Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 37 Óskar Guöjónsson saxófónleikari. Djass á Blúsbarnum í kvöld munu þeir Óskar Guð- jónsson saxófónleikari og Hilm- ar Jensson gítarleikari leiða saman hesta sína á Blúsbamum á Laugavegi. Þeir félagar hafa verið ötulir hoðberar djasstón- listar um árabil og sinnt jafnt hefðbundnum sem og frjálsari formum tónlistarstefnunnar. Að þessu sinni munu þeir leika bandaríska djasssöngva, sem sumir hverjb' eru vel þekktir en aðrir sjaldheyrðir í flutningi ís- lenskra djassleikara. Samleikur þeirra hefst klukkan 22. Tónleikar Kaffi Akureyri Bjarni Arason og Grétar Örv- arsson skemmta gestum Kaffi Akureyrar í kvöld. Annað kvöld og laugardagskvöld verður hljómsveitin Hunang með diskó- dansleiki. Stjórnin Hljómsveitin Stjórnin leikur í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld og í Bolungarvík á laugar- dagskvöld. Guöjón Bergmann. Reyklaus að eilífu í kjölfar mikillar velgengni staðfestingarspjaldanna Reyk- laus að eilífu hefur verið sett saman námskeið undir sama nafni. Námskeiðið er nánari út- færsla á hugmyndafræðinni sem liggur að baki staðfestingunum. Það byggir á endurforritun hug- ans í gegnum jákvæðar staðfest- Samkomur ingar, aukna meðvitund og stuðning annarra. Námskeiðið tekur tvö kvöld. Allir þátttak- endur fá staðfestingarspjöldin Reyklaus að eilífu, vinnubók og stuðing í fjórar vikur um leið og þeir verða sjálfir stuðningsaðil- ar. Nánari upplýsingar veitir námsskeiðshaldarinn, Guðjón Bergmann. Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju Tilvalið er fyrir unnendur góðrar tónlistar aö koma í Hallgríms- kirkju í hádeginu á fimmtudögum og laugardögum því milli klukk- an 12 og 12.30 er leikið á orgelið. Hádegistónleikarnir eru haldnir í tengslum við tónleikaröðina Sumarkvöld við orgelið, sem haldin er í fimmta skiptið í sumar og er aðgangur ókeypis. Reynir Jónasson, organisti Neskirkju, leikur á hádegistónleik- um í Hallgrímskirkju í dag milli klukkan 12 og 12.30. Á efnisskrá hans eru tvö verk eftir Johann Sebastian Bach: Fantasía og fúga í c-moll BWV 530 og sálmforleikurinn 0 Mensch, bewein dein Súnde gross BWV 622. Þá leikur hann einnig Kóral nr. 1 í E-dúr eftir Cés- ar Franck. Skemmtanir Reynir Jónasson nam orgelleik hjá Páli Kr. Pálssyni í Tónskóla Hafnarfjarðar í fjögur ár. Síðan var hann í einkatímum hjá Jorgen Ernst Hansen í Kaupmannahöfn. Hann lauk 8. stigsprófi frá Tón- skóla þjóðkirkjunnar 1983 og voru kennarar hans Haukur Guð- laugsson og Antonio Corveiras. Hann starfaði sem organisti við Húsavíkurkirkju á árunum 1963-1971 en hefur verið organisti Nes- kirkju í Reykjavík frá 1973. í hádeginu laugardaginn 30. ágúst leikur Marteinn H. Friðriks- son dómorganisti í Reykjavík. Hann leikur einnig á tónleikum tón- leikaraðarinnar Sumarkvöld við orgeliö sunnudaginn 31. ágúst klukkan 20.30. Hallgrímskirkja. Hlýjast sunnanlands Gert er ráð fyrir norðaustankalda eða stinningskalda í dag. Skýjað Veðrið í dag verður en úrkomulítið vestanlands en annars súld eða rigning með köflum. Hiti verður á bilinu 6 til 15 stig, hlýjast sunnanlands. Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir norðan- og norðaustan- kalda. Skýjað verður en úrkomulít- ið. Hiti verður 9 til 13 stig. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergsstaðir Bolungarvík Egilsstaðir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfði Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Lúxemborg Malaga Mallorca París New York Orlando Nuuk Róm Vín Winnipeg rigning 7 rigning 12 súld á síö.kls. 5 alskýjaó 6 súld 9 skýjaó 9 rigning 10 rigning 7 alskýjaö 8 rigning 11 léttskýjaó 19 skýjað 22 alskýjaö 19 léttskýjaö 21 rigning 11 þokumóóa 18 skýjaó 22 skýjaö 22 rigning 19 léttskýjaó 12 þokumóöa 20 rign. á síö.kls. 13 rigning 15 skýjaö 22 léttskýjaö 25 rign. á síö.kls. 14 alskýjaö 22 heióskírt 21 léttskýjaó 2 þokumóöa 21 heiöskírt 18 Flestir hálendisvegir færir Færð á vegum er víðast hvar ágæt. Þó er sums staðar unnið að viðgerðum á vegum og eru öku- menn því minntir á að virða hámarkshraða hverju sinni til að forðast skemmdir á bílum sínum vegna steinkasts. Flestir hálendisvegir eru nú færir. Fært er orðið um Kjalveg norðan og sunnan til, Sprengi- sandur er fær fjallabílum, fært er í Landmanna- Færð á vegum laugar og Lakagíga, einnig Djúpavatnsleið. Fært er i Eldgjá úr Skaftártungu, í Hólmatungur, um Kalda- dal, Steinadalsheiði, Tröllatunguheiði, Landmanna- leið, Uxahryggi, Snæfellsleið, Þrihyrningsleið, Hrafnkelsleið og Lónsöræfi. Dyngjufjallaleið, Öskjuleið, Kverkjfallaleið, Öxi, Hlöðuvallavegur, Arnarvatnsheiði, Loðmundar- tjörður og Fjallabaksleið eru fær fjallabilum. Astand veea Cd e Steinkast 12 Hálka og snjór án fyrirstööu Lokaö ii Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir □ Þungfært © Fært fjallabílum Fyrsta barn Guðrúnar og Kristins Litla stúlkan á mynd- inni fæddist á fæðingar- deild Landspítalans 19. júlí klukkan 4.35. Viö fæð- Barn dagsins ingu vó hún 3.435 grömm og var 49 sentímetrar. Foreldrar hennar eru Guðrún Högnadóttir og Kristinn Tryggvi Gunn- arsson. Litla daman er þeirra fyrsta barn. Þokkagyöjan Sandra Bullock. Speed 2 Kvikmyndin Speed 2 er enn sýnd í Háskólabíói og Bíóhöll- inni. Anna Porter (Sandra Bullock) fer ásamt tilvonandi eiginmanni sínum, Alex Shaw (Jason Pat- rick), í skemmtisiglingu um Karíbahafið á risastóru skemmti- ferðaskipi. Þegar í upphafi ferð- arinnar fer margt óskiljanlegt að gerast. Síðan kemur í ljós að einn farþeganna (Willem Dafoe), sem er tölvusnillingur, hefur óhreint mjöl í pokahorninu. Hann er staðráðinn í að þetta verði ekki nein skemmtiferð fyr- ir farþegana og vinnur skemmd- Kvikmyndir arverk á tölvustýrðum stjórn- búnaði skipsins svo það siglir stjórnlaust áfram. Tölvusnilling- urinn hefur líf farþeganna í hendi sér því hann stýrir skip- inu í gegnum tölvu og getur gert hvað sem honum sýnist varðandi stefnu og stjórn skipsins. Nýjar myndir: Háskólabíó: Speed 2 Laugarásbíó: Trial and Error Kringlubíó: Nothing to Lose Saga-bíó: Blossi Bíóhöllin: Speed 2 Bíóborgin: Nothing to Lose Regnboginn: Pallbearer Stjömubíó: Blossi Krossgátan i T' ’l r íf (fi 1 \ rr )0 jT r, 11 t 15 \ lh k i J TcT1 □ i5 Lárétt: 1 farartæki, 7 súld, 8 vaða, 10 maður, 11 fálm, 13 myrkur, 15 kusk, 16 fugl, 18 félaga, 19 hóti, 21 afl, 22 skelfing. Lóðrétt: 1 skrokks, 2 svelgur, 3 fjar- stæðan, 4 gangur, 5 æsir, 6 gangflöt- ur, 9 frumeindirnar, 12 lengdarmál, 14 mundir, 16 þannig, 17 sefa, 20 gelti. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 höfn, 5 glæ, 8 ernar, 9 óð, 10 ið, 11 ymur, 12 luku, 14 nag, 16 lausn, 18 AA, 19 bur, 20 lugu, 21 mái, 22 rim. Lóðrétt: 1 heill, 2 örðu, 3 fnykur, 4 nam, 5 grunnur, 6 lóra, 7 æði, 13 usla, 15 gaum, 17 aum, 18 agi, 19 bú. Gengið Almennt gengi LÍ 28. 08. 1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgengi Dollar 71,960 72,320 71,810 Pund 115,860 116,460 116,580 Kan. dollar 51,540 51,860 51,360 Dönsk kr. 10,4320 10,4870 10,8940 Norsk kr 9,5920 9,6450 10,1310 Sænsk kr. 9,1280 9,1780 9,2080 Fi. mark 13,2370 13,3150 13,8070 Fra. franki 11,7920 11,8590 12,3030 Belg. franki 1,9234 1,9350 2,0108 Sviss. franki 48,0100 48,2800 48,7600 Holl. gyllini 35,2500 35,4600 36,8800 Þýskt mark 39,7200 39,9200 41,4700 ít. líra 0,040630 0,04089 0,04181 Aust. sch. 5,6410 5,6760 5,8940 Port. escudo 0,3909 0,3933 0,4138 Spá. peseti 0,4694 0,4724 0,4921 Jap. yen 0,604300 0,60800 0,56680 írskt pund 106,130 106,790 110,700 SDR 97,180000 97,76000 97,97000 ECU 78,0100 78,4800 80,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.