Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997
Fréttir
Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins:
Erum á byrjunarreit
- samningar lausir frá áramótum
Formaður Sjúkraliöafélagsins segir samningaviöræöur vera á byrjunarreit. Fyrsti fundur meö félagsmönnum var á Landa-
koti og ekki er annaö aö sjá en sjúkraliöar séu í baráttuhug.
„Okkur var vísað fyrst allra fé-
laga til ríkissáttasemjara. Þar
vorum við sett í salt þar til í
sumar að viðræður hófust,"
sagði Kristín Á. Guðmundsdótt-
ir, formaður Sjúkraliðafélags ís-
lands. Samninganefnd ríkisins
hefur gert þeim tilboð en félagið
hefur verið með lausa samninga
frá áramótum.
„Við teljum þetta tilboð vera
vamarsigur. Fram að þessu hafa
þeir sett fram kröfugerðir um að
skerða samninga. Eftir þetta til-
boð rikisins erum við komin á
byrjunarreit. Það hefur verið
vilji til að hafa af okkur það sem
náðum inn í verkfallinu en þá
fengum við námskeið sem gáfu
launaflokkahækkanir. Allan
þennan tíma hafa viðræður snú-
ist um að ná þeim af okkur. Nú
hafa þeir fallið frá þessu,“ sagði
Kristín.
Lítið sem ekkert hefur verið
rætt um launabreytingar, ekkert
annað en felst í flestum samning-
um sem búið er að gera og ekki
hefur verið talað um að launa-
hækkanir verði afturvirkar,
þrátt fyrir að níu mánuðir eru
frá því að samningar voru lausir.
„Fyrir tveimur vikum var það
skoðun okkar að verið væri að
neyða okkur í aðgerðir. Eftir að til-
boðið kom fram sjáum við til hvað
verður. Það er mikill pirringur
meðal sjúkraliða. Sumarfríum er
að ljúka og við höfum hafið kynn-
ingu á stöðu mála. Það var fundur
á Landakoti á þriðjudag, það verð-
ur trúnaðarmannafundur á mánu-
dag og almennur félagsfundur á
miðvikudag og í framhaldi af því
verðum við með vinnustaðafundi
þar sem við munum upplýsa okkar
fólk um stöðuna. Á Landakotsfund-
inum kom fram að sjúkraliðar eru
ekki tilbúnir til að selja ömmu
sína, það er að fóma því sem við
höfum verið að fá inn í samn-
inga.“
Tímasprengja
Mikið er um að ófaglært fólk sé
ráðið í störf sjúkraliða. „Eir og
Skjól auglýsa eftir ófaglærðu fólki
í stað þeirra sjúkraliða sem hafa
hætt. Það eru lög þess efnis að
leyfisbréf þarf til að geta kallað
sig sjúkraliða. í hjúkrunarlögum
segir að enginn skuli fá að sinna
hjúkrun nema hafa leyfi heil-
brigðisráðherra. Ég tel að engir
ófaglærðir eigi að fara í þessi
störf. Ég tel þetta vera lögbrot.
Það er skortur á sjúkraliðum.
Það sem hefur verið að gerast er
að sjúkraliðar fara í önnur störf.
Sem dæmi get ég nefnt að í samn-
inganefndinni, sem er skipuð á
milli 20 og 30 fulltrúum, hafa þeg-
ar tvær hætt þar sem þær fóru í
önnur störf.“
Kristín segir að útlit sé fyrir
að um 30 prósent sjúkraliða
verði hættir störfum um alda-
mót. Meðalaldur þeirra er það
hár. „Við emm með tímasprengj-
ur úti um allt. Hvað gerist þegar
allur sá hópur aldraðra sem er
sjálfbjarga í dag þarf aukna þjón-
ustu? Það eru fyrst og fremst
launin sem gerir það að nemar
eru ekki nógu margir. Byrjunar-
laun sjúkraliða em frá 65 til 68 þús-
und krónur," sagði Kristín Á. Guð-
mundsdóttir. -sme
Hafnarfíörður:
Kratamál fara af stað á ný
Þegar menn fóru í sumarfrí í
byrjun ágúst hafði ekki verið
gengið frá málum krata í Hafn-
arflrði þar sem uppi voru deilur
i sumar um hvort halda eigi
áfram núverandi meirihlutasam-
starfi eður ei. Nú stendur til að
ganga frá málunum í byrjun
september.
Gestur G. Gestsson, formaður
fulltrúaráös kratafélaganna í
Hafnarfirði, sagði að sennilega
yrði stjómarfundur haldinn í
ráðinu í næstu viku og almenn-
ur fulltrúaráðsfundur síðar.
Þau Valgerður Guðmundsdótt-
ir og Tryggvi Harðarson, bæjar-
fulltrúar krata í Hafnarflrði,
ákváðu í júlí að láta af stuðningi
við núverandi meirihlutasam-
starf. Það þýðir að núverandi
meirihluti er brostinn. Það sem
fulltrúaráðsfundur mun því gera
er að slíta meirihlutasamstarf-
inu formlega ef Valgerður og
Tryggvi halda fast við sitt í mál-
inu. -S.dór
Sveitarstjórn Borgarbyggðar:
A-flokkar í kosningabandalag
DV Vesturlandi:
Vemlegar líkur eru taldar á því
að Alþýðuflokkur og Alþýðubanda-
lag bjóði fram sameiginlegan lista í
næstu sveitarstjórnarkosningum í
Borgarbyggð en þessir flokkar hafa
hvor sinn manninn í bæjarstjóm.
Sigurður Már Einarsson, fulltrúi
Alþýðuflokksins í bæjarstjóm Borg-
arbyggðar, staðfesti í samtali við
DV að líkurnar á sameiginlegu
framboði séu sterkar.
„Það hafa verið haldnir sameigin-
legir bæjarmálafundir hjá Alþýðu-
bandalagi og Alþýðuflokki þar sem
þessi mál hafa verið rædd og ég tel
að það sé töluverður vilji fyrir því í
báðum flokkunum að láta verða af
þessu en það skýrist endanlega á
haustdögum," sagði Sigurður.
-DVÓ
Dagfari
í leyfisleysi og banni
Leigubílstjórar eru hin merkasta
stétt manna. Þeir sjá um að koma
borgurunum milli staða þegar mik-
ið liggur við. Sumir menn eru svo
skynsamir í fjármálum að þeir
neita sér um það að eiga bíl. Þeir
taka því strætó hvunndags og
leigubíl spari. Það ku vera miklu
ódýrara en að reka bil með öllu
sem þvi fylgir.
Leigubílstjórar eru einkum mik-
ilvægir þegar borgararnir ákveða
að detta í það. Enginn má keyra
fullur og ekki er vit í því að taka
sér far með almenningsvagni mjög
skakkur. Þá stunda flestir drykkju
að kvöld- og næturlagi eftir að
vagnarnir hætta að ganga. Það er á
þessum stundum sem leigubílstjór-
inn verður ómissandi. Það hlýtur
að þurfa talsvert jafnaðargeð til
þess að keyra misfulla og mis-
skemmtilega menn milli staða.
Leigubílstjórar búa flestir yfir
þessu jafnaðargeði. Það er helst ef
farþeginn ælir í bílinn að þeir
missa stjóm á sér. Það verður að
teljast skiljanlegt og mannlegt um
leið.
Áður fyrr voru aldraðir leigubíl-
stjórar frægir og einkum aldraðir
bílstjórar með hatt. Það mátti mjög
treysta því að slíkur bílstjóri fór
hægt. Farþegi sem lenti á kalli með
hatt undir stýri varð að búa sig
undir hæga ferð. Þá var betra að
vera ekki að flýta sér. Vandinn er
bara sá að flestir sem taka leigubíl
eru að flýta sér. Annars gengju
þeir eða tækju strætó. Verra var að
aðrir í umferðinni umhverfðust
þegar þeir sáu gamla leigubílstjóra
með hatt á undan sér. Þessir
óheppnu bílstjórar urðu um leið
hættulegir sjálfum sér og öðrum í
umferðinni því það eina sem þeir
hugsuðu um var að komast fram
úr gamla leigubílstjóranum.
Til þess að mæta þessu voru sett-
ar reglur sem bönnuðu gömlum
mönnum að keyra leigubíl. Flestir
þeirra sættu sig við örlög sín -
nema einn. Sá er orðinn landsfræg-
ur fyrir baráttu sína og gengur
undir nafninu Siggi dipló. Siggi
keyrir sinn leigubíl eftir sem áður.
Ungu leigubílstjórarnir með jafn-
aðargeðið tapa því þegar þeir sjá
Sigga dipló á leigubílnum og kæra
hann.
Löggan hefur ekki við að hirða
Sigga dipló og farþegana. Hann gef-
ur ekkert eftir og keyrir sem fyrr.
Ekkkert skal um það sagt hvort
Siggi dipló ekur hægt eöa hratt.
Hann er að minnsta kosti ekki með
hatt og það boðar gott.
Siggi dipló leggur allt sitt í akst-
urinn. Þar sem hann má ekki aka
á stöð er hann farinn að reka 2
bíla. Siggi dipló er því orðinn vísir
að leigubílastöð. Ekki nóg með það.
Nýjasta útspil hans var að kaupa
sér flottasta leigubíl landsins,
Lincoln Continental. Hann er svo
flottur að forseti íslands á tæpast
svo glæstan vagn. Það er helst að
Bandaríkjaforseti standi jafnfætis
Sigga í flottheitunum.
Þetta getur ekki þýtt nema eitt.
Bissnessinn verður alveg rífandi
hjá Sigga dipló, hvað sem líður
aldri. Menn vilja að sjálfsögðu sitja
í drossíunni sem á sér enga líka.
Skítt með kærur ungu bílstjóranna
og tafir af aðgerðum lögreglu. Það
má alltaf taka upp túrinn á ný.
Kosturinn er nefnilega sá að Lin-
coln-drekanum ber að aka hægt og
virðulega. Farþegar kjósa að sýna
sig í aftursætinu og veifa virðulega
svo sem þjóðhöfðingi væri á ferð.
Trúlega stendur Siggi undir nafni
og er svo dipló að farþegarnir fá
þessa konungbornu tilfinningu.
Lincolninn er þeirrar náttúru,
líkt og Siggi dipló, að hann verður
enn virðulegri með aldrinum. Eft-
irspurn eftir þjónustunni getur því
ekki annað en aukist. Löggan fær
því ærinn starfa á næstunni.
Svona er að vera diplómatískur.
Dagfari