Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Síða 10
1» mennmg
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 30’^’
Egil sat down and put his shield
at his feet. He was wearing a hel-
met and laid his sword across
his knees, and now and again he
would draw it half-way out of the
scabbard, then thrust it back in.
He sat upright, but with his head
bowed low. Egii had verydis-
tinctive features, with a wide
forehead, bushy brows and a
nose that was not long but ex-
tremely broad. His beard grew
over a long, broad part of his
face, and his chin and entire jaw
were exceptionally broad. With
his thick neck and broad should-
ers, he stood out from other men.
When he was angry, his face
grew harsh and fierce. He was
well built and taller than other
men, with thick wolf-grey hair,
although he had gone bald at an
early age. When he was sitting in
this particular scene, he wrinkled
one eyebrow right down onto his
cheek and raised the other up to
the roots of his hair. Egil had
dark eyes and was swarthy. He
refused to drink even when ser-
ved, but just raised and lowered
his eyebrows in turn.
Egils saga 55. kafli.
Myndin er úr AM 426 fol.,
handriti frá 17. öld.
Bernard Scudder er afkastamikill þýðandi íslensks
skáldskapar og þýddi bæði Eglu og Grettlu fyrir nýju
útgáfuna á íslendingasögum á ensku sem kom út í
sumar hjá Bókaútgáfunni Leifi Eiríkssyni. Auk þess
var hann í ritnefnd útgáfunnar og hafði það sérstaka
hlutverk að fara yfir kveðskap í sögunum.
Form og innihald
Bernard þýddi líka kveðskap Grettis og Egils, og er
gaman að sjá hvað verður um dróttkvæði og drápur
þegar þeim er snúið á aðra tungu. Til dæmis verður
ennþá augljósara á nýju máli hvað Höfuðlausn Egils er
merkingarlaust kvæði.
„Já, það er partur af gríninu.
Þó að kvæðið sé langt og „vel
flutt“ segir það bókstaflega ekki
neitt!“ segir Bernard, „en þannig
er kannski einmitt myndin sem
Egill vildi gefa af Eiriki konungi.
Hins vegar held ég að skynjun Eg-
ils sé alveg einstök í miðaldabók-
menntum. Dæmi um það er
Sonatorrek þar sem við sjáum inn
í hina dimmu nótt sálarinnar hjá
heiðnum manni.
Það er alltaf ákveðin togstreita
á milli málskrúðs og innihalds í
dróttkvæðum. Við reyndum að
taka innihaldið fram yfir formið
þannig að þetta er ekki bundið
mál í þröngum skilningi. Textinn
vildi þá bæði stækka í þýðingunni
af því hann er svo knappur í
frummálinu en líka skreppa sam-
an af því að merkingin er svo ein-
hæf og rýr. Auðvitað eru undan-
tekningar, sérstaklega hjá Agli.
Næsterfiðast var að þýða sam-
tölin, vegna þess að munurinn á
ritmáli og talmáli í sögunum er
ekki mikill en í enskum texta er
áberandi munur á þessu tvennu. Þar aö auki þarf að
gefa til kynna hver talar. Kóngur má ekki tala sama
mál og þræll - og þó! Það er erfitt að finna réttan blæ
til að gera þetta sannfærandi."
Bernard Scudder -
Á erindi við nútímann
- Hvernig kunnirðu við Egil eftir alla vinnuna við
hann?
„Ég varð mjög hrifinn af honum,“ segir Bernard án
þess að hugsa sig um. „Eiginlega lít ég á hann sem
frum-pönkarann! Og ég ber mikla virðingu fyrir þess-
ari manngerð. Hann skammast sín aldrei fyrir neitt og
hann hefur skilning á sjónarspili. Hann er alltaf með
stæla og það gefur honum þrívídd. Hann gerir eitt og
annað bara til að sjokkera - alveg eins og Johnny Rott-
en, gæti ég hugsað mér. Þetta er mikilvægt atriði því
slík persónugerð höfðar til nútímalesenda.
Týpur af þessu tagi vaða uppi 1 íslendingasögunum
en eru hverfandi fáar annars staðar i miðaldabók-
menntum. Svona sálfræðileg dýpt og fjölbreytni er
jafnvel sjaldan til hjá Chaucer. Og markmiðið með þýð-
ingunum okkar er að gera þessar persónur þá nútíma-
menn sem þeir eru.
Þegar Egill ætlar að svelta sig i hel, til dæmis, er það
leikaraskapur að mínu viti. Á bamslegan hátt er hann
að kalla á athygli. Hann lætur Þorgerði ekki plata sig
einn af þrjátíu þýöendum íslendingasagnanna á ensku.
- enda veit hún lika að hann er að leika. Það er þessi
sálfræði sem mér finnst ekki koma fram í bókmennt-
um almennt fyrr en á 20. öld - kannski fyrir utan
Shakespeare."
- Heldurðu að almennir lesendur erlendis muni
kveikja á sögunni um Egil eins og þú hefur gert?
„Ég ætla að vona það. Ég veit að allir sem hafa les-
ið Eglu í öðrum þýðingum hafa hrifist af manninum,
og það sama gildir um ákveðnar persónur aðrar í sög-
unum. Mönnum kemur á óvart hvað lýsingarnar eru
margbrotnar. Atburðarásin er í rauninni aukaatriði,
tækifæri fýrir persónumar til að fara á kostum.
Mannssálin í stækkaðri mynd er aðalatriðið.“
Frum-p önkar inn
fundinn
Skemmtilegir tónleikar
Barnarokk í
Norræna húsinu
f, Á morgun kemur til landsins hópur
| barna og unglinga frá Danmörku sem
| kallar sig „Vesterbro ungdomsgárds
■ sanggruppe". Fyrirbærið Vesterbro
ungdomsgárd er fjörutíu ára gamalt og
| var upphaflega sett á fót til að gefa
| bömum og unglingum í fátækrahverf-
inu á Vesturbrú í Kaupmannahöfn
■ tækifæri til að kynnast listum og list-
I iðkun, skáldskap, leikhúsi, tónlist og
svo framvegis. Fjöldamargar hljóm-
plötur hafa verið gefnar út á vegum
8 þessa félagsskapar og bækur eftir með-
f limi hans, auk þess sem hópar frá hon-
| um hafa troðið upp víðsvegar innan og
: utan Danmerkur.
Hingað kemur tæplega 40 manna
| sönghópur sem mim syngja í skólum í
Hafharfirði, Garðabæ, Akranesi og
| Keflavík og ljúka dvölinni með tónleik-
1 um í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17 laug-
ardaginn 4. október. En fyrstu tónleik-
amir verða 1 Norræna húsinu núna á
laugardaginn kl. 16. Þar verður leikin
rokktónlist og rólegri tónlist í bland,
og inn á milli lesa krakkarnir frum-
samin ljóð. Þetta eru kraftmikil ung-
menni sem hafa miklu að miðla. Að-
(gangur er ókeypis.
Stærðfræði-
j námskeið fyrir alla
| Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar hefur
| hafið átak til að efla stærðfræði-
* kennslu í grunnskólum sínum. Skóla-
{ nefnd bæjarins var ekki ánægð með út-
í komu úr samræmdum prófum og leit-
| aöi til Freudenthalstofhunarinnar í
J Hollandi til að athuga hvað hægt væri
| að gera til úrbóta. Nú eru komnir tU
landsins tveir fulltrúar þaöan, dr. Jan
| de Lange og dr. Marja van den Heuvel-
{ Panhuizen tU að halda fyrirlestra og
{námskeið um stærðfræðinám og
| stærðfræðikennslu fyrir hafnfirska
{ kennara. Á laugardaginn kl. 9-15
j verða þau svo með opið námskeið fyr-
{ir aUt áhugafólk um stærðfræði-
kennslu í Frímúrarahúsinu, Ljósutröð
j 2. Þátttöku skal tilkynna tU Skólaskrif-
j stofu Hafnarijarðar.
Freudenthalstofnunin er virt á sínu
j sviði í Evrópu og Bandaríkjunum fyr-
j ir rannsóknir og námsefhi. Skólanefiid
Hafnarfjaföar kaUar hana tU svo að
hægt verði að komast að því hvernig
ástandið er nákvæmlega.
„Við erum að láta athuga hvernig
j námsefnið er lagt fyrir, hvar nemend-
! ur byrja að dala og hvar í ferlinu við
* þurfum að bæta,“ segir Þórleif Drifa
{ Jónsdóttir kennslufuUtrúi. „Við höfum
j þegar sett af stað tvö námskeið fyrir
| kennara yngri og eldri barna. Kennar-
Iar á þeim eru íslenskir, en þangað
koma svo HoUendingamir og segja frá
sínum hugmyndum. Þetta er tveggja
ára átak og við emm rétt að byrja. En
meiningin meö því að fá Hollending-
ana tU okkar núna er að hleypa
svolitlu lofti í átakið með hugmyndum
? annars staðar að. Svo er spumingin
l hvað við getum nýtt okkur af þeim.“
: Nánari upplýsingar fást í síma 555
Vel heppnaðir tónleikar voru haldnir í Lista-
safni íslands síðastliðið mánudagskvöld. Þeir
eru hluti tónlistarhátíðarinnar Ung Nordisk
Musik sem nú er haldin hér á landi í fimmta
sinn.
Hátíðin er helguð verkum tónskálda frá
Norðurlöndum sem öU era yngri eða rétt um
þrítugt. Svona er tíminn afstæður, handbolta-
maður um þrítugt er í eldri kantinum en tón-
skáldin eru rétt að slíta bamsskónum um sama
leyti. Flestir hljóðfæraleikararnir era líka vald-
ir með tiUiti tU aldurs; þarna gefst því tækifæri
tU að heyra og sjá þau sem móta og miðla
menningu okkar norræna menningarkima
næstu áratugina.
Á efnisskránni vora sex verk en aðeins fimm
þeirra vora flutt - Partita eftir Þorkel Atlason
þarf enn að bíða flutnings. Þetta er víst í ann-
að skiptið sem flutningi er frestað á verkinu og
vekur það í sjálfu sér forvitni.
Koyaaq eftir Perttu Haapanen er einleiks-
verk fyrir píanó og var flutt af Kari Tikkala.
Rómantísk áheyrUeg tUþrif sett fram í sterkri
andstæðu við tærleika sköpuðu væntingar um
framvindu sem tók svo aftur aUt aðra stefnu.
Píanóleikarinn stílfærði og lék af miklu öryggi.
Board is Lit for Causin It eftir Mattias Sven-
son frá Svíþjóð er einhvers konar stórborgar-
erting skrifuð fyrir flautu og fagott. Höfundur
er skemmtilega frjáls og hugmyndaríkur í
vinnu sinni en enn vantar nokkuð á úrvinnslu
og heildarmynd. Hann sýndi í upphafi leikni
sína í stUbrigðum sem oftlega eru tengd Banda-
ríkjunum, þó svo okkar vestræni heimur sé aU-
ur undirlagður, en vann sig svo skemmtilega út
úr þeim heimi og drap víða niður fæti áður en
síðasti tónninn hljómaði. Feöginin Malin og
Hans Samuelsson fluttu og gerðu mjög vel, sér-
staklega vakti leikur hins reynda fagottleikara
mikla hrifningu.
Davíð Franzson var fuUtrúi íslands á þessum
tónleikum. Fimm ljóð um nóttina er tUgerðar-
laus og músíkölsk tónsmíð fyrir einleiksflautu.
Emilía Rós Sigurðardóttir flutti næturljóðin af
skilningi og bar okkur í gegnum blæbrigði næt-
ur og út í bjartan morguntaktinn sem sló sig
fast inn í vitundina.
Píanótríó eftir Tage Tysland frá Noregi var
eina verkið þar sem tónskáldið virtist enn láta
Tónlist
Sigfríður Bjömsdóttir
sér nægja sína eigin barnslegu furðu yfir
hljómi hljóðanna. Alla úrvinnslu og stefnu
skorti. Hljóðtjöld og stemningar geta jú verið
áheyrileg en ekki sérlega áhugaverð þegar á
aUt er litið. Hljóðfæraleikurinn var vandaður
og virtist gera það sem hægt var að gera fyrir
verkið. Þau Sif Tulenius fiðluleikari, HrafnkeU
Orri EgUsson seUóleikari og Tinna Þorsteins-
dóttir píanóleikari gerðu vel en gaman hefði
verið að heyra þau flytja meiri tónsmíð.
Koncert eftir Lasse Laursen frá Danmörku
var síðast á efnisskránni. Verkið er skrifað fyr-
ir tvö píanó og sembal en það vora þau Ástríð-
ur Haraldsdóttir á sembal, Hrönn Þráinsdóttir
og Steingrímur ÞórhaUsson píanóleikarar sem
fluttu. Þessi sérstaka samsetning hljómaði
mjög áhugaverð. Laursen vann í fóstum takti
ágætar fléttur, hljómrænar og lagrænar. Hlut-
verk sembalsins var hins vegar næstum eins og
háðslegt, konserthugmyndin, sem titiUinn vís-
ar í, er gjörólík þeim einfoldu stróf-
um sem hljómuðu í sembal. En þetta
var vel fram yfir mitt verkið
skemmtUegt áheyrnar - kjörin tónlist
fyrir bíómyndina Piano II, þar sem
tvo flygla ræki á fjöru einhverra sem
fyrir ættu sembal. Þannig myndi
hinn klassíski ástarþríhyrningur
einnig speglast í hljóðfæraskipaninni.
Tónskáldið hefði mátt vinna mark-
vissar í síðari hluta verksins en í það
mun einmitt líf hans fara - að ydda
tónhugmyndir. Flutningurinn var
góður og sérstaklega ánægjulegt að
upplifa hvað leikur hinna ungu hljóð-
færaleikara var almennt vel útfærð-
ur.
Það sem er skemmtUegast við tón-
leika sem þessa er að forvitni og
spenna kemur í stað þeirrar svæfandi nautna-
hyggju sem aUa jafna mettar loftið á tónleikum
þar sem topp fimmtíu frá síðastliðnum þremur
öldum eru flutt aftur og aftur. Ekki skal það í
efa dregið að góð list er sígUd en listunnandinn
þarf að vera vakandi og verja sig fyrir síbylju
gamaUa rjómatertna. Að öðram kosti missir
hann af lífinu i listinni því tónlistin er jú ein af
leiðum mannsins til að upplifa sig í heimi sem
aldrei verður að fuUu skilinn og skilgreindur
með orðum. Sannur tónlistarunnandi leitar því
í samtíma sínum að hinum sígUdu gildum alb-
ar listar.
2340
Fyrir lífið
Svöluleikhúsið
frumsýnir á laugar-
dagskvöldið nýtt dans-
verk eftir Auði
Bjarnadóttur og Lára
Stefánsdóttur sem þær
nefna „Fyrir lífið".
Þetta er dansleikur
fyrir tvo dansara um
úlfakonuna sem skríð-
ur yfir holt og hæðir
og safiiar beinum sem
hún syngur líf í.
Tónlistin er eftir
Áskel Másson sem
flytur hana sjálfur á
sýningunni og hjálpar
úlfakonunni að magna
seið sinn. Dansarar
eru Lára Stefánsdóttir
og Jóhann Björgvins-
son og sýningar verða
í Tjamarbíó.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdótdr
Leikmyndin viö
„Fyrir lifiö“ er eft-
ir Ragnhildi Stef-
ánsdóttur mynd-
höggvara.