... er þessi taumlausi fognuð- ur ekki orðinn svolítið kjánaleg- ur, einkum í því ljósi að maður- inn hefur ekki komið til íslands frá því að hann man eftir sér, framúrskarandi hæfileikar hans voru ekki fóstraðir hér á landi.“ Guðmundur Andri Thorsson í Degi-Tímanum um geimferð Bjarna Tryggasonar. Glæsilegt kot. Windsor- kastali Kastalinn í New Windsor i Berkshire á Engiandi er stærsti kastali sem enn er búið í. Megin- hluti hans er frá 12. öld. Grunn- flötur kastalans er samsíðungur, inndreginn um miðju, 576 metrar á lengd og 164 metrar að breidd. Blessuð veröldin Minnsti talnaforði Minnstan talnaforða allra þjóða hafa Nambiquaraindíánar í norðvesturhluta Matto Grasso í Brasilíu. I máli þeirra er ekkert talnakerfi. Þó er þar sagnorð sem táknar „þetta tvennt er jafnt". Stærsta sápukúla David Stein frá New York bjó til 15,24 metra langa sápukúlu þann 6. júní áriö 1988. Við verkið notaði hann einfaldlega blöðru- sprota, uppþvottalög og vatn. SORPA, móttöku- og flokkunarstöð Vio Ananaust Miohraun 20, Mosfellsbær, við Blíðubakka -j 1 Grafarvorur, við Bæjarfiöt Artúnshöfði, við Sævarhöfða i---------------- / . á mörkum Garðabæjar _ og Hafnarfjarðar 1T~\ \-J ' Kópavogur, við Dalveg mmff} I Breiöholt, a við Jafnasel á höfuðborgarsvæðinu DV Finnbogi rammi í uppáhaldi nokkuð mikil- vægt að kunna einhver skil á ís- lendingasög- unum. Þær eru þjóðararfurinn sjálfúr." Jóhann segist vera nokkuð vel að sér í íslend- ingasögunum og hafi einhvern tímann lesið þær allar. „Ég hef mjög gaman af þeim. Fyrsta Is- Íendingasagan sem ég las var Finnboga saga ramma. Hún ger- ist að hluta til i minni heima- sveit. Mér þótti Finnbogi aUtaf mikil kempa og þess vegna var hann í miklu uppáhaldi hjá mér á unglingsár- unum.“ Jóhann Sigurösson. Maður dagsins „Á bak við útgáfuna liggur fyrst og fremst þjóðlegur metnaður. Við vildum koma á framfæri sögum sem margir telja að séu meðal rismestu öndvegisbókmennta heimsins. Við vitum að mikiU fjöldi útlendinga sem kynnst hefur sögunum hefur heiUast af þeim,“ segir Jóhann Sig- urðsson, útgefandi hjá bókaútgáf- unni Leifi Eiríkssyni ehf. Bókaút- gáfan hefur nú nýverið gefið út aU- ar íslendingasögumar og fjörutíu og níu þætti á ensku. Eins og við var að búast liggur mikU vinna að baki þessari um- fangsmiklu útgáfú. „Þetta er gamaU draumur minn. Eiginlegur undir- búningur hófst hins vegar árið 1993 þegar ég og Sigurður Viðar Sig- mundsson, kennari við Héraðsskól- ann á Laugum, stofnuðum litla bókaútgáfu eingöngu í kringum þetta verkefni. Sigurður Viðar lést í fyrra en fjölskylda hans heldur uppi merki hans.“ Jóhann er þjónn og kokkur að mennt sem getur varla talist hefð- bundin menntun fyrir bókaútgef- anda. Jóhann segist hins vegar aUtaf hafa haft mikinn áhuga á bók- menntum og þá sér í lagi íslend- ingasögunum. „Ég las íslendinga- sögumar sem unglingur og heyrði mikið vitnað í þær á æskustöðvun- um í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar var almenn skoðun sú að það væri Jóhann læfru- sér ekki íslendingasögumar nægja. Hann segist lesa mikið af íslenskum og erlendum skáldsögum. „Thor VU- hjálmsson er minn uppáhaldsrithöf- undur en einnig hef ég mætur á HaUdóri Laxness og Gunnari Gunnarssyni. Svo finnst mér Einar Kárason og Þórarinn Eldjárn frábærir sagna- menn.“ Kveikjuna að þessari miklu út- gáfu er þó að finna í aUt öðm áhugamáli Jó- hanns en bók- menntunum. „Ég hafði mjög mik- inn áhuga á íþróttum hér áður fyrr. Fyrsta tilraun mín og Sigurðar Viðars heitins til bóka- útgáfu var einmitt útgáfa okkar á sögu aUra landsmóta ungmennafélag- anna. Það var kannski kveikj- an að því að við réðumst í þetta verkefni núna.“ Jóhann er kvæntur Elísabetu Bimu Elísdóttur. Þau eiga þrjú böm á aldrinum fimm ára tU tutt- ugu og þriggja ára. glm BK leikur á heimavelli í kvöld. Sjóvár-Al- mennra deildin í kvöld er einn leikur í Sjóvár- Almennra deUdinni. Þar eigast við lið Keflavíkur og Leifturs á KeflavíkurveUi kl. 19. Fyrsta deild kvenna í fyrstu deUd kvenna eru þrír leikir í kvöld. Þar leika KS og Leiftur á SiglufjarðarveUi kl. 19, Hvöt og TindastóU á Blönduósi kl. 19 og Leiknir Fáskrúðsfirði og KVA á Fáskrúðsfjarðarvelli kl. 19. íþróttir Þriðja deild karla í þriðju deild karla em tveir leikir í kvöld. Þar leika KSÁÁ og GG á BessastaðaveUi kl. 19 og Reynir Hnífsdal og HVÍ á ísa- fjarðarveUi kl. 19. 3 Bridge Þetta skemmtUega spU kom fyrir í Ítalíumótinu í sveitakeppni í aprU- mánuði síðastliðnum. Hinn frægi spUari og fyrmm heimsmeistari, Dano De Falco, sýndi sniUdartakta í vöminni gegn þremur spöðum suð- urs. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og aflir á hættu: * 94 » DG1032 ♦ 10 * ÁD743 * K853 »K64 -f - * KG9652 * DG1062 *Á * ÁG7643 * 10 ♦ A7 » 9875 ♦ KD9852 ♦ 8 Myndgátan Leggja saman tvo og tvo © /??? -eytxík- Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi. Austur Suður Vestur Norður Falco Duboin Birolo Bocchi pass 1 * pass 1 grand 2 * 2 -f pass 2 » pass p/h 3 ♦ pass 34 Það kom De Falco ekkert sérstak- lega á óvart þegar félagi hans, Bi- rolo, hóf vömina á spaðaásnum út og síðan meiri spaða. Augljóst er að vestur á tíguUengd og viU koma í veg fyrir að sagnhafi nái að trompa tígul í blindum. De Falco drap ann- an slaginn á spaðakóng og hann var ekki lengi að finna snUldarlegt framhald, laufgosann! í þriðja slag. Þessi sniUdarspUamennska slítur algerlega sambandið á mUli hand- anna fyrir sagnhafa og hnekkir spU- inu. Ef De Falco hefði spilað spaöa áfram hefði suður drepið, tekið síð- asta trompiö, lagt niður báða rauðu ásana, spilað lauftíu á ás og hjarta- drottningu. Austur drepur á kóng og sagnhafi hendir tígli. Austur er þá kirfilega endaspUaður (ef hann spUar laufkóng hendir sagnhafi ein- faldlega tígli). Vörnin er snUldarleg og dugir jafnvel þó suður eigi bæði laufin sem úti liggja. -ísak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.