Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 17
/ / viðtal 17 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 Hún efast um aö þeir t Hoiiywood viti hver hún er og stefnir því ekki þangaö. Hana langar til þess aö leika í fleiri myndum sem unnar eru í samvinnu ólíkra þjóða, rétt eins og myndin María. hafði aldrei séð landslag af þessari gerð. Ég hef farið vítt um lönd og vissulega er fallegt víða, í Mexíkó, í Karíbahafmu og víðar. Allir hafa séð myndir frá þessum stöðum en ekki endilega frá íslandi. Þar kemur landslagið manni skemmtilega á óvart. Það má vel vera að ég hefði einhvem tíma ákveðið að fara til íslands en ég efast þó um það. Ég sé því ekki eftir að hafa tekið að mér að leika þetta hlutverk." Sonur og vinur íslendingar sem unnu að gerð myndarinnar um Mariu hafa látið það spyrjast út að Barbara Auer sé sérlega kynþokkafull kona og líklega sú kynþokkafyllsta í leikkvennahópi Þjóðverja. Undirritaður gat ekki stillt sig um að spyrja hvort þetta væri satt og jafnframt hvort hún væri lofuð, hvort íslenskir karlmenn ættu einhverja möguleika. „Það er eins og hvert annað bull, þetta með kynþokkann," sagði leikkonan hlæjandi en svaraði svo hinni spurningunni: „Ég á ellefu ára son, skildi við fóður hans en á vin sem er líka í kvikmyndabransanum eins og ég. Við erum mikið aðskilin vegna starfsins og þess vegna er gott að við vinnum í sömu grein. Við skiljum þessar fjarverur og virðum þær. Þær fylgja starfmu en það er ekki víst að fólk sem vinnur ólík störf myndi skilja það. Faðir sonar míns er leikari eins ég og það gengur ekki heldur. Samkeppnin um athyglina getur verið of erfið.“ Aðspurð um framtíðina segir hún að fólk spyrji sífellt um tilboð frá Hollywood. Hvort hún stefni ekki örugglega þangað. Það segist hún alls ekki gera. Stefni ekki á Hollywood „Ég held að þeir í Hollywood viti afar lítið um hvað við erum að gera, þekki satt að segja ekkert til myndanna okkar. Ég reikna því alls ekki meö því að ég sé þekkt þar. Mig langar frekar til þess að gera evrópskar myndir sem unnar eru í samvinnu þjóða, eins og t.d. þetta verkefni með Maríu. íslendingar og Þjóðverjar unnu hana saman og slíkt samstarf þykir mér afar spennandi. Mig dreymir um að vinna að gerð mynda þar sem ólíkar þjóðir vinna saman.“ Barbara segist litið spá í framtíðina. Hún vonast þó til þess að geta haldið áfram að leika því hún er afar ánægð i því starfi. Hún segir það þó ekkert myndu koma sér á óvart þótt hún færi að vinna við eitthvað annað eftir tíu til tuttugu ár. Um það sé þó ómögulegt að segja. En hvað um ísland? Gæti hún hugsað sér að leika í annarri íslenskri mynd? „Enginn vafi. Ef mér líkaði handritið myndi ég ekki hika við að taka slíkt hlutverk. Ég ætlaði mér að koma til íslands strax í sumar sem leið en af því varð ekki. Ég kem samt örugglega aftur áður en langt um líður,“ sagði leikkonan Barbara Auer í samtali við DV. -sv/bjb Hildegard á fjöldann allan af gömlum myndum og meira aö segja gamalt nafnskírteini úr stríöinu. Hún segir ekkert sorglegt viö sögu þeirra kvenna sem komu til fslands. Margar hafi komiö af einskærri ævintýraþrá. Sjálf kom hún til landsins vegna þess aö hún átti hvergi heima eftir aö hún fór frá heimabæ sínum, Königsbergi. DV-mynd ÞÖK Hildegard Valdason kom frá Líibeck 1949 og býr hár enn: Átti hvergi heima - giftist, eignaðist fjögur börn og segist vera íslendingur í hjarta sínu „Ástæðurnar fyrir því að ég kom til íslands eru fyrst og fremst tvær. Ég átti hvergi heima eftir að ég fór frá gamla Königsberg í Austur- Prússlandi og mér fannst ég þurfa að koma hingað á eftir þýskum kærasta mínum. Hann var á kafbáti sem fórst hér við land í stríðinu," segir Hildegard Valdason, ein þýskra kvenna sem svöruðu auglýsingu frá íslendingum í Þýskalandi og kom til landsins til þess að vinna 1949. Hún fékk vinnu á Vifilsstaðahæli hvar hún kynntist íslenskum manni, Páli Valdasyni. Þau giftust síðar og eiga saman fjögur böm, Grétu, Helga og tvíburana Guðrúnu og Vigdísi. Hildegard býr nú í Hafharfirði, 78 ára gömul, en maður hennar er fluttur á Sólvang, vistheimili fyrir aldraða í bænum. Hann er 97 ára gamall. Hildegard segist hafa flúið við illan leik undan Rússum frá heimabæ sínum í febrúar 1945, þremur mánuðum áður en stríðinu lauk. Rússamir voru á hælunum á henni allan tímann og skutu meðal annars með hríðskotabyssu á lest sem hún faldi sig í ásamt fleirum. Hún náði að húkka sér far með þýskum kafbát yfir til Gdansk og viðurkenna að hún hafi verið hrædd á þessum tíma en vitaskuld meðvituð um það að Rússamir mættu gera hvað sem væri við Þjóðverjana. Vasahníf til varnar „Ég var alltaf með vasahníf á mér og var staðráðin í því að verja mig með honum,“ segir þessi glaðlega gamla kona. Hún segir að kærastinn hennar hafi verið foringi á þýskum kafbáti og þau hafi verið búin að undirbúa allt í sambandi við brúðkaup þegar hann kæmi heim úr túrnum sem hann síðan kom aldrei úr. Þetta var 1944 og hún segist ánægð með að hafa fylgt honum til íslands, hún finni alltaf fyrir nærveru hans. „Ég svaraði bara auglýsingu eins og hinar konumar og ákvað að láta á þetta reyna. Ég hafði farið frá Lúbeck til Magdeburg í smá- tíma og eftir að ég kom til baka fékk ég enga vinnu. Ég hafði ekki leyfi til þess að vera í Lúbeck og mér leiddist að vinna þar einungis svarta vinnu, þegar hún gafst.“ Hildegard valdason var i hópi átta þyskra kvenna sem lögöu upp frá Hamborg á gamla Brúarfossi 23. mars 1949 til þess aö fara aö vinna á íslandi. Sumar fóru á Vífilsstaði, aörar í sveit. Stefnt var aö átján mánaöa dvöl hér á landi en Hildegard giftist íslenskum manni og fór hvergi. Aldrei hrædd við að smitast Þær voru bara átta, þýsku konumar, sem komu með gamla Brúarfossi í mars 1949. Fjórar fóm að vinna á Landspítalanum og fiórar á Vifilsstaðaspítala. Hildegard segist ekkert hafa vitað að hún væri að fara að vinna á berklahæli þegar hún kom. Hún var fyrst í stað aðeins í hreingemingum en fór síðan að aðstoða hjúkrunarfræðingana við að sinna sjúklingunum. Hún segir að íslendingarnir hafi verið svo hræddir um að smitast en þaö óttaðist hún aldrei. Hún hafi alltaf verið svo hraust. Hildegard leiö strax vel á íslandi. Hún kynntist hér góðu fólki og það hafi auðvitað veriö ómetanlegt. Hún vann á Vífilsstöðum þar til hún varð sjötug, 1989. „Eina vandamálið þama til að byrja með var tungumálið. Það var eins og kínverska fyrir mér. Ég fékk enga kennslu fyrstu árin þar sem engin rúta gekk frá Vífilsstöðum og því hef ég aldrei náð almennilega tökum á málinu. Sonur minn sagði meira að segja við mig þegar hann var lítill að ég mætti svo sem alveg fara á foreldrafund en ég mætti ekki tala,“ segir Hildegard og hlær við að rifja þetta upp. væri ekki stórhættuleg. Ég játti þvi líka og hvæsti síðan á hann að passa sig bara. Hann lét mig alveg í friði eftir þetta.“ Aðspurð um aðstæður þýsku kvennanna hér á landi á þessum tíma segir Hildigard að hún viti ekki til þess að illa hafi verið með þær farið. Margar þeirra sem fóru til sveita hafi þó vissulega búið við fátækt. Ekkert neikvætt „Ég vona að þessi mynd sem verið er að gera um þýska konu sem kom hingað til lands sé ekki neikvæð vegna þess að það var ekkert neikvætt við þetta. Flestar Heilsað með Hitlerskveðju Hún vill lítið úr öðrum vanda gera, segir reyndar að sumir hafi litið Þjóðverja hornauga vegna þess hvernig farið var með gyðinga. Hún segir þó að fólk í Þýskalandi hafi almennt ekki haft hugmynd um hvemig farið var með gyðingana fyrr en síöar. „Okkur var stundum heilsað með Hitlerskveðju, „Heil Hitler" en þá svaraði ég yfirleitt bara með „Heil eskimóar" eða eitthvað slíkt og gerði grín að öllu saman. Eitt sinn spurði sjúklingur mig hvort ég væri ekki Þjóðverji. Ég játti því og þá spurði hann mig hvort ég Hildegard fékk vinnu á Vifilsstaöa- hælinu þar sem hún vann í yfir 20 ár. konurnar fóm til baka eftir þessa átján mánuði en sumar urðu hér eftir og hefur liðið vel hér. Ég á fjölskyldu og vini í Þýskalandi sem ég held sambandi við og heimsæki stundum. Alltaf tala ég samt um að fara heim til íslands eftir ferðalögin út. Ég er vitaskuld fædd í Þýskalandi en það er mjög auðvelt að verða íslendingur í hjarta sínu og það er ég svo sannarlega," segir Hildegard Valdason. -sv Hildegard og Páll með tvíburana nýfædda f september 1952. Þau giftu sig þetta sama ár. segist örugglega vera eina konan á íslandi sem hafi ferðast með kafbáti. Hildegard vill ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.