Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 Falska goð- sögnin Eitt af stærstu vandamálum sem maðurinn stendur andspæn- is er að finna friðsamlega aðferð til að missa trúna á fólsku goð- sögnina, að skólaganga og upp- lýsing, eins og þetta er stundað núna, sé það sama og menning." Guðbergur Bergsson rithöfundur, í DV. Skríkja yfir eigin aulafyndni „Ungir dagskrárgerðarmenn láta margir hverjir vaða á súð- um, koma ekki frá sér óbrenglaðri setningu, afbaka málshætti og rugla saman hug- tökum, tala óskýrt og skríkja af kátínu yfir eigin aulafyndni." Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastj. Heilsustofnunar NFLÍ, í Degi. Ummæli Blóraböggull „Það er vitaskuld mikil ein- íoldun og í raun verið að fórna peði á skákborði stjórnarráðsins, þegar aliri skuldinni er skellt á samgönguráðherra vegna þessa hneykslis.“ Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður um símahækk- anir, í DV: Mannlíf í borgum „Þar kvað mannlíf á götum vera álíka íjörlegt og á tilrauna- stofu í kjamorkuveri." Einar Kárason rithöfundur um höfuðborgina Brasilíu. Siguröur Pálsson les úr Ijóöabók sinni, Ljóölínuspili. Lesið úr fjórum nýjum bókum í kvöld verður sjötta upplestr- arkvöldið á Súfistanum. Að venju er lesið úr fjórum nýút- komnum bókum. Þeir sem kynna bækur sínar eru Kristín Ómars- dóttir, sem les úr skáldsögu sinni, Elskan min ég dey, Krist- ján K. Guðjónsson, sem les úr skáldsögu sinni, Óskaslóðinni, Sigurður Pálsson, sem les úr ljóðabók sinni, Ljóölínuspili, og Tómas R. Einarsson, sem les úr þýðingu sinni á skáldsögu Gabriels Garcia Marquez, Frá- sögn af mannráni. Upplestur Orðið í norðri Það verður mikið um að vera á norrænu bóksafnsvikunni í dag eins og aðra daga vikunnar. í Reykjavik verða eftirtaldir at- burðir: í aðalsafni Borgarbóka- safnsins mun Furðuleikhúsið sýna ævintýrið um Hlina kóngs- son, í Bústaðasafni sýnir Mögu- leikhúsið Búkollu kl. 15.00, í Gerðubergi munu Aðalsteinn Ás- berg Sigurðsson og Anna Pálína Árnadóttir flytja norræna vísnatónlist kl. 17 og í Seljasafni mun Vilborg Dagbjartsdóttir lesa fyrir bömin kl. 14. 1 Amtsbóka- safninu á Akureyri verður sögu- stund með Heiðdisi Norðfjörð kl. 14.30 og kl. 15 verður þrjúbíó fyr- ir bömin. Þjóðvegakerfið á Miðnesheiði Keflavík 3 "OJD l Z3 -JtT .áP' m Hringtorg (Mánatorg) Keflavíkurflugvöllur Flugstöð .» I ,§ Co Framkvæmdir á Miönesheiöi viö nýjan kafla Sandgeröisvegar og Garöskagavegar ásamt tveimur hringtorgum eru nú á lokastigi. Meginmarkmiöiö meö þessari vegagerö er að færa umferö til og frá Sandgeröi og Garöi sem mest burt úr Keflavík og Njarðvík, svo fremi sem þar séu ekki upphafs- og áfangastaðir. Á kortinu má sjá þjóövegakerfiö á Miðnesheiöi. Jens Einarsson, ritstjóri Eiðfaxa: Vaxtarmöguleikinn er mest- ur í erlendu útgáfunni „Eiðfaxi var fyrst stofnaður sem fréttablað en hefur á síðari ámm sérhæft sig meira í að vera afþrey- ingarblað fyrir hestamenn. Það em þrjú dagblöð sem sinna fréttaþætt- inum ágætlega þannig að við leggj- um frekar áherslu á fræðslu- og skemmtiefni. Eiðfaxi kemur út mánaðarlega á íslensku og fjómm sinnum á ári í enskri og þýskri út- gáfu þannig að tölublöðin era tutt- ugu á ári,“ segir Jens Einarsson, nýráðinn ritstjóri Eiðfaxa. Jens hef- ur starfað við Eiðfaxa síðastliðna þrjá mánuði en hafði áður skrifað í blaðið af og til. Jens segir að nú sé lögð áhersla á erlendu útgáfuna: „Við emm þegar komnir með fótfestu í 22 löndum þar sem íslenski hesturinn er, sér- staklega í þýskumælandi löndum, og þar er blaðið í uppsveiflu. Hér á landi er Eiðfaxi í nokkuð fostum skorðum en við ætlum þó að breyta blaðinu hægt og rólega; létta það. Hestamenn em íhaldssamir þannig að breytingar verða ekki í stórum stökkum en við verðum að fylgja eftir þróuninni í tímaritaútgáfu. Ég tel þó vaxtarmöguleika blaðsins mesta í erlendu útgáfunni, auk þess sem nauðsynlegt er fyrir okkur að fylgjast vel með þróuninni á Net- inu. Núna starfar hjá okkur Jó- hannes Erlings- son sem er að endursmíða heimasíðu okkar sem við viljum halda í því horfi að hún verði alltaf áhuga- verð.“ Jens er sjálfur búinn að stunda hestsmennsku lengi: „Ég var tíu til tólf ára gamall þegar ég fékk fyrst áhuga á hestum og hafði ég atvinnu af hestum um ára- bil.“ Jens er ekki ókunnugur blaðamennsk- unni: „Síðastliðið ár var ég í hag- nýtri fjölmiðlun í Háskóla íslands en hafði í þrjú ár þar á undan rit- stýrt hinu smáa en virta fréttablaði Eystrahomi á Höfn í Hornafirði, þaðan sem ég er. Um nokkurra ára skeið dvaldi ég í Reykjavík og var fimm ár ritstjóri blaðsins Hestur- inn okkar.“ Jens hefur ekki eingöngu starfað við hesta og í fjölmiðlum, hann er líka mikill áhugamaður um tónlist: „Ég hef alltaf verið tölu- vert í tónlistinni, lék lengi í svokölluðum éirs- hátíðarböndmn, og þess má geta að í vor gerði ég myndbandið Þorpið við lag sem ég samdi í tilefni aldaraf- mælis Hafnar í Homafirði og er mjög ánægður með viðtökumar á þvi. Það hefur fengið mikla spilun miðað við ís- lensk myndbönd." Eiginkona Jens er Þóra Bjamdís Þorbergsdóttir og eiga þau tvö börn. Myndgátan Skýlaust brot Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði Carl Möller leikur ásamt tríói i Hafnarborg í kvöld. Djass fyrir alla Tíundu tónleikamir sem hafa yfirskriftina Djass fyrir alla verða í Hafnarborg í Hafnarfirði í kvöld. Það em Gildisskátar sem hafa staðið fyrir tónleikaröðinni og hafa þeir fengið til liös við sig Jónatan Garðarsson, sem kynnir lögin. í kvöld eru það tveir af reyndustu djassmönnum þjóðar- innar, píanóleikarinn Carl Möll- er og trommarinn Guðmundur Steingrímsson, sem ásamt bassa- leikaranum Róbert Þórhallssyni leika þekkt lög úr heimi djassins, auk þess sem þeir leika óskalög. Tónleikamir hefjast kl. 21. Tónleikar Kvöldstund með Beethoven Sinfóníuhljómsveit íslands verður með tónleika í Háskóla- bíói í kvöld og hafa þeir yfir- skriftina Kvöldstund með Beet- hoven. Tónleikamir, sem hefjast kl. 20, eru í röð tónleika sem Jónas Ingimundarson sér um kynningar á. Kemur ekki í ljós fyrr en á tónleikunum hvaða verk verða leikin og hverjir em einleikarar. Bridge Bandaríkin komu báðum liðum sínum i undanúrslitin á HM í opn- um flokki sem er mikið afrek. Lið þeirra mættust í undanúrslitum og þar varð sveit I (Zia Mahmood og fé- lagar) að lúta í lægra haldi fyrir sveit II (Hamman, Wolff, Meck- stroth, Rodwell, Nickell, Freeman) 276-157. Zia og félagar unnu Kín- verja, 241-191, í fjórðungsúrslitum og þar kom þetta skemmtilega spil fyrir. Sami samningur var spilaður á báðum borðum, 4 spaðar, og sama snilldarvörnin sást á báðum borð- um. Seymon Deutsh var sagnhafl i lokuðum sal og þar var útspilið laufaþristurinn. Wang, sem sat í austur, tók strax slagi á drottning- una og ásinn og spilaði þriðja lauf- inu. Síðan, þegar hann komst inn á spaðaásinn, spilaði hann laufi Qórða sinni og uppfærði þannig slag á spaða fyrir félaga sinn í vestur. Zia Mahmood, sem sat í vestur, auð- veldaði þessa vörn fyrir Michael Rosenberg, félaga sinn i austur: 4 10653 44 ÁKDG2 ♦ D ♦ K54 * Á2 ' V 1053 •f 1075 * ÁD972 4 K9874 «4 84 ♦ ÁG32 4 G6 Zia Mahmood, sem ávallt er hug- myndaríkur í vöminni, sá þennan varnarmöguleika fyrir og spilaði út laufáttunni í upphafi. Rosenberg, fé- lagi hans í austur, tók á drottning- una og ásinn og Zia lét þristinn í öðram slag eins og hann hefði verið að spila frá tvíspili. Rosenberg spil- aði þriðja laufinu og þrátt fyrir að Zia hefði ekki trompað þann slag v£ir Rosenberg vel með á nótunum og uppfærði trompslaginn á sama hátt og á hinu borðinu. Það er at- hyglisvert að 4 hjörtu em óhnekkj- andi á hendur NS í þessari legu, ekki er hægt að hreyfa við þeim samningi. ísak Öm Sigurðsson 4 DG «4 976 4 K9864 4 1083

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.