Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1997, Blaðsíða 18
18
gur í lífi
LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997
Björg Bjarnadóttir, formaður Félags íslenskra leikskólakennara:
Alltaf rætt um kjaramál
Kl. 7.30 fer útvarpið í
gang og það fyrsta sem
eyrað nemur er yfirlit
frétta. Stuttu seinna hring-
ir síminn og er það ein út-
varpsstöðin að spyrja eig-
inmanninn frétta um gang
samningamála hjá grunn-
skólakennurum og álit
hans á áhrifúm nýgerðra
samninga leikskólakenn-
ara á samningaviðræður
grunnskólakennara. Þegar
samningalotur standa yfir
er það oft fyrsta verk
morgunsins að tala við
fréttamenn.
Tvö af börmmum á
heimilinu, 10 ára strákur
og 15 ára stelpa, þurfa að
mæta í skólann kl. 8.10
þannig að næsti háiftím-
inn fer í að vekja, gefa að
borða, útbúa nesti og
koma þeim af stað. Yngsta
bamið, sem er 7 ára strák-
ur, nýtur þeirra forrétt-
inda að fá lengri tíma með
foreldrunum þar sem
hann mætir örlítið seinna.
Sá timi er m.a. notaður í
að lesa það sem sett er fyr-
ir í lestrarbókinni og í
kringum það skapast róleg
og gefandi stund. Annað
daglegt heimanám vinna bömin í
skólanum með aðstoð kennara.
Allmörg símtöl
Þegar komið er í vinnu er fyrst
að athuga daghókina. Þennan dag-
inn var verkefhið fyrir hádegi að
undirbúa gögn fyrir fyrsta kynn-
ingarfúnd þar sem nýr kjarasamn-
ingur er kynntur félagsmönnum.
Með fram því vora allmörg símtöl
við félagsmenn sem fyrst og fremst
vildu fá upplýsingar um kjara-
samninginn.
í félagsmiðstöðinni að Grettis-
götu 89 er mötuneyti þar sem fram-
reiddur er léttur hádegisverður og
þegar hægt er einset ég mér að
borða og það gerði ég þennan dag-
inn. Fyrir utan mikilvægi þess að
borða reglulega er þetta sá tími
sem starfsfólk í húsinu hittist og
ræðir málefni hðandi stundar.
Mikil
agavandamál
Eftir hádegi var branað upp í
Grafarvog í grannskóla bamanna
þar sem kennarar kynntu náms-
efni vetrarins og ræddu agavanda-
mál í skólanum, sem eru sérstak-
lega mikil í upphafi vetrar, og við-
brögð við þeim. Kennarar segja að
uppeldishlutverk foreldra sé í of
miklum mæli á herðum kennar-
anna og taki allt of mikinn tíma
frá bóknámskennslunni.
í eftirmiðdaginn hitti ég fulltrúa
frá Háskólanum á Akureyri þar
sem umræðuefhið var fyrirkomu-
lag á greiðslum fyrir vettvangs- og
æfingakennslu vegna leikskóla-
kennaranema á Akureyri.
í lok vinnudags sinnti ég skila-
boðum ásamt því að taka síma.
Milli kl. 17.30 og 19 var fyrsti kynn-
ingarfúndur um nýja
kjarasamninginn þar sem
hann var kynntur og fyrir-
spumum svarað.
Borðað yfir
sjónvarpinu
Á leiðinni heim kom ég
við og keypti tilbúinn mat
því eiginmaðurinn hafði
einnig verið á fúndi og því
enginn til að elda. Borð-
haldið fór því fram yfir
sjónvarpsfréttum beggja
stöðva en á fréttir er alltaf
horft á heimilinu þegar
fólk er heima við. Að því
loknu var horft á Dagsljós
þar sem fjallað var um
íþróttaiðkun bama og
kostnaðinn því samfara.
Ekki var mn frekara sjón-
varpshorf að ræða.
Að því loknu fór ég yfir
heimanám strákanna og
tók til í skólatöskunum.
Klukkutíma var eytt í
þvottahúsi og mesti kúfúr-
inn tekinn þar eftir nokk-
urra daga uppsöfnun. Þeg-
ar ró var komin á bömin
hringdi ég í góða vinkonu
mína og bar undir hana
mál sem ég hafði áhyggjur af og
fékk eins og vanalega heiðarleg
svör og góð ráð. Það var uppbyggj-
andi samtal í enda langs vinnu-
dags eins og þeir hafa margir ver-
ið að undanfomu. Ég lagðist á
koddann rétt fyrir kl. 11 og aldrei
slíku vant endaði dagurinn á um-
ræðu okkar hjóna um kjaramál.
Hvenær skyldi það breytast?
Rnnur þú fimm breytingar? 430
Vinningshafar fyrir getraun nr. 428 eru:
Nafn:
Heimili:
Karl Grétar Karisson,
Vallargötu 6,
245 Sandgerði.
Helga Briksdóttir,
Dvergabakka 24,
109 Reykjavík.
Myndimar tvær virðast við fýrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefúr
fimm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafhi þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfii sigurvegar-
anna.
f mn\
KAlfMAR .W &*CA! L i 1
1. verðlaun:
Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél
frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti
3.995 kr.
2. verðlaun:
Tvær Urvalsbækur að verðmæti kr.
1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli-
brísúpan eftir David Parry og Patrick
Withrow.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 430
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík