Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Blaðsíða 32
Fjöldi Vinningar vinninga Vinningóupphœð 37.290.000 2.5 afbto 287.132 3-5 at 6 225.603 4-4 af 6 2.340 153 at 6± , 55 230 HeUdarvinningAupphœð 38.311.405 Á íslandi 1.021.405 ! > 1=3 C3 FRÉTTASKOTIÐ CC 3 LU — SI'MINN SEM ALDREI SEFIIR g C=D Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. s i_n «=E s cr> 1— LTD > LO 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 Brettingur í Noregi: Erum eins og túristar - segir skipstjórinn „Það er gott að vera hér og farið með okkur eins og túrista. Mér þyk- ir sem almenningur hér í Noregi sé búinn að fá nóg af deilu þjóðanna," sagði Steindór Sverrisson, skip- stjóri á Brettingi NK, en skipið er til viðgerða í Honningsvogi í Noregi, en þangað var togarinn dreginn eft- ir að bilun varð í túrbínu. Steindór lætur vel af samskiptun- um við Norðmenn, þeir hafi gert eina athugasemd, en það var að norski fáninn var ekki til um borð. „Við erum búnir að bjarga því og hann blaktir við hún,“ sagði Stein- dór. Frekar lítil veiði hefur verið í —* Smugunni. „Það hefur ekki náð því að vera lítið,“ sagði skipstjórinn. -sme Ræningjarnir ófundnir Enn hefur ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjanna sem ógn- uðu starfsmanni Select-verslunar í Suðurfelli i gær og höfðu á brott með sér eitthvað af skiptimynt. Að m sögn Skeljungsmanna er þess gætt að aldrei séu miklir fjármunir í verslununum. Einn vaktmaður hef- ur verið á vakt í búðunum en í kjöl- far ránsins hefur verið ákveðið að fiölga þeim í tvo. -sv Reykjanesbraut: Þrír teknir í einu Þrir mótorhjólamenn í einu voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt. Lögregl- an í Kópavogi vildi í morgun ekki gefa upp þann hraða sem ekið var á en sagði þá ekki hafa verið svipta ökuleyfí á staðnum. Lög- reglan segir að 5-6 ökumenn séu teknir fyrir of hraðan akstur á hverjum sólarhring á þessum stað. -sv Þyrlan sótti brotna konu Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti um kvöldmatarleytið i gær þýska konu sem hafði fótbrotnað á göngu á Laugaveginum, gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórs- merkur. Ekki var hægt að komast að á bíl þar sem konan datt og því var kallað eftir þyrlunni. Konan var ekki alvarlega slösuð. -sv L O K I Már Pétursson, héraðsdómari á Reykjanesi og fyrrum bæjarfógeti í Hafnarfirði: Hætti skyndilega sem dómari - sviptur ökuréttindum fyrr í sumar Má Péturssyni, dómara við Héraðsdóm Reykjaness, hefur talsvert skyndilega verið veitt lausn frá störfum frá 1. septem- ber. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytisins í gær óskaði Már sjálfur eftir að sér yrði veitt lausn frá starfi sínu sem héraðsdómari. Talsmaður ráðrmeytisins vildi aðspurður ekki svara því hvort ástæðan væri sú að Már var sviptur öku- réttindum fyrr í sumar vegna ölvunaraksturs. „Það eru ekki efni til að fjalla um af hvaða ástæðu það var. Már óskaði sjálfur eftir lausn frá störfum og honum var veitt lausn frá 1. september," sagði Stefán Eiríksson, lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu, í gaer. Stefán sagði að lausnarbeiðni dómarans hefði komið með bréfi frá 1. ágúst síðastliðnum. Dómarinn hefði tekið sumarfrí sitt í ágúst og því myndi hann ekki mæta aftur til starfa við dómstólinn. Ekki löngu eftir að Þorsteinn Pálsson varð dómsmálaráð- herra sá hann ástæðu til að áminna Má vegna starfa hans sem bæjarfógeti í Hafnarfirði. Ekki náðist í dómsmálaráð- herra í morgun. Þegar Stefán Eiríksson var spurður hvort framangreind ökuleyfissvipting dómarans hefði ekki tengst þvf að Már væri að hætta sagði hann: „Ég ætla ekki að segja neitt nánar um þetta mál.“ Héraðsdómara er ekki hægt að segja upp starfi. Honum er annaðhvort vikið úr starfi með dómi eða hann óskar lausnar sjálfur. -Ótt Gæsaveiðitíminn er byrjaður fyrir alvöru en heldur minna hefur verið af gæs niðri á túnum en veiðimenn áttu von á. Gæsin heldur sig uppi á fjöllum enn þá. En þeir Arnar Hjaltested og Leifur Þorvaldsson veiddu ágætlega í einu morg- unfluginu í næsta nágrenni Blönduóss, náðu 25 fuglum. DV-mynd G.Bender Veörið á morgun: Hætt við skúrum Á morgun verður norðangola eða kaldi en stinningskaldi norð- vestanlands. Um landið norðan- og austanvert verður rigning eða súld og hætt við skúrum sunnan- og vestanlands. Hiti verður víðast á bilinu 6 til 12 stig. Veðrið í dag er á bls. 37 Borgarstjóri: Ekki aftur snúið - hittir Framsókn í dag „Ég tel að það verði ekki aftur snúið með að breyta störfum ræstingakvenna í þremur skólum í störf skólaliða. Hins vegar tel ég koma til greina að bjóða þeim sem taka að sér skólaliðastarflð að velja á milli þess að vera í Framsókn eða Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar," sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri í morgun um ræstinga- kvennadeilu Verkakvennafélags- ins Framsóknar og borgarinnar. Hún sagði líka að ákveðið hefði verið að bjóða þeim ræstingakon- um, sem ekki treysta sér til að ganga inn í skólaliðastarfið, aðra atvinnu hjá borginni. Á fundi ræstingakvenna í Framsókn i fyrrakvöld kom í ljós að engri þeirra, sem ekki treystir sér í starfið, hefur enn verið boð- ið nýtt starf. Borgarstjóri sagðist í dag eiga fund með forráðamönnum Fram- sóknar um þetta mál. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.