Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Blaðsíða 10
1» menning FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 JjV Hógværar framakonur I sumar kom út hjá Harwood Academic Publishers bók með við- tölum við nítján íslenskar konur sem allar eru annaðhvort stjórn- málamenn eða starfa við leiklist - nema hvort tveggja sé. Meðal þeirra eru Vigdís Finnbogadóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Guðrún Helgadóttir og Þórhildur Þorleifs- dóttir. Bókin heitir Public Selves. Polit- ical Stages og höfundar eru hjónin Ágústa Gunnarsdóttir myndlistar- maður og Leigh Woods, leikari og háskólaprófessor, sem starfa bæði i Bandaríkjunum. Ágústa hafði stutta viðdvöl hér á landi í vikunni og var spurð hvað þessi bókartitill þýddi. „Það er erfitt að þýða hann en við getum kannski kallað hana „Opinberar persónur, pólitísk svið“ á íslensku," segir Ágústa. „Við unnum þessa bók í rannsókn- arleyfi Leighs árið 1991 til að fá tækifæri til að vera saman á ís- landi í nokkra mánuði. Það sem Leigh hafði áhuga á var að finna hvemig líf þessara kvenna skiptist milli einkalífs og opinbers lífs. Hvar skilin eru þar á milli. Hann er leikhússagnfræðingur og hefur gaman af að skoða samspil samfélags og leik- húss. Leikrit eftir Shakespeare sem er sviðsett núna er allt annað leikrit en það var fyrir 300 árum þó að textinn sé sá sami af því að þjóðfé- lagið fer upp á sviðið meö textanum. Leigh finnst stjómmálin líka vera eins konar leikrit, þess vegna hafði hann líka áhuga á viðtölum við konur í stjórnmálum. Svo voru nokkrar sem bæði komu við stjómmál og leikhús, og kveikj an að bókinni var Vig- dís Finnbogadóttir. Fólki erlendis fannst óskaplega merkilegt að hún skyldi hafa verið leikhússtjóri áður en hún varð forseti. íslenskar konur þykja ólíkar bandarískum kon- um. Við virkum sterkari en þær út á við en kannski erum við ekki eins sterkar inn á við og við virðumst vera.“ - En fyrir hverja er svona bók? ,>,Hún er gefin út af há- skólaforlagi og ætluð háskóla- fólki. Við vorum einkum að Ágústa fékk rós frá ÞÖK Ijósmyndara fyrir viötalsbók viö íslenskar konur. hugsa um kvennafræði og leikhúsfræði. í kvennafræðum kemur hún að gagni í umræð- um um frama kvenna, hvemig þær komast þangað sem þær komast. Við reyndum að spyrja viðmælendur okkar hvort þær hefðu einhvern tíma orðið fyrir hindrunum beinlín- is vegna þess að þær vom konur, en þær voru tregar til að samþykkja það. Þó kemur það fram hjá einstaka konu.“ - Finnst þér einhver niðurstaða af þessum viðtölum? „Engin ein niðurstaða en vissum hlutum tók ég sérstaklega eftir og fannst athyglisverðir. Yfirleitt þeg- ar við spurðum konumar hvernig þær hefðu fengið stöðumar sem þær vora í - hvort þær hefðu þurft að berjast fyrir þeim - þá var svarið oftar en ekki: Nei, nei, ég var beðin um að taka þetta að mér. Það kom bara svona. í Bandaríkjunum kem- ur ekkert svona! Þar verður maður að ganga eftir því sem maður vili fá. Þar af leið- andi tala menn mikið um sjálfa sig ef þeir eru á framabraut í Bandaríkjunum - og ekki af neinni hógværð. Ég veit að þetta fer í taugarnar á íslendingum, og þessar konur gátu engan veginn talað „vel“ um sjálfar sig á þennan ameríska hátt. Mér fannst þær jafnvel tilgerðarlega hóg- værar stundum. Það var eins og þær mættu ekki segja: Ég fékk þetta starf af því að ég var búin að vinna fyrir því. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir og Katrín Fjeldsted komust næst því. Þær voru svolítið karlmannlegar í tali um sjálfar sig. Ég varð hissa á þessu því samkvæmt ímynd- inni eru íslenskar konur ákveðnar og sterkar en þessar konur vora ansi mjúkar. Þær gátu ekki sagt: Þetta vildi ég og gerði allt til að fá það. Nei. Þess í stað „kom bara einhver og spuröi getur þú ekki gert þetta?“ Þær gáfu sjálfum sér ekki kredit fyrir það sem þær voru búnar að gera tU að byggja undir frama sinn. Mér finnst sorglegt á okkar jafnréttistímum hvað við erum hræddar við að segja: Já, ég stóð mig alveg ferlega vel og þar af leiðandi er ég þar sem ég er í dag. Ég er góð!“ - Hver era þá skilaboð bókarinnar tU ís- lenskra kvenna? „Að þær eigi að vera djarfari við að halda sjálfum sér fram. Þetta era hörkukonur sem vinna hörðum höndum að frama sínum - en þær era hræddar við að tala um hann.“ Að vera eða ekki vera Hólmfríður S. Benedikts- dóttir sópran söng á tónleik- um í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudags- kvöldið. Gerrit SchuU lék með á píanó og Guðni Franz- son lék með á klarínettu í nokkrum verkanna á efnis- skránni. Sönglag eftir Finn Torfa Stefánsson, Útsær, við ljóð Einars Benediktssonar, hljómaði fremur óspennandi og gamaldags af nýju verki að vera. Meira fútt var í Valsi milli greina sem Hróð- mar Ingi Sigurbjömsson samdi fyrir flytjenduma þrjá við ljóð Federicos Garcias Lorcas í þýðingu Jóns HaUs Stefánssonar. Þetta er glaðlegt lag og svip- sterkt og klarínettan gefur því skemmtilega vídd. Sönglög fyrir sópran, klarí- nettu og píanó eftir Ludwig Spohr voru næstu verkefni; snotur lög en ekki átakan- lega rismikil. Á seinni hluta efnisskrárinnar vora stand- ardar eftir afmælisbörn ársins, Mendelssohn, Brahms og Schubert; Kveðja og Á vængjum söngsins eftir þann fyrsta, þrjár þjóðlagaút- setningar eftir Brahms, Schwesterlein og tvö lög við þjóðkvæðið Da unten im Tale - þrjú önnur Brahms-lög, Der Tod, das ist die kúhle Nacht; 0 wússt ich doch den Weg zurúck - og hið sívinsæla Vergebliches Stándchen. 1 lokin þokkafuUa rödd né músíka- litet. Það sem vantaði í söng hennar á þessum tónleikum var áræði og dirfska. Það vantaði tilfinninguna fyrir því að söngkonan gæfi aUt sitt í sönginn. Þó er ekki hægt að segja að eitt einasta lag hafi verið illa sungið. I heild var efnisskráin vel unnin, hvert lag greinUega ígrundað, hendingar faUega mótaðar og styrkleikabreyt- ingar trúverðugar og söngur- inn blæbrigðaríkur. En hvers vegna þá að múra sig inni bak við nótnastatíf og syngja fyrir nótnabækurnar? Þannig getur söngurinn ekki orðið performans. Það vant- aði það sterka samband sem verður tU þegar söngvarinn syngur fyrir áheyrandann frá hjarta sínu og af knýjandi þörf fyrir að tjá sig með þess- um hætti. Með þessa fínu rödd og augljósa músíkgáfu hefði Hólmfríðm' átt að þora að láta vaða - gleyma nótunum og syngja fyrir okkur sem komum þarna til að hlusta; ekki halda aftur af sér heldur gefa tauminn lausan og segja okkur þessar ástríðufullu sögur sem tónskáldin hafa séð sig knúin tU að semja sín ódauðlegu lög við. Það er varla hægt að gera upp á miUi laga; aUt var þokkalega sungið og snoturlega gert en það vantaði þann agnarlitla herslumun sem skilur miUi þess að vera og vera ekki. Guðni Franzson, Gerrit Schuil og Hólmfríöur S. Benediktsdóttir f Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. DV-mynd Pjetur Tónlist Bergþóra Jónsdóttir fluttu þremenningamir Hirðinn á hamrinum eftir Schubert. Hólmfríði S. Benediktsdóttur vantar hvorki Hugsað til Dísu Þegar hugrnr minn er dapui' hugsa ég til þess fulkomna og þess fegursta. Ég horfl til himins og hugsa um langan veg tU þín Dísa. Svona yrkir Jón Oddur ÞórhaUsson í nýrri ljóðabók sem líka heitir Dísa. Höfundur er þó ekki aUtaf svona angur- vær heldur fer inn á mörg svið, aUt frá gríni og yfir í heim- speki. Sjálfur er hann ánægðastur með „Frumsamdar heim- spekisetningar" í bókarmiðju. Ein þeirra hljóðar svo: „Það hlýtur að vera æðsta takmark mannkynsins að vUja vita hvernig guð vUl hafa heiminn svo aUt fari vel.“ Jón Oddur gefur Dísu út sjálfur og hún er tU sölu í Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki, Máli og menningu Laugavegi og Pennanum Austur- stræti. íslensk ljóð á ensku Magnús Magnússon, hinn góðkunni sjónvarpsmaöur, hefur valið nokkur íslensk ljóð tU flutnings á geisladiski í enskri þýðingu. Skáldin eru Steinn Steinarr, Matthías Johann- essen, Ólafur Jóhann Sig- urðsson, Jón úr Vör, Njörður P. Njarðvík, Nína Björk Ámadóttir, Hannes Pétursson, Jó- hann Sigurjónsson, Jón )skar, Þuríður Guðmundsdótt- ir, Snorri Hjartarson og Jón Dan. Auk þess eru á diskinum nokkur ís- lensk lög leikin af Martial Nardeau, Tryggva Húbner og Þóri Úlfarssyni. Hugmyndina að útgáfunni á Torfi Ólafsson en það er Spor sem gefur út. Fyrirlestrar um tunguna Orðabók Háskólans hefur gefið út Orð og tungu, þriðja hefti, með fyrir- lestrum sem fluttir voru á málþingi haustið 1995. Árið áður vora 70 ár lið- in frá því að prentun lauk á íslensk- danskri orðabók sem oftast er kennd við Sigfús Blöndal og málþingið var helgað henni. Hún var stór- virki á sínum tíma og er enn eina orðabók sinnar tegundar yfir íslenskt mál. Orða- bækur sem gefnar hafa verið út síðan hafa allar þegið henni að meira eða minna leyti. Á málþinginu voru flutt tólf erindi og era ellefu þeirra birt í heftinu. ís- lensk-danskur orðabókarsjóður og Orðmennt styrktu útgáfuna. Ritstjóri er Guðrún Kvaran. Ágrip af sögu MM I aukahefti Tímarits Máls og menn- ingar í tilefni af sextugsafmæli félags- ins 17. júní í sumar ritar Halldór Guð- mundsson útgáfustjóri greinina „Brot úr langri sögu“, ágrip af sögu bókaút- gáfunnar í 60 ár. Einnig er þar frá- sögnin „Á leiö í lundinn helga“ þar sem Björn Th. Björnsson listfræðingur rifjar upp stofnun Máls og menningar eins og hún sneri við honum, þá ungum dreng í sveit. Listilega skrifuð frá- sögn eins og vænta mátti. Aðalefni aukaheftisins er Itarleg efnisskrá tímaritsins frá 1987 til 1996 eftir Kristínu Björgvinsdóttur, skrá yfir höfunda efnis í tímaritinu og þá sem skrifað hefur verið um; enn- fremur bókaskrá Máls og menningar á þessum tíma, alls um 1500 titlar. Ritstjóri Timarits Máls og menning- ar er Friðrik Rafnsson. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.