Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 fréttir Forstjóri Se og Hor í Noregi: ,,Við erum kurteisir" - en látum ekki stela frá okkur „Þú ert væntanlega búinn að fá staðfestingu lögfræðings okkar á ís- landi á þvi að við erum alvarlega að skoða þetta mál,“ sagði Knut Haa- vik, forstjóri norska Se og Hor, í samtali við blaðamann DV í gær þegar borin voru undir hann þau viðbrögð sem orðið hafa hér á landi út af þeirri frétt DV að hans fyrir- tæki hyggist krefjast útgáfubanns á hið íslenska Séð og heyrt vegna ský- lausra brota á höfúndarrétti hvað varðar útlit og uppsetningu blaðs- ins. „í fyrsta lagi komu þessir útgef- endur til okkar í Noregi og spurðu hvemig við færum að því að byggja upp slíka velgengni og Se og Hor hefur hlotið hér i Noregi. Eins og alltaf, þar sem við erum kurteist fólk og ávallt tilbúnir til aö aðstoða starfsfélaga okkar, veittum við þeim mikið af upplýsingum um hvemig við stöndum að blaðinu og ýmislegt er varðar starfsfólk. Með þær upp- lýsingar í farteskinu fóm þeir frá Noregi og við heyrðum ekkert frek- ar í þeim. Það var síðan fyrir tilvilj- un að okkur barst í hendur eitt ein- tak af Se og Hor á íslandi og sáum þá að þeir höfðu stolið öllu frá okk- ur hvað viðkemur uppsetningu og litanotkun í hlaðinu svo um ná- kvæma eftirlíkingu er að ræða,“ sagði Haavik. „Ekki góð hegðun" „Þetta hleypti illu blóði í okkur enda finnst okkur þetta ekki góð hegðun hjá aðila sem fengið hefur hjá okkur upplýsingar sem starfsfé- lagi. Ef þeir vilja gefa út blað eins og Se og Hor á íslandi ættu þeir fyrst að verða sér úti um tilskilin leyfi tyrir því. En í stað þess stela þeir bara öllum hugmyndunum. í framhaldi af þessu höfðum við sam- band við lögfræðinga okkar hér í Noregi og báðum þá um að athuga lagalegan rétt okkar á íslandi. Þeir hafa síöan samband við íslensku lög- mannsstofuna fyrir mánuðum þar sem við þekkjum ekki íslensk lög og reglur svo vel. Hér í Noregi höfum við nokkuð sem kallast höfundarrétt- ur og gerum ráð fyrir að það sé líka til á íslandi. Hvað varðar ferð þeirra með okkar mönnum á íslandi í sum- ar með þekktum norskum íþrótta- görpum þá var aðeins um að ræða venjulega samvinnu og aðstoð blaða- manna og ljósmyndara hver við ann- an. Þetta mál er á allt öðru tilveru- stigi en slík aðstoð og samvinna og það er ástæðan fyrir því að Trund Stensaasen, aðstoðarritstjóri okkar, er ekkert inni í þessari lögsókn enda hetúr hann ekkert með hana að gera. Se og Hor er stærsta tímaritið í Skandinaviu og við höfum álíka timarit i Danmörku, Svíþjóð og Finn- landi. Því getum við ekki látið annan útgefanda stela hugmyndum okkar. Þeir geta haft slúður, sjónvarpsdag- skrána eða hvaðeina annað í sínu blaði en þeim leyfist ekki að taka uppsetningu okkar án leyfis." „Algjör þvættingur" „Það er algjör þvættingur ef þeir halda að útlitið á blaði þeirra hafi ekki átt að koma okkur á óvart. Halda þeir virkilega eftir eins höfð- inglegar móttökur og þeir fengu hér í Noregi i heimsókn sinni að þeir geti bara gefið út blað eins og Se og Hor án þess að fá til þess nokkurt leyfi? Mér er bara spum. Ég hefði skilið þetta ef við hefðum tekið illa á móti þeim,“ sagði Knut Haavik ákveðinn í máli. -ÖB Samvinna Fangelsismálastofnunar og Verndar í Reykjavík: I vinnunni á daginn en fangelsi á nóttunni - vinsæll kostur hjá föngum Allt frá árinu 1995 hefur refsi- föngum, sem ekki eru taldir hættulegir umhverfi sínu í hinu daglega lífi, staðið til boða að fá að ljúka síðustu þremur mánuð- um refsingar sinnar þannig aö þeir geti fengið að fara út á vinnumarkaðinn aftur en þurfa að dvelja næturlangt á áfanga- heimili félagasamtakanna Vemdar í Reykjavík. Fyrir með- ferð fanga sem þessari er heim- ild í lögum nr. 48 frá 1988, um fangelsi og fangavist, og sam- komulags á milli Fangelsismála- stofnunar og Vemdar, dags. 6. des- ember 1994. „Hefur gengið vel“ Erlendur S. Baldursson, deildar- stjóri hjá Fangelsismálastofnun, segir þetta fyrirkomulag vera nokk- uð algengt. Menn geti með þessu móti frekar reynt að sjá fyrir sér og sinum um leið og þeir em enn að af- plána refsingu og séu fjarri því orðnir frjálsir menn. „Það er gerður samningur við hvem og einn dómþola sem fer þangað til afþlánunar og aðalreglan er auðvitað sú að menn séu ekki dæmdir fyrir nein mjög alvarleg brot, eins og til dæmis kynferðis- eða fíkniefnabrot, og þetta sé ein- ungis í lok refsitímans þannig að allir sem þcmgað fara era að koma úr fangelsi. Viðkomandi verður að vera meö vinnu sem er skriflega staðfest frá atvinnurekanda og vinnuveitandi veit af því að starfs- maðurinn er að afþlána refsidóm og vinnan verður að vera samþykkt af okkur. Reglumar í þessu ferli era mjög skýrar og ófrávíkjanlegar í sam- bandi við hvenær mönnum ber að vera þama á heimilinu. Síðan era eftirlitsaðilar sem fara með vissu millibili á vinnustaðina og athuga hvort ekki sé allt með felldu. Fang- amir borga þama sömu leigu og aðrir íbúar áfangaheimilisins, 31 þús. á mánuði fyrir fæði og gist- ingu, enda þótti annað ekki eðlilegt. Það er mjög vinsælt hjá þeim fongum sem eiga þennan kost að sækja um þessa meðferð sinna mála. Það verður hins vegar alltaf að synja ansi stórum hópi en við eram ekki í neinu mann- greinaráliti hvað þær umsóknir varðar. Að meðaltali hafa verið þama á bilinu 7-10 manns hveiju sinni, bæði karlar og kon- ur. Þama þurfa allir að gangast undir þvagprufur og gefa öndun- arsýni vegna vimuefnaeftirlits með reglulegu millibili og ganga í gegnum ákveðið prógram með öðrum íbúum. Af þeim um 120 fongum sem þama hafa dvalist frá því 1995 hefur aðeins þurft að senda 7-8 aðila til baka í hefðbundið fang- elsi vegna einhverra agahrota en enginn hefur framið refsiverðan verknað svo vitað sé meðan á dvöl- inni stendur. Þetta fyrirkomulag hefúr því gengið mjög vel fyrir utan það að vera mun ódýrara fyrir rik- ið. í stað þess að ríkið sé að borga um 250 þús. krónur á mánuði undir hvem fanga i fangelsi era fangamir sjálfír að greiða mánaðarlega leigu,“ sagði Erlendur. -ÖB Björk keppir við Madonnu - hefur verið tilnefnd til MTV-verðlauna DV, Akranesi: Björk Guðmundsdóttir gerir það gott í heimi tónlistarinnar og nú hefur enn ein fjöðrin bæst við í frægð hennar. Hún hefúr verið til- nefnd til MTV-verðlauna. Björk er ein 5 kvenna sem til- nefndar era sem besta söngkonan hjá tónlistarstöðinni MTV Europe. Auk Bjarkar era tilnefiidar Sheryl Crow, Toni Braxton, Janet Jackson og Madonna. Afhending verðlaun- anna fer fram 6. nóvember í Ahoy í Rotterdam i Hollandi og er þegar uppselt á athöfnina. -DVÓ Björk Guömundsdóttir. Eiríkur Jonsson er í samninga- viöræðum. Eiríkur á Aðalstöð- ina? „Það era ýmsar hræringar og þreifingar í gangi en málið skýrist ekki fyrr en eftir helgi,“ sagði útvarpsmaðurinn vinsæli, Eiríkur Jónsson, í samtali við DV í gær. Hann hefur, sem kunnugt er, verið með þætti á Bylgjunni ásamt Sigurði Hall matreiðslu- meistara. Samkvæmt heimild- um DV er nú farið að styttast í veranni hjá Eiríki hjá Bylgj- unni. Hann hefur átt í viðræð- um við Aðalstöðina og einnig Jón Axel Ólafsson sem er að fara af stað með nýja útvarps- stöð. Eiríkur kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið. -JSS stuttar fréttir Bjjarni ráðinn Björn Bjarnason, menntamála- ráðherra, skipaði í gær Bjama Guðmundsson verkfræðing í stöðu framkvæmdastjóra Rikis- sjónvarpsins. Bjami hlaut þrjú atkvæði í útvarpsráði en Ásdís Olsen fjögur. Ingólfúr Hannesson dró hins vegar umsókn sína til baka þar sem honum fannst vinnubrögð útvarpsráðs markast af ógeðfelldum pólitískum hrossakaupum. Afkoman versnað Þjóðhagsstofnun hefur lokið upp- gjöri á rekstri helstu greina sjáv- arútvegsins fyrir árið 1996. Tvennt setur einkum svip sinn á afkomuþróun í sjávarútvegi að undanfómu. Annars vegar hefúr afkoma versnað nokkuð þegar á heildina er litið en hins vegar er hún mjög mismunandi eftir greinum. Enginn vafi á réttmæti Á stjómarfúndi Lesmáls ehf. í fyrradag var samþykkt með fjór- um atkvæðum gegn einu aö vísa á bug athugasemdum Jóns Magn- ússonar, lögfræðings, vegna sölu á rekstri Lesmáls ehf. til Perluút- gáfunnar ehf. Stjóm Lesmáls lít- ur svo á að enginn vafi leiki á um réttmæti sölunnar til Perluútgáf- unnar. Fá leyfi Á fundi Útvarpsréttamefndar 18. september sl. var fjallað um um- sóknir íslenska sjónvarpsfélags- ins um útvarpsleyfi til dreifingar sjónvarps um breiðbandskerfi Pósts og síma hf. og féllst neftidin á umsóknina og veitti leyfið til eins árs. Dagsbrún mótmælir Stjóm Verkamannafélagsins Dags- brúnar vill mótmæla harðlega f ákvörðun Atvinnuleysistrygginga- sjóðs um nýja skipan úthlutun- amefnda atvinnuleysisbóta þar sem hún vill meina að verkalýðs- hreyfingin sé sniögengin. ÖB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.