Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Byggilegustu svæða leitað
Höfuðborgarsvæðið sogar til sín fólk af landsbyggð-
inni. Samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands um fólks-
flutninga frá janúar til júlí á þessu ári flytjast fleiri til
höfuðborgarsvæðisins en frá því á meðan hið öndverða
á við í öllum öðrum landshlutum. Þetta eru sláandi töl-
ur og sýna þróun sem fátt virðist geta stöðvað.
Á þessu tímabili fLytja flestir frá Suðurlandi, Norður-
landi vestra og Vestfjörðum. Fleiri flytjast einnig frá
Suðumesjum, Vesturlandi, Norðurlandi eystra og Aust-
Qörðum en til þeirra landshluta.
Margt ræður flutningi fólks milli landshluta en í stór-
um dráttum má gera ráð fyrir að þar ráði helst atvinnu-
mál fólks og sú þjónusta sem er í boði. Meiri fjölbreytni
í atvinnulífi á höfuðborgarsvæðinu og meiri þjónusta
virðist hafa þau áhrif að fólk sækir þangað. Atvinna
víða um land er mikil og atvinnuleysi jafnvel minna en
á höfuðborgarsvæðinu en vinnan er einhæfari, tengd
sjávarútvegi, veiðum og vinnslu og skyldri þjónustu.
Fjölskyldur meta þá þjónustu sem í boði er á hverjum
stað miðað við aðstæður og þarfir. Það er staðreynd að
opinber þjónusta, ráðuneyti og stofhanir eru á höfuð-
borgarsvæðinu. Stærstu sjúkrahúsin sömuleiðis sem og
mest sérfræðiþjónusta lækna. Fjölbreyttara framboð er á
námi á öllum skólastigum en annars staðar. Menningar-
viðburðir eru fleiri sem og afþreying ýmiss konar.
Tölur Hagstofunnar sýna að fólk hefur vegið og metið
kosti og galla þess að flytjast frá landsbyggð til höfuð-
borgarsvæðisins og fleiri telja kostina hafa vinninginn.
í stórum dráttum hefur þetta verið svo í ár og áratugi.
Fjölgunin er mest á höfuðborgarsvæðinu, meiri en nem-
ur fæddum umfram látna. Fleiri flytjast til svæðisins en
flytja brott. Það sem er óvenjulegt við tölur Hagstofunn-
ar nú er að brottfluttir eru fleiri en aðfluttir alls staðar
annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Það gerist á
Suðurnesjum sem þó er byggð í námunda við höfuðborg-
arsvæðið og það gerist einnig á Norðurlandi eystra.
Raunar má sjá sömu strauma fólks innan kjördæmis-
marka Norðurlands eystra og á landinu. Fyrir utan þá
sem flytjast á brott af svæðinu flyst fólk úr dreifbýlinu
til þjónustu og fjölbreyttara atvinnulífs á Akureyri.
Fleiri flytjast til Akureyrar en frá, öfugt við það sem er
í dreifðari byggðum og smærri þéttbýlisstöðum kjör-
dæmisins.
Athyglisvert er að skoða stöðu einstakra kaupstaða.
Brottfluttir umfram aðflutta í Vestmannaeyjum eru 109
á þessu stutta tímabili. Ástandið er ekki jafn alvarlegt
annars staðar en skiptir þó tugum manna í Reykjanes-
bæ, Stykkishólmi, Vesturbyggð, ísafjarðarbæ, Siglufirði,
Sauðárkróki, Ólafsfirði, Dalvík, Húsavík og Eskifirði.
Þótt straumur fólks sé frá landsbyggð til höfuðborgar-
svæðis eru að sjálfsögðu miklir flutningar frá höfuðborg-
arsvæðinu og ekki síst innan þess. Þannig eru aðfluttir
umfram brottflutta langflestir í Kópavogi eða nær 500
manns. í Reykjavík voru þeir 155. Fleiri flytjast hins veg-
ar frá Seltjarnamesi og Garðabæ en til þeirra kaupstaða.
Mestu ræður eflaust að undanfarið hefur Kópavogur
boðið mjög eftirsótt byggingarland á miðju höfuðborgar-
svæðinu, byggingarland sem önnur sveitarfélög hafa
tæpast keppt við.
Um það má deila hvort æskilegt sé að landsmenn
þjappi sér að mestu á einn stað. Það er hins vegar val
fólksins miðað við það samfélag sem það býr í. Fólkið
leitar á byggilegustu svæðin. Þeirri þróun verður tæpast
snúið við enda vafasamt að það sé gerlegt.
Jónas Haraldsson
Einhvern tíma lýsti ég því yfir í
vinkvennahópi að sjúkdómar og
peningar væru tvö leiðinlegustu
umræðuefni sem ég gæti hugsað
mér.
„Það er ekki von þú nennir því,
þú hefur hvorugt, gall strax við
hjá einni.
Sú staða hefur að vísu ekki
breyst æði mikið. Ekki hef ég enn
fengið arð af fiskikvótanum sem
ég veit ég á en lifi í voninni. Ég
leyfí mér líka að syndga upp á
náðina og trassa bæði maraþon-
hlaup og fitusprengingarkúrsa. Ég
treysti á að Guð leyfi mér að verða
bráðkvödd í rúminu mínu. En
varðandi umtalsefnin hef ég skipt
um skoðun.
Sífellt berast fregnir um atgervisflótta af sjúkrahúsunum.
Sjúkdómar og
peningar
Fréttir af þróun mála í
heilbrigðisgeiranum
flnnst mér núorðið einkar
áhugaverðar og þó ekki
síður öll þau hundruð
milljóna sem annað fólk
er ýmist að vinna eða
tapa. Mér verður æ ljós-
ara að lífið er alls ekki
prenthæft, eða ætti ég að
segja sýningarhæft. Þar
eru flétturnar óvæntari en
í nokkurri bíómynd.
Skynsamar lausnir?
Eftir að hafa alið aldur
minn erlendis í meira en
áratug þykir mér afskap-
lega vænt um þjóðina
mína. Venjulegur íslend-
ingur er bjartsýnn, hjarta-
góður og við það að verða
heimsfrægur. Hefur að
minnsta kosti hitt einhvern
heimsfrægan, eins og Hall-
grímur Helgason hefur sýnt
fram á. Það vantar aðeins
eitt, og það er svo sem nógu
slæmt, við getum alls ekki
komið okkur saman um
skynsamlegar lausnir á
neinu máli.
Heilbrigðiskerflð er ekki undan-
tekning. Úr sameiginlegum sjóð-
um landsmanna renna þangað
milljarðar en samt vantar mikið á
að þjónusta sé sæmandi. Tökum
bömin. Litlu fé er varið til for-
varna í tannlækningum þrátt fyrir
þrýsting frá tannlæknum sem mér
fmnst göfugt því þar með svipta
þeir sjálfa sig viðskiptum í fram-
tíðinni. Annað er ófremdarástand-
ið í málum bama með geðrænar
truflanir. Það era líka forvamir,
unnar af mjög góðu fólki, en
biðraðir óralangar.
Auðvitað er reynt að spara. Þar
virðist þó ekki takast betur til en
svo að fregnir berast um atgervis-
flótta af sjúkrahúsunum. Ungur
sérfræðingur flúði land nýlega.
Hann var fús að sætta sig við lágt
kaup en fannst vinnuumhverfið,
skortur á tækjum og skilningi
óþolandi. Aðrir flýja unnvörpum á
Kjallarinn
Inga Huld
Hákonardóttir
sagnfræðingur
einkastofur úti í
bæ. Eða fá styrki
frá útlöndum til
dýrmætra rann-
sókna sem gott
mun af leiða,
eins og Helgi
Valdimarsson,
sem annars hafði
ætlað sér að fara
að slá og hirða
túnið á Bessa-
stöðum.
Flókið kerfi
Vonandi verða
ýmsar góðar í
hugmyndir í til-
lögum um
samnýtingu
sjúkrahúsa í
„Það vantar aðeins eitt og það
er svo sem nógu slæmt, við get-
um ekki komið okkur saman um
skynsamlegar lausnir á neinu
máli.“
Reykjavík sem nú er verið að
leggja fram. Annars er heilbrigðis-
og tryggingakerfið svo flókið að ít-
arleg rannsókn á því mundi nýtast
sem efni í nokkrar doktorsritgerð-
ir, og væri þarft að unnar yrðu.
Leikmaður sér bara toppinn á ís-
jakanum. Heyrir að vélakostur
sjúkrahúsanna sé vannýttur, um
sumarlokanir sem litlu skila í pen-
ingum en miklu í mannlegum
þjáningum, eins og seinast kom
fram í góðum útvarpsþætti Berg-
ljótar Baldursdóttur.
Og svo er það uppáhaldssagan
mín: Á einni sjúkradeildinni var
aldurhnigin kaffikona í hálfs dags
vinnu. Hún hlúði að starfsfólkinu
svo það fékk meiri orku til að hlúa
að sjúklingunum. Henni var sagt
upp og hefur vísast farið á at-
vinnuleysisbætur, ef hún hefur þá
ekki þurft hjálp frá Félagsmála-
stofnun vegna andlegra erfiðleika
yfir að geta ekki unnið fyrir sér.
Sparnaður af opinberu fé ná-
kvæmlega enginn. Mikið tjón í
keðjuverkandi aðhlynningu.
Margir hafa skrifað góðar grein-
ar um þessi mál. Enginn þó betur
en Magdalena Schram í DV vorið
1993 og átti þá fáar vikur ólffaðar.
Hún lá sárþjáð á Landakotsspitala
og sá með eigin augum hvemig
verið var að fækka skúringakon-
um en stækka skrffstofur stjórn-
enda. Mig langar að biðja DV að
endurprenta þessa grein á næst-
unni. í fyrsta lagi til að hampa
snjallri blaðamennsku sem þama
spratt af hjartablóði. í öðru lagi til
að metnaðarfullir stjórnendur
gætu haft ljósrit af henni á veggn-
um sínum.
Ein afsökun
Við höfum að vísu eina af-
sökun. Sjúkrahús voru
nánast óþekkt hér á landi
fram undir síðustu alda-
mót, að útlendingar og
konur, nema hvort tveggja
væri, hófust handa um að
reisa þau. Fjáröflunarleið-
ir fengju sennilega lága
einkunn hjá markaðsfræð-
ingum vorra daga. Kaffisölur og
tombólur voru fastur liður og svo
allt niður í heimaskreytta eld-
spýtustokka og öskupoka. En
þannig risu Hvítabandið, Landa-
kotsspítali, Landspítalinn, sjúkra-
hús á Akureyri og víðar.
Ég þekki ekki sögu sjúkrahúss-
ins í Stykkishólmi, hef bara heyrt
að þar náist mjög góður árangur í
lækningum á ýmsum sviðum. Það-
an barst skondnasta frétt sumars-
ins um sparnað og best að enda
þennan kjallara um seðla og sjúk-
dóma með henni. Sjúkrahús þetta
er kennt við reglu heilags Frans
sem býður ævilanga fátækt, að
dæmi Krists. í fréttum kom fram
að reynt var að ná niður kostnaði
með því að greiða nunnunum ekki
kaup en sérstaklega tekið fram að
þeim væri gefið að borða í mötu-
neyti sjúkrahússins.
Inga Huld Hákonardóttir
Skoðanir annarra
Auðlindin þekking
„Það er ekki nóg að tala um að þekkingin sé orð-
in mikilvægasta auðlindin. Fyrirtæki þurfa nú að
leiða hugann meira að þeim verðmætum sem felast
í þekkingunni og hvað þurfí að gera til að nýta hana
og þróa til aukinnar verðmætasköpunar. Það er oft
og tíðum mun erflðara viðfangsefni en að stjórna
öðrum efnislegum eignum. Það þarf að hafa stjóm á
þessum þætti eins og öðrum rekstrarþáttum. fslensk
fyrirtæki geta gert mun betur á þeim vettvangi og
aukið framleiðni og arðsemi í atvinnulifinu."
Þorkell Sigurlaugsson í Viðskiptabl. 27. ágúst.
Vinnuletjandi skattkerfi
„Rikisstjómin gaf fyrirheit snemma á þessu ári
um að svokallaðir jaðarskattar yrðu lækkað-
ir...Tekjutengingarákvæði skatta, bóta og almanna-
trygginga valda því, að jaðarskattar eru í mörgum
tilfellum svo háir að fólk getur hækkað ráðstöfunar-
tekjur sínar með því að lækka launatekjur. Skatt-
kerfið, vegna tekjutengingarinnar, er sem sé vinnu-
letjandi fyrir fólk. Þetta era þeir annmarkar, sem
sníða verður af skattkerfinu og það sem ríkisstjórn-
in hefur lofað að gera...Og enn er beðið. Nú er áliðið
árs 1997. Hve lengi á að bíða enn?“
Úr forystugrein Mbl. 27. ágúst.
Blásið á bölsýnina
„Vinnuveitendur hafa nú tryggt sér kjarasamn-
inga tff tveggja tU þriggja ára og það hlýtur að verða
hægt að gera þá kröfu til þeirra að þeir lagfæri sinn
rekstur. En þegar vel árar gerist hið sama hjá fyrir-
tækjum og hinu opinbera, það verður erfiðara að
halda kostnaði niðri og menn leyfa sér meira...Síðan
hefur launafólk verið að sækja í þessum kjarasamn-
ingum hluta af ávinningnum og það er ekki óeðlUegt
að fyrst á eftir komi minni hagnaður í hlut fyrir-
tækjanna."
Davíð Oddsson í Degi- Tímanun 27. ágúst.