Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1997, Page 36
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997
Látinn eftir
umferðarslys
Drengurinn, sem lést á sunnudag
af völdum áverka sem hann hlaut í
umferðarslysi á Bústaðaveginum síð-
astliðinn fimmtudag, hét Valberg
Gunnarsson. Hann var 12 ára og til
heimilis að Básenda 10. Valberg átti 4
hálfsystkin og bjó hjá móður sinni og
fósturföður. Valberg hóf nám í Foss-
vogsskóla á þessu hausti en var áður
nemandi í Vesturbæjarskólanum.
„Hitabylgja"
fyrir norðan
DVj Aknreyri:
Óvenjulegir hitar eru á Norður-
og Austurlandi miðað við árstíma. I
nótt fór hitinn í 17 stig á Akureyri
og þar var 16 stiga hiti klukkan 6 í
morgun að sögn lögreglu.
Þessum hlýindum valda suðlægir
vindar sem berast að landinu. Veður-
stofan gerir ráð fyrir að hitinn geti
farið í allt að 20 stig norðanlands í
dag, en á Akureyri var skýjað í morg-
un og strekkingsvindur úr suðri. -gk
Texas-drengurinn:
Stjórnvöld funda
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnavemdarstofu, skilaði í gær
viðamikilli skýrslu um mál íslenska
drengsins sem dæmdur hefur verið
til fangavistar í Texas fyrir meint
kynferðisbrot.
Hann sagði að sá dómur sem
drengurinn hefði fengið í Texas ætti
sér enga hliðstæðu hér á landi eða á
Norðurlöndunum og bæri keim af
þeim mjög þrönga refsiramma sem
gildir í Texas. Bragi segir málið nú
vera í höndum utanríkis-, dóms-
mála- og félagsmálaráðuneytis og á
sameiginlegum fundi í dag yrði
væntanlega tekin afstaða til fram-
haldsins af hálfu stjórnvalda.
-SÁ
L O K I
Áralangar byggingarframkvæmdir við Grettisgötuna:
Borgin hefur
fengið nóg
Byggingarfulltrúinn í Reykja-
vík hefur hvað eftir annað haft af-
skipti af byggingaframkvæmdum
eins af forystumönnum íbúasam-
takanna við norðanvert Skóla-
vörðuholt undanfarin tæp átta ár.
Afskipti embættisins eru vegna
þess hve mjög dregist hefur að
ljúka framkvæmdum og vegna ít-
rekaðra kvartana nágranna yfir
seinagangi og draslarahætti
vegna byggingaframkvæmda for-
ystumannsins, Magnúsar H.
Skarphéðinssonar að Grettisgötu
40b.
Byggingarleyfi fyrir viðbygg-
ingu við hús Magnúsar var sam-
þykkt í byggingamefnd Reykja-
víkur sumarið 1987 og er því ára-
tugur liðinn síðan framkvæmd-
irnar hófust formlega. Magnús
segir sjálfur í samtali við DV að
þær hafi hafist mun síðar og dreg-
ist af ýmsum ástæðum, m.a. að-
stæðum í fjölskyldunni. Þeim sé
hins vegar lokið að mestu nú, að-
eins eigi eftir að setja tvo glugga á
bakhlið hússins. Verið sé að
smiða þá og verði þeir settir í á
næstu dögum.
Lokafrestur
Þann 13. ágúst 1996 fékk Magn-
úsi lokafrest til að Ijúka fram-
kvæmdunum innan sex mánaða.
og síðan annan til 1. september sl.
Jafnframt var honum tilkynnt að
hann yrði beittur dagsektum ef
framkvæmdum yrði enn ólokið
þann 1. september sl. Enn er þó
ekki farið að beita dagsektum og
Magnús kveðst hafa náð sam-
komulagi við byggingafulltrúann
í Reykjavík um að ljúka frágangi
hússins á næstu dögum.
Nágrannar Magnúsar við Grett-
isgötuna hafa margkvartað, bæði
vegna seinagangsins, en eins
vegna ónæðis á síðkvöldum vegna
hamarshögga og sagarhljóða.
Magnús segir þessar kvartanir að
mestu frá einum þeirra komnar.
DV spurði Magnús hvort ekki
væri óþægilegt fyrir áberandi for-
ystumann í íbúasamtökum að
vera með eigin framkvæmdir í
slíku óefni. Magnús óskaði eftir
að svara ekki spurningunni.
-SÁ
Grettisgata 40b. Myndin er tekin í lok síðustu viku en þá stóðu vinnupallar utan á húsinu eins og þeir hafa stað-
ið undanfarin tæp átta ár. Húseigandinn, sem er forystumaður í íbúasamtökum við norðanvert Skólavörðuholt,
segir að framkvæmdunum Ijúki á næstu dögum. DV-mynd BG
Veðrið á morgun:
Hiti 10-20
stig
Á morgun er gert ráð fyrir
sunnan stinningskalda og rign-
ingu, einkum sunnan- og vestan-
lands en úrkomulítið verður norð-
austanlands. Hiti verður á bilinu
10-20 stig framan af degi en síð-
degis kólnar vestast á landinu og
styttir upp er vindur snýst til
vestlægrar áttar.
Veöriö í dag er á bls. 37
Platan kom í verslanir hér á landi í
gær.
Björk fær
góða dóma
Viðtökur plötu Bjarkar Guð-
mundsdóttur erlendis hafa verið
prýðilegar og hefur platan fengið
mjög góða dóma hingað til. Meðal
þeirra sem hrósa plötunni er Kem-
brew McLeod hjá veftónlistartíma-
ritinu AudioNoise. Hann segir fyrst
að platan sé alls ekki venjuleg popp-
plata né heldur dansplata. Þetta sé
hreinlega óvenjuleg plata. Hann seg-
ir einnig að textar hennar séu mjög
frumlegir, sem er hrós frá honum
þar sem hann veitir textum yfirleitt
ekki mikla athygli. Dómur þessi
endar á orðunum: „Takk, Björk, fyr-
ir að láta drauma mína rætast.“
Tímaritið Webnoise hefur einnig
hrósað plötrmni í hástert og gefur
henni 87 stig af hundrað. í dómi
tímaritsins segir að Björk hafi aftur
sannað að hún eigi engan sinn líkan
í tónlistinni í dag. -HI
Náði kvótanum
í einu kasti
DV, Eskifiröi:
„Við fengum síldina við Noreg,
aflann í einu kasti um miðjan dag á
sunnudag. Fram að þvi hafði verið
bræla á miöunum," sagði Hinrik
Halldórsson, 2. stýrimaður á Hólma-
borg SU-11 frá Eskifirði.
Skipið er væntanlegt með farm-
inn til Eskifjarðar á miðvikudag.
Auk Hólmaborgar eru Beitir, Júpít-
er, Þorsteinn og Þórshamar einnig
búnir að ná sínum kvóta og eru á
heimleið. Hámarksveiðiheimild er
770 tonn á hvert hinna 13 skipa sem
leyfi fengu til síldveiðanna í norsku
efnahagslögsögunni.
„Síldin er ágætlega feit en nokk-
uð blönduð og fékkst á svæði nálægt
70. breiddargráðu, um 110 sjómílur
frá Noregsströnd. Samstarfið við
norsku landhelgisgæsluna hefur
verið með miklum ágætum," sagði
Hinrik. -Regína
•jbyl CO/3ÍI
1