Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 28
28 helgarviðtalið LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 „Pétur Guðfinnsson útvarpsstjóri hringdi í mig á milli klukkan tiu og ellefu á miðvikudagsmorgun og bað mig að hitta sig. Hann orðaði það svo að við þyrftum að eiga saman eilítið spjall. Ég var allan tímann undir það búinn að hann segði mér að Elín Hirst hefði fengið starfið. Ef ég hefði átt að veðja allt fram undir það síðasta þá hefði ég veðjað á hana,“ sagði Helgi H. Jónsson, ný- ráðinn fréttastjóri Sjónvarpsins, þegar DV hitti hann aö máli á skrif- ■stofu fréttastjóra í vikunni. Helgi hafði í nógu að snúast þeg- ar blaðamann bar að garði. Útvarps- stjórinn var sjálfur mættur og alls staðar í þrengslunum var verið að klippa, ljósrita, taka upp og skrifa fréttir. Ókunnugum hraus hugur við þrengslunum á hæðinni en þau eru slík að jafnvel út úr því sem virtist minnsti kústaskápur mátti búast við manneskju með mynd- bandsspólur eða pappíra undir hendinni. Óvanur stólnum Skrifstofa fréttastjóra mun vera eina eiginlega skrifstofan á frétta- stofunni og þar fara fundir frétta- manna fram. Undirritaður tyllti sér á stól við skrifborðið gegnt frétta- stjórastólnum og athygli vakti að Helgi settist heldur við hlið blaða- manns en í stjórastólinn sjálfan. Hugsanlega hefur þetta verið stóll- inn hans síðustu tólf árin og hann því ekki alveg verið farinn að venj- ast því að sitja hinum megin borðs- ins. Helgi játar að hann hafi verið ákveðinn að sækja um allt frá því að Bogi ákvað að fara. Hann segist hafa verið starfsmaður Ríkisút- varpsins, á fréttastofum útvarps og sjónvarps, við innlendar og erlend- ar fréttir, í um 20 ár, þar af um 12 ár á Sjónvarpinu, lengst af sem vara- fréttastjóri. Hann sótti líka um starfið þegar Ingvi Hrafn hætti, fékk þá ekki en hefur verið þess fullviss að hann ætti fullt erindi í það. Óbeint játar Helgi því aðspurður hvort það hafi verið vegna pólitík- urinnar sem hann var þess fullviss að Elín yrði ráðin. Hann segist hafa verið viss um að hún fengi að minnsta kosti þrjú atkvæði sjálf- stæðismanna og síðan hugsanlega eitt til viðbótar. Hefði svo farið hefði útvarpsstjóri varla getað geng- ið fram hjá henni. Ekki flokkskandídatar „Ég vil helst sem minnstan þátt taka í þessari pólitísku umræðu. Mér hefur fundist einkennilegt hvemig við höfum verið dregin í pólitiska dilka, hún í sjáifstæðis- dilk, ég í framsóknardilk. Ég þekki Elínu ekki neitt og minnist þess ekki að hafa rætt við hana en ég held þó að mér sé óhætt að mæla fyrir munn okkar beggja og segja að hvorugt okkar líti á sig sem flokkskandídat. Við erum atvinnufólk í greininni og sóttum um þetta starf sem við teljum okkur ráða við.“ Helgi vill undirstrika að hann er óflokksbund- inn. Hvort hann, eða ein- hver annar á fréttastof- unni, hafi síðan ein hverjar tilteknar skoð- anir á einu eða öðra finnst honum engum koma við, að því gefnu vitaskuld að þess sjáist engin merki í starfinu. „Ég fullyrði að þannig er það. Af- raksturinn af starfi okkar er lagður fram fyrir alþjóð til skoð- unar á hverju einasta kvöldi og það er al- veg öruggt að við höfum ekkert að fela.“ Undirritaður vill ekki losa Helga al- veg strax við fram- sóknarstimpilinn, þair sem hann var jú eitt sinn í fram- boði fyrir flokk- inn, og spyr því hvort kona hans, Helga Jónsdóttir borgarritari, sé ekki framsóknarmaður og í starfi fyrir R-listann í borginni. Hvort það setji hann ekki í óþægilega stöðu? „Ég hef satt að segja ekki hug- mynd um hvort hún er flokksbund- in. Hún er embættismaður og hefur því engra hagsmuna að gæta fyrir Reykjavíkurlistann, nú eða Sjálf- stæðisflokkinn." Það sé því af og frá að hann sjálfur kunni að verða fyr- ir einhverjum þrýstingi, frá vinstri eða hægri, þegar nær dragi kosning- um í borginni. Eðlilegra að hætta „Við tökum á öllum málum og ekkert síður málum sem snerta þessa stofnun. Við leggjum hlut- laust fréttamat á allt. Við erum þjónar almennings og eigum að Sem kunnugt er hefur Helgi að- eins verið ráðinn til þess að gegna starfi fréttastjóra meðan Bogi Ágústsson er í leyfi í 16 mánuði. Hann segir það orka tvímælis að menn fái leyfi í svo langan tíma. Miklu nær væri fyrir þá að hætta. Mér finnst eðlilegra að menn geri upp við sig hvort þeir vilji fara eða vera. Það hefði gert ýmislegt auðveldara hér ef Bogi hefði ákveðið enda og eftir að ljóst var hverjir um- sækjendurnir væru barst út sá kvittur að Helgi hefði ekki stuðning innan fréttastofunnar. Hvað segir hann um það? Helgi Hörður Jónsson verður fréttastjóri rikissjónvarpsins a.m.k. næstu 15 mánuðina. Honum hefði fundist eðlilegra að Bogi hefði hreinlega I hluti auðveldari á fréttastofunni og létt af nokkurri óvissu um framtíðina. þjóna honum eins heiðarlega og vel og við geturn," segir Helgi, greini- lega orðinn þreyttur á þessu þvargi um póli-tíska hagsmuni. Það eigi bara ekki við þegar verið sé að tala um fréttastofuna. Hér gæti nýi fréttastjórinn verið að leggja Þór Jakobssyni veöurfræðingi línurnar um hvernig hann vildi hafa veður- spána fyrir morgundaginn. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður og Vilhjálmur Þór Guðmundsson myndatöku- maður viröast ánægð með niöurstöðu þeirra félaga. hætta. Nú eru fimmtán mánuðir eft- ir af ráðningartíma mínum og ég hef ekki hugmynd um hvað tekur við þegar honum lýkur. Það má vera að Bogi komi aftur en geri hann það ekki verður staðan aug- lýst að nýju.“ Forneskjulegt Helgi segir að önnur hlið þessa máls sé sú staðreynd að þegar aug- lýst er eftir mönnum í svo stuttan tíma berist án efa færri umsóknir en ella. Menn i þokkalegum stöðum úti í bæ fari varla að sleppa þeim fyrir 16 mánaða vinnu þar sem framhaldið er alveg óvíst. „Þar fyrir utan finnst mér fyrir- komulagið í sambandi við þessar umsagnir útvarpsráðs allt nokkuð fomeskjulegt. Mér er sagt að ráðið fái ekki að sjá þessi stöðluðu um- sóknareyðublöð heldur aðeins fjór- ar eða fimm línur um hvern og einn. Mér hefði fundist eðlilegra og nútímalegra að umsækjendurnir hefðu verið kallaðir í viðtal þar sem þeir gerðu grein fyrir umsókninni og hvað þeir hugsuðu sér i sam- bandi við starfið. Menn geta haft ólíkar skoðanir á því hvort útvarps- ráð á yfir höfuð að fjalla um þetta en á meðan lögin kveða á um að þannig eigi það að vera verða menn að reyna að gera þetta af einhverri alvöru." Fimm starfsmenn fréttastofu Sjónvarpsins voru meðal umsækj- Studdur á fréttastofunni „Ég held að það sé ekki rétt. Þetta fólk héðan sem sótti um hefur án efa allt átt sína stuðningsmenn í starfið. Ég hef unnið með því mis- lengi, sumu mjög lengi, og ég hef ekki fundið annað en að fólkið hér styðji mig. Það stefndi fljótt í að val- ið myndi standa á milli mín og Elín- ar Hirst og eftir að það varð ljóst fullyrði ég að ég hafi haft eindreg- inn stuðning manna hér innan- húss.“ Aðspurður hvað hann hefði gert ef einhver hinna hefði fengið starfið segist Helgi í fullri hreinskilni ekki sjá ástæðu til þess að ætla annað en hann hefði haldið áfram að starfa á fréttastofunni. „Ég hefði örugglega orðið sár en er jafnframt viss um að ég hefði get- að unnið undir stjórn Elínar Hirst eða hvers þess annars sem hefði get- að fengið starfið. Það er kannski auðvelt að segja þetta nú, úr því að ég var ráðinn, en ég ætla að ég hefði verið meðal fyrstu manna tU þess að bjóða viðkomandi velkominn til starfsins. Hollusta mín við stofnun- ina er meiri en svo að ég hefði get- að hætt rétt sísvona," segir Helgi. Hann segist hafa unnið á frétta- stofunni í öll þessi ár vegna þess að hann vilji það sjálfur, ekki það að hann hafi ekki getað farið eitthvað annað. Hann segir hana hafa miklu og merkilegu hlutverki að gegna og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.