Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Side 7
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 7 DV Fréttir •• Krossanesverksmiðjan: Oflugur mengunarvarna- búnaður í næsta mánuði DV, Akureyri: Öflugur mengunarvamabúnaður verður tekinn í notkun í Krossanes- verksmiðjunni á Akureyri í lok október. Þá ætti að draga verulega úr þeim óþægindum sem bæjarbúar hafa orðið fyrir vegna lyktar frá verksmiöjunni og þeim dögum mun fækka til muna þegar lykt finnst frá verksmiðjunni, auk þess sem lyktin verður minni þegar hennar verður á annað borð vart. Áætlaður kostn- aður við nýja búnaðinn nemur um 43 milljónum króna. Nýi búnaðurinn virkar þannig að reyknum frá bræðslunni er eytt i þvottatumi og við það breytist reyk- urinn í ósýnilegt loft sem þó er ekki lyktarlaust. Það loft er síðan leitt inn i brennsluofn við 800 gráða hita í y3 úr sekúndu. Við það brenna ammoníakssamböndin í loftinu og lyktin hverfur að mestu. Upphaflega átti að teka búnaðinn í notkun í september en töf á því er vegna van- efnda framleiðenda búnaðarins í Bandaríkjunum sem afgreiddu hann tveimur mánuðum siðar en samið hafði verið um. Á undanfomum ámm hefur verið lagt í mikinn kostnað við endurbæt- ur á verksmiðjunni og kaup á tækj- um og búnaði. Frá árslokum 1995, þegar nýir eigendur tóku við rekstr- inum, og til loka yfirstandandi árs mun um 300 milljónum króna hafa verið varið til þessara hluta. Þar við bætist hefðbundið viðhald sem einnig hefin- verið viðamikið. Krossanesverksmiðjan hafði frumkvæði að því að vinnsla var hafin á rækjuskel, árið 1991, og hef- ur lagt fjómm rækjuvinnslum á svæðinu til búnað til að skilja skel- ina úr pillunarvatninu áður en það fer í sjóinn. Þá framleiðir verk- smiðjan lýsi úr um 120 tonnum af lifur árlega og tekur við 7-8 þúsund tonnum af annars konar fiskúr- gangi til bræðslu frá fiskvinnslu- stöðvum á Eyjafjarðarsvæðinu. í Krossanesi er ennfremur búnaður til vinnslu loðnuhrogna og verk- smiðjan er stærsti hráefnisbirgir fóðurvörufyrirtækja á Eyjafjarðar- svæðinu. Starfsmenn í Krossanesi em 24 talsins allt árið, auk þess sem 6 manns starfa í fiskimjölsverk- smiðju félagsins f Ólafsfirði. -gk Ólafsfjöröur: Hrað- akstur inn- anbæjar DV, Akureyri: Lögreglan á Ólafsfirði hafði hendur í hári ökumanns nú í vikunni sem ók á 113 km hraða innanbæjar þar sem leyfður er 50 km hámarkshraði. Ökumað- urinn var sviptur ökuleyfi sínu á staðnum. Að sögn Guðna Aðalsteins- sonar, lögreglumanns á Ólafs- firði, hefúr ekki verið meira um hraðakstur í umdæmi lög- reglunnar þar að undanfömu en venja er. „Þetta kemur svona í bylgjum en er ekkert meira en venja er,“ segir Guðni. -gk Utanhússviögerðir standa nú yfir á einu af húsum Þjóöskjalasafns íslands. Einnig er veriö aö skipta um glugga og þak. Framkvæmdirnar hófust í vor og á þeim aö Ijúka í lok október. Gert er ráö fyrir aö viögeröirnar kosti 60 til 70 milljónir króna. DV-mynd Hilmar Pór „Malarnám“ í Skógargeröismel á Húsavík: Þetta er misskilningur - segir Einar Njálsson bæjarstjóri DV, Akureyri: „Það hefur ekki verið opnuð nein malamáma á þessum mel. Ef þeir sem komu á fundinn hafa skilið það þannig, þá er um misskilning að ræða,“ segir Einar Njálsson, bæjar- stjóri á Húsavík, um „meint" malar- nám Húsavíkurbæjar í Skógargerð- ismel sem er sunnarlega í bænum, skammt frá íbúðabyggð. Borgara- fundur var haldinn um málið á Húsavík í vikunni þar sem bæjar- stjóri skýri út fyrir á annað hundr- að fundarmönnum hvað um væri að vera. „Það sem þama á sér stað er að það er verið að færa til læk sem þama rennur. Þau mistök vom gerð á sínum tíma að þar sem lækurinn er tekinn í stokk var byggt ofan^i stokkinn íbúðarhús og í leysingum hefur stokkurinn ekki flutt allt það vatn sem hann átti að gera og vatn þá komið upp í kjallara íbúðarhúss- ins. Við sáum því ekki annað ráð en flytja lækinn og láta hann renna öðruvísi. Þaö var tekin sú ákvörðun að búa til farveg fyrir lækinn þannig að hann rynni út í Búðará og'það er það sem verið er að gera. Það stendur til að flytja efni úr far- veginum og það efhi verður notað, en það er ekki á dagskránni að þarna verði neitt malarnám," segir Einar Njálsson. Geta þá íbúar í nágrenni Skógar- gerðismels verið þess fullvissir að þama fari ekki fram malamám rétt við hús þeirra? „Það er talsvert af góðu malarefni í þessum mel og það hefur verið rætt að það væri skynsamlegt að vinna hluta af þeirri möl og nýta hana. Það hafa farið fram kannanir á því hvemig hægt væri að standa að malamámi þama en það er bara allt annað mál og tengist ekkert þessum lækjarfarvegi. Ef til þess kæmi að þama yrði farið í malamám þyrfti að liggja fyr- ir samþykkt bæjarstjómar sem ekki liggur fyrir í dag, og málið þyrfti að fara í umhverfismat. í svona fram- kvæmd verður ekki farið öðravísi en það yrði kynnt bæjarbúum frek- ar. Það em mjög skiptar skoðanir um hvort þarna eigi að vinna möl, það er hagkvæmt hvaö kostnað varðar en það yrði pólitísk ákvörð- un yrði það heimilað," segir Einar. -gk Uröun sorps á Vesturlandi: Ekki neikvæð umhverfisáhrif Námskeið í leáurvinnu 4.-5. október wo® LEÐURVÖRUDEILD 5YGGGARÐAR 7 • SELTJARNARNES S. 561 2141 • FAX 561 2140 GODUR VEIÐIMAÐUR NOTAR VANDAÐA GÆSA FLAUIU OLT gæsaflauturnar eru handunnar í Ameríku úr gegnheilum viö. Kynntu þér úrvaliö á næsta sölustaö. Umboðsmenn um ailt land Sportvörugerðin Heildsala-smásala Mávahlíð 41, Rvík, slmi 562-8383 Skipulagsstjóri ríkisins telur ekki að fyrirhuguð sorpurðun í Fílf- holtum í Borgarbyggð eða Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi hafi slæm áhrif á umhverfi - að uppfylltum til- teknum skilyrðum. Þetta er niður- staða skipulagsstjóra i kjölfar þess að umhverfisráðherra óskaði eftir frekara mati á umhverfisáhrifum sorpurðmlar á á svæðinu. Gert er ráð fyrir því að allt urðan- legt sorp á Vesturlandi verði urðað á öðrum hvomm staðnum. Þar verður því fyrst og fremst urðaður flokkaður heimilis- og framleiðslu- úrgangur, auk sláturúrgangs sem ekki er hægt að endurvinna og seyra. Spilliefhum verður ekki farg- að á urðunarstaðnum. í úrskurði skipulagsstjóra kemur fram að ekkert bendi til sérstaks vemdargildis urðunarsvæðanna og því hvorki þörf né ástæða til að flytja búsvæði. Þó er búist við nokkm tapi votlendissvæða en til mótvægis verður gerð áætlun um endurheimt votlendis. Þá verður haft samráð við Náttúmvernd ríkis- ins um efnistöku til urðunar og tryggt að ekki gæti mengunaráhrifa að sigvatni þar sem því verður veitt í Norðlæk. -kbb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.