Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 J3"V
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn. skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Lffrænn sýndarveruleiki
Bændasamtökin hafa komið sér upp nýrri vottunar-
stofu fyrir lífrænt ræktaðar afurðir til þess að koma
fleiri bændum gegnum nálaraugað. Kröfur hinnar nýju
vottunarstofu eru minni en annarra og byggjast ein-
göngu á stuttri reglugerð frá ráðuneytinu.
Áður var vottað hér á landi í samræmi við fjölþjóðlega
staðla, sem bændasamtökunum þótti of strangir. Þess
vegna gældu þau lengi við þá hugmynd að búa til nýtt
hugtak, svonefndan vistvænan landbúnað, sem sparaði
mönnum að gera miklar búskaparbreytingar.
Mikið grín er búið að gera að hugmyndum ímyndar-
fræðinga Bændasamtakanna um að búa til nýtt og
séríslenzkt hugtak vistvæns landbúnaðar og reyna að
selja venjulega búvöru á hliðstæðu yfirverði og lífrænt
ræktaðar landbúnaðarafurðir hafa aflað sér.
Bændasamtökin fengu kvartmilljarðs króna styrk frá
skattgreiðendum til að reyna að búa til sjónhverfingu
vistvæns landbúnaðar. Þetta virðist ekki hafa tekizt
nógu vel, því að samtökin eru nú aftur farin að tala um
lífrænt ræktaðar fremur en vistvænar afurðir.
Nú hefur verið ákveðið að leysa málið með því að búa
til sérstakar og auðveldar reglur um lífræna ræktun fyr-
ir ísland og skófla á þann hátt umtalsverðum hluta land-
búnaðarins inn undir hugtak lífrænnar ræktunar.
Reiknað er með, að neytendur láti blekkjast.
Búast má við, að margir bændur fari auðveldu leiðina
í von um að fá verðmætisaukann, sem reynslan sýnir, að
fylgir vottun um lífræna ræktun. Þess vegna mun nýja
vottunin fara sigurför um landbúnaðinn, en gamla vott-
unin áfram verða vettvangur sérvitringa.
Þetta skiptir að því leyti litlu, að ekki er ætlazt til, að
útlendingar taki mark á nýju vottuninni. íslenzk búvara
er ekki samkeppnishæf í útlöndum og þarf því ekki
stimpla, sem útlendingar taka mark á. Það er nóg, að ís-
lenzkir neytendur samþykki ódýru lausnina.
Bóndinn getur valið um að fara eftir nákvæmum regl-
um, sem taldar eru upp á meira en himdrað síðum eða
fara eftir einfóldum reglum, sem rúmast fyrir í nokk-
urra blaðsíðna reglugerð ráðuneytisins. Ekki þarf að
spyrja að niðurstöðum í því vali, ef áhugann skortir.
Verkaskiptingin verður því sú, að bændur, sem vilja
af hagkvæmnisástæðum skreyta sig með fjöðrum líf-
rænnar ræktunar, fara þægilegu leiðina, en hinir, sem
fara út í lífræna ræktun af hugmyndafræðilegum ástæð-
um, fara þá leið, sem alþjóðlega er viðurkennd.
Vegna komu landbúnaðarkerfisins að málinu má
strika yfir drauma sumra bænda um að koma vöru sinni
á erlendan markað á forsendum sérstöðu íslands sem
hreins og ómengaðs lands. Það má nefnilega alltaf búast
við, að upp komist um strákinn Tuma.
Þegar kemur í ljós, að íslendingar eru að reyna að
koma vörum inn á útlendinga á fölskum forsendum,
verður svarið hart. Miklu líklegra er, að værukærir
neytendur á íslandi sætti sig við útþynnta útgáfu af líf-
rænni ræktun. Þeir verða fórnardýr nýja kerfisins.
Neytendur munu sjálfsagt bregðast við á misjafnan
hátt eftir þeirri áherzlu, sem þeir leggja hver fyrir sig á
lífræna ræktun. Sumir munu kjósa ódýrari vöru,. sem
lítið hefur verið fyrir haft, og aðrir munu kjósa dýrari
vöru, sem mikið hefur verið fyrir haft.
Þegar mismunandi reglur um vottun eru samhliða í
gangi, er mikilvægt fyrir neytendur að átta sig á, hvort
veruleiki eða sýndarveruleiki er að baki stimpilsins.
Jónas Kristjánsson
Jafnaðarmenn verða
fyrir áfalli í Hamborg
Um síðustu helgi urðu þýskir
jafnaðarmenn fyrir miklu áfalli í
kosningum í Hamborg. Voru úr-
slitin hin verstu fyrir flokk þeirra,
SPD, frá því að fyrst var kosið til
borgarstjómar þar eftir síðari
heimsstyrjöldina, árið 1946. Fylgi
SPD minnkaði um 4,2% í 36,2% en
kjósendur hópuðust til helsta
keppinautarins, kristilegra
demókrata, CDU, sem fékk 30,7%
fylgi og bætti stöðu sína um 5,6%.
Sigurinn var kærkominn fyrir
Helmut Kohl, kanslara og leiðtoga
kristilegra demókrata, sem hefur
átt undir högg að sækja.
Afsögn borgarstjórans
Þegar úrslitin lágu fyrir að
kvöldi sunnudagsins 21. septem-
ber tilkynnti Henning Voscherau,
sem gegnt hefur embætti borgar-
stjóra í níu ár, tafarlausa afsögn
sína og sagðist ekki mundu taka
frekari þátt i stjórn borgarinnar.
Hafði hann í kosningabaráttunni
beitt svipaðri aðferð og jafnaðar-
maðurinn Thorbjörn Jagland í
Noregi. Báðir hótuðu þeir afsögn,
ef þeir fengju ekki sama eða meira
fylgi og flokkar þeirra höfðu í
næstu kosningum á undan. í hvor-
ugu tilvikinu náðist markið.
Sýndu úrslitin í Hamborg, að
bylgja jafnaðarmennskunnar er
síður en svo óstöðvandi í Evrópu.
Þýskir jafnaðarmenn hafa ekki
haft burði til að knésetja Helmut
Kohl og samsteypustjórn hans
með frjálsum demókrötum, sem
setið hefur við völd síðan 1. októ-
ber 1982. Hefur hann síðan sigrað
í sambandskosningum 1983, 1987,
1991 og 1994. Fyrir síðustu kosn-
ingar gaf Kohl til kynna, að hann
yrði ekki í framboði í þingkosn-
ingunum 1998. Hann hefur fyrir
nokkru skipt um skoðun og telur
nú úrslitin í Hamborg til marks
Erlend tíðindi
Björn Bjarnason
um velgengni flokks síns á næsta
ári þvert á spár þeirra, sem rýna í
þróun stjómmála og telja sig hlut-
lausa.
Samsteypustjórn
í Hamborg eiga þrír flokkar
fulltrúa í borgarstjóminni. Fyrir
utan stóru flokkana tvo náðu
græningjar einnig að fá menn
kjörna. Aðrir smáflokkar, meðal
annars flokksbrotið, sem jafnaðar-
menn unnu með á síðasta kjör-
tímabUi, náðu ekki að komast yfir
5% markið og þar með menn í
borgarstjómina. Um tima á
sunnudag var talið, að öfgafuUur
hægriflokkur næði 5% markinu,
hópaðist þá fólk saman tfl mót-
mæla og hafði lögreglan mikinn
viðbúnað til að koma í veg fyrir
átök. Þegar öU atkvæði höfðu ver-
ið talin fékk þessi flokkur hins
vegar 4,9% atkvæða og engan
mann.
Líklegt er, að SPD og græningj-
ar taki höndum saman um stjórn
Hamborgar. Kohl kanslari hefur
hins vegar hvatt tfl samvinnu
stóru flokkanna tveggja.
Vandræði jafnaðar-
manna
Staðan í þýskum stjómmálum
er flókin. Nokkurrar þreytu gætir
í stjómarsamstarfinu. Innan
flokks Kohls em ekki aUir á sama
máli um áherslu hans á, að evr-
ópska myntsambandið komi til
sögunnar 1999, þótt líkur á því
aukist frekar en hitt. Frjálsir
demókratar standa höUum fæti.
Þrátt fyrir vanda stjómarflokk-
anna hefur jafnaðarmönnum ekki
tekist að skapa trúverðuga stjóm-
arandstöðu. Flokkur þeirra er
kloflnn, að minnsta kosti í tvær
fylkingar, sem lúta annars vegar
forystu Oskars Lafontaines, hins
formlega flokksleiðtoga, og hins
vegar Gerhards Schröders, en
kannanir sýna miklar vinsældir
hans í keppni um kanslaraemb-
ættið við Kohl.
í valdabaráttunni innan jafnað-
armannaflokksins hefur ósigur-
inn í Hamborg fremur verið tal-
inn veikja Schröder, því að kosn-
ingabaráttan var meira háð undir
merkjum hans en Lafontaines. Er
Schröder líkt við jafnaðarmann-
inn Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, en Lafontaine við Lion-
el Jospin forsætisráðherra Frakk-
lands. TU dæmis þykja kosning-
arnar í Hamborg sýna, að áhersla
á lög og rétt og ráðstafnir til að
stemma stigu við glæpum höfði
ekki mikið tU kjósenda jafnaðar-
manna.
Henning Voscherau, sem gegnt hefur embætti borgarstjóra í Hamborg síðastliðin níu ár, sagði strax starfi sínu
lausu þegar úrslit kosninganna lágu fyrir.
skoðanir annarra
Að losna við leiðtoga
„Kröfumar um að reka leiðtoga Hægriflokksins
vegna slæms gengis í kosningunum hafa aftur kom-
1 ið fram, rétt eins og í hvert einasta skipti sem
ji Hægriflokkinum hefúr gengið verr en búist var viö
í kosningum síðastliðin 14 ár. AUir hafa þó séð að
| ekkert hefur skaðað Hægriflokkinn meira en tíð
1 leiðtogaskipti. Það er engin tilviljun að þeir tveir
| stjórnmálamenn sem nutu mests trausts í kosning-
um, Kjell Magne Bondevik og Carl I. Hagen, hafa
verið i forystu flokka sinna í meira en tuttugu ár.
Jan Petersen hefur þar að auki ekki gert neitt ann-
að en að fylgja ákvörðunum landsfundar Hægi'i-
flokksins."
Úr forystugrein Várt Land 23. september.
Deilt um grundvallaratriðin
„DeUurnar bæði á Norður-írlandi og í Mið-Aust-
urlöndum snúast um þjóðerni og trú, mál sem
■ ■ • :
miklu erflðara er að semja um en deUur um stjóm-
mál, hugmyndafræði eða völd. Stjómmál snúast
um málamiðlanir en það er erflðara viðureignar
þegar sjálfsvitund þjóða er í húfi. Þegar tveir hóp-
ar lýsa yfir sögulegum rétti tU yfirráða yfir sama
landi, er erfitt aö finna mUliveginn. En það er ekki
alltaf útUokað.“
Úr forystugrein New York Times 25. sept.
Eilífðarválin Kohl
„Fylkiskosningarnar i Hamborg á sunnudag
minntu áþreifanlega á það að aUt of margir hafa
aflt of lengi verið uppteknir við að afskrifa Helmut
Kohl sem kanslara eftir þingkosningarnar á næsta
ári. Jafnaðarmenn fengu hroðalegustu útreið sína
frá styrjaldarlokum í þessu höfuðvígi. Leiðtogi
þeirra, hinn virti og dáði Henning Voscherau, sá
enga aðra lausn en að segja af sér. KristUegir
demókratar Kohls juku hins vegar fylgi sitt.“
Úr forystugrein Jyllands-Posten 23. september.
I
I
I