Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMÉER 1997 J Fréttir DV Punktasöfnun veldur hækkun flugfargjalda innanlands: Fargjaldahækkun um þúsundir kröna - íslandsflug hyggur á inngöngu í Vildarklúbb Fargjaldahækkun um þúsundir króna verður tilkynnt á næstu vikum. ís- landsflug hyggur á aðild að Vildarklúbbi Flugleiða þannig að farþegar þeirra geti safnað punktum. Hækkun félagsins er m.a. til þess að mæta þeim kostnaði sem fylgir aðildinni. DV-mynd Fargjöld innanlands munu sam- kvæmt heimildum DV hækka á næstu vikum. íslandsflug er nú í viðræðum við Vildarklúbb Flug- leiða um aðild að klúbbnum og þeg- ar og ef gengur saman með aðilum mun verða tilkynnt um fargjalda- hækkun félagsins. Þannig er líklegt að lægstu fargjöld verði ekki undir 8000 krónum, fram og til baka á áfangastaði á landsbyggðinni. Hækkunin er talin óumflýjanleg til að standa straum af þeim kostnaði sem fylgir punktunum. Ástæður þess að félagið hyggst gripa til þess að bjóða vildarpunkta til farþega sinna er sú að punkta- veiðar flugfarþega eru m.a. taldar hafa orðið til þess að félagið hefur ekki náð þeirri markaðshlutdeild sem það ætlaði sér þegar það reið á vaðið með lækkun fargjalda sl. sum- ar. Fyrir marga farþega hafa punkt- amir vegið þyngra en fargjöld á spottprís. Þannig hefur fólk í ein- hverjum tiifellum flogið með Flugfé- lagi íslands án þess að farmiðaverð virtist skipta þar máli. Dæmi eru um að fólk sem fer á kostnað þriðja aðila velji hærri fargjöld og fái þar með helmingi fleiri punkta. Eins og DV hefur skýrt frá á almenningur þess varla kost að safna punktum með þeim árangri að þeir nái bónu- svinningum. Ef tekið er dæmi af einstaklingi sem tvisvar á ári ferð- ast innanlands á afsláttarfargjaldi þá blasir við að hann nær inneign sem nemur 2 þúsund punktum á ári. Þetta eru punktar sem ekki gefa verðlaun og falla þar með dauðir. Tálsýn? Nótt á Flugleiðahóteli sem kost- ar 10 þúsund punkta, bílaleigubíll frá Herz á 20 þúsund punkta og ferð innanlands á 12 þúsund punkta reynast þá aðeins vera tál- sýn ein svo ekki sé minnst á utan- landsferð sem efst er á óskalista punktaveiðaranna. Tveggja ferða maðurinn hefur því ekkert upp úr krafsinu og situr uppi eftir fjögur ár með ónýta punkta og mínus sem nemur 16 þúsundum króna. Talsmenn íslandsflugs vildu í samtali við DV ekki staðfesta að þessi hækkun væri ákveðin. Þeir vísuðu til fyrri yfirlýsinga um að hækkun væri yfirvofandi en vildu að öðru leyti ekki tjá sig um mál- ið. Thor Ólafsson, markaðsstjóri Flugfélags íslands, sagði við DV að flugfélagið myndi ekki hækka sitt verð fram að áramótum. „Við tilkynntum í haust að þetta verð okkar í innanlandsflugi yrði til áramóta og við munum standa við það hvað sem gerist. Þetta verð sem hefur verið frá 1. júlí er þó ekki komið til að vera. Það er ein- faldlega of lágt til að tvö flugfélög geti flogið á sömu áagtlunum á þeim. Við munum éndurskoða þetta verð okkar eftir áramót en ekki fyrr,“ sagði Thor. Punktaveiðar Verðlaun Vildarklúbbsins - ferðir eru reiknaðar báðar leiðir - Almonn fargjöld Saga Class Bandarikln/Kanada: 50.000 punktar 100.000 punktar Evrópa: 36.000 punktar 72.000 punktar Innanlands, aðra lelð: 12.000 punktar Nótt á Ruglelðahótoll: 10.000 punktar Bílalolgubíll Hertz, flokkur A, I 3 daga: 20.000 punktar Innanlandsflug 2.000 pt HX5P Hraðamyndavélar: Öruggt sönnunar- gagn lögreglu Margslungið bókmenntaverk sést greinilega andlit ökumanna og skráningarnúmer bifreiða en það hefur verið strikað yfir það hér. Myndir sem þessar eru því öruggt sönnunargagn lögreglu. Hraða- myndavélamar eru notaðar af lög- reglu um allt land og ökumenn geta því verið myndaðir hvar sem er á landinu. Myndin er birt með góðfús- legu leyfi dómsmálaráðuneytis og lögreglu. -RR Bókmenntaverðlaun Halldórs Lax- ness vorú veitt í annað sinn i gær. Þau hlaut að þessu sinni Eyvindur Pétur Eiriksson, íslenskufræðingur og rithöfundur, fyrir skáldsöguna Landið handan fjarskans. Fyrir þaö hlýtur hann 500.000 krónur auk venjulegra ritlauna. Eyvindur hefur áður sent frá sér ljóð, skáldsögur og bamabækur. .Saga Eyvindar var valin úr tæp- lega 30 handritum sem voru send forlaginu undir dulnefni. í dóm- nefnd sátu Pétur Már Ólafsson, bók- menntafræðingur og útgáfustjóri hjá Vöku- Helgafelli, Ástráður Ey- steinsson prófessor og Valgerður Benediktsdóttir bókmenntafræðing- ur. Sagði Pétur Már i ræðu sinni að ekki þyrfti að óttast einsleitni í ís- lenskum bókmenntum í framtíð- inni, svo margvísleg hefðu verkin verið sem úr var að velja. Hann sagði að verðlaunasagan væri áleit- in og áhrifamikil skáldsaga og eink- ar margslungið bókmenntaverk. „Já, ég er óneitanlega glaður og stoltur," sagði Eyvindur Pétur. „Mér á ekki eftir að hlotnast meiri Eyvindur Pétur Eiríksson tekur við Bókmenntaverðlaunum Halldórs Lax- ness úr hendi Ólafs Ragnarssonar útgefanda. DV-mynd Hilmar Þór heiður en þessi.“ Nú um stundir sagði hann að væra rituð mikil verk um fólk sem fór vestur um haf en söguhetja hans væri maður sem sækti til íslands til að finna þar frið. Eyvindur er frá Skjaldarbjamarvík á Ströndum og sagðist sjálfur hafa hrakist að heiman; en einmitt þar væri landið handan fjarskans. Skáldsaga Eyvindar kom út í gær hjá Vöku-Helgafelli og er mikið verk, 399 blaðsíður. -SA 123 km/h R DIR h min s DAT. CODE FOTO LIN070TPX 123 2 U 12:05:11 05.11.97 041 9017 002 RADAR Hér til hliðar má sjá fyrstu myndina sem birt er opinberlega úr nýjum hraðamyndavélum lögregl- unnar. Ökumaðurinn var myndað- ur á 123 km hraða skammt frá Sel- fossi og má búast við háum fjársekt- um fyrir brot sitt. Á myndunum Sprengjudrunur DV, Akureyri: „Við gáfum leyfi fyrir því að þama yrði skotið upp flugeldum," segir Daníel Guðjónsson, yfirlög- regluþjónn á Akureyri, en við Múlasíðu þar í bæ var í fyrra- kvöld haldin mikil flugeldasýning í miðju íbúðahverfi auk þess sem geysiöflugar sprengjur vora sprengdar. „Við vissum ekki hvaö um var aö vera. Lætin byijuðu á ellefta tímanum og þetta vora geysilegar sprengingar. Þama var ekki aðeins um það að ræða að verið væri að skjóta upp flugeldum. Gluggar í húsunum allt í kring nötraðu og titraðu. Krakkar sem vora famir að sofa vöknuðu upp með andfælum. Ég hreinlega skil ekkert í því að lögreglan skuli gefa leyfi fyrir svona uppákomu," segir kona sem býr við Múlasíðu. Konan sem ekki vildi láta nalns síns getið sagði að þama væri ver- ið að gefa fordæmi fyrir slíkum uppákomum því það væri auðvit- að erfitt að veita einum leyfi fyrir svona látum en banna öðram. Hún sagði að íbúar við Múlasíðu hefðu rætt um það að halda fúnd vegna þessa máls og mótmæla formlega við yfirvöld. -gk Stuttar fréttir Betri afkoma Afkoma ríkissjóðs vár hálfúm milljarði betri á fýrstu 9 mánuðum ársins en gert hafði verið ráð fyrir. Skattatekjur ríkisins hafa aukist verulega. Fyrirsláttur Tómas Ingi Olrich stjómarþing- maður telur að stjómarfrumvarp um 8% hámarkseign á kvóta sé fyr- irsláttur. Laxnessverðlaun Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness vora veitt í annað sinn í gær. Þau hlaut Eyvindur P. Eiríks- son rithöfúndur. Betri tekjur Dagur segir að úr óbirtum bú- reikningum megi lesa 7-8% af- komubata hjá sauðfjárbændum. Sölvi Leví fundinn Sölvi Leví Pétursson, sem björg- unarsveitir hafa leitað að undan- fama daga, birtist óvænt heima hjá systur sinni í Hafnarfirði í gærkvöldi heill á húfi. Röng landhelgislína Skipstjóri, sem ákærður er fyrir veiðar innan við þriggja mílna mörk frá fjöruborði, segir að land- brot hafi fært landhelgislínuna inn- ar en hún er samkvæmt sjókortum. Morgunblaðið segir frá þesu. Of dýr húshitun Vamarliðið á Keflavíkurflug- velli krefst lægra verðs fyrir heita vatnið frá Hitaveitu Suðumesja. Vamarliðið vill ekki lengur greiða tvöfalt hærra verð fyrir hitann en Suðumesjamenn þurfa að greiða. Morgunblaðið sagði frá. Kynjaskipting Stöð 2 segir að til greina komi að skipta í grunnskólabekki eftir kynjum til að mæta mismunandi þörfum kynjanna. Þingsályktunar- tilaga um málið er á leiðinni. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.