Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 32
40 trimm LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 10 ára og yngri 11-12 ára 13-14 ára 15-16 ára >17-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60 ára og eldri „í lok hlaupsins verða dregin út verðlaun og eiga allir hlauparai jafna möguleika á vinn- ingi. Öskjuhlíðarhlaupið er árviss viðburður hjá ÍR og hefur notið mikiila vinsælda," segir Halldór. Keppendur hita upp fyrir Öskjuhlíöarhlaupiö í Perlunni í fyrra. Þríþrautarkeppni í Garðabæ fyrir almenning var haldin sunnudaginn 14. september. Gunnar Einars- son, íþrótta- og tómstunda- fulltrúi Garðabæjar, sem jafnframt er forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, var skipuleggjandi þrautar- innar. „Þriþrautin var byggð upp með þeim þætti að allir geta tekið þátt í henni. Það eru þrjár greinar sem lagðar voru að baki; sund, hjólreiðar og skokk/ganga. Til þess að öðlast brons, silfur eða gull- verðlaunapening þurftu keppendur að leggja að baki lágmarksvegalengd," segir Gunnar. Gunnar Einarsson er flestum iþróttamönnum að góðu kunnur fyrir hand- boltaiðkun sína á árum áður. Auk þess að hafa náð frábærum árangri sem handknattleiksmaður með fjölmörgum liðum hefur hann þjálfað lið Stjömunn- ar, ÍR og norska liðið Fredensborg Ski. Gunnar var um árabil meðal fremstu handknattleiks- manna landsins og fasta- maður í landsliðinu. Ekki of erfitt Lágmarksvegalengdir í hverri grein í þríþrautinni í Garðabæ voru 100 m sund, 2 km á hjóli og 1 km skokk/ganga fyrir brons. Til þess að fá silfurverðlaunapening þurftu þátttakendur að leggja að baki 200 m sund, 4 km á hjóli og 2 km skokk/göngu; en fyrir 400 m sund, 8 km á hjóli og 4 km skokk/göngu unnu menn til gull- verðlaunapenings. „Vegalengdirnar í þríþrautinni era miðaðar við að þetta sé ekki of erfitt en þátttakendum var að sjálf- sögðu frjálst að leggja lengri vega- lengdir að baki. Við vorum ekki með tímatöku og engin tímatak- mörk, utan þess að ljúka varð ferl- inu á tímabilinu 8-17.30 á meðan þríþrautin stóð yflr. Margir tóku Heppnir keppendur í þríþrautinni í Garöabæ Erlingsson, Ingi Björn Ómarsson og Siguröur það bara rólega og voru upp í 3-4 klukkustundir að ljúka öllum þraut- unum. Þetta var annað árið sem Garðabær stendur fyrir þrautinni. íþrótta- og tómstundaráð Garðabæj- ar, almenningsíþróttadeild Stjörn- unnar og sunddeild Stjörnunnar standa saman að framkvæmdinni." Árviss viðburður „í fyrra vorum við með yfir 400 þátttakendur en í ár voru þeir held- ur færri, rúmlega 200. Árið 1996 vor- um við að vísu með þrautina 24. ágúst en í ár vorum við með hana hlutu pastamatarkörfur frá Sláturfélagi Suöurlands í verölaun. Þeir voru Erling Ómar Haukur Vilhjálmsson. heldur seint á árinu. Við höfum ver- ið að þreifa fyrir okkur með fyrir- komulagið á þriþrautinni og stefnt er að því að hún verði að árvissum viðburði. í fyrra vorum við mjög heppnir með veður en kalt var i veðri þegar þríþrautarkeppnin var haldin i ár. Veðrið hefur bæði áhrif á fjölda þátttakenda og einnig á þær vegalengdir sem þátttakendur leggja að baki. I fyrra fengu flestir þátttakendanna gullpening en í ár voru þeir fleiri sem fengu silfur eða brons.“ í lok þrautarinnar voru dregnar út þrjár pastamatarkörfur frá Slát- urfélagi Suðurlands. Vinningshaf- amir voru Erling Ómar Erlingsson (sjá mynd), Ingi Björn Ómarsson og Sigurður Haukur Vilhjálmsson. „Það er greinilega mikill áhugi fyrir þessari þrí- þrautarkeppni og hún höfð- ar mjög vel til allrar fjöl- skyldunnar. Við tókum eft- ir því að þær voru margar fjölskyldurnar sem komu og kepptu saman. Yngsti keppandinn var aðeins tveggja ára og hann fékk að sjálfsögðu hjálp til að ljúka við vegalengdirnar. Elsti keppandinn var hins vegar nálægt áttræðu. Tilgangurinn með þessu er að fá sem flesta til þess að hreyfa sig og kynna þess- ar þrjár greinar sem era mjög góðar almenningsí- þróttagreinar. Við viljum einnig sýna fólki fram á að það er hægt að iðka þetta Umsjón ísak Örn Sigurðsson saman. Þríþrautin er ekki bara fyrir Garðbæinga, hún er öllum opin og á næsta ári stefnum við að því að hafa þríþrautina síðustu helgina í ágúst. Það er hent- ugri dagsetning upp á veðr- ið að gera. Það má segja að fyrstu tvö árin hafi verið til reynslu, til þess að finna endanlegt form á þrautinni og sníða af agnúana. Ég held að það sé mikil framtíð í keppni sem þessari og við getum jafnvel stefnt að því að bjóða afreksflokka með tímatöku. Þrí- þrautin í Garðabæ er ágætisgrunn- ur að góðum afreksíþróttum. í henni er stefnt að því að sem flestir taki þátt og kynnist iþróttum til þess að geta stutt við bakið á öðram afreksmönnum í framtíðinni - eða fengið bakteríuna sjálfir," segir Gunnar. Oskjuhlíðarhlaupið Nyiar vorur ■ dag • Stuttar og síðar kápur • Regnkápur • Heilsársúlpur • Ullarjakkar • Alpahúfur (2 stærðir) Opið laugardaga 10-16 HI/I5ID Mörkinni 6 • sími 588-5518 íþróttafélag Reykjavíkur heldur sitt árlega Öskjuhlíðarhlaup í dag, laugardaginn 27. september, en það er almenningshlaup. Halldór Berg- mann, vallarstjóri hjá ÍR, gaf upp- lýsingar um fyrirkomulag hlaups- ins. „Öskjuhlíðarhlaupið hefst við Perluna klukkan 14 og skráð verður í það á staðnum frá klukkan 12.30. Hlaupin verður mjög skemmtileg leið sem liggur meðal annars um hina skemmtilegu skógarstíga Öskjuhlíðar. Hlaupið verður niður að Nauthólsvík, veginn að Hótel Loftleiðum, til baka eftir skógar- stígnum i hlíðum Öskjuhlíðar og hlaupið endar við Perluna. Leiðin er um 5 km löng,“ segir Halldór. „Þátttökugjald í hlaup- ið er 500 krónur fyrir fullorðna, 300 krónur fyrir börn og 1.000 króna gjald fyrir fjölskyldur. Öskjuhlíðarhlaupið er aldursflokkakeppni og munu þrir fyrstu í hverj- um aldursflokki fá verð- launapening." Keppt verður í eftirtöldum ald- ursflokkum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.