Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997
Mick Jagger og félagar hans í Rolling Stones, þeir Charlie Watts, Keith Ric-
hards og Ronnie Wood. Símamynd Reuter
Rolling Stones á tónleikaferð um Bandaríkin:
Gömul lög og ný í bland
Strákamir í Rolling Stones fara
varlega í sakimar á tónleikaferð
sinni um Bandaríkin sem hófst í vik-
unni, leika á færri tónleikum en áð-
ur. Ástæðan er meðal annars dræm
aðsókn hjá öðrum stórsveitum sem
hafa gert víðreist að undanfomu.
„Við ætlum okkur ekki að yfir-
keyra markaðinn. Við erum mjög
íhaldssamir. Hljómleikaferðir í
Bandaríkjunum hafa ekki gengið
vel að undanfomu," segir Mick Jag-
ger, söngvari og aðalgæinn í Stones.
Rollingamir ætla að leika fullt af
gömlum lögum á ferðalagi sínu, þótt
nýrri lög fái að fljóta með í bland.
Annars segir Jagger að það þýði
ekkért að bjóða áheyrendum upp á
ný lög þegar leikið er á íþróttaleik-
vöngum, eins og sveitin gerir iðu-
lega. Öðm máli gegndi ef leikið
væri i litlum tónleikasölum.
„Þá myndmn við spila fullt af nýj-
um lögum,“ segir Jagger.
Að vanda verður mikið um ljósa-
dýrð á tónleikum Rolling Stones.
Jagger óttast þó ekki að tæknin
muni bera tónlistina ofurliði.
„Mér finnst gaman að þannig tón-
leikum. Mér finnst gaman að skipu-
leggja þá og vinna að þeim. í fjölda
ára söng ég á íþróttaleikvöngum án
þess að hafa mikiö skraut, ekki
nema opnanlegt svið, uppblásna
getnaðarlimi, rósablöð og þess hátt-
ar. Mér fannst það bara fjári
skemmtilegt," segir Jagger.
sviðsljós »
Paul og Mick
ekki á eitt sáttir um dóp
Rollingurinn Mick Jagger og Bít-
iUinn Paul McCartney era komnir í
hár saman. Tilefnið er hver kom
hvorum á dópbragðið.
Þannig er mál með vexti að Paul
segist hafa komið Mick í kynni við
marijúanareykingar árið 1966. Mick
þvertekur hins vegar fyrir það.
„Hann veit nú ekki mikið um
það,“ sagði Mick þegar hann var
spurður um þessa fullyrðingu
Pauls.
Paul lét þess getið í viðtali við
opinberan ævisöguritara sinn á
dögunum að sjálfur hefði hann
komist í kynni við marijúana hjá
Bob Dylan árið 1964 og hann hefði
síðan komið Mick á bragðið tveim-
ur árum síðar.
Mick sagðist hins vegar hafa feng-
ið sér fyrsta marijúanasmókinn á
Paul McCartney og Mick Jagger hafa
fyrstu tónleikaferö Rollinganna um
Bandaríkin árið 1964. Það gerðist
báöir reykt marijúana.
einhvers staðar í Kalifomíu. Og Paul
var þar hvergi nærri.
„INTERNATIONAL SNAKE SHOW«
Á SVIÐl:
* Meðhöndlun á eiturslöngum
* Eitruð cobra mjólkuð
* Eitraðir mangrófar
* o.m.fl.
I JL-HUSINU
Hringbraut 121
Opið daglega frá 14-20
I fyrsta skipti í Evrópu
Upplýsingar gefur Gula línan 580-8000.
Miftaverð
Fullorönir kr. 700
Ellilífeyrisþegar og
námsmenn kr. 600
Böm kr. 500
T1LBOÐ FYRIR HÓPA
Gulldebetkort
Traustið er hjá j>ér
ábi/rgðiti er hjá okkur!
Hvað táknar
{>etta gulldebetkort?
Gull debetkort Landsbankans táknar
traust. Með þátttöku í Vörðunni njóta
traustir viðskiptavinir betri fyrirgreiðslu
og þjónustu með gulldebetkorti.
Hvað segir
þetta gulldebetkort
um þig?
Þú ert virkur viðskiptavinur og gerir
kröfu um að viðskipti þín séu metin
að verðleikum. Þú ert traustsins verður.
Hvað segir
þetta gulldebetkort
um bankann þinn?
Landsbankinn er i viðskiptutn hjá þér.
Þín viðskipti eru metin að verðleikum og
bankinn ábyrgist þig.
Landsbanki Islands
Einstaklingsviðskipti