Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 Fréttir____________________________________________ Davlð Oddsson ræddi Smugumálið við Kjell Magne Bondevik: Norska stjórnin sáttfús - sagöi Davíð Oddsson eftir aö hafa snætt lax í boði séra Kjell Magne DV Ósló: „ Jú, ég get ekki annað sagt en að ný ríkisstjóm í Noregi sé sáttfús," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir að hafa snætt smurbrauð með laxi í boði séra Kjells Magne Bondeviks, forsætisráðherra Noregs, í gær. Davíð sagðist þó ekki geta fullyrt að þessi stjóm væri sáttfúsari en fyrri ríkis- stjómir í Noregi. Athygli vekur hve mikil vinátta er nú meðal ráðamanna í Noregi og ís- landi eftir stjómarskiptin í Noregi og þetta var annar hádegisverðarfundur æðstu manna þjóðanna á skömmum tíma. Fiskur er ailtaf á boðstólnum en Davíð sagði að ekki stæði þó til að borða allan Smugufiskinn. „Þetta var lax og örugglega ekki úr Smugunni. Ég borðaði ekki mikið enda verð ég að hugsa um línumar en laxinn var góður,“ sagði Davíð við DV um hádegismatinn hjá séra Kjell Magne. Góður íriður ríkti á fúndinum eins og á fúndi utanríkisráðherra landanna um síðustu helgi. „Utanríkisráð- herra hefur átt gagnleg samtöl við starfsbróður sinn og samtöl okkar Bondeviks vom vinsamleg," sagði Davíð. Auk þess að ræða Evrópumálin, og þá sérstaklega Schengenaðildina, ræddu forsætisráð- herramir hugsan- lega lausn Smugu- deilunnar. Ákveðið er að efna til þríhliðavið- ræðna milli ís- lands, Noregs og Rússlands í vetur með það í huga að leysa Smugudeil- una. Væntanlegur samningur gæti verið tilbúinn til undirritunar eftir áramótin þótt Davíö Oddsson forsætisráðherra. hvorki Davíð né séra Kjell Magne vilji nefna daginn þann sem skrifað verður undir. Þá er innihald samn- ingsins öllum hul- ið. Davíð upplýsti síðar í gær við DV að íslendingar hlytu að ganga út frá því að þeir gætu í meðalári veitt 35 til 40.000 tonn af þorski í Smugunni. Rýr afli í ár breytti þar engu. „Samningurinn hlýtur að verða um eitthvað mim minna en það sem við höfúm fengið mest úr Smug- unni, en hve miklu minna veltur á hvaða aðrar tryggingar Nor- egur getur lagt fram,“ sagði Davíð og átti þá við veiðiheimildir innan nú- verandi lögsögu Noregs. Þá sagði Davíð að ekki stæði til að íslendingar vildu semja. Hann sagði vera hættu á ofveiði og eins að ómögulegt væri að tvær bræðraþjóðir ættu í langvarandi erjum. Séra Kjell Magne sagði að Norð- menn stefhdu að samkomulagi sem þjónaði langtímahagsmunum Noregs best. Skammtímalausnir sagði hann ekki vera á dagskrá hjá Norðmönn- um. Einnig hann talaði um frið milli bræðraþjóða. Eftir fundinn með séra Kjell Magne flutti Davíð erindi um utanríkismál íslands í boði norsku Atlantshafs- nefndarinnar. Þar kom skýrt fram að leiðir skilja með Norðmönnum og ís- lendingum í Schengenmálinu. Norska stjórnin hikar og vill bíða þjóðarat- kvæðagreiðslu í Danmörku í vor. Davíð sagði að íslendingar hefðu ekki eftir neinu að bíða ef samningar næð- ust um Schengenaðild íslands. -GK Kynbætur á íslensku kúnni: Búkollu ekki slátrað - tilraunir meö samnorræna kú „Það er ekki verið að slátra Búkollu á morgun," segir Guðbjörn Ámason, framkvæmdastjóri Lands- sambands kúabænda, um áform um að flytja inn fósturvísa til að kyn- bæta íslensku kúna með rauðum kúastofni. Guðbjöm segir að með slíkum tilraunum sé einfaldlega verið að fá svör við ýmsum spum- ingum sem sé ekki hægt að fá öðru- vísi en með kynblöndun íslenska stofnsins. Nautgriparæktarnefnd er í fund- arherferð um allt land þessa til að kynna fyrir bændum hugmyndir um að kynbæta islensku kúna. Nefndin leggur til að um 50 bú taki þátt í tilraun með fósturvísum úr svokölluðu NRF-kyni. Fundunum verður svo fylgt eftir með skoðana- könnun meðal bænda, og verða ákvarðanir um kynbætur væntan- lega byggðar á niðurstöðum henn- ar. Guðmundur Lárusson, formaður Félags kúabænda, segir um eins konar samnomænan kúastofn að ræða eftir kynbætur þar, og hann sé nú allsráðandi í Noregi og Svíþjóð, og eigi vaxandi fylgi að fagna í Dan- mörku. Með honum sé verið að sækjast eftir betri júgri og spena- gerð, sem aftur myndi skila betri mjólkurframleiðslu. Sigurður Sigurðarson, dýralækn- ir á Keldum, varar þó við að farið sé Hugmyndir eru uppi um aö kynbæta íslenska kúastofninn til aö auka mjólk- urframleiðslu. út í tilraunir sem þessar án nógu mikils undirbúnings. Sigurður bendir á ýmsa smitsjúkdóma, eink- um veirusýkingar, sem gætu borist með fósturvísum hingað til lands þar sem stofnar sem verið hafa ein- angraðir lengi líkt og íslenski kúa- stofninn eru oft viðkvæmari fyrir smithættu en aðrir. Sigurður vísar einnig til niður- stöðu nýlegrar rannsóknar sem sýn- ir að mjólk erlendis geti verið vara- söm hvað varðar sykursýki, og að með því að breyta íslensku mjólk- inni með kynblöndun gæti hætta á sykursýki aukist. „Það er ekkert einkamál kúa- bænda,“ segir Sigurður. -Sól. Dagfari Með glugga á útvegg Það voru góð ráð dýr fyrir Jón Ragnarsson þegar hann var búinn að byggja sitt myndarlega hótel inni við Borgartún. Það hafði veriö ráðist í þessa hótelbyggingu á rúst- um gamla Klúbbsins og stórhugur- inn leyndi sér ekki. Stærðarinnar hús og til fegurðarauka fyrir um- hverfið og til þjónustu reiðubúið fyrir ferðafólk. Ekkert vantaði upp á, nema það sem seinna kom í ljós, þegar búið var að reisa hótelið og ganga frá herbergjum, að herberg- in voru of lítil! Ekki vegna þess að húsið hafi verið vitlaust hannað, heldur af því að hótelhaldarinn vill að sjálfsögðu koma sem flestum ferðalöngum i gistirými. Þó það nú væri. Ekki það að hótelhaldarinn hafi ekki kynnt sér lög og reglugerðir um byggingu hótela, þó það nú væri. Nei, það var ekkert að þess- um herbergjum eða stærð þeirra. Það sem var að var reglugerðin sjálf, sem gerir afkáralegar kröfur um fermetrastærð hótelherbergja, eins og ráðuneyti umhverfismála eða samgöngumála hafi eitthvað um það að segja hvað ferðamenn vilja hafa herbergin sín stór. Það fer auðvitað eftir því hvað er í boði og mönnum að sjálfsögðu í sjálfs- vald sett að ákveða það sjálfir hvað þeir vilja gista í stórum herbergj- um. Þetta sá ráðuneytið auðvitað í hendi sér og meira að segja tvö ráðuneyti, sem höfðu sett reglu- gerðir um herbergjaskipan í hótel- um. En ekki vildi umhverfisráðu- neytið alveg sleppa hendinni af herbergjaskipan á hótelum og gaf þess vegna út nýja og breytta reglu- gerð þar sem segir, samkvæmt frá- sögn DV í gær, að „gefa megi und- anþágu á 9 fermetra herbergjum, ef gestir eru eingöngu í herbergjum sínum á nóttinni og ef gluggi er á útvegg". Þegar umhverfisráðuneytið hafði breytt reglugerðinni með þessum hætti sá samönguráðuneyt- ið kostina við þessa breytingu og féllst samstundis á að fella sínar reglugerðir niður. Enda hefur sam- gönguráðherra nóg að gera við hækkanir og lækkanir á símgjöld- um, þótt hann fari ekki líka að skipta sér af fermetrastærðinni í hótelherbergjunum. Og það hefur ekkert með það mál að gera þótt lögfræðingur hótelhaldarans á Hót- el Lykli sé bróðir samgönguráð- herra. Alls ekkert, þeir hafa ekki einu sinni rætt um málið en lög- fræðingurinn veit þó að bróðir hans, ráðherrann, eftir því sem honum skilst, telji það absúrd að setja reglur um herbergjastærð. Svoleiðis finna bræður á sér þótt þeir ræðist ekki við. Nei, það stendur eftir að menn geta gist í 9 fermetra herbergjum ef þeir eru famir út áður en birtir og tryggt er að gluggi sé á útvegg. Nú veit maður ekki betur en að glugg- ar séu ekki annars staðar en á út- veggjum, það er að segja að þeir snúi út, en allur er varinn góður og auðvitað er ekki útilokað að hanna megi glugga sem snúi inn og þess vegna er öraggast aö ráðuneytið gefi út reglugerð um glugga á út- veggjum, ef gestimir skuldbinda sig til að vera famir út áður en birtir, til að þeir uppgötvi ekki hvort glugginn snýr út eða inn. Aðalatriðið er að Jón Ragnars- son fær nú að opna og reka sitt Lykil hótel án afskipta ráðuneyta nema að þvi leyti að búast má við að sendur verði maður úr ráðu- neytinu á morgnana til að gera vettvangskönnun á því hvort nokk- ur gestur sé þar á ferð þegar dagur rennur. Það er brot á reglugerð og varðar lokun á hótelinu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.