Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Page 6
w lönd LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 A þriðja hundrað fórust í flugslysi stuttar fréttir Friðarverölaun Nóbels Talið er líklegt að alþjóðleg | samtök, sem berjast fyrir banni gegn jarðsprengjum, eða kínverski andófsmaðurinn Wei Jingsheng hljóti friöar- ? verðlaun Nóbels í ár. Winnie yfirheyrð Sannleiksnefhd S-Afríku til- kynnti í gær að haldið yrði áfram fyrir luktum dyrum rannsókn á meintri að- ild Winnie Mandela á morðum og mannrán- um. Henni hefur þó verið lofað opinberri yfirheyrslu síðar. í lífstíðarfangelsi Bosníuserbinn Nikola Jorg- ic var í gær dæmdur í Þýska- j landi í lífstíðarfangelsi fyrir : að hafa leitt dauðasveit sem drap múslíma. KJötætur í hættu Þeir sem borða meira en 140 g af rauðu kjöti á dag ættu að minnka skammtinn vegna hættu á krabbameini í ristli. Bresk yfirvöld greindu frá } hættunni í gær. Mafíubossar dæmdir Dómstóll á Sikiley dæmdi í gær mafluforingjann Sal- vatore „Toto“ Riina og 23 nán- ustu aðstoðarmenn hans í lifs- tíðarfangelsi fyrir morðið á saksóknaranum Falcone. Banvænt buff Bandaríska landbúnaðar- ráðuneytið rannsakar nú frétt- ir um að S-Kóreumenn hafi fundiö hina banvænu E. coh bakteríu í farmi af frosnu nautakjöti frá Bandaríkjun- um. Jöfn kynjaskipting Kjell Magne Bondevik, for- sætisráð- herraefni norsku mið- flokkanna, sem nú reynir að mynda stjórn, segir þaö mark- mið sitt að konurfái að minnsta kosti 40 prósent ráð- herrastólanna. Fjöldamorð guðs verk Róttæk samtök múslíma í Alsir segja síðustu fjöldamorð- in þar vera guðs verk. Samtök- in hafna vopnahléi og segjast ætla að halda áfram hryðjuverkum. Reuter Bensínið lækkar í september hefur heims- markaðsverð á bensíni lækkaö, bæði af 95 og 98 oktana bensíni, eftir mikla hækkun í ágúst. Hins vegar hefur hráolíuverð farið frekar upp á við. Nokkuð miklar sveiflur hafa verið í sumar á verðbréfamörkuðum víðs vegar í heiminum en síðustu vikur hefur þó leiðin legiö nokkuð upp á við á flestum stööum nema hvað vísitala þeirra í New York, Dow Jones, er á niðurleið. Tvö hundruð þrjátíu og fjórir far- þegar og flugliðar létu lífið er indónesísk Airbus þota fórst í gær á norðurhluta eyjunnar Sumötru í Indónesíu. í gær var ekki ljóst hvort rekja mætti slysið til mengunar- skýsins vegna skógareldanna á svæðinu. Að sögn fulltrúa Garuda flugfé- lagsins virðist sem þotan hafi rekist utan í fjallshlíð og síðan hrapað niður í djúpa gjá og brotnað í tvennt. Flugvélin var að nálgast al- þjóðaflugvöllinn við Medan er slys- ið varð. Hún var að koma frá Jakarta. Skyggni var 500 til 600 metrar og flugvöllurinn var opinn. Flugvallarstarfsmenn sögðu að þeir Að minnsta kosti tíu manns týndu lífi þegar tveir öflugir jarðskjálftar riðu yfir miðhluta Ítalíu í fyrrinótt og í gærmorgun. Leitað var að fleiri fórnarlömbum skjálftanna í húsa- rústum í gær. Sex manns létu lífið í fyrri skjálft- anum sem skók þorp í Apennínafjöll- um. Þorpsbúar þustu út á götur skelfingu lostnir. „Það er allt eyðilagt. Ég á ekkert eftir,“ sagði Gianni Rica, sjötugur íbúi í þorpinu Collecurti. Frændi hefðu misst samband við flugvélina um 15 mínútum áður en hún átti að lenda. Björgunarmenn óðu vatn og leðju til að komast að flakinu sem var brunnið og brotið. Aðstæður til björgunarstarfa voru mjög erfiðar. Alþjóðlegir sérfræðingar hafa oft gagnrýnt ástand flugmála í Indónesíu. Segja þeir meðal annars æfingum og viðhaldi áfatt. Flugfélagið Malaysia Airlines til- kynnti í gær að það hefði aflýst flugi til fimm flugvalla í Malasíu um kvöldið vegna áframhaldandi lélegs skyggnis. Kuchingflugvöllurinn á eyjunni Borneó, sem lokaö hafði verið öðru hverju, vegna skógareld- hans og frænka týndu lífi í fyrri skálftanum. Þeim tókst ekki að kom- ast út og grófust í rústum húss síns. „Ég gat ekkert gert. Þetta hrundi allt saman," sagði Rica grátandi. í Assísí létu fjórir lífið í seinni skjálftanum. Tveir munkar létust er þak kirkju heilags Frans hrundi. Síð- ar fundu björgunarmenn lík tveggja annarra í kirkjunni sem skemmdist talsvert. í fyrstu var óttast að freskur Giott- os í kirkjunni hefðu skemmst en þær anna í Indónesíu, var opnaður á ný í gær. Talið er að allt að 600 þúsund hekt- arar skóglendis hafi orðið eldunum að bráð. Nær 10 þúsund manns reyna að ráða niðurlögum eldanna sem hafa valdið stórhættulegri mengun. Fjölmargir útlendingar hyggja nú á brottfór frá Malasíu vegna meng- unarinnar, að sögn vestrænna stjórnarerindreka. Embættismenn heilbrigðisráðu- neytisins í Malasíu hafa greint frá því að um 15 þúsun d manns, flestir böm og aldraðir, hafi leitað aðstoð- ar vegna veikinda af völdum meng- unarinnar. Reuter virtust hafa sloppið. Árlega koma milljónir ferðamanna til að skoða freskumar. Ýmsar aðrar sögufrægar byggingar í Assísí urðu einnig fyrir skemmdum. Mesta eyðileggingin varð í bæjun- um Collecurti og Cesi. Talið er að að minnsta kosti tvö þúsund manns í Umbríu hafi misst heimili sín. Skjálftanna varð vart í Róm og íbú- ar höfuðborgarinnar kváðust hafa fundið fyrir því að byggingar hefðu hreyfst í nokkrar sekúndur. Reuter íhugar að taka við blóð- peningum 1 Frank Gil- ford, bróðir jj áströlsku I! hjúkrunarkon- unnar Yvonne Gilford, sem Imyrt var I Sá- di-Arabíu, kvaðst í gær vera að íhuga að taka við blóð- peningum frá bresku hjúkrunar- konunni Deborah Parry sem sökuð hefur verið um morðið á Gilford. Samkvæmt lögum í Sá- di-Arabíu hefur Gilford rétt til að biðja um bætur fyrir systur sína verði Parry fundin sek um (morð að yfirlögðu ráði. Gilford vísar á bug fréttum um að hann hafi þegar samið um 80 milljóna króna greiðslu, Að- Ispurður ’hversu mikið fé hann vilji fá sagðist hann ekki vita það. ísraelar æfa fyrir stríð við PLO ísraelskir hermenn héldu her- æfingar á Vesturbakkanum í þessari viku vegna mögulegs. stríðs við Palestínumenn. Meðal annars var gert ráð fyrir árásum félaga í Frelsissamtökum Palest- ínu, PLO, á nýbyggðir gyðinga. Þetta kom fram í ísraelska rikis- útvarpinu í gær. ísraelsk heryfir- völd neituðu 1 gær að tjá sig um |. heræfmgamar. Benjamin Netanyahu, forsæt- isráðherra ísraels, hafnaði í gær beiðni bandarískra yfirvalda um að stöðva landnám gyðinga á Vesturbakkanum. Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Banda- | ríkjanna, ítrekaði á fimmtudag- inn kröfu sína um að landnámið yrði stöðvað. Sagði utanríkisráð- herrann að frekara landnám ; væri ekki í anda friðar. | Óttast sam- komulag vél- hjólagengja Danir og Svíar óttast að sam- komulag Vítisengla og Bandíta um frið þýði í raun að þeim gef- ist meiri tími til skipulagðrar glæpastarfsemi. Dagblöð og stjórnmálamenn í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hvöttu lög- regluna til að fylgjast vel með vélhjólagengjunum eftir að leið- togar þeirra tilkynntu að þeir hefðu fyrir skipað endalok ill- deilnanna sem kostað hafa 10 manns lífið. Sendiráðunautur í Kaup- mannahöfn, sem fylgst hefur með starfsemi vélhjólagengja, tekur undir þá skoðun að samfélaginu stafi meiri ógn af samtökunum þegar þau standi ekki í illdeilum sín á milli. Kohl og McCartney skiptust á kokkabókum Bítillinn Paul McCartney reyndi að gera Helmut Kohl, í: kanslara í Þýskalands, I grænmetisætu og sendi I honum bók I; um | matreiðslu græn- 1 metisrétta í I® því skyni í júlí síðastliðnum. Kohl lét ekki sannfærast og sendi Bítlinum í staðinn bók með uppskriftum að uppáhalds | nautakjöts og svínakjöts- i réttunum sínum. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis New York 8200 8000 7800 7CA(j 1 Dw 7400 7200 7000 6800 Oow Jones 7904,74 J J Á S 350 325 300 275 250 J $/t J 321,50 London 5400 5200 5000 4800 4600 5226,3 J J C s Kaffi 2500 2000 ) 1500 1000 500 1562,5 $/t j r s Frankfurt 4500 DAX-4J 4000 X ^ 3500 3000 4080,78 J JAS Tokvo 21000 Nlkkel Benstn 95 okí, (■ Bensin 98 okt. Hong Kong 14710,87 j 'T Á s Hrðolia 15 " $/ 18,17 tunnaj J A S íbúar í Assísí og feröamenn viröa fyrir sér kirkju heilags Frans sem skemmdist í jarðskjálftunum sem gengu yfir miöhuta Ítalíu í gær. Tveir munkar létu lífiö er brot úr kirkjuþakinu lentu á þeim. Símamynd Reuter. Jaröskjálftarnir á Ítalíu: Tvö þúsund misstu heimili sín

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.