Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1997, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1997 23 Mia búin að af- skrifa dótturina Mia Farrow, fyrrum sambýl- iskona leikstjórans Woodys Allens og stjúpmóðir núverandi sambýliskonu hans, er algjör- lega búin að afskrifa þessa dótt- ur sína, segist ekki vilja sjá hana framar. Mia er nú flutt tfl írlands en Woody býr með elsk- unni sinni, sem auðvitað er hálfgerð fósturdóttir hans, í New York. Hann hefur í hyggju að ganga að eiga stúlkuna á næstunni. Jeff Goldblum fær Geenu aftur Bandaríski leikarinn Jeff Goldblum er svo sannarlega lukkunnar pamfíll um þessar mundir. Ekki einasta leikur hann í hinni vinsælu framhalds- risaeðlumynd Spielbergs, held- ur hefúr eiginkonan fyrrver- andi, Geena Davis, snúið aftur heim. Hjónaband hennar og finnska leikstjórans Rennys Harlins er nefnilega fyrir bí. Kunnugir segja ekki útilokað að Jeff og Geena gangi aftur í það heilaga. Hann ku ekkert hafa á móti því að hún gráti við öxl hans. Meiama barn- laus í fríinu Stefanía Mónakóprinsessa var heldur stúrin í sundklúbbn- um sínum um daginn. Ekki nema von. Eiginmaður hennar fyrrverandi, Daniel Ducruet, hafði tekið bömin þeirra tvö með sér í sumarfrí til Tenerife. Þar ætlaöi hann meðal annars að láta móður sína gæta barn- anna. Stefanía lá á hljóðri bæn í sundlauginni og bað þess að fyrrum tengdó stæði í stykkinu. Sviðsljós Alexandra prinsessa og Martina systir hennar: Grínast með hvor verður fyrri til að búa til barn „Þegar við systurnar hittumst kemur alltaf upp spumingin um það hvor okkar verður fyrr barns- hafandi," segir Alexandra prinsessa sem nú hefur verið gift Jóakim prins i tæp tvö ár. Allt er þetta þó á léttu nótunum og meira gert í stríðni að sögn Al- exöndru en Martina er 28 ára göm- ul og hefur verið gift í eitt ár. Rétt eins og systir hennar Alexandra er hún hrifin af bömum en hvorug þeirra á von á sér sem stendur. „Auðvitað langar okkur að eign- ast börn en ég ætla að bíða með það i a.m.k. eitt ár. Alexandra sagði ein- hvem tímann við mig að hún gæti hugsað sér að eignast sitt fyrsta bam eftir tveggja til þriggja ára hjónaband þannig að nú grínumst við með það hvor okkar verði fyrri til,“ segir Martina. Alexandra er mikið milli tann- anna á fjölmiðlum í Danmörku og oftar en einu sinni hafa þeir haldið því fram að hún væri ófrísk. „Systir mín hefur auðvitað fylgst með skrifum fjölmiðlanna en hún veit eins vel og ég að fréttir þeirra eru úr lausu lofti gripnar," sagði Al- exandra nýlega. Hún virðist ekki láta skrif fjölmiðlanna fara í taug- amar á sér. Alexandra á tvær systur. Hún er elst þeirra en sú í miðið heitir Nicola og þrítug. Martina er svo yngst. „Þótt við systumar séum mjög ólíkar bæði hvað varðar útlit og innræti erum við miklar vinkonur," segir Alexandra sem hélt einmitt á bami Nicolu systur sinnar undir skírn. Barn Nicolu, Natasha Catherine, er fyrsta bamabamið í Manley-fjöl- skyldunni og eftir skírnina var haldin mikil veisla á Schackenborg. Alexandra er mjög hrifin af litlu frænku sinni en því miður sér hún lítið af henni og þótti mjög miður er hún var í Kina á dögunum að hún hitti hana aðeins einu sinni. Alexandra er þessa dagana á Grænlandi ásamt konungsfjölskyld- unni og að sögn fjölmiðla vekur hún mesta eftirtekt fólksins þar. Alexandra prinsessa hefur veriö gift Jóakim prins í tvö ár í nóvember. Mart- ina systir hennar, sem hefur veriö gift í eitt ár, segir að þaö styttist í barn- eignir hjá þeim systrum, spurningin sé einungis hvor veröi fyrri til. Þessi frækilegi súlúnegri sýndi listir sínar í borginni Varna í Búlgaríu um daginn. Þar var verið aö halda þjóðlaga- og þjóödansahátíö meö þátttakendum úr öllum heimshornum. Þeir gerast nú vart flottari, dansararnir, en þessi kappi. Símamynd Reuter Kjaftað frá bólfimi Aliciu Leikkonan Alicia Silverstone, sem er ekki nema 19 ára, er nú á allra vörum eftir frábæra frammi- stöðu í hlutverki leðurblöku- stúlkunnar í nýju myndinni um þá félaga Bíbí og Blaka. Gamall kær- asti hennar sá sér því leik á borði um daginn og kjaftaði frá sambandi sínu og stúlkunnar. Gaurinn starfar sem hárgreiðslu- maður í Hollywood og er Fransmað- ur, ættaður úr Norður-Afríku. Þau Alicia voru saman þegar hún var 15 en hann 28. Hún var þjónustupía á veitingastað. „Ég fékk ekki að kyssa hana fyrr en eftir hálft ár. Eftir hálft ár til við- bótar fórum við saman í rúmið. Alicia var hrein mey og vildi vera alveg viss í sinni sök áður en hún hellti sér út í þetta,“ segir elskhug- inn fyrrverandi. Svo fór sambandið út um þúfur og stúlkan er orðin fræg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.