Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 9 DV Utlönd Marjorie Joseph heitir gamla konan sem leiðir bænastund í neyðarskýli aldraðra í kirkju heilags Péturs á Karíbahafseyjunni Montserrat. Hundruð eldri borgara á Montserrat hafa veriö flutt í sérstök neyðarskýli á norðurhluta eyjarinnar þar sem þeir fá læknisþjónustu. Símamynd Reuter íbúar á Montserrat þrauka enn: Skólastarfið tefst vegna eldgossins Mánaðartöf verður á því að skól- ar hefjist á Karíbahcifseyjunni Montserrat á þessu hausti vegna eldgossins í fjallinu Soufriere. Margar skólastofur hafa verið not- aðar til að hýsa þá sem orðið að yf- irgefa heimili sín. Áformað er að skólastarfið hefjist 8. október og er vonast til að fram að þeim tíma verði hægt að byggja bráðabirgðahúsnæði á norðurhluta eyjarinnar sem ekki er í hættu. Ekki er ljóst hve mörg böm á skólaaldri eru meðal þeirra fjögur til fimm þúsund íbúa sem enn eru eftir á eyjunni. Eldfjallið hafði til- tölulega hægt um sig í gær. Bandarísk stjómvöld hvöttu bandaríska borgara til að fresta öll- um ferðum til Montserrat vegna umbrotanna. Bandaríska sendiráðið á Barbados fylgist með og er í sam- bandi við þá sem era á eyjunni. Reuter P L Ú T O —a,ttt tct vítttye'icLa'i Zhiras - Ný áströlsk vínþrúga Suðurlandsbraut 22, sími 553-1080. Hafnargötu 25, Keflavík, sími 421-1432 Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 461-3707 Austurríki og Sviss: Andlega vanheilt fólk gert ófrjótt gegn vilja sínum Greinar í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter, þess efnis að kon- um hafi verið gert skylt að gangast undir ófrjósemisaðgerð gegn vilja sínum, hafa valdið miklum usla víða um heim. Mannréttindasamtök í Sviss greindu frá því í gær að læknar þar í landi gerðu ófrjósemis- aðgerðir á andlega vanheilu fólki gegn vilja þess. Þær fréttir bárust einnig frá Áusturríki að þar í landi fæm um 70 prósent andlega fatlaðra kvenna í ófrjósemisaðgerðir. Tals- maður austurríska Græningja- flokksins, Theresia Haidlmayr, sagði að engin lög í landinu bönn- uðu ófrjósemisaðgerðir án sam- þykkis. „Óftjósemisaðgerðir eru oft gerð- ar á fölskum forsendum. Læknar segja t.d. stundum að nauðsynlegt sé að fjarlægja eggjastokka viðkom- andi,“ sagði Haidlmayr. Hans Ulrich Jost, prófessor í sögu við háskólann í Lausanne í Sviss, sagði að mjög margir andlega fatl- aðir einstaklingar þar í landi gengjust undir ófrjósemisaðgerðir gegn vilja sínum. Væru níu af hverjum 10 konur. Sagði hann að stuðst væri við lög sem sett voru í kantónunni í Vaud árið 1928. „Jafhvel Hitler óskaði eftir að fá afrit af lögunum sem gmnn að lög- um nasista um kynþáttamismunun," sagði Jost í sjónvarpsviðtali í gær. Hitler setti lög þess efnis árið 1933 að fatlaðar konm- skyldu gangast undir ófrjósemisaðgerð. Seinna lét hann taka andlega og líkamlega fatl- að fólk af lífi í þeim tilgangi að „hreinsa" þjóðfélagið. Svíar hafa lýst því yfir að opin- ber nefhd verði sett á fót til að rannsaka hvers vegna 60 þúsund konur þar í landi hafi gengist und- ir ófrjósemisaðgerð á árunum 1936- 1976. Haft var eftir félagsmálaráð- herra Svlþjóðar, Margo Wallstrom, að skoðað yrði hvort fómarlömbin ættu að fá bætur eða afsökunar- beiðni. Sagði hann fréttaflutning af aðgerðunum skaðlegan fyrir ímynd Svíþjóðar erlendis. Reuter Stokkhólmsbú- ar hvattir til að sýna stillingu Borgarstjóri Stokkhólms hvatti borgarbúa í gær til að halda ró sinni þótt hópur, sem er andvígur því að Ólympíuleikam- ir verði haldnir þar, hafi hótað skæruliðaárásum. í bréfi frá hópi sem kallar sig Við sem byggðum Svíþjóð sagði að líf borgarstjórans væri í hættu ef ákveðið yrði að Ólymp- íuleikarnir árið 2004 yrðu haldn- ir þar. í bréfinu var íþrótta- mönnum á borð við Carl Lewis einnig hótað meiðslum. Hópurinn lýsti í gær á hendur sér ábyrgð á sprengjutilræðinu á Ullevileikvanginum í Gautaborg á mánudag. Vélhjólagengin brýna kutana Upplýsingar sem lögreglan í Svíþjóð og Danmörku hefur feng- ið frá Bandaríkjunum benda til að vopnahléið milli vélhjóla- gengjanna Vítisengla og Bandíta á Norðurlöndum sé runnið út í sandinn. „Við höfum fengið upplýsing- ar um að svo sé. En þær hafa ekki fengist staðfestar," segir Per-Olov Forslund, yfirmaöur í sænsku löggunni. Reuter Super Planar Black Line myndlampi Nicam sterio magnari Islenskt textavarp Fullkomin fjarstýring Allar aðgerðir á skjá Sjálfvirk stöðvaleitun 2 Euro scart tengi S-VHS inngangur Sterio heyrnatólatengi Góðir hátalarar að framan LÆKKAÐVERÐ Vegna sérlega hagstæðra inn- kaupa á ATV sjónvarpstækjum getum við nú boðið þessi glæsi- legu tæki á mikið lækkuðu verði. 1972-1997 flrmúla 38 • Sími 553 1133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.