Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1997, Síða 15
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
15
Ríkistónlistarhús?
Sumum er mikið niðri fyrir þeg-
ar tónlistarhús berst í tal. Þannig
skrifar Árni Bjömsson læknir
grein hér i blaðið 15. þ.m. og telur
að það sé það „móðgun við tónlist-
arfólkið okkar“ ef ríkið reisir ekki
hið fyrsta „fullkomið“ hús fyrir
tónlist
Samvinna við aðra um nýtingu
væri meira að segja ekki „viðun-
andi þak“ yfir tónlistina, að mati
Áma. Hann minnist á gamla áætl-
un, sem hann þó viðurkennir að
mundi ekki standast, um að húsið
gæti kostað 3 milljarða króna en
það mundi þýða rúmar 11.000
krónur á hvert mannsbarn á land-
inu. Fjögurra manna fjölskylda
þyrfti því að reiða fram litlar
44.000 krónur fyrir tónlistarhúsið,
ef svo ólíklega vildi til að áætlun
stæðist. Nú má vel vera að Árni sé
ekki feiminn við slíkar upphæðir
en ég leyfi mér að fullyrða að
ýmsa munar um minna.
Grein Áma endurspeglar að
vissu leyti þann tón sem farinn er
að heyrast sums staðar í þjóðfélag-
inu um að í lagi sé að slaka á í rík-
isfjármálum og eyða í nokkur
gæluverkefni. Slík hugsun kann
þó að reynast þjóð-
inni dýr.
Er réttlætanlegt aö sækja 11.000 krónur í vasa hvers íslendings í þágu tónlistarhúss?
Dýr rekstur
Það er m.a. vegna
þess að gæluverk-
efni á borð við tón-
listarhús kosta ekki
aðeins stórar fúlgur
í upphafi heldur
líka mikið í rekstri.
Föst útgjöld hins op-
inbera aukast því
við hvert verkefni af þessu tagi og
reynist það sérstaklega erfitt þeg-
ar verr árar en nú, eins og menn
ættu að kannast við eftir niður-
skurðarumræður síðustu ára.
Auðvitað má svo sem halda því
fram að til séu fjármunir í tónlist-
arhúsið, allt sem þurfi sé vilji til
verksins.
Þetta er að vissu leyti rétt. Hægt
væri að hækka skatta verulega til
að standa undir byggingunni.
Einnig væri hægt að klípa af laun-
um kennara eða loka deildum
sjúkrahúsa. Þetta er í raun það
„Fjögurra manna fjölskylda
þyrfti því að reiöa fram litlar
44.000 krónur fyrir tónlistarhús-
ið, ef svo ólíklega vildi til að
áætlun stæðist.“
sem stuðningsmenn tónlistarhúss
á kostnað ríkisins eru að biðja um,
þótt þeir af einhverjum ástæðum
kjósi að orða það með öðrum
hætti. Finnist mönnum þetta
spennandi tilhugsun þurfa þeir að
minnsta kosti ekki að hafna tón-
listarhúsi á þeim forsendum að
ekki sé til fjármagn.
Farið í vasa fólks
En þá má ekki gleyma því að
það er alls ekki sjálfgefið að rikið
ætti að reisa tónlistarhús og reka
það þótt peningamir til þess fynd-
ust. Það er langt því
frá sjálfgefið að rétt-
lætanlegt sé að fara í
vasa fólks og taka
þaðan 11.000 krónur í
þágu tónlistarhúss.
Sem dæmi má taka að
ýmsir þjóðkunnir
tónlistarmenn gengu
fyrir nokkram árum
um Kringluna og ósk-
uðu eftir framlögum
til byggingarinnar og
er ekkert við slíkt að
athuga. En hvað ætli
fólki hefði þótt ef tón-
listarmennirnir hefðu
ekki beðið um fram-
lag heldur sótt það
sjálfír í vasa þess?
Það væri líklega ekki
mikil stemning fyrir
slíku.
Við verðum að velta því fyrir
okkur hvenær réttlætanlegt er að
hið opinbera fari í vasa okkar og
hvenær ekki. Því þótt eðlilegt
Kjallarinn
Haraldur
Johannessen
háskólanemi
kunni að vera að fólk
sé látið greiða skatta
til að halda uppi lög-
um og reglu og nauð-
synlegri heilsugæslu,
svo að dæmi séu tek-
in, er alls ekki þar
með sagt að réttlátt sé
að fara í vasa þess í
hvert sinn sem hópi
manna dettur i hug
að óska eftir stuðn-
ingi ríkisins við
áhugamál sitt, jafnvel
þótt áhugamálið sé af
hinu góða.
Með þvi sem hér hef-
ur verið sagt er ég
vitaskuld ekki að
mæla gegn því að
einkaaðilar reisi og
reki tónlistarhús,
slíkt væri þvert á
móti ánægjuefni. En við verðum
að vera án hússins ef einkaaðilar
geta ekki fjármagnað það.
Haraldur Johannessen
Ufeyrissjóður - til hvers?
Nú í dag verður haldin ráð-
stefna um lífeyrismál aldraðra á
vegum Öldrunarráðs í samvinnu
við Landssamband eldri borgara.
Megintilgangur er áð við fáum að
kynnast hvemig lífeyris- og fjár-
málum aldraðra er fyrir komið í
nágrannalöndum okkar og hér
heima. Þar sem lífaldur fólks í
hinum vestræna heimi hefur verið
að lengjast á undanfornum áratug-
um hafa átt sér stað miklar um-
ræður m.a. um lífsgæði fólks á efri
árum.
Flestar Evrópuþjóðir hafa lífeyr-
issjóði en það er misjafnt hvort
meginstefnan er sjóðssöfnun eða
gegnumstreymi.
En nú á síðustu
árum hafa mörg
stór sambönd
launafólks og at-
vinnurekenda,
m.a. í Danmörku,
valið lífeyrissjóða-
fyrirkomulag
byggt á sama
grunni og sam-
tryggingarsjóðir,
sem stofnaðir
vora hér á landi
fyrir áratugum.
Gífurlegur vandi
Gegnumstreymissjóðir, þar sem
ábyrgð launagreiðanda kemur
ekki til greiðslu fyrr en launþeg-
inn fer á eftirlaun, hafa m.a.' kom-
ið ríkisstjómum Ítalíu og Frakk-
lands í veruleg vandræði og er þar
skemmst að minnast verkfalls
vörabílstjóra í Frakklandi vegna
lífeyrisaldurs og ábyrgðar ríkis-
sjóðs. Ríkissjóðir þessara landa
eru i gífúrlegum vanda vegna lif-
eyrisgreiðslna og hafa margir talið
að reynsla þeirra sanni að heppi-
legra sé að launafólk eigi aðgang
að lífeyrissjóði sem tryggi þeim líf-
eyrisrétt í réttu hlutfalli við
vinnulaun yfir starfsævina og að
sá lífeyrisréttur sé ekki takmark-
aður við ákveðinn árafjölda (sér-
eignasjóðir) heldur njóti launþeg-
inn svo lengi sem hann lifir.
Hópur sérfræðinga á vegum
ESB vann aö skýrslu um lífeyris-
mál ESB-landanna fyrir örfáum
árum og kom þar m.a. fram að
gegnumstreymiskerfið stefnir víð-
ast í þrot. Þeir mæla eindregið
með því að þjóðir, sem byggjast á
gegnumstreymiskerfi, fikri sig yfir
í sjóðsöfhunarkerflð og losi sig þar
með úr óbærilegum
vanda. Þá benda þeir
á að sjóðsöfnúm
stuðli að almennum
hagvexti, lítill spam-
aður sé ein af orsök-
um hárra vaxta í
Evrópu.
Öryggissjóöur
Lífeyrissjóðir á al-
menna vinnumark-
aðnum uppfylla þessa
kosti vel. En megin-
tUgangur með
greiðslu í lífeyrissjóð
er að eiga öryggissjóð
tU eftirlaunaáranna.
Fólk, sem nú er á
miðjum aldri, mun
eiga fuUa starfsævi á
bak við sínar lífeyris-
greiðslur þegar það
tekur eftirlaun á
næstu öld. Þótt almenna lífeyris-
sjóðakerfið sé að mestum hluta
ekki eldra en frá árinu 1970 er það
farið að hafa veruleg áhrif á flár-
hagsstöðu eldra fólks og er því al-
varlegt tU þess að vita að misvitr-
ir pólítíkusar haldi að aðalmálið
sé aö reka lífeyrissjóði þar sem
svo miklir peningar séu í vörslu
sjóðanna.
Nú þegeir staða almennu sjóð-
anna er komin á fastan og öragg-
an grann þá væri það vítavert gá-
leysi að hrófla við stoðum þeirra.
Meginmarkmið þessara sjóða er
að tryggja fólki betra
líf á efri árum. TU
þess að geta tryggt
þetta markmið sem
best þarf að vera
hópáhættudreifing
samkvæmt trygginga-
fræðUega réttu mati.
Þess vegna hafa
samningsaðUar að líf-
eyrissjóðum á al-
menna vinnumark-
aðnum valið m.a. 10%
iðgjald því með því er
hægt að tryggja sjóðs-
félögum eUilífeyri,
maka- og bamalífeyri
auk örorkulifeyris. Ef
tryggingafélag ætlaði
að bjóða hliðstæða
tryggingu mundi ið-
gjald vera margfalt
það iðgjald sem nú er
tU lífeyrissjóðs.
Þess vegna er svariö við upp-
hafsspumingunni „Lífeyrissjóður
- tU hvers?“ þetta: Með því tryggir
maður sig best fyrir áfóUum í líf-
inu og fyrir þokkalegri afkomu á
efri árum sem ekki er háð afkomu
ríkissjóðs á hverjum tíma eins og
eUUífeyrir almannatrygginga held-
ur á þvi sem lagt hefur verið tU
hliðar með reglulegum spamaði í
lífeyrissjóð. Með uppsöfnunarkerfi
lífeyrissjóða er horft tU framtíðar.
Þórunn H. Sveinbjömsdóttir
„Nú þegar staða aimennu sjóð-
anna et komin á fastan og örugg-
an grunn þá væri það vítavert gá-
leysi að hrófla við stoðum þeirra.
Meginmarkmið þessara sjóða er
að tryggja fólki betra líf á efri
árum.u
Kjallarinn
Þórunn H.
Sveinbjörnsdóttir
formaöur SAL og Starfs-
mannafélagsins Sóknar
Með og
á móti
Styttugjöf með
Bailey’s líkjör:
ÁTVR
komið
út í móa
Þegar verið er að setja bann-
reglur við tUteknum þáttum at-
vinnustarfsemi, sem annars er
lögleg, verður
oft erfitt að
finna hinn
gullna meðal-
veg. Með þvi
að neita að
taka við
líkjörnum í
þessu tUviki
tel ég að ÁTVR
hafi ekki ein-
asta farið út af
veginum held-
ur sé komið
langt út í móa. Þannig er, að þó
svo að áfengislög banni auglýs-
ingar á áfengi þá hafi dómstólar
ekki treyst sér tU þess aö halda
því banni tU streitu þar sem það
hefti um of tjáningarfrelsi
manna. Auglýsing í þessu sam-
bandi er talin vera tilkynning tU
almennings. Það er deginum ljós-
ara að stytta eins og þær sem hér
um ræðir og hengdar voru á sölu-
vöruna sjálfa geta á engan hátt
talist tilkynningar tU almenn-
ings. Ef svo væri mætti aUt eins
kreflast þéss að flarlægja þyrfti
aUa miða af áfengisflöskum, því
hvað era þeir annað en tilkynn-
ingar tU almennings? Með þessu
framferði tel ég ÁTVR hafa tekið
sér mun meira vald en henni er
ætlað samkvæmt lögum. Þar fyr-
ir utan er hér um ákaflega falleg-
ar og smekklegar styttur að ræða
sem út af fyrir sig eru næg rök
með því að leyfa þeim að hanga á
viðkomandi áfengisflöskum.
Hvetur til
áfengis-
neyslu
Við í Áfengisvarnaráði erum
algjörlega á móti svona markaðs-
setningu á áfengi. Þarna er um
að ræða auka-
markaðssetn-
ingu á víni sem
okkur finnst
mjög óeðlileg.
Það er ekki
hægt að mæla
með því að láta
einhver leik-
fong fylgja með
áfengi eins og
því sem hér
um ræðir.
Svona leikfong
höföa oft til barna og þau vilja
gjarnan leika sér með styttur lík-
ar þeim sem verið er að reyna aö
gefa. Svona styttum er ekki stillt
upp í hUlur og þá fá börnin gjarn-
an leikfangið í hendur. Hvaða
boðskap er þá verið að innleiða
sem kemur úr þessari átt? Það er
mjög óviðeigandi að gefa svona
bamaleikfang ‘með áfengi. Þetta
er markaðssetning sem hvetur
fólk til áfengisneyslu, auk þess
sem þetta flytur vafasöm skila-
boð til bamanna sem leika sér
með leikfangið. -HI
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@,centrum.is
Alexandor Alexand-
ersson, deildar-
stjóri hjá Áfengis-
varnaráði.
Baldvin Hafstelns-
son, lögfræóingur
Samtaka verslunar-
innar.