Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritsflórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SfMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifmg: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kvartmilljón á mann íslenzkar lánastofnanir hafa á undanfórnmn árum og verða á næstu árum að afskrifa töpuð útlán sem nemur tæpri kvartmilljón króna á hvert mannsbam í landinu og tæpri milljón á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þetta er núgildandi Vesturlandamet í fjármálasukki. Samanlagt hafa bankar landsins, sparisjóðir og aðrir sjóðir tapað rúmlega sextíu milljörðum króna. Þeir brúa bilið einkum með því að hafa útlánavexti hærri en tíðkast annars staðar og innlánavexti lægri en tíðkast annars staðar. Þeir afskrifa tapið með vaxtamun. Þetta nægir ekki þeim stofnunum, sem verst eru rekn- ar. Landsbankinn hefur til dæmis orðið að fá milljarða í ríkisstyrk til þess að laga stöðuna. Almennt dugir þó vaxtamunurinn einn til að halda lánastofmmum á fLoti. Þannig hangir lánakerfi þjóðarinnar á vaxtamun. Annars staðar á Vesturlöndum, þar sem hrikt hefur í lánakerfinu, hefur verið stokkað upp og skipt um menn og vinnubrögð. Hér hefur enginn bankastjóri, sjóðs- stjóri, bankaráðsmaður eða stjórnarmaður orðið að taka pokann sinn út af Vesturlandameti í óráðsíðu. Tækifæri breytingar ríkisbankanna í hlutafélög var notað um daginn til að gera alls ekki neitt. Áfram sitja sem fastast sömu bankastjórarnir, er flestir voru ráðnir pólitískt á sínum tíma. Áfram er bankaráðsstólum og stjómarstólum skipt milli pólitískra umboðsmanna. Taldir em sérstaklega hæfir til slíkrar setu þeir menn, sem harðast ganga fram í að rukka styrki til stjómmála- flokka. í núverandi taprekstrarkerfi þykir sérstaklega heppilegt, að sami maðurinn geti rukkað með annarri hendi og lofað bankafyrirgreiðslu með hinni. Þetta þýðir, að allt er við það sama. Bankar og sjóðir munu áfram veita óskynsamleg lán og láta viðskipta- menn sína borga tjónið. Þeir, sem skulda, þurfa að borga of háa vexti. Þeir, sem eiga inni, fá of litla vexti fyrir. Þetta rýrir samkeppnishæfni atvinnulífsins. Ýmis stórfyrirtæki em farin að sjá við þessu og taka sín lán beint í útlöndum, þar sem óráðsíugjaldið er mun lægra en hér. Vonandi leiðir þetta til, að erlendir bank- ar setji hér upp útibú, svo að fleiri geti fetað í fótspor þeirra, sem neita að borga fyrir svínaríið. Við höfum séð það á öðrum sviðum, að koma erlendra aðila á þröngan íslandsmarkað hefur lækkað kostnað þjóðarinnar. Þannig hefur tryggingafélag á vegum bif- reiðaeigenda lækkað tryggingakostnað sinn og annarra um samtals mörg hundmð milljónir króna. Þegar bankar og sjóðir em komnir úr eigu ríkisins, má búast við, að þeir færi sig í átt til skynseminnar í vali á bankaráðsmönnum og stjórnarmönnum, banka- stjórum og sjóðastjórum. Við vitum hins vegar ekki hvenær pólitíkusarnir þora að sleppa hendinni. Dæmi íslandsbanka sýnir þó, að vanhugsuð útlán em ekki bundin við Qármálastofnanir ríkisins einar. And- rúmsloft bankakerfisins er hið sama, hvort sem er inn- an eða utan ramma ríkisvaldsins. Það er þessu andrúms- lofti, sem þarf að breyta til að vernda peningana. Ofan á furðulegum heimi íslenzka fjármálakerfisins trónir geymslustofnun fyrir aldraða stjómmálamenn. Seðlabankinn hefur áratugum saman verið methafi rík- isins í umsvifamiklum rekstri utan um nánast ekki neitt, enda kemur einn bankastjórinn varla til landsins. Hægt er að laga stöðuna á þrennan hátt, með innreið erlendra banka, með sölu ríkisbanka og loks á þann hátt, að íslenzkir kjósendur hætti að sætta sig við sukkið. Jónas Kristjánsson Varla líður svo dagur að ekki komi fréttir í fjölmiðlum af veðri eða afleiðingum veðurs, auk reglu- bundinna veðurfrétta frá Veðurstof- unni. Veðurfar og atvinnuvegir og athafnir, háðar veðri og vindum, eru á dagskrá statt og stöðugt. Bæði almennt ástand og hamfarir heima og erlendis þykja skipta máli. Fróöleikur um áriö 1996 Samtök veðurstofa í heiminum, Alþjóðaveðurfræðistofnunin, gefa út kynstrin öll af skýrslum um sína viðamiklu starfsemi, ætluð veður- fræðingum og ráðamönnum um víða veröld. En minni háttar bækl- ingar og fróðleikur, ætlaður al- menningi og fréttamönnum, er einnig saminn. Þar á meðal er ár- „Að vísu mætti svo sem hlýna á íslandi en gallinn er sá aö hætt er við öðrum breytingum samtímis..." segir Þór m.a. í greininni. Um veður og veðurfræðinga legt yfirlit um veðurfar heimsins árið áður, 10—12 blaðsíðna smárit. í pésanum um árið 1996 er greint frá þeirri ætl- an fróðustu manna að heimurinn muni hlýna á næstu öld um 2 hita- stig. Meðalhiti við yfir- borð jarðar mun hækka. Hve mikið mun hann hækka? Það er óvíst en eitthvað milli 1,0 og 3,5 stig (gráður). Þá er sagt meira frá árinu 1996. Miðað við 30 ára meðaltal áranna 1961-1990 var meðalhiti á jörðinni, við yfirborð, 0,22 stigum hærri en í meðalári. Þetta virðast í fljótu bragði engin ósköp. En þá ber þess að gæta að árið 1996 var áljánda árið I röö sem var fyrir ofan meðallag. Aðeins sjö ár siðan 1860 voru hlýrri. Enn meiri hafði aukningin verið árið 1995, 0,38 stig, sem sagt hér um bil 4 hita- stig! Árið þar á eftir, þ.e.a.s. fyrmefnt ár, 1996, hafði að jafnaði kólnað á meg- inlandi Asíu og hlýnun um allan heim því orðið minni en ella. Varaö viö mengun Eitthvað er á seyði eftir þessu að dæma og ekki út í bláinn að kenna fikti mannskepnunnar um og stór- tækum athöfnum sem menga and- rúmsloftið. Hin margumtöluðu gróðurhúsaáhrif virðast vera að verki. Margvísleg efni sem menn hafa áratugum saman hleypt við- stöðulaust út í loftið, úr verksmiðj- um og bílum, virðast hafa breytt náttúrulegu jafnvægi í lofthjúpi jarðar. Að vísu mætti svo sem hlýna á íslandi en gallinn er sá að hætt er við öðmm breytingum samtímis: loftstraumar á jörðinni breyttust, uppgufun á úthöfum, úrkoma og skýjafar. Sviptingar sem menn hafa ekki átt að venjast gætu fylgt í kjöl- farið. Lofthjúpur jarðar gæti verið Kjallarinn Þór Jakobsson veðurfræöingur viðkvæmari en menn hafa ímyndað sér. Og þunnur er hann, mið- að við jörð þynnri en hýði eplisins í sam- anburði við epliö sjálft. Þess vegna er talið ráðlegt að spyma við fótum og reyna að draga úr notkun mengandi efna. í fyrrnefndu smáriti er svo sagt frá síminnkandi ósoni yfir suður- heimskauti og ósoni í háloftunum, afbrigði- legu veðurfari í heiminum, þurrkum, flóðum, E1 Nino í Kyrrahafi, snjóhulu á meginlönd- um árið 1996, o.s.frv. Margvíslegar sviptingar hafa bersýnilega átt sér stað og sumt hafði þótt fréttnæmt um skeið langt út fyrir leiksvið at- burðanna. Skyldur - og fræðsla af sjálfsdáðum Hvers vegna geri ég hér að um- talsefni lítinn en snotran pésa um mikið efni? f rauninni einungis til að segja lesendum DV frá því aö svona rit finnast, samin handa al- menningi og fréttamönnum, einföld og skýr - en bara á ensku, því mið- ur. Þau hafna í ruslafótunni hjá okkur, íslenskum veðurfræðingum, og koma ekki fyrir sjónir annarra. Þetta er mitt auma svar við beiðni blaðamanns hjá DV að bregðast við bréfi frá lesanda snemma sumars, Jóni Stefánssyni. Jón virðist kvarta yfir sinnuleysi veðurfræðinga, þeir hirði lítt um að „Lofthjúpur jaröar gæti veriö við- kvæmari en menn hafa ímyndaö sér. Og þunnur er hann, miöaö viöjörö þynnri en hýöi eplisins í samanburöi viö epliö sjálft.“ upplýsa fólk um veðrið og flókin ferli veðurfarsins. Nægur væri efni- viðurinn að koma áleiðis til ís- lenskra lesenda. Þannig virðist eiga sér stað þver- stæða í upplýsinga- og fræðslu- streymi frá sérfræðingi til almenn- ings, ef ég mætti komast svo hræði- lega nútímalega að orði. Annars vegar er veðrið daglega á dagskrá og koma þar veðurfræðingar mjög við sögu við skyldustörf sín. Þeir vinna vel sína vinnu frá degi til dags og bregðast skjótt við fyrir- spumum frá almenningi og frétta- mönnum. - Ærinn starfi raunar. Hins vegar segir fátt af löngun okkar veðurfræðinga fram yfir það að segja meira, uppfræða í gamla, stílnum. Frá seinni tíð má helst nefna Markús Á. Einars- son, Pál Bergþórsson og Trausta Jónsson. Fyrr á öldinni lét Jón Eyþórsson til sín taka. Hann var afkastamikill og orðhagur alþýðufræðari, frumherji í veð- urfræði, jöklafræði og hafis- fræðum. Hann hélt úti tímarit- inu Veðrið, blaði handa alþýðu eins og komist var að orði. Til minningar um Jón Eyþórsson, rit hans og störf til gagns fyrir þjóðina, mætti raunar myndast stofnun, líkt og um bróður hans, Sigurð Nordal prófessor. Unniö í kyrrþey Ekki verður skilið við Veðurstof- una og þjónustu hennar við lands- lýð án þess að minnst sé á margvís- lega starfsemi hennar við veðurat- huganir og veðurspár. Fengist er við rannsóknir á veðri og veðurfari og ýmsum skyldum þáttum, svo sem hafís og snjóflóða- hættu. Veðurstofa íslands tekur þátt í alþjóðlegum verkefnum, evr- ópskum og norrænum. Einnig á Veðurstofan fulltrúa í ýmsum nefndum Alþjóðaveðurfræðistofn- unarinnar sem raunar er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna. Þannig starfa veðurfræðingar að ýmsu leynt og ljóst, eftir því sem skyldan býður. En satt er það: latir eru þeir að fræða fólk að fyrra bragði að hætti fyrri tíðar fræðimanna. Þór Jakobsson Skoðanir annarra Hingað og ekki lengra „í seinni tíð hafa einstaklingar hvað eftir annað risið upp gegn úreltu og aftufhaldssömu dómskerfi og dregið það til ábyrgðar í útlöndum.... Þessi van- heilaga þrenning dómara, kvótaliðs og okrara herð- ir stöðugt þrælatökin á landslýð og bersýnilegt er, að haldið verður áfram þangað til landsmenn segja hátt og skorinort: Hingað og ekki lengra. Við viljum ekki hafa yfir okkur lögleysu ykkar. Við viljum ekki láta þjóðareignina I hendur örfárra manna. Við viljum ekki snúa aftur til lénsveldis." Bárður G. Halldórsson í Mbl. 21. sept. Breyttur skólarekstur? „Verði af verkfalli grunnskólakennara í næsta mánuði með tilheyrandi röskun á skólastarfi má bú- ast við að kröfur um breytt form á skólarekstri muni magnast mjög verulega um allt þjóðfélagið. Almenn- ingsálitið er þannig nú um stundir að krafan um skóla sem séu lausir undan áþján sameiginlegrar launastefnu, og þar með hinum tíðu verkfallsaðgerð- um kennarastéttarinnar, verður nánast ómótstæði- leg. Þessar kröfur gætu farið í tvenns konar farveg, annars vegar að hvert sveitarfélag reyndi að leysa málin uppá eigin spýtur eða þá að einkaskólar yrðu miklu útbreiddari en þeir eru nú.“ Birgir Guðmundsson í Degi-Tímanum 20. sept. Gjafakvótinn staðfestur „Nú er aftur á móti búið að festa gjafakvótann svo í sessi með lögunum illræmdu um samningsveð, að útgerðin er á sinn hátt ofurseld í höndum bankavald- ins. ... Voldug fyrirtæki sægreifanna eru farin að kaupa upp fyrirtæki erlendis og í þvi sambandi vofir yfir sú hætta, að útgerðinni verði innan fárra ára stjómað frá útlöndum og að ísland verði eins og ver- stöð með undirmálsfólki í starfi, þannig að litlu pláss- in era ekki ein í háskanum, heldur byggð á öllu land- inu.“ Gunnlaugur Þórðarson í Mbl. 20. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.