Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Side 2
2
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
Fréttir
Yfirmaður Se og Hor í Noregi:
„Stela uppsetningu"
- íslenskir lögfræðingar komnir í málið
„Það sem við höfum uppgötvað er
að útgefandi á íslandi hefúr stælt
dönsku útgáfuna af Se og Hor sem
er eitt mest selda vikutímaritið á
Norðurlöndum. Þeir hafa stolið upp-
setningu okkar á blaðinu svo það er
nákvæm eftirlíking. Þetta teljum
við brot á höfundarrétti og við höf-
um fengið til liðs við okkur íslenska
lögmannsstofu til að annast þetta
mál fyrir okkur,“ sagði Knut
Haavik, forstjóri Se og Hor í Ósló í
Noregi, við blaðamann DV í gær.
Aller Press Intemational í Kaup-
mannahöfn, sem gefur út tímaritið
Se og Har í Danmörku og Noregi
auk fleiri blaða og tímarita, íhugar
að höfða mál á hendur Fróða hf.
fyrir útgáfu á Séð og heyrt vegna
þess hve þeim þykir blaðið ná-
kvæm stæling á Se og Hor. Málið
er í höndum Óslóardeildar Aller
Press en J. Aller, deildarstjóri á
Forstjóri Se og Hor í Noregi segist hafa fengið íslenska lögmannsstofu tii
liös viö sig vegna meints brots á höfundarrétti íslensku útgefendanna.
stjórnarskrifstofu Aller Press
International i Valby í Kaup-
mannahöfn, sagði í samtali við DV
í fyrrakvöld að þessi nákvæma
stæling kæmi þeim á óvart og
stjórnendur og eigendur Aller
Press hefðu ekki gefið leyfi sitt til
þess að líkja á þennan hátt eftir
hinu danska vikuriti.
Að sögn norska lögfræðings Se og
Hor mun hann senda starfsbræðr-
um sínum hérlendis frekari gögn
um málið í dag en hann hefur verið
að safna saman upplýsingum frá
höfuðstöðvimum í Danmörku þar
sem danska útgáfan af Se og Hor
hefur verið hér á boðstólum vel á
annan áratug. Lögfræðingurinn
norski telur útgáfu timaritsins Séð
og heyrt hér á landi vera skýlaust
brot á höfundarrétti og kemur til
með að krefjast útgáfúbanns hið
fyrsta.
„Engir samningar geröir"
„íslensku útgefendurnir heim-
sóttu okkur fyrir nokknun árum
og báðu um ráðleggingar og annað
varðandi útgáfu tímarits á íslandi
en við ímynduðum okkur aldrei að
þeir myndu stela öllu okkar útliti
og hugmyndum. Útgefandinn Fróði
gerði enga samninga við okkur um
þessi mál og við viljum að þeir
hætti útgáfu blaðs sem er nánast
eins og Se og Hor. Það verður síð-
an bara að ræða það síðar hvort
grundvöllur er fyrir einhverri
samvinnu okkar og íslensku útgef-
endanna. Það var bara fyrir tilvilj-
un að við fréttum af þessu blaði en
lögfræðingar okkar eru komnir
með þetta mál núna,“ sagði
Haavik.
-ÖB
Ritstjóri Séð og heyrt á íslandi:
Höfum ekkert heyrt“
„Við höfum aldrei orðið varir
við það að þeir séu ekki ánægðir
með blaðið hjá okkur né heyrt eitt
einasta orð um einhverja máls-
höfðun. Blaðið hjá okkur heitir
líka Séð og heyrt en ekki Set og
Hort eða eitthvað álíka og þetta
vörumerki var skráð hjá útgefanda
okkar, Fróða, fyrir mörgum
árum,“ sagði Kristján Þorvaldsson,
- vörumerkið skráð
ritstjóri Séð og heyrt, sem gefið er
út af Fróða.
„Við höfum í raun og veru átt
mjög góð samskipti við norska Se
og Hor og þeir hafa tekið okkur
opnum örmum. Til dæmis höfum
við ritstjórar blaðsins farið tvisvar
í heimsókn til þeirra og nú nýlega
fengum við að senda blaðamann
okkar með þeim í ferð sem var hér
fyrir mörgum árum
á landi þegar þekktir norskir
íþróttamenn komu hér við og buðu
þeir okkur að nota myndir frá sér
úr ferðinni. Það hefur hins vegar
cddrei farið neitt á milli mála að
vissulega horfðum við til þeirrar
formúlu sem gengið hefur mjög vel
á Norðurlöndunum og ekki bara
þá hjá Se og Hor heldur lika hjá
blöðum eins og danska Billede-
blaðinu, Norsk ukeblad og fleirum
sem hafa verið á þessum nótum og
gengið mjög vel.
Það kemur flatt upp á okkur ef
þeir eru að íhuga einhverja máls-
sókn á hendur okkur og þettu eru
fréttir sem ég trúi ekki. Ég get al-
veg sagt þér það að við höfum
aldrei heyrt frá þeim hvað þetta
varðar.“ -ÖB
Dæmdur fyrir kynferöis-
leg mök við stúlkubarn
DV, Akureyri:
Karlmaður á sjötugsaldri hefur í
Héraðsdómi Norðurlands eystra
verið dæmdur til 15 mánaða fangels-
isvistar vegna kynferðismaka og
kynferðislegrar áreitni við stúlku-
barn sem var tæplega 5 ára þegar
verknaðurinn átti sér stað í ársbyrj-
un á þessu ári.
Stúlkan var, vegna félagslegra að-
stæðna, vistuö þrívegis á tímilinu
1995-1997 á heimili mannsins í S-
Þingeyjarsýslu. Grunur vaknaði um
það á síðasta ári að stúlkan hefði
mátt þola kynferðislega áreitni og
var þá borin fram kæra til rann-
sóknarlögreglu ríkisins. Var m.a.
rætt við ákærða vegna þess máls en
kærumálið var síðar fellt niður þar
sem ekki þóttu koma fram gögn sem
leitt gætu til saksóknar.
í byrjun febrúar þegar stúlkan
var á heimili mannsins bárust fé-
lagsmálayfirvöldum kæra vegna
ætlaðra kynferðisafbrota ákærða
gagnvart stúlkunni og var stúlkan
þegar í stað tekin af heimili manns-
ins. Um það leyti leitaði ákærði að
eigin frumkvæði til skýrslugjafar
hjá lögreglunni á Húsavík og viður-
kenndi hann þar brot sín. Kvað
hann stúlkuna hafa haft 1 frammi
tilburði sem örvuðu sig kynferðis-
lega og hefði sá veikleiki hans leitt
til þess að hann hafði í frammi kyn-
ferðislega áreitni og mök við stúlk-
una.
Auk 15 mánaða fangelsisvistar
var ákærði dæmdur til greiðslu alls
sakarkostnaðar, þar með talin 50
þúsund króna saksóknaralaun og
sömu greiðslu til skipaðs verjanda
síns. -gk
Nýtt umsýslugjald Mjólkursamsölunnar:
Þúsundkall fyrir
litlar pantanir
„Afgreiðslugjaldið er hluti af nýju
kerfi sem verður tekið í notkun hjá
okkur 1. október. Allar pantanir
undir 5.000 kr. utan virðisauka-
skatts fá á sig 1.000 kr. umsýslugjald
nema varan sé sótt þá verður gjald-
ið 500 kr. auk virðisauka," segir Ad-
olf Ólason, sölustjóri Mjólkursam-
sölunnar, vegna væntanlegra breyt-
inga á sölukerfi fyrirtækisins.
„Þetta er ekki stór hluti okkar pant-
ana en við tökum þetta fyrir með-
höndlan á litlum pöntunum. Við
þurfum að keyra vörumar til við-
komandi, sjá um innheimtu, vera
með skrifstofuumsýslu, taka til nið-
ur á mjólkurkæli og selja. Það er
verið aö tala um að koma upp gegn-
sæju kerfi í mjólkuriðnaðinum, ein-
hvers konar afsláttarkerfl. Sams
konar kerfi eru alþekkt úti um allan
heim, einkum á Norðurlöndunum.
Magnafsláttarkerfi samsölunnar
má ekki renna neitt út í vömverðið
svo við erum bara að hagræða í
okkar rekstri." -ST
••
Íí
Stuttar fréttir
Helgi viö stýríð
Pétur Guðfinnsson útvarps-
stjóri réð Helga H. Jónsson sem
fréttastjóra Sjónvarpsins. Helgi
fékk fjögur atkvæði í útvarps-
ráði en Elín Hirst þrjú. Helgi er
ráðinn tO ársloka 1998.
Ágúst með 15 milljónir
Agúst Einarsson, þingmaður
jafnaðarmanna, hefur keypt hlut
í Dagsprenti, sem gefur út Dag-
Tímann, fyrir 15 milljónir króna.
Á morgun kemur blaðið út í
breyttri mynd.
Jón Axei keypti Póstinn
Jón Axel Ólafsson hefúr keypt
meirihluta í útgáfufélagi Helg-
arpóstsins, það er þann hlut sem
fyrrverandi ritstjóri og fram-
kvæmdastjóri blaðsins hafa ráð-
ið yfir. Fyrirtæki Jóns, Perluút-
gáfan, ætlar ekki að gefa út
Helgarpóstinn.
Deila um hestaleigu
Laxnesbúið krefst þess að
hestaleigan Laxnes fari af jörð-
inni Laxnesi en deilt er um af-
notarétt lands.
Minni lykt
Öflugur mengunarvarnabún-
aður verður settur í Krossanes-
verksmiðjuna við Akureyri á
næstunni. Þar með mun di-aga
úr lykt frá bræðslunni.
Forritaþjófa leitað
Lögreglumenn á vegum ríkis-
lögreglustjóra hafa farið i 46 fyr-
irtæki í leit að ólöglega fjölfóld-
uðum forritum.
Hæstir í sveitinni
Nemendur á samræmdu próf-
unum náðu hæstu einkunnum í
Laugarbakkaskóla og Stóru-
tjarnaskóla. í þessum skólum
munu nemendur hafa fengið yfir
sjö í meðaleinkunn. Dagur-Tím-
inn segir frá að fyrmefndir tveir
skólar hafi veriö með hæstu ein-
kunnimar.
Gengurvel
Útlit er fyrir að endurbótum á
stjómarráðshúsinu verði lokið
síðar á þessu ári og að forsætis-
ráðuneyti verði komið þangað
aftur fyrir jól. Dagur-Tíminn
sagði frá.
Einn til Rússlands
Mecklenburger Hoch-
seefischerei, dótturfyrirtæki Út-
gerðarfélags Akureyringa, hef-
ur selt einn af fimm togurum
sínum til Rússlands. Morgun-
blaðið greindi frá. -sme