Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 13 I \ ) > > ) > ) ) ) > ► I ) > I í > > ) I Gísli Hermannsson, stjórnarformaöur Öldunnar og forstöðumaöur rekstrar- sviös Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hann situr beggja vegna borösins í útboöi á fiski til mötuneytis sjúkrahússins. DV-mynd S Skagafjöröur: Ófrosið jólakjöt DV, Fljótum: Hefðbundinni sauðfjársláirun hjá Kaupfélagi Skagfirðinga lauk fyrir skömmu. Alls var lógað 25.504 dilk- um og reyndist meðalfallþungi 15,1 kg. Það er nánast sami þungi og árið á undan. Einnig var slátrað 745 kindum. Fjöldi sláturfjár var mjög svipað- ur og í fyrra en líklegt er að fleira fé komi til slátrunar á næstu vikum. Fyrir venjulega sláturtíð var lóg- að á annað þúsund dilkum og kjötið sett ferskt á markað. Þá verður slátrað lömbum nú í nóvember og í desember og boðið upp á ófrosið lambakjöt, meðal annars i jólamat- inn. Þá verður einnig slátrað full- orðnu fé í desember því einhverjir bændur horfa til þess að sleppa við 25% útflutningsskylduna af ærkjöti, sem fellur af 1. desember. Um 80 manns var ráðið að Slátur- húsi KS til viðbótar föstu starfsfólki í haust. Erfiðlega gekk að fá fólk til starfa að þessu sinni. -ÖÞ Höfn: Sameinast útgerðir? DVi Hö£n: Undirrituð hefur verið viljayfir- lýsing um að sameina útgerðir bát- anna Garðeyjar SF 22, Melavíkur SF 134 og Garðars II SF 164 útgerð Borgeyjar hf. Þessi þrjú útgerðarfé- lög ráða yfir kvóta sem jafngildir um 2000 þorskígildis-tonnum. Ef samningar nást yrði kvóti Borgeyj- ar þá um 6000 þorskgildis- tonn. Borgey á dragnótabátinn Hvann- ey og nótaskipið Húnaröst. Frá þessu er sagt í fréttabréfi Borgeyjar og aö málið eigi eftir að fara fyrir stjómir allra félaganna. Ákvarðanna er að vænta fyrir næstu mánaðamót. -JI Ingvar Helgason og Bílheimar: Lokað vegna árshátíðar Starfsmenn Ingvars Helgasonar, Bilheima, Bílahússins og heildversl- unarinnar Bjarkey leggja af stað í árshátíðarleiðangur til Dublin í kvöld, 13. nóvember. Fyrirtækin öll að Sævarshöfða 2 verða því lokuð á föstudag og hefðbundnar bílasýn- ingar um helgina falla niður. Neyðarþjónusta fyrir varahluti verður veitt þessa daga. Þeir sem á henni þurfa aö halda hringi í síma 525 8000 þar sem nauðsynlegar upplýsing- ar verða veittar. Starfsemi hefst aftur mánudaginn 17. nóvember. Fréttir Ósætti vegna útboðs á fiski til Sjúkrahúss Reykjavíkur: Tilboð dregið til baka - stjórnarformaður Öldunnar situr beggja vegna borðsins Mikil óánægja er meðal margra fiskvinnslufyrirtækja og einnig innan Sjúkrahúss Reykjavikur vegna útboðs á fiski fyrir mötuneyti sjúkrahússins. Þaö sem veldur óánægjunni er að stjómarformaður Fiskverkunar Öld- unnar, Gísli Hermannsson, er einnig forstöðumaður rekstrarsviðs Sjúkra- húss Reykjavíkur. Gísli situr því beggja vegna borðsins og verður það að teljast afar óeðlilegt. Aldan átti lægsta tilboðið af sjö fyrirtækjum sem sóttu um viðskipti við mötuneyti Sjúkrahúss Reykjavíkur, Dagvishmar bama og Félagsmálastofiiunar. Tilboð þeirra hljómar í heild upp á um 20 milljónir króna en um 6 milljónir fyr- ir mötuneyti sjúkrahússins eitt og sér. Tilboö dregiö til baka í samtali við DV í gærkvöld sagðist Gísli hafa ákveðið að tilboð Öldunnar yrði dregið til baka þar sem ljóst væri að það hefði valdið miklum óróa. „Aldan hefur aldrei átt viðskipti við Sjúkrahús Reykjavíkur. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins vildi hins vegar bjóða í þennan pakka. Ég sem opinber starfsmaður velti fyrir mér hvort þama gætu orðið hagsmunaá- rekstrar þar sem ég væri stjómarfor- maður Öldunnar. Ég spurði því for- stjóra Innkaupastofhunar hvort þetta væri heimilt. Hann taldi að þar sem þetta væri opið útboð þá væri öllum heimilt að taka þátt. Þar sem þetta hefúr valdið miklum óróa þá höfum við ákveðið að falla frá tilboðinu við Sjúkrahús Reykjavíkur en munum halda hinum tveimur áfram enda eng- ir hagsmunaárekstrar þar. Það að Aldan fellur frá tilboði sínu mun þýða tap fyrir sjúkrahúsið því næsta tUboð er 480 þúsund krónum hærra,“ sagði Gísli. Þegar Gísli var spurður hvort hann heföi ekki getað skoðað önnur tilboð sagðist hann ekki hafa haft möguleika á því. „Tilboð era öO opnuð á sama tíma og að viðstöddum bjóðendum. Jafnframt er ég ekki starfsmaður Inn- kaupastofnunar þar sem útboðsgögn- in era geymd,“ sagði Gísli. Ekki hefur enn verið tekin ákvörð- un í stjóm Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar um hvaða tilboði verði tekið en ákvörðunar er að vænta innan skamms. -RR Nettoiu^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Danskar baöinnréttingar í miklu úrvali. Falleg og vönduð vara á vægu verði. iFonix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Vinningshafar í Ittaleik Þjóðbjörg fr f>orstéinsdóttir ní0"/* [ Krakkaklubbs DV og Japis ] Bangsímon Print Studio" forrit Elva í\r Grétarsdóttir nr. 1Ó543 Hundalífs-músamottur Öm Ingi Arnarson nr. 11411 Tinna H. Unudóttir nr. 6798 Óskar E. Sigurðsson nr. 5950 Björn I. Björnsson nr. 9299 Halldór G. Pálsson nr. 6750 Hildur E. Grétarsdóttir nr. 10544 Guðrún E. Ólafsdóttir nr. 12196 Kevin F. Leósson nr. 6025 Eyjólfur Sigurjónsson nr. 12037 Smári Karvel nr. 9325 Hafrún Sigurðardóttir nr. 11838 Dagmar H. Sigurleifsdóttir nr. 6327 Berglind Rut nr. 12302 Alfa jósteinsdóttir nr. 10282 Elíeser Þór Jónsson nr. 7295 Bangs ímons - m úsamottur Thelma Þorsteinsdóttir nr. 1382 Sigurður Rúnar nr. 12369 Hrafnhildur Björg nr. 9527 Sandra Helgadóttir nr. 8931 Tinna Freysdóttir nr. 10668 Björgvin Hlynsson nr. 7893 Sigrún Pétursdóttir nr. 6038 Sigurborg L. Olgeirsdóttir nr. 6586 Guðbjörg Lára nr. 2119 Una Kristín Úlfarsdóttir nr. 8852 Indíana Sól Magnúsdóttir nr. 11853 Silja Jósteinsdóttir nr. 10936 Garðar Már nr. 11467 Eyrún Jóna Reynisdóttir nr. 8632 Valdís S. Bragadóttir nr. 9079 Krakkaklúbbur DV og Japis óska vinningshöfum til hamingju og þakkar öllum sem tóku þátt kærlega fyrir frábæra þátttöku. Vinningshafar fá vinninginn sendan í pósti næstu daga. JAPISS vegna árshátíðar starfsmanna Ingvars Heigasonar og Bílheima

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.