Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Qupperneq 8
8
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
Útlönd
Indónesía:
Tíu þúsund berjast
við skógareldana
Allt með kyrrum
kjörum áður en
Nóra kemur
Fellibylurinn Nóra hélt áfrara
ferð sinni upp að Kyrrahafsströnd
Mexíkós snemma í morgun. Allt
var þó með kyrrum kjörum í
ferðamannabænum Ensenada þar
sem skemmtiferðaskip venja kom-
ur sínar.
Veðurfræðingar spá því að felli-
bylurinn komi á land í Suður-Kali-
fomíuríki um miðjan dag í dag.
„Við höfum engar áhyggjur því
ef eitthvað gerist erum við í guðs
höndum,“ sagði gengilbeinan
Santa Mendez.
Hafnarvörðurinn í Ensenada
sagði fréttamanni Reuters að bú-
ist væri við að fellibylurinn færi
beint yfir hafnarsvæðið. Reuter
BIFREIÐASTILLINGAR
NICOUU
Yfir eitt þúsund slökkviliðsmenn
frá Malasíu hafa verið sendir til
Indónesíu til að berjast við skógar-
eldana sem valdið hafa stórhættu-
legri mengun. Alls reyna nú um tíu
þúsund menn að ráða niðurlögum
eldanna sem herja á Súmötm og
Borneo. Yfir þrjátíu þúsund manns
á eyjunum hafa átt við öndunarörð-
ugleika að stríða vegna mengunar-
innar sem er einhver sú versta sem
orðið hefur i Suðaustur-Asíu. í gær
tilkynntu yfirvöld Indónesíu að
tveir hefðu látist af völdum meng-
unarinnar.
Bandarísk og bresk yfirvöld hafa
varað ferðamenn við að fara til
þeirra svæða þar sem mengunin er
sem verst. Hún nær norður til
Phuket í Tailandi og norðaustur til
Filippseyja.
Verst er mengunin á norðan-
verðri Borneo. Þar rikti í gær neyð-
arástand sjötta daginn í röð. Börn
hafa ekki sótt skóla og opinberar
skrifstofur hafa verið nær mann-
lausar. Fólk sér varla handa sinna
skil. Ökumenn hafa verið beðnir
um að hafa ljós á bílum sinum eða
hreyfa ekki bílana. Öldruðum og
veikum er ráðlagt að vera innan-
dyra og forðast áreynslu. Öllum al-
menningi er einnig ráðlagt að reyna
ekki mikið á sig utanhúss.
Margir kenna skógarhöggsfyrir-
tækjum og bændum um að hafa
kveikt eldana til að ryðja land fyrir
monsúnrigningamar. Rigningarnar
eru hins vegar seint á ferðinni núna
vegna E1 Nino hafstraumsins í
Kyrrahafi sem hefur áhrif á veður-
far um allan heim.
Ráðamenn í Indónesíu eru bjart-
sýnir á að slökkviliðsmönnum tak-
ist brátt að ná yfirhöndinni i barátt-
unni við eldana. Skógarsérfræðing-
ar hafa sagt að eldamir geti haft í
för með sér vistfræðilegt stórslys.
Alþjóðabankinn bauð i morgun
neyðarhjálp vegna eldanna. Japan-
ar hafa boðist til að senda búnað og
sérfræðinga til Indónesíu. Sérfræð-
ingar frá Kanada eru væntanlegir
þangað um helgina. Reuter
UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Fjallalind 34, þingl. eig. Helga Lilja Eyj- ólfsdóttir og Logi Einarsson, gerðarbeið- endur Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins og íslandsbanki hf., mánudaginn 29. september 1997 kl. 14.45. Gnípuheiði 11, 1. hæð 04-01-01, þingl. eig. Hjörleifur K. Júlíusson, gerðarbeið- andi Lögmenn Garðar og Vilhjálmur sf., mánudaginn 29. september 1997 kl. 13.15.
Daltún 18, þingl. eig. Guðbjörg Helga Pálsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingar- sjóður ríkisins og Bæjarsjóður Kópavogs, mánudaginn 29. september 1997 kl. 15.30.
Hlíðarhjalli 55,0001, þingl. eig. Anna H. Sveinbjömsdóttir, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður verkamanna, mánudaginn 29. september 1997 kl. 16.15.
Engihjalli 1,1. hæð D, þingl. eig. Daðey Steinunn Daðadóttir, gerðarbeiðendur Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkis- ins og Lífeyrissjóðurinn Framsýn, mánu- daginn 29. september 1997 kl. 14.15. Engihjalli 17,10% af 1. hæð E, þingl. eig. Anna Karin Juliussen, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands, mánudaginn 29. september 1997 kl. 14.00.
Hlíðarhjalli 63, 00-01, þingl. eig. Sigríð- ur Anna Guðnadóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna og Hh'ðar- hjalli 63, húsfélag, mánudaginn 29. sept- ember 1997 kl. 16.30.
SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI.
UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins aö Skógarhlíö 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- farandi eignum: Suðurlandsbraut 46, 91,2 fm skrifstofur á 3. hæð t.h., sem er na-hom 3. hæðar, ásamt 0402 64,2 fm geymslu í n-hluta í risi, þingl. eig. Upplýsingar ehf. (Info Ltd.), gerðarbeiðendur Handsal hf. verð- bréfafyrirtæki og Lífeyrissjóður Austur- lands, mánudaginn 29. september 1997 kl. 13.30.
Bjargartangi 14, Mosfellsbæ, þingl. eig. Stefán Jóhann Pálsson, gerðarbeiðandi íslandsbanki hf., höfuðst. 500, mánudag- inn 29. september 1997 kl. 10.00. Tjamargata lOb, 2. hæð, merkt 0201, þingl. eig. Monique Jaquette, gerðarbeið- andi Lífeyrissjóðurinn Framsýn, mánu- daginn 29. september 1997 kl. 13.30. Torfufell 27, 3. hæð til hægri, merkt 2-3, 3ja herb íbúð, ehl. 11,15%, áður 2. hæð t.h., þingl. eig. Guðbjörg Karitas Sigurð- ardóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, mánudaginn 29. september 1997 kl. 10.00.
Engjasel 85, 4ra herb. íbúð á 2. hæð t.v. ásamt stæði í bílageymslu, þingl. eig. Jó- hanna Rannveig Skaftadóttir og Ævar Sigmar Hjartarson, gerðarbeiðendur Bún- aðarbanki íslands, Húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar og Lífeyrissjóður versl- unarmanna, mánudaginn 29. september 1997 kl. 10.00.
SÝ SLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háö á þeim sjálf- um sem hér segir:
Háaleitisbraut 111, 4ra herb. íbúð á 2. hæð f.m., þingl. eig. Db. Helga Indriða- sonar, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, mánudaginn 29. sept- ember 1997 kl. 10.00.
Mosarimi 14, íbúð á 2. hæð t.h. merkt 0202 og bílastæði nr. 21, þingl. eig. Ingi- björg E. Þórarinsdóttir, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, mánudaginn 29. september 1997 kl. 10.00. Baldursgata 25b, 50% ehl. í íbúð á 1. hæð t.v., þingl. eig. Guðbjörg Erlín Guð- mundsdóttir, gerðarbeiðandi Húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar, mánudaginn 29. september 1997 kl. 16.00. Frakkastígur 8, ehl. 0109, 0110, 0111, 0112, 0113, 0114, 0115, 0116, 0117, þingl. eig. Símon Ólason, gerðarbeiðend- ur Gjaldheimtan í Reykjavík og Þráinn ehf., mánudaginn 29. september 1997 kl. 13.30.
Neðstaberg 4, þingl. eig. Hrafnhildur EU- ertsdóttir, gerðarbeiðandi Jón Ólafsson, mánudaginn 29. september 1997 kl. 10.00.
Njálsgata 106, 2 herb. og eldhús á 2. hæð v-hluti, merkt 0202, þingl. eig. Bjöm H. Jóhannesson, gerðarbeiðandi Eftirlauna- sj. starfsm. Búnaðarbankans, mánudag- inn 29. september 1997 kl. 13.30. Reykjadalur 1, íbúðarhús, Mosfellsbæ, þingl. eig. Erlingur Ólafsson, gerðarbeið- andi Mosfellsbær, mánudaginn 29. sept- ember 1997 kl. 13.30. Lokastígur 2, 1. hæð, merkt 0101, þingl. eig. Guðrún Hannesdóttir, gerðarbeið- endur Búnaðarbanki íslands og Gjald- heimtan í Reykjavík, mánudaginn 29. september 1997 kl. 15.00.
Lokastígur 16,4ra herb. íbúð á 3. hæð og bílskúr, þingl. eig. Bragi B. Blumenstein og Sigríður Þ. Þorgeirsdóttir, gerðarbeið- endur Gjaldheimtan í Reykjavík, Hús- bréfadeild Húsnæðisstofnunar, Inn- heimtustofnun sveitarfélaga og Póstur og sími hf., innheimta, mánudaginn 29. sept- ember 1997 kl. 14.30.
Sólvallagata 32a, 64 fm íbúð í kjallara og geymsla m.m., þingl. eig. Jón Valur Jens- son, gerðarbeiðandi Hjörtur Kristinsson, mánudaginn 29. september 1997 kl. 10.00.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
l'búi í Singapore batt vasaklút fyrir andlitið áður en hann fór í göngutúr með
hundinn sinn. Mengunin vegna skógareldanna frá indónesíu hefur borist
víöa um Suöaustur-Asfu. Sfmamynd Reuter
ísraelar við sama heygarðshornið:
Byggja fleiri hús á
Vesturbakkanum
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, lofaði þvi í gær að
haldið yrði áfram að reisa hús fyrir
gyðingalandnema á Vesturbakkan-
um. Sú stefna hefur einmitt komið
friðarferlinu í Mið-Austurlöndum á
heljarþröm.
Leiðtogi skæruliðasamtakanna
Hamas, Abdel-Aziz al-Rantissi,
sagði að enginn skortiu- væri á sjálf-
boðaliðum í sjálfsmorðsárásir í ísr-
ael. Hamasliðar hafa staðið fyrir
nokkrum slíkum árásum undan-
famar vikur. Tuttugu ísraelsmenn
hgfa fallið í valinn síðan 30. júlí.
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, telur að
áform Netanyahus og stjómar hans
um að reisa 300 heimili til viðbótar
fyrir gyðinga á Vesturbakkanum,
samrýmist ekki því andrúmslofti
fyrir s£tmningaviðræður sem hún
hafði vonast til að ná fram með
heimsókn sinni. Þetta kom ffam í
orðum talsmanns hennar i gær.
Netanyahu minntist ekkert á
áformin í simtali við Albright fyrr
um daginn. Reuter
Byssuvæddir gamlingjar
skutu og særðu ræningja
Vopnaður táningur, sem grunað-
ur er um að hafa framiö rán á veit-
ingastað í Jacksonville í Flórída þar
sem hópur eldri borgara sat, er nú á
batavegi eftir að hafa verið skotinn
af tveimur rosknum mönnum.
Að sögn lögreglu kom ungling-
urinn, sem er 17 ára, æðandi inn á
veitingastaðinn og veifaði hagla-
byssu. Skipaði hann gestum að
leggjast í gólfið. Það var þegar ung-
lingurinn skipaði þjónustustúlku að
opna peningakassann sem annar
mannanna skaut á hann. Hinn
skaut á eftir ræningjanum er hann
flúði. Reuter
Stuttar fréttir dv
í rétta átt
Samstöðuflokkarnir og Frels-
isbandalagið 1 Póllandi ræddu
stjórnarmyndun í gær og að
sögn þokaðist nokkuð í sam-
komulagsátt. Búist er þó við að
samningaviðræðurnar muni
reynast erfiðar.
Chirac til Moskvu
Jacques Chirac Frakklands-
forseti kemur
í þriggja daga
heimsókn til
Moskvu i dag.
Tilgangur
ferðarinnar
verður aðal-
lega að efla
efnahagsleg
tengsl landanna en þau eru frem-
ur veikburða um þessar mundir.
Króatar varaðir við
Bandarísk stjórnvöld hafa var-
að þau króatísku við því að ef
ekki verður gert eitthvað til að
koma bosníu-króatískum stríðs-
glæpamönnum undir manna
hendur verði gripið til aðgerða.
Tyrkir í írak
Um fimmtán þúsund tyrk-
neskir hermenn með skriðdreka
og brynvarða bíla eru komnir
inn í norðurhluta íraks eftir að
fréttir bárust um bardaga
kúrdískra uppreisnarmanna og
tyrkneskra hersveita.
Fulltrúar styðja Kim
Fulltrúar Pyongyang i norður-
kóreska kommúnistaflokknum
hafa lýst yfir stuðningi sínum
við Kim Jong-il sem næsta
flokksleiðtoga. Það þykir benda
til að undirbúningur fyrir form-
leg valdaskipti sé kominn í full-
an gang.
Vill fast sæti
Klaus Kinkel, utanríkisráð-
herra Þýska-
lands, hvatti
til þess í gær
að endi yrði
bundinn á um-
ræðurnar um
endurbætur á
Öryggisráði
SÞ, sem hafa
dregist mjög á langinn, og sagði
að land sitt mundi gegna mikil-
vægu hlutverki ef það fengi fast
sæti í ráðinu.
Umbóta er þörf
Nýr forseti Víetnams hefur ít-
rekað að umbóta sé þörf í land-
inu en að kommúnistaflokkur-
inn eigi að halda í alla stjómar-
tauma áfram.
NASA-maður í Mir
Bandaríska geimferðastofnun-
in (NASA) tilkynnir í dag að
bandaríski geimfarinn David
Wolf muni verða sendur um
borð í geimstöðina Mir.
Versnandi fer
Borgarastyrjaldir, minnkandi
alþjóðleg aðstoð og vanræktur
landbúnaöur hafa valdið því að
hægt hefúr á hagvexti í þeim
löndum sem verst eru á vegi
stödd.
Olíufélögin bíða
Olíufélög sem hafa fjárfest
hundruð milljóna króna í olíu-
leit í Atlantshafi verða að bíöa
fram undir helgi áður en bresk-
ur dómstóll kveður upp úr um
það hvort aðgerðir félaganna séu
löglegar.
Kæti með Gro
Norðmenn mæta hvarvetna
mikilli velvild
í garð Gro
Harlem
Brundtland,
fyrrum forsæt-
isráðherra,
sem hefur
mikinn hug á
að verða næsti
yfirmaður Al-
þjóða heilbrigðismálastofnunar-
innar.
Reuter