Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 18
18 gur í lífi LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 Björg Bjarnadóttir, formaður Félags íslenskra leikskólakennara: Alltaf rætt um kjaramál Kl. 7.30 fer útvarpið í gang og það fyrsta sem eyrað nemur er yfirlit frétta. Stuttu seinna hring- ir síminn og er það ein út- varpsstöðin að spyrja eig- inmanninn frétta um gang samningamála hjá grunn- skólakennurum og álit hans á áhrifúm nýgerðra samninga leikskólakenn- ara á samningaviðræður grunnskólakennara. Þegar samningalotur standa yfir er það oft fyrsta verk morgunsins að tala við fréttamenn. Tvö af börmmum á heimilinu, 10 ára strákur og 15 ára stelpa, þurfa að mæta í skólann kl. 8.10 þannig að næsti háiftím- inn fer í að vekja, gefa að borða, útbúa nesti og koma þeim af stað. Yngsta bamið, sem er 7 ára strák- ur, nýtur þeirra forrétt- inda að fá lengri tíma með foreldrunum þar sem hann mætir örlítið seinna. Sá timi er m.a. notaður í að lesa það sem sett er fyr- ir í lestrarbókinni og í kringum það skapast róleg og gefandi stund. Annað daglegt heimanám vinna bömin í skólanum með aðstoð kennara. Allmörg símtöl Þegar komið er í vinnu er fyrst að athuga daghókina. Þennan dag- inn var verkefhið fyrir hádegi að undirbúa gögn fyrir fyrsta kynn- ingarfúnd þar sem nýr kjarasamn- ingur er kynntur félagsmönnum. Með fram því vora allmörg símtöl við félagsmenn sem fyrst og fremst vildu fá upplýsingar um kjara- samninginn. í félagsmiðstöðinni að Grettis- götu 89 er mötuneyti þar sem fram- reiddur er léttur hádegisverður og þegar hægt er einset ég mér að borða og það gerði ég þennan dag- inn. Fyrir utan mikilvægi þess að borða reglulega er þetta sá tími sem starfsfólk í húsinu hittist og ræðir málefni hðandi stundar. Mikil agavandamál Eftir hádegi var branað upp í Grafarvog í grannskóla bamanna þar sem kennarar kynntu náms- efni vetrarins og ræddu agavanda- mál í skólanum, sem eru sérstak- lega mikil í upphafi vetrar, og við- brögð við þeim. Kennarar segja að uppeldishlutverk foreldra sé í of miklum mæli á herðum kennar- anna og taki allt of mikinn tíma frá bóknámskennslunni. í eftirmiðdaginn hitti ég fulltrúa frá Háskólanum á Akureyri þar sem umræðuefhið var fyrirkomu- lag á greiðslum fyrir vettvangs- og æfingakennslu vegna leikskóla- kennaranema á Akureyri. í lok vinnudags sinnti ég skila- boðum ásamt því að taka síma. Milli kl. 17.30 og 19 var fyrsti kynn- ingarfúndur um nýja kjarasamninginn þar sem hann var kynntur og fyrir- spumum svarað. Borðað yfir sjónvarpinu Á leiðinni heim kom ég við og keypti tilbúinn mat því eiginmaðurinn hafði einnig verið á fúndi og því enginn til að elda. Borð- haldið fór því fram yfir sjónvarpsfréttum beggja stöðva en á fréttir er alltaf horft á heimilinu þegar fólk er heima við. Að því loknu var horft á Dagsljós þar sem fjallað var um íþróttaiðkun bama og kostnaðinn því samfara. Ekki var mn frekara sjón- varpshorf að ræða. Að því loknu fór ég yfir heimanám strákanna og tók til í skólatöskunum. Klukkutíma var eytt í þvottahúsi og mesti kúfúr- inn tekinn þar eftir nokk- urra daga uppsöfnun. Þeg- ar ró var komin á bömin hringdi ég í góða vinkonu mína og bar undir hana mál sem ég hafði áhyggjur af og fékk eins og vanalega heiðarleg svör og góð ráð. Það var uppbyggj- andi samtal í enda langs vinnu- dags eins og þeir hafa margir ver- ið að undanfomu. Ég lagðist á koddann rétt fyrir kl. 11 og aldrei slíku vant endaði dagurinn á um- ræðu okkar hjóna um kjaramál. Hvenær skyldi það breytast? Rnnur þú fimm breytingar? 430 Vinningshafar fyrir getraun nr. 428 eru: Nafn: Heimili: Karl Grétar Karisson, Vallargötu 6, 245 Sandgerði. Helga Briksdóttir, Dvergabakka 24, 109 Reykjavík. Myndimar tvær virðast við fýrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefúr fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafhi þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfii sigurvegar- anna. f mn\ KAlfMAR .W &*CA! L i 1 1. verðlaun: Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti 3.995 kr. 2. verðlaun: Tvær Urvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 430 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.