Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Blaðsíða 10
10 enning FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 3D"V Annar heimur Jón Kalman Stefánsson - fræðin kæfðu ekki í honum skáldið. DV-mynd E.ÓI. Jón Kalman Stefánsson gaf út sína fyrstu skáld- sögu í vikunni sem leið, Sumarið bakvið Brekkuna, og sýnist fjalla um sömu persónur og sagnasafnið frá í fyrra, Skurðir í rign- ingu. Er það tilfellið? „Já, þetta er sami heim- urinn og að mestu leyti samá fólkið.“ - Á það sér líka stað í raunheiminum, þetta fólk? „Ja, bæði og. Maður veit ekki alltaf hvenær maður er að skálda og hvenær maður er að taka úr veru- leikanum. En það skiptir ekki máli heldur hitt hvort þessi heimur stendur sjálf- ur í sögunni. Einhvern kjarna sækir maður alltaf 1 veruleikann. Uppsprettan er þar. Svo rennur upp- sprettan saman við skálda- lækinn og úr verður stöðu- vatn - eða haf þegar best lætur.“ - Hyggstu byggja þennan heim áfram? „Já, ef ég fæ einhverju ráðið. En sem betur fer taka verkin stundum af mér völdin og fara með mig í austur þegar ég ætla í vestur.“ - Hvernig heimur er þetta? „Þetta er sveitarfélag með þorpi um miðbik áttunda áratugarins. Ég var í sveit á þeim tíma og vinn þarna úr misjafnlega nákvæm- um minningum. Maður veit nefnilega aldrei - það sem maður heldur að sé minning er skáldskapur og öfugt.“ Jón Kalman stundaði nám í almennri bók- menntasögu á sínum tíma en lauk því ekki. „Mig vantar fimm ein- ingar og þannig ætla ég að hafa það,“ segir hann. Engu að síður er hann menntaður í skáldskap- arfræðum eins og svo margir rithöfundar nú til dags. Er það leiðin til skáldskapar? „Þegar ég fór í bók- menntanám var ég byrj- aður að yrkja kvæði og fannst liggja beinast við að fara í skóla og fá að lesa bókmenntir. Ég var alltaf mjög slakur í fræð- unum. Vildi bara lesa sem mest. Að sumu leyti er þetta ágæt leið fyrir rithöfunda en það er ekkert siðra að fara i eðl- isfræði, stjömufræði eða jarðfræði. Fjölþætt reynsla kemur öllum rit- höfundum að notum. Ef nám kæfir í manni skáldið þá er skáldið í manni ósköp lítið og lint.“ Sumarið bakvið Brekkuna kemur út hjá Bókaútgáfunni Bjarti. Sigrún Eldjám tilnefnd Sigrún Eldjám, myndlistarmaður og rithöfundur, hefur verið tilnefnd af ís- lands hálfú til H.C. Andersens-verðlaun- anna, virtustu bamabókaverðlauna í heimi. Þau em veitt á heimsþingi IBBY samtakanna sem er haldið annað hvert ár og verð-___ ur næst haustið 1998. 25 rithöfund- ar og jafii- margir myndlist- armenn em til- . _.... nefndirað^T^!3™ _ , h Tilnefnd til H.C. Andersens- sinni, en verð,aunanna- Sigrún er tilnefhd sem hvort tveggja. Al- þjóðleg dómnefnd sker úr um hver hljóti verðlaunin og birtir niðurstöður sínar í mars næstkomandi. íslandsdeild IBBY hefur einnig til- nefnt þijár bamabækur á heiðurslista samtakanna: Peð á plánetunni jörð eftir Olgu Guðrúnu Ámadóttur, Risinn og skyrflallið vegna myndskreytinga Guð- rúnar Hannesdóttur og þýðingu Sigrún- ar Ámadóttur á Ég sakna þín eftir Svi- ann Peter Pohl. Tilnefndar bækur til verðlauna og á heiðurslista verða til sýnis á bókamessunni í Bologna og víð- ar um heim á næsta ári. íslandsdeild IBBY hefur nú starfað í tólf ár og gefið út tímaritið Börn og bæk- ur um það bil tvisvar á ári. Það er vænt- anlegt í breyttri mynd undir nafninu Böm og menning og á í framtíðinni að fjalla um ýmsa þætti bamamenningar, auk bóka. Hugleiðing um óljós mörk sjálfsins Þótt ný skáldsaga Milans Kundera sé ekki komin út á frummálinu, frönsku, liggur titill hennar á því máli fyrir. Á titilsíðu íslenskrar frumútgáfu sögunnar má lesa að á frönsku mun hún heita L’identité - sem á íslensku mætti útleggja sjálfsmynd eða samsemd. Á ís- lensku hefur henni hins vegar verið valin titill- inn Óljós mörk. Séu þessir tveir titlar hafðir til hliðsjónar má segja að meginhugmynd bókar- innar sé komin. Hún fjallar um óljós mörk sjálfsmyndarinnar og um afleiðingar þess þeg- ar þessi mörk eru dregin í efa eða leikið er með þau. Aðalpersónur bókarinnar, sambýlisfólkið Jean Marc og Chantal, telja sig „þekkja hvort annað út og inn“ eins og segir á bókarkápu. Tilvera þeirra hvílir á þeirri mynd sem þau hafa hvort af öðru og hlutverkunum sem þau leika og þekkja. En þegar á reynir þekkja þau aðeins ytra borð hvors annars - og kannski ekki einu sinni það. Upphafið að hremmingum þeirra er raunar að Chantal fer að efast um þetta ytra borð, landamæri sjálfs og heims sem liggja um lík- amann. Hún tekur eftir því að karlmenn eru hættir að horfa á eftir henni á götu, augnaráð þeirra er ekki lengur staðfesting fegurðar henn- ar og nærveru. Bókmenntir Jón Yngvl Jnhannsson í framhaldi af þessu hefst mikið sjónarspil þar sem persónur sögunnar reyna að endur- heimta fyrra öryggi og sína stöðugu, afmörk- uðu sjálfsmynd. En eins og kemur á daginn er það illmögulegt. Þegar þau eru einu sinni farin að kasta á milli sín fjöregginu sem þekking þeirra hvors á öðru var verður ekki aftur snú- ið. Öryggið og þau skýru mörk sem tilvera þeirra byggði á verða vart endurheimt. Þessi saga Kundera hæfir samtímann í hjartastað eins og stundum áður. Hér eru á dagskrá mál sem brenna á mörgum, ekki bara skáldum og heimspekingum. Hvar eru mörkin er spurt, hvar endar sjálfið og heimurinn eða einhver Annar tekur við? Er sjálfsmyndin ein og heil eða brotakennd og óstöðug? Óljós mörk er því eins og sumar fyrri bækur Kundera ekki síður hugleiðing um ákveðin vandamál og hug- tök en frásögn af örlögum persóna. Stíl og frásagnaraðferð þarf ekki að hafa mörg orð um. Kundera hefur orðið fullkomið vald á þeim stíl sem hann hefur tamið sér og sinni sérstöku blöndu hugleiðinga og frásagn- ar. Þó læðast að manni efasemdir um endi sög- unnar, þar er eins og höfundi hafi hálfþartinn snúist hugur, og í sögulok er beitt gamalkunn- um brögðum án þess að neitt sé reynt til að endurnýja þau eða gefa þeim nýtt inntak. Milan Kundera: Óljós mörk Þýðandi: Friðrik Rafnsson IVIál og menning 1997 Kvöldskemmtun Við slaghörpuna er yfirskrift raðar af tón- leikum í Gerðarsafni í Kópavogi þar sem Jónas Ingimundarson hefur tekið á móti, kynnt 'og leikið undir með fjölda söngvara. En á mánu- dagskvöldið var fleiri fjöörum bætt í hattinn, því fram komu auk píanóleikara og söngvara bæði heimspekingur og lærður maður í ís- lensku og skáldskap. Tilefnið var að í ár eru liðin tvö hundruð ár síðan þýska ljóðskáldið Heinrich Heine fædd- ist. Þess minntust Gerðarsafn, Goethe-Institut og Germania með fjölbreyttum hætti í veglegri dagskrá þar sem listir og fræðimennska fléttuð- ust þétt saman, og heildin varð einn upplýsandi og andríkur gjömingur. Eysteinn Þorvaldsson flutti athyglisvert er- indi þar sem hann rakti megineinkenni á skáldskap Heine og hvernig greina mætti áhrif þessa ljóðarisa á islenska ljóðlist síðast- liðna hálfa aðra öld. Vel valin dæmi íslensk fylgdu sögunni. Arthur Björgvin Bollason kom í sínum innskotum ekki með síður vel valin dæmi úr endurminningum skáldsins. Brot voru lesin milli laga, hvert öðra skemmtilegra. Flutningm’ Arthurs á þess- um texta var frábær. Upplesturinn þarna orðinn listform. Sennilega hefur ekkert skáld reynst tónskáldum jafn rík uppspretta inn- blásturs og Heinrich Heine. Þau Þóra Einarsdóttir sópransöngkona og Björn I. Jónsson tenórsöngvari fluttu ásamt Jónasi lög sem sam- in vom við ljóð Heine af róman- tískum Evrópumönnum síðustu aldar. Schumann og Schubert, Strauss, Liszt og Mendelssohn Tónlist Sigfríður Björnsdóttir áttu allir lög, sumir fleiri en eitt. Tvær konur komu líka við sögu, þær Fanny Cecilie Mendelssohn og Clara Wieck Schumann. Bjöm I. Jónsson lofar mjög góðu í ljóðaflutningi sín- um. Rödd hans hefur ljóðrænan karakter sem naut sín vel í Gerðarsafni. Birtan í rödd- inni er sérstök og óháð því hvar á tónsviðinu sungið er, sem er ómetanlegur kostur. Gaman hefði verið að heyra Bjöm syngja frjálsari frá nótum, en hann hefur hæfileika til að túlka vel. Þannig söng hann t.d. í gegnum hið afkáralega sakleysi þess sem þykist hafa höndlað hamingj- una í fyrsta hluta Der Arme Peter á sannfær- andi hátt en túlkaði svo líka vel örvæntingu vonleysisins í þeim síðasta. Þóra Einarsdóttir hefur afskaplega tæra og liðuga rödd og henni hefur tekist í gegnum alla skólun og þjálfun að halda náttúratöfrum henn- ar. Röddin situr örugglega og Þóra hefur yfir henni mikið vald. Það vald gerir henni kleift að dýpka túlkun sína og er t.d. finleg notkun hennar á styrkleikabreytingum sérlega töfr- andi. Ef nefna á eitthvert lag öðrum fremur þá var það sennilega túlkun hennar á hinu skemmtilega tvisaga lagi eftir Richard Strauss, Schlechtes Wetter, sem efst situr í minni, en þegar betur er að gáð þá sitja líka í forgranni lög Schumann-hjónanna, bæði Die Lotus- blume og Ihr Bild, hið síðarnefnda sér- lega falleg smið Clöra Schumann. Jónas lék oft vel með á píanóið, þó einstaka verkefni hefðu getað gengið betur, s.s. Die Rose... úr Dichterliebe og ágætt lag eftir Fanny C. Mendelssohn. Þetta var skemmtileg kvöld- stund, framkvæmdin góð og inni- haldið í þungavigtarflokki. Þóra Einarsdóttir og Björn I. Jónsson. | DV-mynd Hilmar Þór 51 ámóti 11 Fjölmiðlarýnir DV, Eggert Þór Bem- harðsson sagnfræðingur, nefhdi í pisth sínum í fyrradag að gaman væri að vita „niðurstöður áhorfskönnunar” um helstu spaugþætti sjónvarpanna. Eins og svar við bænum hans berast nú nið- urstöður könnunar Félagsvísindastofn- unar HÍ á áhorfi vikuna 12.-18. október, og eru skýrar. Spaugstofan hefúr 51% áhorf, Fóstbræður 11%. Lífsgleði í nýju bindi i flokknum Lífsgleði frá Hörpuútgáf- unni segja fimm kunnir einstak- lingar frá ýmsu sem I frásögur er færandi á viðburðaríkri ævi. Þetta eru Ámi Tryggvason leikari, Guðrún Ásmundsdóttir leik- kona, Salome Þorkelsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, Sigurlín M. Gunnars- dóttir, fymverandi hjúkrunarforstjóri, og Sveinn Eliasson, fyrrum bankaúti- bússtjóri. Þau bætast við stóran hóp ís- lendinga sem hefúr htið yfir farinn veg í þessum bókaflokki. Þórir S. Guðbergs- son skráði frásagnimar. Ritsaíh Sig- urðar Lárus- sonar i ' 'Jár i -- ‘Ot v_, v,,. Sigurður Lárus- son frá Gilsá í Breiðdal hefúr gef- ið út safnrit sem hann nefnir Minningabrot. Það hefst á fróð legu viðtah sem Eiríkur Eiriksson átti við Sigurð í tímarit- inu Heima er best árið 1979 og þar sem koma fram allar nauðsynlegar upplýs- ingar um uppruna og ævi Sigurðar. Aðalefni ritsins era greinar Sigurðar um ýmis málefni, minningagreinar, fá- einar ræður og minningabrot frá hðinni ævi. Einnig birtir hann vísur og ljóð bæði eftir sjáifan sig og bróður sinn sem þótti efnilegt skáld en lést aðeins 23 ára. Ritið er gefið út í litlu upplagi af höf- undi sjálfúm. r Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.