Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Blaðsíða 17
16 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 25 íþróttir íg MEISTARADEILDIN Forkeppni - 2. umferö, siðari leikir: Lierse-Anorthosis .... 3-0 (3-2) Skonto Riga-Barcelona ... 0-1 (2^1) Din.Tbil.-Leverkusen . . 1-0 (2-6) Dinamo Kiev- Bröndby . . 0-1 (4-3) Rangers-Gautaborg .... 1-1 (1-4) Spartak Moskva-Kosice . . 0-0 (1-2) Jazz-Feyenoord .......... 1-2 (3-8) Maribor-Besiktas .........1-3 (1-3) Parma-Widzew Lodz . . 4-0 (7-1) Croatia Zagreb-Newcastle . 2-2 (3-4) Mozyr-Olympiakos .... 2-2 (2-7) Rosenborg-MTK ............3-1 (4-1) Sporting-B.Jerusalem .... 3-0 (3-0) Galatasaray-Sion .........4-1 (8-2) Paris SG-Steaua ..........5-0 (5-3) Sparta Prag-Salzburg .. 3-0 (3-0) Rangers gerði enn eina ferðina í bux- umar í Evrópukeppninni. Miller skoraði fyrir Rangers á 23. minútu en Anderson gerði vonir Rangers að engu þegar hann jafnaði í byrjun sið- ari hálfleiks. Newcastle gerði út um leikinn gegn Crotatia Zagreb í framlengingu en staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-1 og samanlögð staða 3-3. Á síðustu mínútu framlengingarinnar skoraði Temuri Ketsbuia og tryggði Newcastle áframhaldandi sæti í keppninni en mark Newcastle í venjulegum leiktima skoraði Faustino Asprilla úr viti. ENGLAND Barnsley-Bolton............2-1 1- 0 Tinkler (12.), 1-1 Beardsley (31.), 2- 1 Hristov (47.) Coventry-West Ham..........1-1 1-0 Huckerby (39.), 1-1 Kitson (64.) Leicester-Arsenal .........3-3 0-1 Bergkamp (9.), 0-2 Bergkamp (61.), 2-1 Heskey (84.), 2-2 Walsh (87.), 3- 2 Bergkamp (89.), 3-2 Elliot (90.) Southampton-C.Palace.......1-0 1-0 Davies (57.) Tottenham-Aston Villa .....3-2 1-0 Ferdinand (6.), Yorke (27.), 1-2 Collymore (58.), 2-2 Ferdinand (66.), 3-2 Fox (77.) Wimbledon-Chelsea..........0-2 0-1 Di Matteo (60.), 0-2 Petrescu (64.) Everton-Man.Utd............0-2 0-1 Beckham (29.), 0-2 Sheringham (51.) Staöa efstu liða: Blackburn 4 3 1 0 13-3 10 Man.Utd 4 3 1 0 5-0 10 Arsenal 4 2 2 0 9-5 8 Leicester 4 2 2 0 34 8 Man.Utd hefur ekki fengið á sig mark í síðustu 6 deildarleikjum, tveimur síðustu leikjunum á síðasta timabili og fyrstu fjórum á þessu tímabili. Teddy Sheringham, Man. Utd, Peter Beardsley, Bolton, og Stan Collymore, Aston Villa, opnuðu allir marka- reikning sinn fyrir félög sín i gær. Everton er enn að reyna að fá ítalann Fabrizio Ravanelli til liðs viö sig frá Middlesbrough. „Hann er ekki falur fyrir penní minna en 7,5 milljónir punda,“ sögðu forráðamenn Boro í gær. Körfubolti: Hraömót Vals Körfuknattleiksmenn eru komnir á fullt í lokaundirbún- ingi sínum fyrir keppnistímabil- ið sem hefst innan tíðar. Hraðmót Vals hefur verið fastur liður I undirbúningi liðanna. Það hefst í kvöld með tveimur leikjum og heldur svo áfram alla helgina og lýkur með úrslitaleik á sunnudagskvöldið. Keppt er í tveimur riðlum. í A- riðli leika: Keflavík, ísafjörður, Haukar, Njarðvík, ÍR og Stjarn- an og í B-riðli: Akranes, Grinda- vík, KR, Skallagrímur, Valur og Þór. Körfuknattleiksunnendur ættu ekki að láta þetta mót fara fram hjá sér. Flest félögin eru með nýja erlenda leikmenn í sín- um herbúðum sem fróðlegt verð- ur að fylgjast með og þá er mót- ið nokkur mælikvarði á hvemig félögin koma undan sumri. -GH Körfuknattleikur: KR náði bronsinu í Árósum - Gummi Braga og félagar sigruðu Úrvalsdeildarlið KR í körfuknatt- leik vann til bronsverðlauna á Meistaramóti félagsliða á Norður- löndum í körfuknattleik. Þetta er í fyrsta skipti sem mótið er haldið. ís- landsmeistarar Keflvíkinga áttu þátttökuréttinn en kusu að nýta hann ekki og því tóku KR-ingar sæti þeirra. Sex félagslið frá fimm löndum kepptu í tveimur riðlum. Fyrsti leikur KR var gegn sænska liðinu M7 og náðu Svíamir fljótlega væn- legri forystu. KR-ingar náðu þó góð- um leikkafla fyrir leikhlé þegar þeir Lárus Ámason og Marel Guðlaugs- son skoruðu grimmt úr þriggja stiga skotum. Staðan í leikhléi var 52-55, M7 í vil. M7 hafði síðan forystuna lengst af í síðari hálfleik, yflrleitt 4-10 stig og sigruðu að lokum, 84-96. Stigahæst- ir hjá KR voru þeir Marel Guðlaugs- son með 24 stig og Láms Árnason sem skoraði 16 stig. Hinn ungi og efnilegi Baldur Ólafsson lék einnig mjög vel og skoraði 12 stig. Naumur sigur gegn Hörs- holm frá Danmörku Næsta viðureign KR-inga var gegn danska liðinu Hörsholm. KR-liðið lék vel og hafði góða for- ystu mest allan leikinn, mest 18 stig um miðjan síðari hálfleikinn. Dan- irnir náðu síðan að minnka muninn hressilega fyrir leikslok og í lokin tryggði Ingvar Ormarsson KR sigur með stigum af vítalinunni, 85-82. Ingvar lék mjög vel og skoraði 14 stig í leiknum. Marel Guðlaugsson var hins vegar stigahæstur með 18 stig. Hermann Hauksson var með 15 stig. Þá léku þeir Baldur Ólafsson og Bandaríkjamaðurinn Kevin Tuckson vel. Með sigrinum gegn dönsku meist- urunum tryggðu KR-ingar sér þátt- tökurétt í undanúrslitum mótsins og mættu þar Guðmundi Bragasyni og félögum í þýska gestaliðinu BCJ Hamburg. Átvinnumennimir í Hamburg eru stórir og sterkir. KR- ingar náðu hins vegar að veita mikla mótspymu með hröðum leik og pressuvöm. Um miðjan síðari hálfleikinn virt- ust Þjóðverjamir eiga sigurinn vís- an. Þá settu KR-ingar hins vegar allt í gang og með Kevin Tuckson fremstan í flokki skomðu þeir 16 stig í röð og löguðu stöðuna í 73-75. Þegar hér var komið sögu var að- eins ein og hálf mínúta eftir af leiknum. KR-ingar sprangu á limm- inu á lokasprettinum og Hamburg skoraði síðustu sjö stig leiksins. Kevin Tuckson lék mjög vel fyrir KR og skoraði 35 stig í leiknum. Hamburg vann örugglega í úrslitum mætti Hamburg danska liðinu Skovbakken og sigr- aði Hamburg auðveldlega, 77-61. KR átti að leika um þriðja sætið við M7 frá Svíþjóð en Svíamir gáfú leikinn í kjölfar mikilla meiðsla leikmanna á mótinu. -SK „Slæm mistök hjá KR að bakka svona mikið“ DV, Krít: Leik OFI og KR hér á Krít í fyrrakvöld vora gerð góð skil í dagblööun- um í Grikklandi í gær. Á forsíðu stærsta blaðs þeirra Krítverja var aðal- fyrirsögnin „Stórsigur". Þar er talað um öraggan heimasigur. Gestimir hafi verið hræddir allt frá byrjun og aldrei átt möguleika gegn sterku OFI-liði. Þessi leikur hafi þróast nákvæmlega eins og heimamenn vildu, allt annað en í Reykjavík. Blaðið hefur Ríkharði Daðasyni, leikmanni KR, að hann telji það hafa verið slæm mistök hjá KR að bakka svona mikiö í seinni hálfleik. Liðið hefði alveg getað spilað ákveðnar og fram- ar eftir leikhlé. Heimamenn hjá á Krít halda vart vatni yfir árangri sinna manna sem hlýtur að segja þeim sem fylgst hafa með að þeir hafi ekki talið sig allt of örugga áfram í keppninni fyrir leikinn, þrátt fyrir yfirlýs- ingar um annað og meira. -ÖB Tryggvi Guðmundsson hefur heldur betur verið á skotskónum í sumar og hann skoraði tvö mörk gegn Hibernians í gær. Eyjamenn hafa oft haft ástæðu til að fagna í sumar eins og sést á minni myndinni. Filmur úr leiknum í gær skemmdust og því var ekki hægt að birta myndir frá leiknum en þessar myndir eru frá því í sumar. Áfram fjör í Eyjum - ÍBV í pottinum á morgun þegar dregið verður til 1. umferðar Evrópukeppni bikarhafa eftir sigur á Hibernians DV, Eyjum: Eyjamenn áttu ekki í neinum vandræðum með Hi- bemians frá Möltu í seinni viðureign liðanna í Evrópu- keppni bikarhafa í Eyjum í gærkvöld. ÍBV vann 3-0 og samanlagt 4-0, og því komið í 1. umferð keppninnar en þessi leikur var í forkeppn- inni. Nú era 32 lið eftir í hatt- inum en dregið verður í há- deginu á morgun, föstudag. Einstefna í fyrri hálfleik Einstefna var á mark Hi- bemians í fyrri hálfleik. Gest- imir virtu umferðarreglunar í hvívetna og reynu af veik- um mætti að verjast. Eyja- menn fengu fjögur dauðafæri áður en Guðni Rúnar braut ísinn með stórglæsilegu marki. Með tveggja marka forystu í hálfleik gátu Eyja- menn leyft sér þann munað í þeim seinni að slaka verulega á til að spara sig fyrir bikar- úrslitaleikinn gegn Keflavík sem fram fer á sunnudaginn. Tóku upp vinstri um- ferö Leikmenn Hibernians ógn- uðu aldrei marki ÍBV, sóknir þeirra enduðu í blindgötu auk þess sem Gunnar Sigurðsson markvörður var í essinu sinu. Eyjamenn tóku upp vinstri umferð í seinni hálfleik. Flest- ar sóknarloturnar komu vinstri kantinn og fékk Tryggvi hvert dauðafærið á fætur öðru en fór illa að ráði sínu. Það var ekki fyrr en undir lok leiksins að þriðja markið kom en Eyjamenn hefðu hæglega getað unnið leikinn 6-0 ef sá gálllinn hefði verið á þeim. Kristinn umferðarstjór- inn Umferðarstjórinn og maður leiksins var Kristinn Hafliða- son sem fór fyrir mjög sterkri miðju ÍBV. Vörnin var að venju traust. Guðni Rúnar átti stórleik á kantinum og Tryggvi var eitraður en nýtti færin illa. Ekki í leikformi Vamarjaxlinn Michael Spiteri og markvörðurinn Mario Muscat voru bestu menn Hibernians. Makvörð- urinn var skemmtilegur, brá sér oft langt út á völlinn og sólaði Eyjamenn en komst stundum í vandræði. Leik- menn Hibernians vora greini- lega ekki í leikformi og virk- uðu þungir, enda keppnis- timabil þeirra ekki hafið. Án efa þaö sterkasta í sögunni ÍBV spilar eins og stórliði sæmir um þessar mundir. Þeir stjóma leikjum sínum frá upphafi til enda og tókst að einbeita sér sér að Evrópu- verkefninu þótt annar stór- leikur sé framundan á sunnu- daginn. Þetta Eyjalið er án effa það sterkasta i sögu ÍBV og verður fróðlegt að sjá hvemig því reiðir af næstu vikur þegar virkilegur próf- steinn verður á getu þess. -ÞoGu Sagt eftir leikinn: Draumaliðið er Stuttgart DV, Eyjum: „Draumaliðið er að sjálfsögðu Stuttgart. Persónulega væri það virkilega gaman fyrir mig að taka á móti þeim hér heima og vinna þá. Ég meina það sem ég segi að við gætum unnið þá,“ sagði Sigurvin Ólafsson við DV eftir leikinn. Sigur- vin lék síðastliðin fjögur ár með Stuttgart en fékk aldrei tækifæri með aðalliðinu. Hann hefur blómstrað með ÍBV í sumar og því væri ekki ónýtt fyrir hann að sanna sig á ný fyrir Stuttgart. Spara okkur fyrir bikarúr- slitaleikinn „Leikurinn þróaðist okkur í vil. Við lögðum allt í fyrri hálfleikinn, sóttum stíft og skoruðum tvö mörk. Seinni hálfleikur var hálfgert dútl enda voram við að spara okkur fyr- ir bikarúrslitaleikinn," sagði Sigur- vin. Gaman aö fá Chelsea „Þetta var ljúft fyrir okkur. Mik- ilvægast var að mæta grimmir til leiks og klára hann í fyrri hálfleik. Það gerðum við en þriðja markið kom reyndar fullseint svo hægt væri að slaka almennilega á. Það var alls ekki erfitt að fá strákana til að einbeita sér að leiknum. Þeir taka eitt verkefni fyrir i einu og standa sig vel i því. Auðvitað væri gaman að fá Chelsea og svo væri ekki ónýtt að fá lið frá Möltu eða Færeyjum en þau mætast innbyrð- is. Draumalið allra i Eyjum til að mæta er hins vegar Stuttgart. Við eram tilbúnir í bikarúrslitin fyrir sunnudaginn og þar ætlum við okk- ur sigur,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, við DV. Vildi mæta ÍBV um jólaleytiö „Ég vildi endilega mæta ÍBV um jólaleytið. Þá væri ÍBV í sömu stöðu og við. Lið mitt er þungt og ekki í leikformi enda erum við nýkomnir úr sumarfríi og keppnistímabilið á Mötlu er ekki hafið. Okkur vantar jafnframt tvo sterka útlendinga sem við eigum von á. ÍBV er hins vegar að ljúka sínu keppnistímabili þar sem þeim hefur gengið allt í haginn og er með sjálfstraustið í lagi. Ef lið- in myndu mætast um jólin yrðu úr- slitin önnur,“ sagði þjálfari Hibern- ians, Englendingurinn Mark Miller, en hann lék með Newcastle, Gilling- ham, Doncaster og Darlington á sín- um tíma. „Við lékum afar illa í fyrri hálf- leik. Lið mitt fór ekki eftir þeirri taktík sem lagt var upp með i byrj- um, að spila maður gegn manni í vöminni. Við mættum sem nýtt lið í hálfleik og vorum þá sterkari. ÍBV liðið kom ekki á óvart. Enginn í lið- inu sker sig úr heldur vinnur það sem ein sterk liðsheild,“ sagði Mill- er. Topp ellefu leikmenn „Það var ekki erfitt að einbeita sér fyrir þennan leik, Evrópuleikur er jú enginn smá leikur. Við leyfð- um andstæðingimum ekki að spila vel í kvöld. Það voru topp ellefu leikmenn inni á hjá ÍBV að spila góðan leik. Draumaliðið er Stutt- gart,“ sagði Kristinn Hafliðason, besti maður ÍBV. -ÞoGu Sigurvin Ólafsson á sér þann draum aö mæta Stuttgart í næstu umferð Evrópukeppninnar enda þekkir hann vel til á þeim bæ. Kappakstur - Formula 1 í Belgíu: Schumacher í sérflokki Enn eina ferðina sannaði Þjóð- verjinn Michael Schumacher að hann er ökumaður í sérflokki, þeg- ar hann rúllaði upp keppinautum sínum á SRA-kappakstursbraut- inni í Belgiu. Þetta var þriðji sigur Schumachers í röð í keppninni í Belgíu og fjórði sigur hans á þessu ári. Alls hefur Schumacher sigrað 26 sinnum i keppi á ferlinum. Keppnin í Belgíu var sérstök fyr- ir þær sakir að ræsing keppenda var ekki með hefðbundnum hætti. Öryggisbíll var látinn ræsa kepp- endur vegna úrhellisrigningar sem var í upphafi keppninnar. Þegar hann sleppti taki sínu á ökumönn- unum var J. Villeneuve (Williams) fyrstur, J. Alesi (Benetton) annar og Schumacher (Ferrari) þriðji. Og það var þá sem Schumacher sýndi hvers vegna hann er tvöfaldur heimsmeistari í kappakstri. Tveimur hringjum síðar var hann kominn fram fyrir J. Alesi og J. Villeneuve og kominn meö for- ystu. Jók hann bilið milli sín og næsta manns jafnt og þétt og for- ysta hans var aldrei í verulegri hættu. Eini keppinautur Schumachers um heimsmeistaratitilinn, J. Vil- leneuve, gerði afdrifarík mistök i dekkjavali þegar rigningunni fór að slota og varð eftir það að taka auka viðgerðarhlé sem færði hann aftur um mörg sæti. Hann ók hins vegar greitt það sem eftir var og hafnaði í sjötta sæti sem skilaði honum aðeins einu stigi á neðan Schumacher fékk 10 stig fyrir sigurinn. Úrslitin í Belgíu: 1. M. Schumacher Ferrari 2. G. Fisichella Jordan 3. M. Hakkinen McLaren 4. H. Frentzen Williams 5. J. Herbert Sauber 6. J. Villeneuve Williams. -ÓSG Terry Phelan fer illa meö konuna og bornin Terry Phelan, bakvörður Everton í ensku knattspym- unni, og kona hans, Joanna, eru skilin og hefur það varla farið fram hjá nokkrum manni í Bret- landi. Skötuhjúin skildu í janú- ar með miklum tilþrifum og eins og jafhan era það fyrst og fremst börnin sem liða fyrir hamfarir hjónabands- ins. Phelan hefur af miklu ör- læti boðist til að greiða móðurinni 8 milljónir króna komi hún sér í burtu úr íbúð þeirra með bömin. Upphæðin á að nægja til kaupa á nýju húsnæði. Joanna er ekki ánægð með tilboðið og telur sig bera skarðan hlut frá borði. Tekjur Phelans á mánuði hjá Everton era um 2,5 milljónir króna. Saman keyptu þau einbýlishús sem metið er á rúmar 40 milljón- ir króna og svo á Phelan sportbíl að auki sem metinn er á 8 milljónir króna. Þau Phelan og Joanna hafa ekki talast við í marga mánuði og samskipti þeirra fara alfarið fram í gegnum lögfræðinga. Börnin hefur Phelan ekki séð í mánuð. Joanna segist ætla meö skilnaðarmálið fyrir dóm- stóla. Það komi því í hlut dóm- ara að ákveða hve stóra sneið af eignum þeirra hún og börnin fái og hún hafnar alfarið tilboðinu frá bak- verðinum snjalla. -SK Iþróttir ÍBV (2)3 Hibernians (0)0 1- 0 Guöni R. Helgason (22.) tók boltann á lofti frá vítateig eftir að vamarmaður skallaö frá og hamraði boltann undir þverslána. 2- 0 Tryggvi Guðmundsson (34.) sneri af sér vamarmann og lagði bolt- ann snyrtilega i hornið flær frá vita- teig. 3- 0 Tryggvi Guömundsson (88.), úr vítaspymu eftir að markvörður- inn felldi Leif Geir Hafsteinsson. Lið ÍBV: Gunnar Sigurðsson - Ivar Bjarklind (Ingi Sigurðsson 81.), Hlynur Stefánsson, Zoran Miljkovic, Hjalti Jóhannesson - Sigurvin Ólafs- son, Sverrir Sverrisson (Bjamólfur Lárusson 68.), Kristinn Hafliðason - Guðni R. Helgason, Steingrimur Jó- hannesson (Leifur G. Hafsteinsson 76.), Tryggvi Guðmundsson. Lið Hibernian: Muscat - Attard, Vella, Spiteri, Mifsvd - Scerri, Borg (Baldacchino 88.), Walley, Attard - Aberla, Carabott. Markskot: ÍBV 16, Hibemians 6. Horn: ÍBV 10, Hibernian 2. Gul spjöld: Kristinn, Attard, Scerri. Rautt spjald: Attards. Dómari: Juha Hirviniemi frá Finnlandi, mjög góður. Áhorfendur: 1400. Skilyrði: Blíðviöri og góður völl- ur. Maður leiksins: Kristinn Haf- liðason, ÍBV. Lék mjög vel á miðj- unni, var sterkur í návigjum og skilaði boltanum vel frá sér. Vex ásmegin með hverjum leik. Knattspyrnusamband Evrópu sendi aukamann til Eyja til að láta taka leikmenn í lyfjapróf eftir leikinn. Markmenn ÍBV, Gunnar Sigurðsson og Gísli Sveinsson, lentu i próflnu. Leikmönnum Hibernians gekk eitt- hvað illa að skvetta úr skinnsokkn- um og þurftu að drekka ansi marga bjóra áður en bunan kom. Sigur ÍBV er einungis 2. sigur liðs- ins í 22 Evrópuleikjum. Markatalan hefúr stórlagasf er nú oiðin minus 12-36. Tryggvi Guömundsson er orðinn markahæsti leikmaður ÍBV í Evrópu- keppninni. Hann hefur skorað 4 mörk. Aðrir markaskorarar ÍBV eru: Örn Óskarsson 2, Jóhann Georgsson 2, Sigurlás Þorleifsson, Viðar Elias- son og Þórður Hallgrímsson. Njósnari frá Everton fylgdist með leiknum i gær. Ekki er vitað hvaða leikmanni hann var að fylgjast sér- staklega með. 200 manna stúka, sem leigð var frá Reykjavíkurborg, var ekki nýtt af áhorfendum í gær. Það voru aðallega krakkar sem notuðu stúkuna sem leiksvæði. Sky Sport sjónvarpsstöðin var á leiknum í gær að taka upp myndefni frá leiknum og umgjörö hans. Að sögn Adam Dockers er sjónvarpsstöð- in að taka upp þátt um íslenska knattspyrnu. Aðallega beina þeir spjótum sinum að ÍBV og Akumes- ingum auk þess sem bikarúrslitaleik- urinn verður í sérstakri nærmynd. Þátturinn verður sýndur á Sky Sport eftir 3 vikur og bjóst Adam við því að íslenska rikissjónvarpið myndi sýna þáttinn. -ÞoGu Körfubolti: Simpson til Hauka Garner til Skallanna Úrvalsdeildarlið Hauka og Skallagríms í körfuknattleik hafa gengið frá samningum við bandaríska leikmenn sem leika munu með liðunum í vetur. Sherick Simpson mun leika með Haukunum. Þetta er 23 ára gamall blökkumaður, 1,97 metr- ar á hæð. Hann hefur leikið með Port Hayse State í háskólanum og skoraði þar að jafnaði 13 stig í leik og tók 6,5 fráköst. „Samkvæmt þeim upplýsing- um sem við höfum er þetta sterk- ur leikmaður sem við væntum mikils af,“ sagði Einar Einars- son, þjálfari Hauka, við DV. Benhard Garner mun leika með Skallagrími. Hann er frá Many í Louisiana, er 24 ára gam- all og 2 metrar á hæð. Hann lék með skólaliði University of Nebraska. Gai-ner skoraði á há- skólaáram sínum um 10 stig að meðaltali í leik og tók um 10 frá- köst. -GH/ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.