Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1997, Qupperneq 24
32 ‘ikvikmvndir
FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1997 Tfr‘\7'
Háskólabíó - Jude:
Raunir samlyndra hjóna ****
Skáldsaga Thomasar
Hardy Jude the Obscure
hefst á einkunnarorðum sem
vísa í Síðara bréf Páls post-
ula til Korintumanna: „bók-
stafurinn deyðir, en andinn
lífgar". Bréf Páls boðar nýjan
sáttmála Guðs og manna en
vissulega mætti túlka sögu
Hardys sem tilraun til þess
að hrista upp í kreddu-
bundnu samfélagi sem kæfir
frjálsan anda í nafni bók-
stafstrúar.
Jude Fawley (Eccleston) er steinsmiður sem þráir að rísa yfir
lágt ætterni sitt (líkt og Pip í bók Dickens Miklar vænting-
ar/Great Expectations) og brjótast til mennta. Með það í huga
heldur hann til háskólabæjarins Christminster (Oxford). Þrátt fyr-
ir að umsókn hans um skólavist sé hafnað, markar ferðin tíma-
mót í llfi Judes því í Christminster kynnist hann frænku sinni,
Sue Bridehead (Winslet). Jude og Sue eru lík að upplagi. Fróð-
leiksfysn og háleitar hugsjónir beggja treysta samband þeirra en
einangra þau um leið frá fordómafullu og þröngsýnu umhverfinu.
Samband þeirra frændsystkina á sér margar fyrirmyndir í
breskri bókmenntasögu þar sem systkinaástir vísa oft í samruna
tveggja sálna. Jude hefði þannig getað lýst Sue með orðum Byrons
lávarðar: Jafhvel málið, / hver raddarrómur þótti eftirmynd mín,
/ en blíðkað alt og temprað tærri fegurð".
Samband Jude og Sue er dæmt frá upphafi. Skyldleiki þeirra er
í raun lítil fyrirstaða en Jude á þegar konu þegar hann hittir Sue
í fyrsta sinn. Hún hafði yfirgefið hann og haldið til Ástralíu
nokkru fyrr og því er hjónaband með öllu ómögulegt. Sue giftist
því eldri manni og býr með honum í ástlausu sambandi. Ástríðu-
loginn kulnar þó aldrei og svo fer að Sue yfirgefur mann sinn og
flytur til Jude. Síðari hluti myndarinnar lýsir samlífi þeirra og vil
ég ekki spilla honum með endursögn. Grimmileg örlög Judes og
Sue eiga sér þó fáar hliðstæður í heimsbókmenntasögunni og þótt
niðurlag myndarinnar sé ekki eins dnmgalegt og lok sögunnar er
það sem köld gusa í andlit áhorfandans.
Myndin er afbragðsvel unnin, leikurinn og leikstjómin til fyr-
irmyndar og kvikmyndatakan i samræmi við andrúmsloft mynd-
arinnar. Handritið er ágætt í flesta staði, en ber þess þó vitni að
það er unnið upp úr langri skáldsögu. Handritshöfundurinn velur
þá leið að bregða upp stuttum svipmyndum úr lífi aðalpersónanna
en við það verður takturinn nokkuð ójafn. Einnig þótti mér tón-
listin truflandi á köflum. Sumum áhorfendum gæti þótt myndin
lýsa grimmilegum örlögum af fúllmikilli fjarlægð og samúðar-
leysi. En sagan sjálf býður upp á lífssýn sem er að sama skapi
kuldaleg. Nafn leikstjórans er Winterbottom og er það kannski vel
við hæfi.
Leikstjóri: Michael Winterbottom. Aðalhlutverk: Christopher Eccleston,
Kate Winslet, Liam Cunningham og Rachel Griffiths. Guðni Elísson
Rithöfundurinn Thomas Hardy:
Bölsýnar kvikmyndir
Kvikmyndin Jude, sem nú er sýnd í Háskólabíói, er gerð eftir skáldsögu Jude the Obscure eftir Thomas Hardy.
Myndir sem gerðar eru eftir
þekktum 19. aldar skáldsögum hafa
sjaldan verið vinsælli. Árangurinn
hefur verið ærið misjafh og ekki þarf
að nefha nema Portrait of a Lady
sem byggð er á skáldsögu Henrys
James (1996) og The Scarlet Letter
(1996) eftir sögu Nathaniels Hawt-
hrorne svo að hrollur fari um unn-
endur þessara bóka. Mun betri var
mynd Martins Scorsese the Age of
Innocence (1993) en hún er byggð á
samnefndu verki annars bandarísks
höfundar, Ediths Wharton. Wharton
virðist nokkuð vinsæl þessa dagana
því sama ár birtist myndin Ethan
Frome. Nú er einnig von á The Ho-
use of Mirth sem er að mínu mati
besta skáldsaga hennar. Breskir rit-
höfundar hafa einnig átt mikilli vel-
gengni að fagna og er þar nóg að
nefna að sögur Jane Austen hafa ver-
ið kvikmyndaðar hver á fætur
annarri síðustu árin.
Nú er röðin komin að enska rit-
höfundinum Thomasi Hardy
(1840-1928), en furðanlega fáar kvik-
myndir hafa verið gerðar eftir sög-
um hans. Jude er gerð eftir síðustu
skáldsögu höfundarins (Jude the
Obscure, 1896) en hún, líkt og Tess of
the D’Urberviiles (1891), fékk svo
hrikalegar viðtökur að Hardy ákvað
að segja með öllu skilið við skáld-
sagnagerð. Síðustu 30 ár ævi sinnar
orti hann einvörðungu ljóð og er
hann sá eini af stóru skáldsagnahöf-
imdunum sem talinn er jafn gott
ljóðskáld.
Ekki eru þó miklar líkur á því að
sögin hans öðlist sömu vinsældir og
bækur Austen. Til þess eru þær of
myrkar (bölsýni myndu sumir kalla
það) og minna um margt á gríska
harmleiki. Hetjur Hardys hrekjast
áfram af grimmúðlegum örlögum og
skapgerðarbrestum sem oftar en
ekki draga þær til dauða. Þannig er
það i Tess af D’Urberville-ættinni
sem er eflaust frægasta skáldsaga
Hardys og sú sem hefur verið kvik-
mynduð oftast (1913, 1924 og 1979).
Mynd Romans Polanski (1979) er sú
eina sem kvikmyndaáhugamenn
eiga kost á að sjá og hún er vissulega
þess virði ef menn kunna að meta þá
lífssýn sem litar allt sköpunarverk
Hardys. Unga bóndadóttirin Tess,
sem leikin er af Nastassju Kinski, er
táldregin af ungum yfirstéttarmanni
og þegar eiginmaður hennar kemst
að hinu sanna á brúökaupsnóttina
neyðist hún til þess að snúa aftur til
kvalara síns. Skáldsagan er ein sú
besta sem ég hef lesið og myndin vel
þess virði að sjá hana.
Önnur fræg kvikmynd byggö á
sögu Hardys er Langt utar múgans
æði (Far from the Madding Crowd)
frá 1967. Leikstjórinn er John Schles-
inger og með aðalhlutverk fara Julie
Christie, Peter Finch, Alan Bates og
Terence Stamp. Þetta er afbragös-
mynd og þess má geta að kvik-
myndatökumaðurinn er enginn ann-
ar en Nicolas Roeg. Bathsheba Ever-
dene (Christie) er umvafin biðlum
sem berjast um athygli hennar. Eins
og í svo mörgum sögum Hardys er
lokauppgjörið ógleymanlegt, enda
löngu orðið klassískt í enskum bók-
menntum. Tvær af bókum Hardys,
Heimkoma heimalningsins (The Re-
turn of the Native) og Tess af D’Ur-
berville-ættinni komu út í ágætum
þýðingum Snæbjarnar Jónssonar
fyrr á öldinni. -ge
l < f í |!S KRING Bld
T O P P 20
aösókn dagana 22. til 24. ágúst 1997. Allar tölur eru i dollurum
Disney á toppinn
Disneymyndin G.l. Jane náði áberandi mestri aðsókn mynda um síðustu
sýningarhelgi og kvikmyndin Money Talks kemur þar á eftir, en framleiö-
endur beggja myndanna höfðu spáö sínum myndum fyrsta sætinu á lyrstu
sýningarhelginni. Það er stórstjarnan Demi Moore sem er í aðalhlutverki
í Disneymyndinni. Nokkuð langt á eftir fýrstu tveimur myndunum kemur
myndin Air Force One, en hún hefur tollað lengi í efstu sætum og hefur
þegar halað inn rúmlega 140 milljónir dollara. Aðstandendur myndarinn-
ar Mimic, kvikmyndaframleiðendurnir hjá Miramax, voru svekktir meö að
ná aöeins 4. sætinu. Cop Land, nýjasta mynd Stallones, sem varí topp-
sætinu í síðustu viku, sat þar ekki lengi og datt alla leið niöur í 6. sætið
á annarri sýningarhelgi sinni . Tekjur Heildartekjur
l(-) G.I.Jane 11.094.241 11.094.241
2 (-) Money Talks 10.654.369 10.654.369
3(2) Alr Force One 7.870.403 143.092.008
4 (-) Mlmlc 7.818.208 7.818.208
5(3) Conspiracy Theory 7.355.476 53.461.107
6(1) Cop Land 7.318.628 27.422.053
7(4) Event Horlzon 4.357.366 17.793.622
8 (-) Leave it to Beaver 3.252.450 3.252.450
9(6) George of the Jungle 3.144.601 90.531.749
10 (7) Men In Black 2.811.113 230.502.569
11 (9) Contact 2.110.003 92.151.875
12 (8) Plcture Perfect 1.618.084 27.376.993
13 (5) Spawn 1.568.703 50.343.302
14 (10) Air Bud 1.205.701 20.249.873
15 (-) A Smlle Like Yours 1.163.576 1.163.576
16 (13) My Best Friend’s Wedding- 1.028.840 118.011.868
17 (-) Masterminds 1.014.606 1.014.606
18 (28) Con Alr 963.436 97.820.698
19 (11) Def Jam’s How to Be a Player 898.410 12.022.832
20 (12) Nothing to Lose 609.748 41.688.151 UZ,