Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 Fréttir Tvær tíu ára stúlkur lentu 1 ævintýralegri reynslu: Fundu mink í íbúðinni „Ég var alveg dauðhrædd. Ég var búin að hringja á öllum hæðum í blokkinni en það var enginn heima.“ Þetta sagði Lára Björg Gunnars- dóttir, 10 ára Reykjavíkurmær, sem lenti ásamt vinkonu sinni í ævin- týralegri reynslu í gær. Þær Lára Björg og Tanja Rán voru einar heima hjá þeirri síðarnefndu í íbúð á jarðhæð i 3 hæða blokk í Selás- hverfi í Reykjavík. Lára Björg var að leika sér á tölvu en Tanja Rán að greiða sér. „Allt í einu sáum við dýr sem kom í áttina til mín. Ég var með heyrnartæki og mér brá svo mikið að ég gleymdi að taka þau af mér þegar ég stökk á fætur og var nærri búin að hengja mig í þeim.“ Þær stöllur héldu fyrst aö þetta væri köttur en áttuðu sig fljðtlega á að þarna væri minkur á ferðinni, enda höfðu þær séð minka í hús- dýragarðinum og vita hvernig þeir líta út. Þær hlupu út og skelltu hurðinni á eftir sér. Þær flýttu sér upp í íbúðina hjá Láru Björgu og fóru að hringja í þá sem þær þekktu. En annaðhvort svaraði ekki eða það var á tali. Þá datt þeim í hug að hringja í neyöarlínuna. „Fyrst talaöi ég svo hratt að kon- an skildi mig ekki. En svo gat ég sagt henni frá minknum. Eftir svo- lítinn tíma kom löggan og fann hann undir dýnu inni í herbergi. Þeir voru alltaf að reyna að króa hann af og loksins tókst það. Þá gátu þeir rotað hann. Það var allt í rúst í íbúðinni eftir eltingaleikinn og ægilega vond lykt eftir mink- inn.“ Trúlegt þykir að minkurinn hafi komist inn um svaladyr sem höfðu staðið opnar. Raunar hafði faðir Láru Bjargar séð mink á bílastæð- inu kvöldið áður og er ekki ósenni- legt að um sama dýrið hafi veriö að ræða. -JSS Tanja Rán Ólafsdóttir t.v. og Lára Björg Gunnarsdóttir t.h. Á milli þeirra er lögreglumaður með minkinn sem skaut þeim svo sannarlega skelk í bringu. DV-mynd Hilmar Þór Deila um lögmannaþóknun: Stjórn Lögmannafélagsins braut lög - er úrskurður samkeppnisráðs Samkeppnisráö hefur fellt þann úrskurð að stjóm Lögmannafélags íslands hafi brotið gegn samkeppn- islögum í úrskurði sem stjómin felldi í deilu lögmanns og skjólstæö- ings hans. Stjórnin gerði lögmann- inum að lækka reikning sem hún taldi of háan miðað við uppreiknaða gjaldskrá Lögmannafélags íslands frá 1992. Samkeppnisráð felldi þennan úr- skurð sl. fimmtudag í máli sem lög- maður skaut til Samkeppnisstofn- unar en lögmaöurinn felldi sig ekki við þann dóm Lögmannafé- lagsins að honum bæri að fara eft- ir gjaldskrá félagsins þegar hann setti upp reikning fyrir veitta þjón- ustu. Forsaga málsins er sú að skjól- stæðingur lögmannsins taldi lög- manninn hafa sett upp of hátt gjald fyrir veitta þjónustu og leitaði til Lögmannafélagsins vegna þess. Lög- maðurinn sagðist hins vegar hafa verðlagt þjónustuna samkvæmt verðskrá stofu sinnar. Lögmaðurinn felldi sig ekki við niðurstöðu stjómar Lögmannafé- lagsins og skaut málinu til Sam- keppnisstofnunar þar sem gjald- skráin væri í raun bönnuð þar sem hún bryti í bága við samkeppnis- lög. Samkeppnisráð komst að þeirri niðurstöðu að sú háttsemi stjórnar Lögmannafélagsins aö beita samanburði á gjaldtöku ein- stakra lögmanna við gjaldskrárliði í gjaldskrá Lögmannafélags íslands frá 1. júlí 1992 til að meta hvað geti talist „hæfilegt endurgjald," leiði til þess að hinni ólögmætu gjald- skrá verði í raun viðhaldið. Þessi háttsemi stjómar félagsins sé til þess fallin að draga úr samkeppni milli lögmanna. „Beiting stjórnar Lögmannafé- lags íslands á gjaldskrá félagsins frá 1. júlí 1992 við meðferð úr- skurðarvalds síns samkv. lögum nr. 61/1942 um málflytjendur brýt- ur gegn 10. og 12. gr. samkeppn- islaga nr. 8/ 1993,“ eru úrskurðar- orð samkeppnisráðs. -SÁ Áframhaldandi deilur ÁTVR og verslunarmanna: Gjafir mega ekki fylgja Bailys-líkjör „Við erum aö kanna þaö hvort við eigum frekar að stefna ÁTVR fyrir íslenska dómstóla til þess að fá ógildan úrskurð áfrýjunamefndar- innar eða hvort viö látum reyna á þetta við samkeppnisyfirvöld í Evr- ópu, því að ákvæði í reglum um áfengisútsölu ÁTVR hafa áhrif á viðskipti á milli byrgja í Evrópu og falla þar af leiöandi alveg klárlega undir þau skilyrði er varða sam- keppnisreglur Evrópska efnahags- svæðisins," segir Baldvin Hafsteins- son, lögfræöingur samtaka verslun- arinnar, félags íslenskra stórkaup- manna. Samtökin eru aö undirbúa máls- sókn gegn ÁTVR, annaðhvort hér á landi eða fyrir dómstólum í Brassel vegna lítilla gjafa sem áttu að fylgja nokkrum eintökum af Bailys fyrir síðustu jól. „Aðdragandinn að málinu er sá að fyrir jólin síðustu bauð BaOys umboðsmönnum sínum vítt og breitt um heiminn að setja smágjöf á aUar BaOys-flöskur, sem voru litl- ar styttur, eftirlíkingar af írskum krám. Umboðsmaðurinn héma féUst á það og ætli þetta hafi ekki verið sett á um 100 flöskur eða 4-5 kassa. Þegar þetta var sent ÁTVR neituðu menn þar að taka við flösk- unum með þessum smágjöfum á og bára fyrir sig að þarna væri um breytingu á útliti flöskunnar að ræöa. Þetta væri auglýsing og með vísan til ákvæðis í einhliða settar reglur ÁTVR í viðskiptum við byrgja, þá kröfðust þeir þess að þetta yröi tekið af. Stytturnar voru fjarlægöar af og tók ÁTVR síðan flöskumar í sölu. Umboðsmaðurinn hér á landi sætti sig ekki viö þetta og benti á aö þar sem ÁTVR taldi að þama væri um auglýsingu að ræða, þá væri fuUt af öðrum áfengistegundum með aug- lýsingum á flöskunum tO sölu hjá fyrirtækinu og kærði málið tO Sam- keppnisstofnunar. Samkeppnisstofnun gegn ATVR Samkeppnisstofnun komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum í vor að þetta ákvæði í viðskiptum við byrgja bryti gegn samkeppnis- reglum og að það bæri að breyta þessu ákvæði í reglunum. ÁTVR áfrýjaði málinu tO áfrýjun- arnefndar, sem komst að gagmstæðri niðurstöðu og þvi ætla Samtök verslunarinnar með málið lengra. -ST Fyrirtækjaskráin Gula bókin: „Hér er helvítið" Byggingavöraverslunin Þ. Þor- grímsson í Ármúla hefur stefnt útgefanda Gulu bókarinnar til greiöslu 1,5 miOjóna króna skaðabóta vegna setningar á bls. 136 í Gul'u bókinni 1997 undir nafni fyrirtækisins. Á gulum síð- um bókarinnar, undir dálki sem heitir Timbursala, stendur nafn fyrirtækisins Þ. Þorgrímsson Ár- múla og símanúmer. í næstu línu standa síðan þau orð sem stefnt er út af en þau eru: „Hér er hel- vítið." Steingrímur Þormóðsson, lög- maöur fyrirtækisins, segir að þessi setning hafi valdiö fyrir- tækinu og starfsmönnum þess talsverðu ónæði og leiöindum og því hafi verið ákveðiö að krefjast miskabóta. Búiö sé aö gefa út stefnu og nú sé beðið eftir grein- argerð frá útgefandanum. Lög- maðurinn kvaðst búast við nið- urstöðu í árslok eöa byrjun næsta árs. Taliö er líklegt að þessi um- rædda setning hafi verið slegin inn í tölvu einhvers af textagerð- armönnum Gulu bókarinnar meðan hún var enn í vinnslu en síðan gleymst að þurrka hana út og hún síöan komist í gegnum aUar síur í vinnsluferli bókarinn- ar, þar á meðal prófarkalestur, eins og fram kom í frétt DV í vor. -SÁ Nokkrar tegundir af styttum áttu aö fylgja flöskum af Bailys fyrir síðustu jól. DV-mynd Hilmar Þór Stuttar fréttir Landsbergis á þingi Vytautas Landsbergis, þingfor- seti í Litháen, verður viðstaddur þegar Alþingi verður sett 1. októ- ber nk. Landsbergis verður á Is- landi í boði Ólafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, 29. sept.-2. okt. Bankar enn sameinaðir Viöræður eru hafnar um frek- ari bankasameiningu, einkum að því að sameina íslandsbanka og Búnaðarbankann, að sögn RÚV. Kísiliöjan undirstaöan Sveitarstjórinn í Mývatnssveit segir viö RÚV að sveitin leggist í eyði ef KísOiðjunni verði lokað þegar starfsleyfi hennar rennur út eftir 7 ár. Skólagjöld bæta ekkert PáU Skúlason háskólarektor segir engin rök mæla með því að kennsla í Háskólanum batni við það að tekin verði upp skólagjöld og efar aö þau leysi fjárhags- vanda skólans. Morgunblaðið segir frá. Brauð í þróunarhjálp Hjálparstofnun kirkjunnar fær 3 krónur af hverju MyUubrauði sem selst í september og október. Víðförli, blað þjóðkirkjunnar, segir frá þessu. Landnám frá árinu 700 PáU Theódórsson kjameðlis- fræðingur segir kolefnaaldurs- greiningar benda sterklega tU þess að landnám á íslandi hafi hafist upp úr árinu 700, eða 150 árum fyrr en almennt er taliö. Sjónvarpið sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.