Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 (ífimönn Mælanlegur árangur „Hvernig vitum við að þeir eru hæfari kennarar en aðrir, þó svo þeir hafi leitað í betur laun- uð störf? Hvað þarf að hækka laun kennara mikið til að laða þá hæfustu að?“ Stefán Jón Hafstein í Degi-Tím- anum. Vanþekking og hroki „Þeir sem gagnrýna spíritisma og segja hann ekki í samræmi við kristna trú eru að verja sig og sina vanþekkingu með hrok- anum.“ Sr. Sigurður Haukur Guðjóns- son í Degi-Tímanum. Ummæli Mesta mismunun „Það er sannfæring mín að aldrei frá því að ísland byggðist hefur nokkur stjómvaldsaðgerð mismunað þegnum þessa lands jafn gríðarlega og samþykkt nú- verandi fiskveiðistjórnunarkerf- is.“ Þorsteinn Jóhannesson i Mbl. Brattasti kletta- veggur Norðvesturveggur Half Dome í Yosemite í Kalifomíu er 975 m breiður og 670 m á hæð en víkur hvergi meira en 7° frá lóðréttri stefnu. Axlar-Björn limamarinn Á Laugabrekkuþingi árið 1596 var Bjöm Pétursson, bóndi á Öxl á Snæfellsnesi, dæmdur til dauða. Axlar-Bjöm, eins og hann var kallaður, „meökenndi" að hafa myrt 18 manns. Fyrir liflát- ið vom bein Bjöms brotin á öll- um útlimum. Blessuð veröldin Og, að, á, í Orðin og, að, á og í em algeng- ustu orð í íslensku. Áætlað hefur verið að tíu algengustu orð í mál- inu séu um fjórðungur þeirra orða sem notaður er í rituðu máli og mæltu. Iþróttasvæði Iþróttasvæði Æfinga- svæði Ibúðahver' Kirkjugarðar Ibúðahverfi Útivistarsvæði ð Korpúlfsstaði Malarstígar Göngu-og hjólreiðasfa'gar Veiðistaðir Frá dýpstu sorg til stærstu gleði „Ég hef verið við prestsþjónustu í norsku kirkjunni í eitt og hálft ár, í tíu þúsund manna söfnuði í Osló. Annars hef ég verið í Noregi í tvö ár og er búin að taka þar sálgæslunám sem er krafa sjúkrahúsanna að prestar taki til þess að geta þjónað sem sjúkrahússprestar," segir séra Sigrún Óskarsdóttir. Á fundi stjórn- ar íslenska safnaðarins í Noregi í fyrrakvöld var einróma samþykkt að skora á biskup að skipa hana í embætti sóknarprests íslendinga í Noregi. Sigrún er ættuð úr Mýrdalnum í báðar ættir. Hún er gift Einari Má Magnússyni byggingatæknifræð- ingi. Börn þeirra eru Hafsteinn Birgir, 8 ára og Margrét Þóra, 5 ára. Sigrún tók guðfræðipróf frá Há- skóla íslands árið 1991. Eftir það þjónaði hún í tvö ár sem aðstoðar- prestur í Laugameskirkju. Síðan var hún í eitt ár i hlutastarfi og af- leysingum sem sjúkrahúsprestur á Landspítalanum. Þá var hún fram- kvæmdastjóri Æskulýðssambands kirkjunnar i Reykjavík í eitt ár og hefur síðan verið í Noregi. „Allan tímann sem ég var í guð- fræðideildinni var ég með bama- og æskulýðsstarf í Lágafellskirkju í Mosfellssveit. Ég lærði mjög mikið af séra Birgi Ásgeirssyni sem var sóknarprestur þar. Hann er al- veg frábær mað- ur og það var mjög lærdóms- ríkt að vinna með honum." Sigrún er fædd og uppalin á Laugarvatni og tók stúdentspróf þaðan. Síðan lá leiðin til Reykja- víkur. „Ég hef alltaf verið trúuð. Ég er alin upp á mjög hefðbundnu heimili. Mamma fór alltaf með kvöldbænirnar með okkur. Ég tel mig hafa verið mjög heppna með að fyrstu þrjú árin i barnaskóla var prestsfrúin kennari minn. Hún hafði mikil áhrif á mig og mína trú. Hver skóladagur byrj- aði á bænastund." Eftir menntaskóla var Sigrún mjög óákveðin en ákvað að fara í guðfræðideild- ina. „Þar fann ég mig fljótt og leið mjög vel. Mér fannst þetta gott nám auk þess sem mér fannst það spennandi, flölbreytt og skemmtilegt. Það var þó ekki fyrr en á síðasta ár- inu sem ég ákvað endanlega að taka vígslu og verða prestur. Ég fann að það var það sem mig langaði mest. Prestsstarfið er bæði erfitt og skemmtilegt. Maður kemur ná- lægt fólki í öllum aðstæðum, frá dýpstu sorg til stærstu gleði, og verður ekki ósnortinn af því. Það er mjög dýr- mætt og gefandi að fá að vera með fólki á stóru stundunum í lífi þess,“ segir Sigrún. -VÁ Sigrún Óskarsdóttir. Maður dagsins Myndgátan Lausn á gátu nr. 1891: Gróðurreitir 1. deild karla í dag fara fram tveir leikir í fyrstu deild karla í knattspymu. Viðureign Þórs á Akureyri og KA fer fram á Akureyrarvelli klukkan 18.30. Á sama tíma keppa Fylkir og Víkingur úr Reykjavík á Fylkisvelli í Reykja- vík. íþróttir 2. deild karla í annarri deild karla í knatt- spyrnu fer einn leikur fram í dag. Fjölnir og Selfoss eigast við á Fjölnisvelli klukkan 18.30. Bridge Sagnhafi í suður taldi sig hafa spilað eins vel og hann gat til þess að standa 4 spaða í þessu spili, en samt sem áður hefði hann getað hitt á vinningsleiðina. Vörnin hefði hins vegar getað staðið sig betur, til að tryggja að samningurinn færi nið- ur. Sagnir gengu þannig, suður gjaf- ari og ns á hættu: * KG652 •* 54 * D75 * ÁD3 —N— 4 D104 V A V 08 v a ♦ G832 S * K964 4 Á987 4* ÁK6 * K94 * G107 Suður Vestur Norður Austur 1 grand pass 2 •* pass 2 4 pass 4 4 p/h Vestur hóf vömina á þvi að spila út hjartagosanum og sagnhafi drap þann slag heima á ás. Hann sá að ef laufkóngurinn lá fyrir svíningu, væri hægt að öryggisspila spaðann, upp á í mesta lagi einn tapslag (lít- ill spaði að heiman á kónginn). Þess vegna tók hann laufsvíninguna strax í öðrum slag. Austur drap á kónginn og spilaði hjartadrottning- unni. Sagnhafi drap heima á kóng, tók ÁK í trompi og fékk slæmu frétt- irnar um leguna þar. Sagnhafi vissi alveg hvað gera þurfti, en það var að fá andstæðingana til að hreyfa tígullitinn. Hann trompaði því hjarta og spilaði laufum i botn, áður en hann spilaði sig út á spaða. Aust- ur lenti inni á drottningunni og þóttist klókur þegar hann spilaði tígulgosanum. Sagnhafi las ekki stöðuna rétt og hleypti yfir á drottn- inguna. Hann gaf síðan á ÁIO í tígli og fór einn niður. Austur var mont- inn með spilamennskuna og sagði „Ef ég hefði spilað lágum tígfi hefði sagnhafi ekki getað farið niður á spifinu." Vestur var fljótur að setja ofan í við féfaga sinn. „Það er rétt hjá þér, en ef þú hefðir spilað tíguláttunni, hefði sagnhafi aldrei átt mögufeika." ísak Öm Sigurðsson 4 3 44 G109732 4 Á106 * 852

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.